Morgunblaðið - 08.12.2015, Qupperneq 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2015
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
✝ Hildigunnurfæddist 2. júlí
1935 á loftinu í
Héðinshúsi á Húsa-
vík. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 28. nóv-
ember 2015.
Hún var dóttir
hjónanna Halldórs
Ármannssonar frá
Hraunkoti í Aðal-
dal, f. 8. febrúar
1909, d. 13. apríl 1940, og Þor-
gerðar Guðrúnar Þórðardóttur,
f. 26. júní 1914, d. 14. mars 1995.
Seinni maður Þorgerðar og
stjúpfaðir Hildigunnar var
Adam Jakobsson frá Haga í Að-
aldal, f. 29. nóvember 1918, d.
27. mars 1988. Hildigunnur á
einn bróður Þórð Jakob Adams-
son, f. 5. júní 1952, sem búsettur
er á æskuheimili þeirra á Húsa-
vík ásamt fjölskyldu sinni. Eftir
saman eiga þau tvær dætur, Sig-
rúnu Huld og Ernu Maríu sem
lést 2005.
3) Bentínu Unni, f. 1968, sam-
býlismaður hennar er Kristinn
Ágúst Halldórsson. Börn Bent-
ínu af fyrra hjónabandi eru
Dagur Þór og Unnur Ósk.
Barnabarnabörnin eru sex tals-
ins.
Hildigunnur gekk í barna- og
gagnfræðaskóla Húsavíkur og
Húsmæðraskólann á Laugum í
Reykjadal. Hún var heimavinn-
andi, gætti bús og barna og
passaði barnabörnin sín og jafn-
vel barnabarnabörn. Hún bjó
mestan sinn aldur í Reykjavík
en var einnig búsett á Kópa-
skeri, Raufarhöfn og á Höfn í
Hornafirði þar sem eiginmaður
hennar var héraðslæknir. Þegar
Páll eiginmaður hennar fór í
framhaldsnám var fjölskyldan
búsett í Boston í Bandaríkj-
unum. Eftir að dætur hennar
urðu fullorðnar starfaði hún í Ís-
búð Vesturbæjar og á Hotel
Holti.
Útför Hildigunnar fer fram
frá Áskirkju í dag, 8. desember
2015, klukkan 13.
lát föður síns átti
Hildigunnur alltaf
öruggt skjól hjá
föðurbróður sínum
Þorgrími Ármanns-
syni, konu hans
Guðrúnu Guð-
mundsdóttur og
börnum þeirra, en
þau bjuggu á Prest-
hólum í Núpasveit,
og Sigríði móður-
systur sinni og fjöl-
skyldu hennar sem búsett var á
Húsavík.
Hún giftist 27.9. 1958 Páli
Þórhallssyni lækni, f. 15.6. 1935,
d. 6.11. 2013. Saman áttu þau
þrjár dætur: 1) Hjördísi Sig-
rúnu, f. 1959, hún er gift Björg-
úlfi Péturssyni, saman eiga þau
fjögur börn, Pál Halldór, Auði
Þóru, Þóri Má og Hildigunni. 2)
Þorgerði Björgu, f. 1961, gift
Guðmundi Karli Marinóssyni,
Elsku mamma.
Orð fá ekki lýst því hversu
mikið við eigum eftir að sakna
þín. Við viljum trúa því að þér líði
vel á nýjum stað í faðmi ástvina
þinna sem á undan eru farnir. Þú
kvaddir þína jarðvist á fallegasta
morgni vetrarins, hvít sæng yfir
öllu, brúngyllt skíma í morguns-
árið, logn og allt svo undarlega
kyrrt. Klukkan var 07.30, þinn
tími, þú varst morgunmanneskja
og eins og alltaf stóðst þú við þitt,
fórst á fætur þennan morgun 28.
nóvember en á nýjum stað.
