Morgunblaðið - 08.12.2015, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2015
ONDA
handsturtuhaus
1.790 kr.
Verð áður
2.460 kr.
SKINNY
handsturtuhaus
1.490 kr.
Verð áður
1.967 kr.
FONTE
handsturtuhaus
790 kr.
Verð áður
1.076 kr.
TVÖFALDUR
STURTUBARKI
150 CM
1.290 kr.
Verð áður
1.887 kr.
EMOTION sturtuhaus 10 cm
2.990 kr.
Verð áður 3.942 kr.
SPRING sturtuhaus 20 cm
6.500 kr.
Verð áður
9.337 kr.
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
HRESSANDI
STURTUTILBOÐ
Frískaðu upp á baðherbergið fyrir jólin.
JÓLATILBOÐ
Kvartett saxófónleikarans Sig-
urðar Flosasonar og þýska víbra-
fónleikarans Stefans Bauers
kemur fram á djasskvöldi á Kex
hosteli í kvöld. Auk þeirra skipa
hljómsveitina þeir Þorgrímur
Jónsson á kontrabassa og Einar
Scheving á trommur. Flutt verð-
ur tónlist eftir hljómsveitarstjór-
ana í bland við þjóðlög og stand-
arda. Tónlistin hefst kl. 20:30 og
stendur í um 2 klst með hléi. Að-
gangur er ókeypis. Kex hostel er
á Skúlagötu 28.
Kvartett Sigurðar Flosasonar og Stefans Bauers
Þýsk/íslenskur djass á Kex
Víbrafónleikari Stefan Bauer.
Ný skartgripalína Ásu Gunnlaugsdóttur
hjá Asa Jewellery vísar í hafið bláa hafið
sem umlykur Ísland. Alda/Wave-
skartgripirnir eru unnir úr silfri, eins og
fyrri línur fyrirtækisins. Formin eru kven-
leg, látlaus og fínleg. Tímalaus hönnun
að sögn Ásu, sem er menntaður silf-
ursmiður frá Lahti Design Instituti í
Finnlandi og með MA í iðnhönnun frá
lista- og hönnunarháskólanum í Finn-
landi.
Auk þess að fást á Íslandi bjóðast Asa-
skartgripirnir í sérhæfðum verslunum í
Noregi þar sem þeim er stillt upp við hlið
merkja á borð við Georg Jensen og Ole
Lynggaard.
Ný hönnun
Alda vísar í hafið
bláa hafið
Alda Hringur úr skartgripalínunni.
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
J
ólasveinarnir, sem
senn koma til
byggða og gleðja
börn með ein-
hverju lítilræði í
skóinn, hafa í áratugi annað
slagið laumað í þá PEZ-pipar-
myntum. Stundum líka PEZ-
köllum, eins og krakkarnir kalla
plastbauka eða nokkurs konar
skammtara til að geyma töfl-
urnar í og ætlaðir eru – eins og
nafnið gefur til kynna – til að
geyma og skammta nammið.
Mikki mús, Bangsímon, forsetar
Bandaríkjanna, Elvis Presley,
Mjallhvít og dvergarnir sjö og
hátt í tíu þúsund gagnmerkar fí-
gúrur hafa skreytt þessa bauka í
áranna rás, þ. á m. sjálfur jóla-
sveinninn. Anna og Elsa úr kvik-
myndinni Frozen, hetjur úr
Stjörnustríðsmyndunum og
Hringadróttinssögu, Leður-
blökumaðurinn og fleiri fræg og
frækin prýða nýlegar útgáfur og
svo mætti lengi telja.
