Morgunblaðið - 08.12.2015, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 08.12.2015, Qupperneq 20
FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Ísland er í þriðja sæti á ný-birtum lista í ársskýrslu Al-þjóða fjarskiptasambandsins(ITU), þar sem 167 ríkjum er raðað eftir því hvernig þeim hefur tekist að nýta sér rafræna fjar- skiptatækni, net og síma. Í efsta sæti er Suður-Kórea og Danmörk er í öðru sæti. Bretland er í fjórða sæti, Svíþjóð í fimmta, Lúx- emborg í sjötta, Sviss í sjöunda, Hol- land í áttunda, Hong Kong í níunda og Noregur í tíunda sæti. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að hann hefði ekki séð nýja listann, en kvað það mikið ánægjuefni að Ís- land væri áfram jafnofarlega og raun bæri vitni. Það þyrfti þó ekki að koma á óvart, þar sem mikil uppbygging fjarskiptakerfisins hefði átt sér stað hér á landi á und- anförnum árum. „Við erum komin með háhraðanet, bæði ljósnet og ljósleiðara, sem nær til stórs hluta landsmanna,“ sagði Hrafnkell. Fjarskiptasjóður stórefldur Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að 500 milljónum króna verði veitt í Fjarskiptasjóð til að bæta aðgengi landsbyggðarinnar að neti og farsímaþjónustu. „Gangi þetta eftir munum við geta tryggt háhraðanet til 99,9% landsmanna ár- ið 2020,“ sagði Hrafnkell. Vel má vera að þá muni Ísland verma toppsætið á hinum árlega lista Alþjóða fjarskiptasambandsins. „Við erum í góðum málum þegar við erum í einu af fimm efstu sætunum,“ segir Hrafnkell. Þegar sams konar listi var tek- inn saman fyrir fimm árum var Ís- land einnig í þriðja sæti. Gefnar eru einkunnir á skalanum 1-10. Fær Ís- land nú 8,86 stig sem er hækkun frá 2010 þegar stigin voru 8,19. Suður- Kórea er með 8,93 stig og Danmörk 8,88. Meðal þess sem miðað er við í samantekt ITU er innri uppbygging fjarskiptakerfa viðkomandi ríkja, læsi, menntunarstig, verð á fjar- skiptaþjónustu og fjöldi þeirra sem nota internetið og farsíma. Athygli vekur hve Norð- urlöndin raðast ofarlega á listann. Finnland er í tólfta sæti. Flest löndin í efstu sætunum eru velmegunarríki, Evrópulönd, Japan, ríki Norður- Ameríku, Ástralía, Nýja-Sjáland og Singapore. Meðal ríkja sem tekið hafa mestum framförum á sviði raf- rænna fjarskipta á undanförnum fimm árum eru Costa Rica, Bahrain, Líbanon, Gana, Taíland og Sádi- Arabía. Fátæk Afríkuríki eru að venju neðst á listanum. Chad er í botnsæt- inu með 1,17 stig og þar fyrir ofan eru Eþíópía og Erítrea. Haldi vöku sinni ITU er ein af stofnunum Sam- einuðu þjóðanna og fylgist með fjar- skiptakerfum í öllum aðildarríkj- unum. Í skýrslu sem fylgir listanum í ár kemur fram að 3,2 milljarðar manna í heiminum eru nú nettengd- ir. Það eru um 43,4% allra jarðarbúa. Skráðir farsímar eru orðnir 7,1 millj- arður sem þýðir að um 95% allra á hnettinum eru innan farsímanetsins. „Það er afar mikilvægt að stjórnvöld á Íslandi haldi vöku sinni um að þróa aðgengismál og innviði alla áfram, þannig að við getum tekið á móti öllum þeim tækninýjungum sem eru á leiðinni,“ segir Hrafnkell V. Gíslason. Hann minnir á að þró- unin á þessu sviði sé mjög ör. Í 3. sæti í fjarskipta- tækni á heimsvísu Morgunblaðið/Kristinn Aðgengi Óvíða í heiminum er jafn gott aðgengi að neti og farsímum og á Íslandi. Algengt er að rútur séu nettengdar, ferðafólki til mikilla þæginda. 