Þú varst heilsteypt, ósérhlífin,
fórnfús, vinnusöm, settir þig
aldrei í fyrsta sæti, en fyrst og
fremst varstu mamma, hjartahlý
og glæsileg, alltaf eins og klippt
út úr tískublaði. Við eigum þér
allt að þakka. Þú kenndir okkur
vinnusemi, kurteisi, snyrti-
mennsku, kærleika, umburðar-
lyndi, hjartahlýju og umfram allt
virðingu fyrir lífinu og manneskj-
unni í heild sinni, allir jafnir. Þú
varst handlagin í meira lagi,
saumaðir út, prjónaðir, bakaðir
fallegustu smákökurnar á Melun-
um, skarst út laufabrauð eins og
listamaður og eldaðir besta mat í
heimi. Þú varst mikið jólabarn
eins og pabbi og þið elskuðuð
desember. Heimilið skreytt hátt
og lágt, jóladúkar sem þú saum-
aðir út og skraut sem pabbi gerði,
bakaðar smákökur, laufa-
brauðsgerð, pækluð síld, saltað
lambalæri, soðin svið í sviðasultu,
rjúpa hamflett á Þorláksmessu
og margt fleira, þetta var hluti af
jólaundirbúningnum sem við
munum taka með okkur að ekki
sé minnst á hið árlega jólaboð á
jóladag þar sem þessar kræsing-
ar voru bornar á borð. Þú varst
heimavinnandi alla okkar
bernsku og alltaf var gott að
koma heim og fá sér kakómalt og
ristað brauð þegar skóladegi var
lokið og ef þú stóðst ekki á eld-
húsgólfinu var kallað: „Hvar er
mamma?“
Þú elskaðir barnabörnin þín og
varst alltaf boðin og búin að
passa þau hvar og hvenær sem
var, aldrei fengum við svarið „nei
það get ég ekki“. Þú kenndir
þeim stafina og sumum kenndir
þú að lesa. Þau voru þér allt.
Margar minningar koma upp í
hugann á þessari stundu. Þér var
sérstaklega kært æskuheimili
þitt á Húsavík, fjölskylda þín þar
og vinir og skyldfólk þitt í Prest-
hólum. Það er svo gott að hugsa
til þess að þú og pabbi hafi getað
átt svona mörg sumur saman á
Túngötunni eftir að pabbi hætti
að vinna. Við vissum að það var
vel passað upp á ykkur af Dodda,
Þuru og dætrum og fyrir það er-
um við ævinlega þakklátar. Í júní
ár hvert var stefnan tekin norður
og ekki komið heim fyrr en í lok
ágúst. Barnabörnin urðu þess að-
njótandi eins og við systur að
geta eytt sumrunum á Húsavík
með ömmu sinni og afa. Þú elsk-
aðir að fara í berjamó og gast
helst ekki komið suður á haustin
án þessa að hafa farið fram í
Katla eða í móana við Kaldbak til
að tína ber. Þú naust þín sérstak-
lega vel þegar við áttum heima í
Boston, þar nutum við líka sam-
vista Daisyar systur pabba og
fjölskyldu hennar sem búsett er í
New Jersey, öll tækifæri nýtt,
helgar, frídagar og sumarfrí, fjöl-
skyldan saman. Eins og þú vildir
alltaf hafa það. Þú elskaðir ferða-
lög og nú ertu farin í eitt ferða-
lagið enn.
Takk fyrir allt, elsku mamma.
Þínar dætur,
Hjördís, Þorgerður
og Bentína.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast ömmu minnar, Hildi-
gunnar Halldórsdóttur. Hún
hefði reyndar ekki viljað að ég
væri að skrifa einhverja lofræðu
um hana, þannig var amma, hún
vann verk sín hljóð.
Saman áttum við ótal margar
góðar stundir enda má segja að
hún og afi heitinn hafi verið bestu
vinir mínir og dóttur minnar sem
þau reyndust svo vel. Orðin sem
mér finnst lýsa ömmu best eru
dugnaður og tryggð.
Á hana gat ég alltaf treyst ef
mig vantaði eitthvað, hvort sem
það var pössun, að láta sauma
saumsprettu, uppskrift að rétti
eða kökum, húsráð, huggun, eða
eitthvað allt annað.
Mér finnst því viðeigandi að
enda þessi fátæklegu orð á eft-
irfarandi ljóði, ömmu er og verð-
ur sárt saknað en ég trúi því að
hún hafi haft rétt fyrir sér þegar
hún lofaði mér að hún yrði alltaf
hjá mér:
Tryggðin há er höfuðdyggð,
helst ef margar þrautir reynir,
hún er á því bjargi byggð,
sem buga ekki stormar neinir.
(Sigurður Breiðfjörð.)
Auður Þóra Björgúlfsdóttir.
Fólk fæðist og fólk deyr. Elsku
amma Hilla, þú munt ávallt lifa í
hjarta mínu og vaka yfir mér og
þegar ég hugsa um þig verð ég
örugg.
Ég hugsa um góðar minningar
og brosi yfir myndum. Ég er
þakklát fyrir að hafa hitt þessa
góðu sál, hana ömmu Hillu.
Amma mín Hilla leyfði mér alltaf
að setja upp með sér jólaskrautið.
Hún átti lítið glerjólatré sem ég
fékk að setja ljósin á á hverjum
jólum.
Perurnar eru alla vega á litinn
og þegar ég var búin þurfti hún
að laga og sagði alltaf: „Nei, nei,
ekki sama lit hlið við hlið.“ Svona
var amma mín, allt á sínum stað.
