Morgunblaðið - 08.12.2015, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.12.2015, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2015 Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN Enn snjallara heyrnartæki Beltone Legend Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. ™ Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 ustuveitenda í hendur stórfyrirtækja. Hörðust hefur gagnrýni í garð TISA- viðræðnanna hér á landi verið hjá Ögmundi Jónassyni, þingmanni VG. Hann sagði m.a. við mbl.is í síðustu viku: „Ég tek undir með Rósu Pav- anelli, formanni Alþjóðasambands starfsfólks í almannaþjónustu (PSI), sem segir að það sé óþolandi að á meðan lýðræðislega kjörnir fulltrúar sitja á ráðstefnu í París að ræða um sameiginleg markmið, þá skuli fulltrúar þeirra sitja á leynifundi suð- ur í Genf að véla um með hvaða hætti er hægt að setja ríkjunum skorður.“ „Á sama tíma og helstu ráðamenn heims reyna að ná alþjóðlegu sam- komulagi í París í baráttunni gegn hlýnun jarðar, eru samningamenn þeirra á fundi í Genf þar sem þeir reyna fyrir luktum dyrum að búa til nýtt fríverslunarsamkomulag sem gæti aukið losun gróðurhúsaloftteg- unda og valdið enn meiri breytingum á loftslagi jarðar,“ segir m.a. í frétta- tilkynningu frá PSI. Réttur ríkja til hagnaðar hverfi Haft var eftir Victor Menotti, skýrsluhöfundi PSI, í tilkynningu í liðinni viku að TISA-samningur myndi „draga úr yfirráðum ríkja yfir auðlindum sínum með því að skylda ríki til að búa til frjálsan markað fyrir erlenda aðila sem útvega orkutengda þjónustu. Þannig myndi réttur ríkjanna til að tryggja hagnað af auð- lindum sínum hverfa á braut.“ Í skriflegu svari utanríkisráðu- neytisins við fyrirspurn mbl.is á laug- ardag, sagði að erfitt væri að sjá, með hvaða hætti TISA-samningur myndi vinna gegn markmiðum í loftslags- málum. Fram kom í svari ráðuneytisins að TISA-viðræðurnar væru tilraun yfir 50 ríkja til að greiða enn frekar fyrir viðskiptum með þjónustu en nú er. Þjónustuviðskipti samsvari um 36% af heildarviðskiptum Íslands við um- heiminn. Ísland og Noregur hafa gert til- lögur um orkutengda þjónustu í TISA-viðræðunum. Um það segir í svari ráðuneytisins: „Markmið Ís- lands og Noregs með tillögum um orkutengda þjónustu er að greiða fyrir því að sú sérfræðikunnátta sem byggst hefur upp á Íslandi á und- anförnum áratugum, t.d. á sviði nýt- ingar jarðhita, geti átt sem greiðast- an aðgang að öðrum mörkuðum kjósi viðkomandi ríki að nýta til dæmis jarðhita.“ Og ennfremur segir í svari ráðu- neytisins: „Í tillögu Íslands og Nor- egs um orkutengda þjónustu er kveð- ið á um tilteknar skuldbindingar samningsaðilanna um gagnkvæman markaðsaðgang fyrir þjónustuveit- endur hinna ríkjanna fyrir orku- tengda þjónustu. Í tillögunni er full- veldi og yfirráðaréttur ríkjanna yfir eigin orkuauðlindum sérstaklega áréttaður.“ Sínum augum lítur hver á TISA  Gagnrýnendur telja að TISA-samningur myndi vinna gegn markmiðum í loftslagsmálum og tak- marka vald stjórnvalda til að fylgja markmiðunum eftir  Utanríkisráðuneytið telur að svo yrði ekki AFP París Arnold Schwarzenegger, fyrrverandi ríkisstjóri í Kaliforníu og Hollywoodleikari, er þátttakandi í loftslags- ráðstefnu SÞ í París. Hann hjólar um götur Parísar og stillir sér hér upp með frönskum hermönnum í fyrradag. BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Töluverðrar tortryggni hefur gætt í garð svonefndra TISA-viðræðna, í kjölfar þess að uppljóstrunarvefurinn Wikileaks birti ný skjöl um viðræð- urnar. Samtökin PSI (Alþjóða- samband starfsfólks í almannaþjón- ustu), sem hafa greint gögnin, telja að samningurinn verði til þess að erf- iðara verði fyrir stjórnvöld að fylgja eftir því samkomulagi sem kann að nást á loftslagsráðstefnunni í París. Um TISA segir m.a. á heimasíðu