Víkurfréttir - 07.09.1989, Síða 18
Yikurfréttir
7. sept. 1989 18
ÍBK leikur við Fylki á sunnudag:
„Það lið sem
tapar fellur“
-segir Hólmbert Friðjónsson, þjálfari
„Þetta verður leikur upp á líf
og dauða. Það lið seni tapar
honum fellur. Því má með sanni
segja að þetta sé mikilvægasti
lcikur ÍBK í Ianga tíð,“ sagði
Hólmbert Friðjónsson, þjáifari
Keflvíkinga, sem leika gegn
Fylkismönnum í Arbænum á
sunnudaginn kl. 14 í Hörpu-
deildinni í knattspyrnu.
„Bæði lið munu leika til sig-
urs því jafntefli er einskis nýtt
fyrir bæði lið. Við munura að
sjálfsögðu leggja allt í sölurn-
ar en það munu Fylkismenn
gera líka. Þeir hafa verið á
uppleið að undanförnu. Ég sá
þá leika gegn Valsmönnum,
sem þeir sigruðu, og ég hef
ekki séð meiri baráttu í einu
liði í allt sumar,“ sagði Hólm-
bert Friðjónsson.
Þetta verður þriðji leikur
Keflvíkinga og Fylkismanna í
sumar. I fyrri skiptin sigraði
ÍBK, fyrst í Mjólkurbikarnum
2:0 eftir framlengingu og síðan
1:0 í Hörpudeildinni. Fylkis-
menn munu því örugglega
mæta eins og „grenjandi ljón“
til leiks og reyna að hefna ófar-
anna frá því fyrr í sumar.
Fríar rútuferðir á
leik Fylkis og ÍBK
Stuðningsmenn Keflvík-
inga ætla að fjölmenna á leik
ÍBK og Fylkis í Árbæ á sunnu-
dag. Fríar sætaferðir verða
með SBK frá íþróttavallar-
húsinu og verður farið kl.
12.30.
í íþróttavallarhúsinu verða
seldir treflar og húfur í ÍBK-
litunum á „spottprís“ en þeir
sem eiga húfur og trefla eru
beðnir um að mæta þannig.
„Nú reynir á stuðninginn, nú
eða aldrei,“ sagði Rúnar Lúð-
víksson, formaður knatt-
spyrnuráðs.
Skylminganámskeið
Byrjenda- og framhaldsnámskeið í olymp-
ískum skylmingum hefjast mánudaginn
11. sept. Nánari upplýsingar og skráning
hjá Óla í síma 11153.
Reykjanesmótið í körfuknattleik
Fyrsti leikurinn í mótinu:
ÍBK-REYNIR
föstudaginn 8. september kl. 20. Miðaverð
kr. 400, börn kr. 200. Miði, sem gildiráalla
leiki í mótinu, kostarfyrirfullorðna kr. 2000
en börn kr. 1000.
Körfuknattleiksráð ÍBK
„Heilsuleikfimi“
- yoga-æfingar
íþróttamiðstöð Njarðvíkur mun í vetur
bjóða upp á heilsuleikfimi fyrir þá sem vilja
slaka á stífum vöðvum, liðka liðamótin,
halda líkamsþunganum í skefjum og efla
heilbrigði sálar og líkama.
Hafið samband við íþróttamiðstöðina í
símum 12744 og 14567.
íþróttaráð Njarðvíkur
HART BARIST
Jón Sveinsson, leikmaður meistaraflokks ÍBK, hafði betur út úr
þessari viðureign við Víkinga í Keflavík sl. laugardag, þar sem Kefl-
víkingar unnu 3:2. Ljósm.: hbb
ðli Þór skor-
aði ð loka-
mínútunni
Keflvíkingar báru sigur-
orð af Víkingum í slökum
leik í Keflavík á laugardag.
Rigning og blástur settu sitt
mark á leikinn. Víkingar
voru sterkari til að byrja með
og skoruðu fyrsta mark
leiksins eftir klaufaleg mis-
tök í Keflavíkurvörninni.
Ekki leið langur tími þar til
Freyr Sverrisson hefndi fyrir
Kefívíkinga með marki.
Freyr bætti síðan öðru marki
við, en Víkingar náðu að
jafna. Það var síðan Óli Þór
Magnússon sem innsiglaði
sigur Keflvíkinga í síðari
hálfleik og lokaúrslit leiks-
ins urðu 3:2 fyrir Keflavík.
Við þessi úrslit komst ÍBK úr
botnsætinu í það næstneðsta.