Ég kom til hennar eftir skóla
og við spiluðum lönguvitleysu
sem hún kenndi mér þegar ég var
lítil.
Amma var heppin í spilum en
hún leyfði mér samt alltaf að
vinna. Elsku amma Hilla, ég
elska þig og á eftir að sakna þín
alla ævi, kysstu afa frá mér.
Þín,
Erna Björg.
Hildigunnur
Halldórsdóttir
Elsku Haukur.
Ég minnist þess
sólríka og bjarta
staðar er ég hitti þig
fyrst, vonandi ekki
frábrugðinn þeim stað sem þú ert
á núna. Sú ferð var bara byrjunin
á svo dýrmætri vináttu sem ég
mun aldrei geta lýst nógu vel en
við töluðum oft um að Guð hefði
sett okkur saman í þessa ferð.
Okkur hefði verið ætlað að kynn-
ast og ég trúi því af öllu mínu
hjarta.
Þú varst svo einstakur strák-
ur, algjör perla og hafðir einstakt
lag á því að kæta alla í kringum
þig. Ég hugsa til síðustu sam-
skipta okkar sem lýsa þér svo vel.
Þú hringdir í mig til þess að
gleðja mig og minna mig á af-
mælið mitt sem var á þeim tíma
eftir þrjá daga. Þú sagðir að þú
hefðir verið svo glaður þegar þú
áttaðir þig á því og yrðir að heyra
í mér og gleðja mig líka. Þú gast
því miður ekki talað lengi þar
sem þú varst að fara að vinna í
Flugskóla Íslands. Ef ég hefði
vitað að þetta væri síðasta skiptið
sem ég heyrði rödd þína hefði ég
aldrei lagt á. Það yrði sennilega
ekki tekið í mál þar sem vinnan
var þér allt, markmiðið þitt var
að klára flugtímana og til þess að
klára þá ætlaðir þú að vera dug-
legur að fljúga með mig til Vest-
mannaeyja og kíkja með mér í
kaffi til afa og ömmu. Eftir að
hafa lokið öllum flugtímunum
ætlaðir þú þér að fá góða vinnu til
þess að bjóða vinum, mömmu
þinni og systrum til útlanda.
Þetta lýsir þér svo vel, elsku
Haukur minn, því þú settir vinn-
una, fjölskylduna og vinina fram-
ar öllu. Ég hef aldrei kynnst nein-
um manni sem var jafn duglegur
og þú varst í þinni vinnu og með
systur þínar.
Þú varst svo traustur vinur og
algjör húmoristi sem ég er svo
þakklát fyrir að hafa kynnst og
fengið að heyra í og grínast með á
hverjum einasta degi. Ég man
svo vel eftir því þegar þú mættir í
vinnuna til mín með öskju af blá-
berjum þar sem þú vildir ekki
koma tómhentur en vildir heldur
ekki að ég myndi „hlaupa í
kekki“.
Þú kenndir mér margt og við
sem eftir lifum ættum að tileinka
okkur þitt viðhorf til lífsins, vera
jákvæð og hugsa í lausnum en
ekki vandamálum.
Englar eins og þú:
Þú tekur þig svo vel út
hvar sem þú ert.
Ótrúlega dýrmætt eintak,
sólin sem yljar
og umhverfið vermir.
Þú glæðir tilveruna gleði
Haukur Freyr
Agnarsson
✝ Haukur Freyrfæddist 17. júlí
1990. Hann lést 12.
nóvember 2015.
Útför Hauks
Freys fór fram 27.
nóvember 2015.
með gefandi nærveru
og færir bros á brá
svo það birtir til í
sálinni.
Sólin sem bræðir
hjörtun.
Í mannhafinu
er gott að vita
af englum
eins og þér.
Því að þú ert sólin mín
sem aldrei dregur fyrir.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Ég kveð þig með tár í augum
og tómarúm í hjarta. Ég mun
sakna þín alla mína daga.
Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir.