utanríkisráðuneytisins: „Markmið viðræðna um aukið frelsi í þjónustu- viðskiptum (Trade in Services Agree- ment, TISA) er að auðvelda milli- ríkjaviðskipti með þjónustu og auka gegnsæi í slíkum viðskiptum. Ísland, ásamt fimmtíu öðrum ríkjum, tekur þátt í samningaviðræðunum en þar á meðal eru aðildarríki ESB, Banda- ríkin, Kanada, Noregur, Sviss, Japan o.fl.. Samningurinn mun byggja á gildandi samningum (GATS reglum) og fjalla m.a. um fjármálaþjónustu, fjarskipta- og upplýsingatækni, för þjónustuveitenda og rafræn við- skipti. Viðræðurnar eru formlega ut- an WTO en vonast er til að fleiri að- ildarríki WTO gerist aðilar að TISA-samningnum þegar fram í sækir.“ Jafnframt kemur fram að í því til- boði, sem lagt hafi verið fram af Ís- lands hálfu í TISA-viðræðunum, sé gert ráð fyrir afar takmörkuðum skuldbindingum hvað varðar dvöl er- lendra þjónustuveitenda hér á landi, sem rúmist vel innan núverandi laga- reglna. Ögmundur tortrygginn Líkt og fram hefur komið í fréttum að undanförnu beinist tortryggni gagnrýnenda TISA-viðræðnanna einkum að því að með TISA-samningi muni stjórnvöld afsala sér aðhalds- og eftirlitshlutverki á ýmsum sviðum, s.s. með fjármálaþjónustu, fjarskipta- og upplýsingatækni og för þjón- Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins má finna ítarlegar upplýsingar um þátttöku Íslands í TISA-viðræðunum. Í einni yfirskrift er spurt: Eru TISA-viðræður leynilegar? Og í svari ráðuneytisins segir m.a.: „Nei. Þótt viðræður um gerð viðskiptasamninga fari ekki fram fyrir opnum tjöldum hvílir heldur ekki yfir þeim sérstök leynd … Þær tillögur sem Ísland leggur fram eru hins vegar aðgengilegar. Sérfræðingar utanríkisráðuneytisins sem taka þátt í TISA-viðræðunum fyrir Íslands hönd upplýsa og hafa náið samráð við önnur ráðuneyti varðandi hvert það mál sem undir viðkomandi ráðuneyti heyrir.“ TISA-viðræður ekki leynilegar UPPLÝSINGAR UTANRÍKISRÁÐUNEYTISINS Gunnar Bragi Sveinsson „Staðreyndin er sú að þessi rík- isstjórn mun á kjörtímabilinu taka tugi milljarða í veiðigjöld. Langt, langt umfram það sem vinstristjórn- in gerði á sínu kjörtímabili. Langt umfram það,“ sagði Bjarni Bene- diktsson fjármálaráðherra á Alþingi í gær í svari við fyrirspurn frá Birni Val Gíslasyni, varaformanni Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. „En það er auðvitað ekki nóg. Út- vegurinn mun líka skila tugum millj- arða í tekjuskatta og launatengda skatta. En það er auðvitað heldur ekki nóg. Sjávarútvegurinn er eina greinin á Íslandi, og eina sjáv- arútvegsgreinin í heiminum, sem skilar sköttum af því tagi og í þeim mæli sem gert er á Íslandi. En það er auðvitað ekki heldur nóg,“ sagði hann. Björn spurði hvort ráðherrann teldi eðlilegt að aðeins einn tíundi af arðsemi í sjávarútvegi rynni til þjóð- arinnar en 90% yrðu eftir í greininni. Bjarni sagði ræðu Björns dæmi- gerða fyrir vinstrimenn. Það er að vilja skammta sér einhverja tiltekna fjárhæð út úr hverri atvinnugrein. „Menn hafa hér verið að keppast við að finna leiðir til þess að vega frekar að greininni sem mun á end- anum ekki leiða til annars en að menn muni fjárfesta minna, arð- urinn mun minnka og skattstofninn, sem menn halda að sé bara einhver gefin stærð, hann mun hverfa. Þann- ig mun þetta verða,“ sagði Bjarni. Ríkisstjórnin væri að taka tugum milljarða meira en það sem vinstri- stjórnin hefði gert en með sann- gjarnari hætti. Það væri góð nið- urstaða bæði fyrir útgerðina og þjóðina. Björn svaraði því til að spurning hans hefði verið einföld og ítrekaði hana en Bjarni sagði hana ekki vera svaraverða. Miklu hærri veiði- gjöld en áður  Tókust á um veiðigjöld við umræður Morgunblaðið/Styrmir Kári Á þingi Bjarni Benediktsson svaraði fyrirspurn frá Birni Val Gíslasyni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.