Vonir Víðis minnkuðu
Vonir Víðismanna um
sæti í 1. deild að ári minnk-
uðu stórlega eftir óvænt tap
gegn Einherja á Vopnafirði á
laugardag. Heimamenn, sem
verma botnsæti deildarinn-
ar, sigruðu Víði með þremur
mörkum gegn tveimur Víðis-
mannanna Daníels Einars-
sonar og Björns Ingimars-
sonar. Við ósigurinn féllu
Víðismenn úr öðru sæti 2.
deildar en þangað fóru Vest-
mannaeyingar eftir að hafa
sigrað Stjörnuna, topplið
deildarinnar.
Til þess að Víðismenn eigi
einhvern möguleika á sæti í
1. deild verða þeir að sigra
báða þá leiki sem eftir eru, en
IBK má ekki fá nema 4 stig
úr þeim leikjum sem eru eftir
í deildinni.
Handknattleikur:
„Vantar meiri mann-
skap og metnað"
-til að ná árangri, segir Olafur Lárusson, ný-
ráðinn þjálfari karla- og kvennaliðs ÍBK
Ólafur Lárusson hefur verið
ráðinn þjálfari meistaraflokka
karla og kvenna í handbolta
hjá ÍBK. Bæði liðin leika í 2.
deild. „Þetta er rétt að fara af
stað. Það hefur verið illa mætt
á æfingar hjá karlaliðinu og
við höfum verið að skrapa á
æfingarnar. Þetta er öllu betra
hjá kvenfólkinu. Þær hafa líka
fengið ágætan liðsstyrk úr
Njarðvíkum, 7-8 stelpur sem
gengu upp í 2. flokk núna en
voru Islandsmeistarar með 3.
flokki UMFN í fyrra. Það lið
gæti orðið mjög gott eftir 2-3
ár ef rétt er á spilunum hald-
ið,“ sagði Ólafur Lárusson.
Leikmannahópur Keflvík-
inga verður svipaður og síð-
asta tímabil en þó munu þeir
Sigurður Björgvinsson og Jón
Olsen líklega ekki leika með
liðinu.
-Hvað með framtíð handbolt-
ans í Keflavík?
„Það vantar bæði meiri
mannskap og metnað hjá körl-
unum. Ef vel á að vera þarf að
æfa miklu meira og lengur.
Það er ekki hægt að búast við
neinum stórárangri eins og
þetta er gert í dag,“ sagði Ól-
afur.
Fyrstu leikir liðanna verða
4. oíct. Bæði lið ÍBK fara þá til
Selfoss og leika við heima-
menn.
Gull og silfur-
mót UBK:
Reynis-
stúlkur
í 3. sæti
Stúlkurnar í 3. flokki
Reynis komu á óvart í Gull-
og silfurmóti Breiðabliks,
sem haldið var fyrir
skömmu. Kræktu stúlkurnar
sér í bronsverðlaun fyrir að
verða í 3. sæti A- og B-liða.
Reynisstúlkurnar létu til
úrslita um 3. sætið í keppn-
úrslita um 3. sætið í keppni
A-liða og sigruðu þær KA
3:0. Heiða Haraldsdóttir
gerði eitt marka Reynis en
Heiða Ingimundardóttir
skoraði tvö í úrslitaleiknum.
Þjálfari Reynisstúlknanna er
Marel Andrésson.
Leiðrétting
Missagt var í fyrirsögn á
íþróttasíðu í síðasta tölu-
blaði aðU.M.F.K. hefði orð-
ið í fjórða sæti í bikarkeppni
frjálsíþróttasambandsins.
Rétt mun vera að keppnislið
U.M.F.K. varð í því þriðja.
Þá misritaðist nafn félags
Arngríms Guðmundssonar,
brottflutts Keflvíkings, sem
keppti í 1500 metra hlaupi í
bikarkeppninni. Nafn fél-
agsins er skammstafað
U.D.N. en ekki-U.N.D. Er
greinarhöfundur beðinn vel-
virðingar á þessum mistök-
um.
Fimleikafélag
Keflavíkur
Innritun fyrir veturinn veröur mánudag 11.
sept. og þriðjudag 12. sept. frá kl. 20.00 til
22.00 í símum:
Fæddar 1983:14568. Fæddar 1982:
13476. Fæddar ’80-’81: 13412.
Fæddar 78-79:13296. Fæddar 77
og eldri: 11732.
Afhending stundaskrár veröur í íþróttavall-
arhúsinu föstudag 15. sept. kl. 16-18.
Þær sem eru á biðlista hringi líka.