Morgunblaðið - 08.12.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.12.2015, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2015 MÁ BJÓÐA ÞÉR Í SJÓNMÆLINGU? Með öllum gleraugum fylgir annað par af glerjum í sama styrk frítt með Hamraborg 10, Kópavogi – Sími 554 3200 Opið virka daga 9.30-18, laugardaga 11–14 Umboðsaðili: Yd heildverslun, s. 587 9393, yd@yd.is, YdBolighus Í október var hald- in ráðstefna á vegum Verkefnastjórn- unarfélags Íslands (VSF) undir yf- irskriftinni „Verk- efnastjórnun alls staðar“ en þar voru flutt erindi um verkefnastjórnun úr öllum geirum þjóð- félagsins. Undanfarin ár hefur orðið ánægjuleg þróun í verkefnastjórnun á Íslandi en ekki eru mörg ár síðan þessar ráð- stefnur á vegum félagsins fjölluðu nánast eingöngu um verklegar framkvæmdir þar sem verkfræð- ingar skiptust á reynslusögum. Nú ber hins vegar mest á erindum um allt annað en verklegar fram- kvæmdir. Erindi fulltrúa úr bankageiranum, heilbrigðiskerf- inu, úr stjórnsýslunni, um hugbún- aðarverkefni og úr íþróttahreyf- ingunni fylla nú dagskrána. Þessi stökkbreyting er afrakstur vakn- ingar sem staðið hefur síðustu tvo áratugi á vegum háskólanna og ekki síst VSF og er mjög ánægju- leg þróun fyrir þá sem áhuga hafa á þessu fagi. Með þessari grein viljum við vekja athygli á verk- efnastjórnun sem stjórntæki á öll- um sviðum þjóðfélagsins og beina kastljósinu m.a. að pólitíkinni og stjórnkerfinu þar sem tæki og tól verkefnastjórnunar gætu komið að góðum notum. Við höfum gert verkefnastjórn- un að ævistarfi okkar eftir lúkn- ingu á framhaldsnámi í verkfræði og nálgast fagið bæði sem fræði- menn og fagmenn. Í verkefnastjórnun er höfuð- áhersla lögð á að standa rétt að ákvörðunum, raða verkefnum eftir mikilvægi, sem falla að stefnu og margvíslegum hagsmunum þeirra sem að þeim standa. Unnið er samkvæmt verklagi þar sem miklu skiptir að leita að samstöðu í hópi hagsmunaaðila, vanda til ákvarð- ana, rasa ekki um ráð fram og tryggja að ákvarðanir byggist á gefnum forsendum um tíma, eig- inleika og kostnað. Verkefnin keppa um takmörkuð aðföng og á hverjum tíma þarf að velja þau verkefni sem eru skynsamlegust og skapa mest virði. Þegar ákvörðun um verkefni liggur fyrir þarf að fylgja henni eftir með skýrri markmiðssetningu, gera ít- arlegri áætlanir og vinna sam- kvæmt henni uns niðurstaðan hef- ur litið dagsins ljós og fyrir liggur að hún uppfyllir sett markmið. Þetta gildir um öll verkefni, hvort sem þau snúast um þróun vöru, húsbyggingu, skipulags- breytingar eða innleiðingu upplýs- ingakerfis, svo dæmi séu tekin. Ástæðan fyrir mikilli útbreiðslu verkefnastjórnunar er einmitt að allir hagsmunaaðilar verkefnisins geta fylgst með árangrinum til enda og fyrirtæki sem tileinka sér þessar aðferðir standa sig betur en þau sem ekki gera það. Fróðlegt er að bregða stækkun- argleri verkefnastjórnunar á verk- efni á borði opinberra aðila. Sú yf- irsýn sem við höfum um þau er að sönnu takmörkuð og byggist á upplýsingum úr fjölmiðlum. Það verður að segjast eins og er að á vettvangi stjórnmálanna virðist vera skortur á fagmennsku í því hvernig rætt er um verkefni og hvernig ákvarðanir um þau eru teknar. Alltof áberandi er inni- haldslítið karp um keisarans skegg, persónulegur ágreiningur og illdeilur, misskilningur og jafn- vel fáfræði og fordómar. Er þá ónefnd umræðan sem snýst um að slá pólitískar keilur eða þar sem lýðskrum er megininntakið. Allt er þetta á kostnað efnis- legrar umræðu og ákvarðana um það sem máli skiptir; hvernig skuli forgangsraða hinum takmörkuðu aðföngum og taka ákvarðanir sem eru landi og þjóð til heilla til lengri og skemmri tíma. Rann- sóknir við HR hafa sýnt að miklar líkur eru á að opinber fjárfest- ingaverkefni í innviðum fari langt yfir kostnaðaráætlun. Ástæður fyrir þessu eru ýmsar, en ekki síst er bent á stjórnkerfið og pólitíkina og skort á því að faglegum aðferð- um sé beitt við að taka ákvarðanir um verkefni og fylgja verkefnum eftir. Við höfum velt því