20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Franska Þjóð-fylkinginvann sigur í fyrri umferð hér- aðskosninga í land- inu á sunnudag. Þótt þýðing þessara kosninga sé nokkru minni en annarra, sérstaklega forseta- og þing- kosninga, og aðeins sé um fyrri umferð að ræða, þykir hún tíð- indi í Frakklandi og víðar. Fyrir það fyrsta rekur flokkur forset- ans lestina í kosningunum, þrátt fyrir að álit á forsetanum hafi batnað mjög vegna frammi- stöðu í kjölfar hryðjuverkanna í París. Þjóðarflokkur Marine Le Pen var öskubuska franskra stjórn- mála og er það þá mild mynd- birting af því hvernig um flokk- inn var talað af áhrifaöflum. Sérstaklega átti þetta við í for- mannstíð stofnandans, föður núverandi leiðtoga sem beitti sér raunar fyrir því að koma föðurnum úr flokknum. Enn reyna rétttrúaðir að stimpla flokkinn „hægri öfgaflokk“ eða annað í svipuðum dúr og það þrátt fyrir að í efnahagsmálum ýti flokkurinn, rétt eins og Þjóðarflokkurinn í Danmörku, mjög undir aukin ríkisútgjöld í þágu þeirra sem lakast standa og saki sósíalista um sviksemi við þá hugsjón. Andstaða við evruna og sívax- andi seilingar ESB til aukinna valda, verður vart flokkuð sem hægri stefna, enda hafa Hægri í Noregi, Hægri í Danmörku og „Moderaterna“ í Svíþjóð verið áköfustu evrópusinnarnir í þessum löndum, og öruggir handlangarar kratanna. Áður en VG framdi sín ein- stæðu svik í Evrópumálum var hann talinn öruggasta skjól fyr- ir þá Íslendinga sem ekkert vildu hafa með ESB að gera. Nú er sá flokkur í þeirri ömurlegu stöðu að neita að gefa upp stefnu sína í þessu stórmáli. Efasemdir um það hvernig leið- andi stjórn- málamenn úr öllum flokkum í Evrópu hafa haldið á mál- efnum flóttamanna hefur lítið með (vinstri-hægri) litróf stjórnmálanna að gera. Þannig er það Merkel kanslari, helsti forystumaður á meginlandinu í röðum þeirra sem teljast liggja hægra megin miðjunnar, sem hefur galopnað land sitt og beinlínis ýtt undir flótta- mannastraum til landsins og til Evrópu sem leitt hefur til óró- leika í álfunni. „Stóru“ flokkarnir í Frakk- landi, sem á landsvísu eru minni en flokkur Le Pen um þessar mundir, eru líklegir, með samn- ingum eða án þeirra, til að taka höndum saman í seinni hluta kosninganna, n.k. sunnudag, til að koma í veg fyrir að Þjóð- arflokkurinn njóti fylgissveiflu sinnar við úthlutun valds í hér- aðsstjórnunum. Slíkt „hræðslu- bandalag“ er engin nýlunda í frönskum stjórnmálum, en kann á endanum að koma hefðbundnu valdaflokkunum í koll. Marine Le Pen sagði í viðtali eftir kosningarnar að tæki breska þjóðin þá ákvörðun í þjóðaratkvæði (sem Cameron reynir að seinka sem mest hann má) að hverfa úr ESB yrði það stórkostlegt, og þá einkum fyrir alla þá sem þrá aukið frelsi. Áhrifin í framhaldinu myndu helst minna á það sem gerðist þegar að Berlínarmúrinn hrundi flestum að óvörum. Nýjustu kannanir í Bretlandi virðast benda til þess að mjótt geti orðið á munum í þjóð- aratkvæðinu. En þær kannanir eru þó meira til gamans en gagns þegar svo langt er til kosninga og fylgið sveiflast enn mjög í takt við þá atburði sem fyrirferðarmestir eru hverju sinni. Það er undiralda í stjórnmálum Evrópu um þessar mundir} Hægt í logni hreyfir sig, sú hin kalda undiralda Skilaboðin semkjósendur í Venesúela hafa sent stjórnvöldum gætu vart verið skýrari. Eftir sextán ára óstjórn sósíal- ista hefur kosningabandalag stjórnarandstöðunnar náð að vinna góðan meirihluta í þinginu. Nicolas Maduro, forseti Vene- súela og handvalinn arftaki Hug- os heitins Chavez, sagði að stjórn sín myndi sætta sig við niðurstöður kosninganna. Voru það ánægjulegar fregnir í ljósi þess, að Maduro hafði ítrekað í aðdraganda kosninganna hótað því að baráttan yrði „færð í götu- vígin“ ef Sósíalistaflokkurinn biði ósigur. Leiðtogar stjórn- arandstöðunnar hafa þegar lýst yfir sigri og tala um að lýðræðið hafi nú sigrað í Venesúela. Þetta er þó ekki fullnaðarsigur því að vald forsetans er mikið og framundan er valdabarátta milli þingsins og forsetans. Búast má við miklum átökum eftir apríl á næsta ári. Þá verður kjörtímabil Maduros hálfnað og takist stjórnarandstöðunni að safna fjórum milljónum undir- skrifta eftir þann tíma gæti hún knúið fram forsetakosningar á miðju kjörtímabili. Maduro