Morgunblaðið - 08.12.2015, Síða 23

Morgunblaðið - 08.12.2015, Síða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2015 Ármúla 26 | 108 Reykjavík | Sími 578 4400 | Stundar fyrirtækið þitt viðskipti við tengda aðila erlendis eða hefur þú hug á að auka umsvif rekstrarins á er- lendri grundu? Ertu óviss um hvernig innleiða skuli reglur um milliverðlagningu í þinn rekstur? Ef svo er, mun umfjöllun þessi hafa mikla þýðingu fyrir velgengni þíns fyrirtækis. Nýleg lagabreyting á 57. gr. tekjuskattslaga nr. 90/2003 um milliverðlagningu og skjöl- unarskyldu fyrirtækja kallar á at- hygli og viðbrögð þeirra fyr- irtækja sem ákvæðið snertir. Þó er ekki víst að fyrirtækin séu und- ir það búin. Um nánari framkvæmd skjölun- arskyldu er fjallað um í nýrri reglugerð nr. 1180/2014. Frá því að reglugerðin kom til fram- kvæmda í janúar 2014 hefur sviðs- ljósið aðallega beinst að þeim íþyngjandi skyldum sem skjöl- unarskyldan hefur í för með sér, meðan mögulegt rekstrarhagræði hefur fengið minni athygli. Skjöl- unarskyldan mun vissulega fela í sér aukna byrði og kostnað fyrir fyrirtæki, en á sama tíma skapast af þessu tilefni mikilvægt tækifæri til að fá betri yfirsýn yfir flæði viðskipta, greiningu á starfseminni sem og yfirsýn yfir hlutverk, eign- ir og áhættu. Auk þessa, gefst tækifæri til að velta upp þeirri spurningu hvort óbreytt ástand sé endilega það ákjósanlegasta í stöðunni? Endurskoðun á milliverðlagn- ingu innan fyrirtækis getur reynst samstæðu gagnleg og hagkvæm á margan hátt. Slík naflaskoðun get- ur hjálpað til við mat á því hvort gildandi skipulag rekstrar sé í raun það hagkvæmasta, m.t.t. rekstrar- og stjórnunarlegra þátta. Endurskoðun þessi getur auk þess lagt lóð á vogaskálarnar við mat og greiningu þeirrar áhættu sem reksturinn stendur frammi fyrir. Má þar helst nefna hættuna á því að fyrirtæki verði skattlagt vegna sömu tekna af tveimur eða fleiri skattyfirvöldum. Hvort sem fyrirtækið er þegar í viðskiptum við tengda aðila er- lendis eða þú ert að íhuga að auka umsvif þess erlendis þá er fram- fylgni við reglur um milliverðlagn- ingu eitt lykilatriði þess að fyr- irtækinu vegni vel í framtíðinni. Hvort sem fyrirtæki þitt selur vörur eða þjónustu, eiga sömu sjónarmið við um þau atriði sem þarf að hafa í huga í daglegum rekstri. Í báðum tilvikum þarf að meta hvort viðskipti samstæð- unnar við tengda aðila erlendis séu í samræmi við armslengd- arviðmið? Í fyrsta lagi þarf að horfa til þess hvort fyrirtæki eigi í sömu eða sambærilegum viðskiptum við óháðan aðila þ.e. selur fyrirtækið sömu vöru eða þjónustu til óháðs þriðja aðila? Ef svo er, má búast við að verð vöru eða þjónustu sé sambærilegt eða hið sama, nema verðákvörðun sé réttlætanleg af öðrum ástæðum. Sé verðið það sama ætti niðurstaðan að vera sú að viðskiptin milli tengdu aðilanna séu í samræmi við armslengd- arviðmið – með vísan til sam- anburðaraðferðarinnar (e. Comp- arable Uncontrolled Price Method), sem er ein af þeim að- ferðum sem viðurkenndar eru af Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Ef verðlagning er aftur á móti ekki sambærileg er hætta á að skattyfirvöld leiðrétti verðið og þar með skattstofn fyrirtækisins sé það tekið til skoðunar af hálfu skattyfirvalda. Ef verðmismunur er til staðar hjá þínu fyrirtæki, leggjum við til að þú kannir ástæður verð- mismunar og grípir