fyrir okkur hvort hér sé um að ræða kerf- isvillu í stjórnkerfi okkar. Getur hugsast að vandi okkar við að komast að samkomulagi og taka skynsamlegar ákvarðanir til lengri tíma sé að hluta til vegna þess hvernig stjórnkerfið er byggt upp og stjórnmálamenn komast undan því að svara til ábyrgðar gagnvart öðrum en kjósendum sínum á fjög- urra ára fresti? Eða er ástæðan menningarleg; að vaninn er að karpa endalaust og persónugera ágreining okkar og fjölmiðlar nærast á að draga fram ósætti og sundrungu og þannig festa umræðuna í vítahring sem erfitt er að brjótast úr? Við óskum þess að á komandi tímum megum við sjá meiri fag- mennsku á vettvangi stjórnmál- anna, rétt eins og faglegri stjórn- un hefur vaxið fiskur um hrygg og verkefnastjórnun hefur náð mikilli útbreiðslu. Það er sannarlega ljós í myrkrinu að fregna nú að ný umhverfislög hafi verið samþykkt á Alþingi í mikilli sátt og sam- stöðu allra stjórnmálaflokka. Í anda faglegrar stjórnunar væri rétt að hlutaðeigendur settust nið- ur og veltu fyrir sér hver var lyk- illinn að þessum árangri. Sama verklag ætti að vera vísandi fyrir nýja tíma í vinnulagi á hinu háa Alþingi. Víst er að með bættu verklagi og jákvæðari fréttum um samskipti og samspil starfsmanna mun Alþingi vaxa að virðingu og verða áhugaverðari stofnun og eft- irsóttari vinnustaður í hugum landsmanna. Þekkingu, reynslu og fagmennsku mun þá vaxa ásmegin með tíð og tíma til heilla fyrir Ís- land. Verkefnastjórnun alls staðar – líka á Alþingi Eftir Helga Þór Ingason og Sigurð Ragnarsson » Í verkefnastjórnun er höfuðáhersla lögð á að standa rétt að ákvörðunum Helgi Þór Ingason Höfundar eru verkfræðingar og áhugamenn um verkefnastjórnun. Sigurður Ragnarsson Ég bý í Bandaríkj- unum en er nú í heimsókn á Íslandi. Í heimsókn minni hef ég orðið vör við um- ræður um einkavæð- ingu á hluta af því heilbrigðiskerfi sem er nú við lýði á Ís- landi. Við í Bandaríkj- unum erum í upphafi þess ferlis að innleiða lög sem mikið hefur þurft að berjast fyrir. Þessi lög munu tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir fleiri þegna en áður, en þó ekki fyrir alla. Það verður ennþá langt frá því að vera fyrir jafn- marga og heilbrigð- iskerfið hér á landi. Heilbrigðiskerfið okkar byggist á einkafyrirtækjum sem græða á því að veita heilbrigðisþjón- ustu. Læknar og aðr- ar heilbrigðisstéttir, sem og trygging- arfélög, græða pen- inga þegar við erum veik. Kerfið okkar hvetur lækna til þess að panta próf fyrir sjúklinga, til þess að leggja til skurðaðgerðir vegna veikinda sem væri hægt að lækna með vægari og ódýrari hætti. Þó að trygging- arfélög greiði stóran hluta af kostnaði okkar, getur sá kostn- aður sem við greiðum sjálf auð- veldlega orðið tugir þúsunda doll- ara, allt eftir því hver meðferðin er. Land okkar hefur á að skipa afar hæfileikaríkum læknum og er búið mjög tæknilegum greining- artækjum. Samt sem áður mælist heilbrigði okkar lakara en í mörg- um öðrum löndum sem eyða fjórð- ungi af því sem við eyðum í heil- brigðisþjónustu. Af hverju eyða Bandaríkin mun meira í heilbrigð- isþjónustu, þrátt fyrir að mælast með lakara heilbrigði en önnur lönd? Það eru margir þættir sem hafa áhrif, en einn þáttur er skýr: Kerfið okkar virkar ekki. Heil- brigðisþjónusta sem byggist á því að græða peninga er léleg. Heilsufar er lakara þegar kerfið græðir á þeim sem eru veikir og heilsa ætti ekki að vera lúxus fyr- ir þá ríku. Það er dýrara fyrir þjóðfélagið í heild þegar ekki allir hafa greiðan aðgang að heilbrigð- isþjónustu. Bandaríkin eiga margt ólært af Íslandi. Endilega lærið af Bandaríkjunum! Er gáfulegt að einkavæða heilbrigðiskerfið? Eftir dr. Nicole Dubus Dr. Nicole Dubus »Ein af okkar grunn- þörfum er þörfin fyrir heilbrigðisþjón- ustu. Mikilvægt er að sú þjónusta sé góð og öll- um aðgengileg. Stönd- um vörð um hana! Höfundur er lektor í félagsráðgjöf við San Jose State University. mbl.is alltaf - allstaðar Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.