hef- ur ríka ástæðu til að hafa áhyggjur af þeim möguleika. Chavisminn bíður sinn fyrsta ósigur}Jákvæð úrslit fyrir Venesúela Þ egar þetta er ritað gengur fellibyl- urinn Diddú yfir landið og fer ekki svo lítinn. Þegar þú lest þessar línur er hann (eða hún) vonandi að mestu genginn yfir og gæfan gefi að enginn hafi slasast eða farið sér að voða í veðrinu. Því þó það sé mestan partinn ágætt að búa hér á landi geta veður orðið býsna vá- lynd og þá er glapræði að bjóða þeim byrginn. Það svarar einfaldlega ekki áhættunni. Þetta minnir mig á orð sem höfð voru eftir grunnskólakennara nokkrum í Garðabæ sem gramdist dræm skólasókn dag einn í síðustu viku er veður var líka slæmt, þó ekki jafnaðist sá blástur á við Diddú. Kennaranum þótti lítið til heimaveru barnanna koma og lítið í dugnað þeirra spunnið; kvað svo fast að þessu að henni varð á orði að tala um aumingjauppeldi. Hér væri verið að framleiða pasturslitla eymingja í stórum stíl, raggeitur og hengilmænur sem væru ekki til stórræðanna ef þau legðu ekki í svona smáveður. Erum við ef til vill orðin full-passasöm í seinni tíð? Þegar sá sem þetta ritar sótti fyrstu ár grunnskólans í Hólabrekkuskóla í Efra-Breiðholti var það fastur liður á hverjum vetri að fá tvo eða þrjá daga þar sem gerði kol- bilaðan blindbyl þar sem ekki sáust handa skil og skóf í skafla sem náðu upp í þakskegg. Það var ekki lítið gam- an, og enn skemmtilegra var þegar rafmagnið fór af; þá var segin saga að drengurinn á hæðinni fyrir ofan okkur veinaði af slíkri íþrótt að rúður nötruðu og storminn lægði um sinn. En það er önnur saga. Punkt- urinn er sá að í þann dag þurfti meira óveður til þess að foreldrar gerðu sér ferð eftir börn- um sínum í skólann. Ég fullyrði að hver ein- asti tíu ára krakki með mér í árgangi hefði mætt í skólann í veðrinu í síðustu viku, og hann hefði að sama skapi labbað sér heim án þess að gera sér rellu yfir því. Erum við var- færnari í seinni tíð, ellegar er um helbert aumingjauppeldi að ræða? Sjálfsagt er um að ræða sitt lítið af hvoru. Hafa ber í huga að það er allt í lagi að mylja svolítið undir blessuð börnin því ef að líkum lætur fer lífið ómjúkum höndum um þau fyrr en varir. Á hitt ber að líta sömuleiðis að á mis- jöfnu þrífast börnin best, annars er hætt við að þau verði ekki til stórræðanna þegar al- vara lífsins tekur við. Krakkar spjara sig líka merkilega vel. Tökum dæmi. Þegar pistilshöfundur var 13 ára gamall hafði hann þegar fengið brennandi áhuga á bílum og vissi fátt skemmtilegra en að taka myndir af fallegum bifreiðum hvar sem því varð komið við. Í þeim tilgangi hjólaði ég úr Vesturberginu, niður Elliðaárdalinn, gegnum Fossvog- inn og inn í Reykjavík; Skeifuna, Miðborgina, Vest- urbæinn. Farsímalaus á flakki um bæinn, einn með sjálf- um mér. Aumingjauppeldi dagsins í dag? Eða glórulaust gá- leysi fyrir 30 árum síðan? Ómögulegt að segja. jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason Pistill Aumingjauppeldi þá og nú STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Ekki kemur á óvart að ríku þjóðirnar í heiminum verma efstu sætin á lista Alþjóðafjarskiptasambandsins (ITU) sem sýnir hvernig einstökum aðildarríkjum sambandsins hefur tekist að nýta sér rafræna fjar- skiptatækni. Fátæku þjóðirnar í Afríku og Asíu eru neðstar á listanum. Bretland var í tíunda sæti á lista Alþjóðafjarskiptasambandsins fyrir fimm árum. Það er nú í fimmta sæti. Danir hafa tekið sætið sem Svíar höfðu árið 2010. Þeir eru í öðru sæti en Svíar fimmta. Samt hafa Svíar hækkað í stigum, úr 8,43 í 8,67. Stórveldið Rússland er í 45. sæti á listan- um með 6,91 stig. Það er þó hækkun frá 2010 þegar stigin voru 5,57. Ríkar þjóðir í efstu sætum NETIÐ OG FARSÍMAR Hrafnkell V. Gíslason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.