Þau börn sem eru svo hepp-
in að fá slíka bauka í skóinn ættu
að varðveita þá eins og sjáöldur
augna sinna, því hugsanlega
verða þeir verðmætir með tím-
anum. Að minnsta kosti ganga
elstu baukarnir frá sjötta ára-
tugnum kaupum og sölum á net-
inu fyrir mörg hundruð þúsund
íslenskra króna. Mest hefur feng-
ist fyrir bauk með svokölluðum
„pólitískum asna“ frá árinu
1961 (asni er merki banda-
ríska Demókrataflokksins),
sem seldist fyrir 13 þúsund
dollara, ígildi tæplega 1,7
milljóna íslenskra króna. Asna-
baukarnir fóru aldrei í fjöldafram-
leiðslu, aðeins voru framleiddar
tvær frumgerðir og síðan ekki sög-
una meir. Jólasveinninn prýddi
fyrsta baukinn, sem fór á markað
árið 1955, og hefur hann margsinnis
gengið í endurnýjun lífdaga og ver-
ið sá langvinsælasti allar götur síð-
an.
Formúlan með rætur í Vín
PEZ-piparmynturnar draga
nafn sitt af skammstöfun þýska
orðsins Pfefferminz og voru
fyrst framleiddar í Vín í Aust-
urríki árið 1927. Töflunum
var ætlað að hjálpa
fólki að hætta að
reykja og seldust
prýðilega sem slíkar.
Framleiðandinn og
höfundur form-
úlunnar, Eduard Haas
II, opnaði verksmiðju í Tékk-
landi sjö árum síðar til
að framleiða töflurnar í
meira magni og jafn-
framt að markaðssetja
þær sem sælgæti.
Árið 1948 litu fyrstu PEZ-
baukarnir dagsins ljós og líkt-
ust þá einföldum sígarettu-
kveikjurum. Fígúrurnar komu
ekki til sögunnar fyrr en á sjötta
áratugnum eftir að stofnað var
dótturfyrirtæki í New York, sem
fékk einkaleyfi á baukunum, hóf
markaðssókn á sælgætismark-
aðinn og bætti við mörgum bragð-
tegundum.
Frá árinu 1974
hafa höfuðstöðvar
PEZ-Haas, sem
enn er í eigu Haas-
fjölskyldunnar, verið
í Orange í Connecticut.
Þar var opnaður gríð-
arlega stór sýningar-
salur fyrir fjórum árum
með öllu sem nöfnum
tjáir að nefna og
byrjar á PEZ. Gest-
ir geta horft niður í
framleiðslusalinn,
farið í gagnvirka
PEZ-leiki og vita-
skuld keypt sér pip-
armyntur og bauka.
PEZ-piparmyntur
eru seldar út um allan
heim. Bara bandarískir
neytendur innbyrða þrjá
milljarða taflna á ári.
Framleiddar eru 12 millj-
ónir taflna á dag úr meira
en tveimur og hálfu tonni
af sykri. Daglega berast
fyrirtækinu beiðnir frá
fólki sem vill vera höf-
uðprýði á PEZ-
baukunum, en þeim er öll-
um hafnað. Nýlega var
beiðni Kim Kardashian
vísað á bug. Sumum
finnst enda nóg um
hversu víða sú dama
skýtur upp kollinum, þótt ekki sé
hann líka á PEZ-nammibaukunum.
PEZ-piparmyntur voru fyrst fram-
leiddar 1927 í Vín og markaðs-
settar fyrir reykingafólk. Á sjötta
áratugnum hófst sókn á sælgætis-
markaðinn, bragðtegundir urðu
fleiri og baukar með ýmsum fígúr-
um bættust við framleiðsluna.
Yoda
Fyrirmenni Forsetar Bandaríkjanna á PEZ-baukum.
Svínka
Margir vilja vera höfuð-
prýði nammibauka
Asni frá 1961 Ann-
ar asnabaukurinn
var seldur dýr-
um dómum á
eBay.
Viddi
í Leik-
fanga-
sögu
Svart-
höfði
PEZ-
stúlkan
Gömul
auglýsing.
Kim Kar-
dashian
þurfti að bíta
í það súra epli
að vera hafn-
að sem haus
á bauk.
AFP
Jóla-
sveinn
Anna í
Frozen