til viðeigandi aðgerða til að draga úr þeirri áhættu sem slíkum mismun kann að fylgja. Þegar vörur eru skráðar í kaup- höll er markaðsverð þeirra birt á ákveðnu gengi sem öllum er að- gengilegt. Nefna má t.d. málma, en markaðsverð þeirra er birt í London Exchange-kauphöllinni. Þegar slíkur varningur á í hlut má ætla að verð sé í samræmi við armslengd samkvæmt samanburð- araðferð ef það endurspeglar markaðsverð vörunnar miðað við sambærilegar aðstæður og skil- mála – ef svo er ekki, kann áhætta á leiðréttingu að vera til staðar. Raunveruleikinn er þó oft sá að fyrirtæki geta ekki haft hliðsjón af viðskiptum ótengdra aðila til sam- anburðar við sín eigin, þ.e. engin sambærileg viðskipti eru til staðar sem hægt er að taka mið af. Hvernig geta fyrirtæki þá lagt mat á það hvort innbyrðis við- skipti við tengda aðila séu í sam- ræmi við armslengdarregluna? Horfa verður til tegundar við- skipta sem fyrirtækið stundar. Í mörgum tilfellum er hægt að leysa málið með því að framkvæma við- miðunargreiningu (e. Benchmark analysis) byggða á nettóálagning- araðferðinni (e. Transactional Net Margin Method) sem er ein við- urkenndra aðferða OECD. Við- miðunargreining þessi veitir fyrir- tækjum innsýn í það hvað sambærilegir óháðir aðilar, í sama iðnaði og framkvæma sömu eða svipaðar aðgerðir, þéna fyrir skatta og vexti (EBIT). Enn frem- ur mun sú viðmiðunargreining veita upplýsingar um á hvaða bili verðákvörðun viðkomandi við- skipta þurfi að vera. Verðlags- stefna sem byggist á þessari að- ferð getur einnig þjónað sem haldbær heimild þess að þóknun/ endurgjald fyrirtækis sé sambæri- legt því sem almennt gerist í við- skiptum ótengdra aðila – og í sam- ræmi við armslengdarsjónarmið. Fyrir þau fyrirtæki sem falla undir gildissvið 57. gr. tekju- skattslaga viljum við leggja áherslu á mikilvægi þess að varð- veita öll gögn er varða viðskipta- legar ástæður eða ákvarðanir sem tengjast verðbreytingum eða skipulagningu fyrirtækis, s.s. fundargerðir og verð- og við- skiptaáætlanir. Þessi gögn geta reynst dýrmæt þegar fram í sækir ef fyrirtækið er tekið til skoðunar af skattyfirvöldum og sýna þarf fram á að viðskiptalegar forsendur hafi legið til grundvallar verð- ákvörðunum en ekki skattalegar forsendur. Með stöðugri skoðun á milli- verðlagsstefnu fyrirtækisins má koma í veg fyrir áhættur sem fyr- irtækið getur annars staðið frammi fyrir hvað varðar milli- verðlagningu og á sama tíma gengið úr skugga um að viðskiptin séu rekin með sem hagkvæm- ustum hætti. Atriðin sem hér hafa verið til umfjöllunar snerta þau fyrirtæki sem þegar eiga í viðskiptum við tengda aðila erlendis. Þessi atriði skipta hins vegar ekki minna máli fyrir þau fyrirtæki sem áforma aukningu á starfsemi sinni á er- lendum mörkuðum og geta haft veruleg áhrif á velgengni viðkom- andi fyrirtækis til langs tíma litið. Geta milliverðlagsreglur haft áhrif á daglegan rekstur? Eftir Vigdísi Sig- urvaldadóttur og Ragnhildi Elínu Lárusdóttur »Ertu óviss um hvern- ig innleiða skuli reglur um milliverð- lagningu í þinn rekst- ur? Vigdís Sigurvaldadóttir Vigdís er lögfræðingur hjá EY Dan- mörku (Ernst&Young), vigdis.sig- urvaldadottir@dk.ey.com og Ragn- hildur Elín er lögfræðingur hjá EY Íslandi (Ernst&Young), ragnhildur.l- arusdottir@is.ey.com Ragnhildur Elín Lárusdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.