Dagurinn 27. nóvember var
sorgardagur en samt sem áður
fallegur dagur, veðrið stillt og fal-
legt, snjórinn og fegurð allt í
kring. Sá dagur var líka dagurinn
sem ég kvaddi gamlan og góðan
gullmola og vin í hinsta sinn. Tár-
in byrjuðu að streyma um leið og
ég gekk inn í kirkjuna og raun-
veruleikinn blasti við. Þú ert far-
inn, það sem lífið getur verið
ósanngjarnt og mikið sem mig
langar að geta talað við þig aftur
og lagað það ósætti sem kom upp
á. Var samt svo gaman að heyra í
þér í sumar, elsku strákur. Munið
bara að lífið er hverfult og að taka
engu og engum sem sjálfsögðum
hlut og ekki vera hrædd við að
segja það sem ykkur liggur á
hjarta. Hér ligg ég með tárin
streymandi og hlæjandi inn á
milli að fara yfir eldri samtöl okk-
ar sem áttu sér stað daglega í tvö
ár. En allar góðu minningarnar
okkar saman mun ég eiga og
varðveita. Þú varst svo sannar-
lega gleðigjafi mikill og gast allt-
af látið mig hlæja, á mínum
þyngstu stundum, því mun ég
aldrei gleyma. Og þegar nýi disk-
urinn með Kanye og Jay Z kom
út þá passaðir þú sko að skrifa
hann á disk fyrir mig til að ég
gæti haft hann í bílnum því það
var sko nauðsyn. Og allt það sem
þú gerðir og alltaf gladdir þú.
Góða ferð, elsku strákur, og ég
veit þú munt fljúga um himininn
bláan alla daga.
Vertu ekki grátinn við gröfina mína
góði, ég sef ekki þar.
Ég er í leikandi ljúfum vindum,
ég leiftra sem snjórinn á tindum.
Ég er haustsins regn sem fellur á fold
og fræið í hlýrri mold.
Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt,
ég er vængjatak fuglanna hljótt og
stillt.
Ég er árblik dags um óttubil
og alstirndur himinn að nóttu til.
Gráttu ekki við gröfina hér –
gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér.
(Höf. ókunnur.)
Ég votta fjölskyldu og vinum
hans alla mína dýpstu samúð.
En þangað til við sjáumst
næst, gleðigjafi.
Þín vinkona,
Ísabel Petra.
✝ Fjóla Krist-jánsdóttir
fæddist 15. októ-
ber 1923 á Hnit-
björgum. Hún lést
16. nóvember 2015
á hjúkrunarheim-
ilinu Dyngju,
Egilsstöðum.
Foreldrar henn-
ar voru Sigríður
Bjarnadóttir frá
Hallfreðarstöðum
og Kristján Gíslason frá Svín-
árnesi. Fjóla var næstelst fjög-
urra systra.
Rakel, f. 19 júlí 1919, d. 6.
febrúar 2005, Ingibjörg, f. 23.
júlí 1925, Jakobína, f. 8. maí
1929, d. 2. október 2010. Fjóla
átti tvo hálfbræður, Björn og
Aðalstein Kristjánssyni, sem
báðir eru látnir.
Fjóla giftist 7. júlí 1948 Ingi-
mar Jónssyni frá Torfastöðum,
Halla, Fjóla og Grétar Ingi.
Jóna Torfhildur, f. 24. maí
1960. Sjúkraliði hjá heilbrigð-
isstofnun Austurlands. Maki:
Sigurður Þórsson, f. 15. sept-
ember 1945. Börn þeirra Ingi-
mar Torfi og Fjóla Björg.
Fósturdóttir: Gréta Jóna, f.
19. desember 1965. Tónlistar-
maður og rekur Bókakaffi.
Sambýlismaður Sigurður Grét-
arsson, f. 17. maí 1956, d. 4.
nóvember 2007. Barn þeirra:
Sigurjón Torfi.
Langömmubörnin eru orðin
10 og eitt langalangömmu-
barn.
Árið 1949 fengu Ingimar og
Fjóla hluta af jörð Torfastaða
og reistu nýbýlið Skriðufell, en
þar var allt reist frá grunni,
íbúðarhús, gripahús og raf-
stöð, auk þess sem þau brutu
land og ræktuðu mikil tún.
Þau hættu búskap á Skriðu-
felli árið 1989 og fluttu í Egils-
staði og settust að í Miðgarði 2.
Fjóla bjó í Miðgarði 2 þar til
hún flutti á hjúkrunarheimilið
Dyngju 11. ágúst síðastliðinn.
Útför Fjólu fór fram 26. nóv-
ember 2015.
f. 21. október
1922, d. 19. desem-
ber 1993. For-
eldrar hans voru
Margrét Guðjóns-
dóttir og Jón Þor-
valdsson.
Börn Fjólu og
Ingimars eru: Sig-
ríður Magna, f. 14.
nóvember 1948,
starfar hjá Fljóts-
dalshéraði. Maki
Hrafnkell A. Jónsson, f. 3.
febrúar 1948, d. 29. maí 2007.
Börn þeirra: Bjartmar Tjörvi
og Fjóla Margrét.
Þórey, f. 14. júní 1951. Starf-
ar hjá Fljótsdalshéraði. Börn:
Matthías og Hrafnhildur.
Kristján, f. 3. júní 1954,
starfar hjá MS Egilsstöðum.
Sambýliskona Elsa Björg Stef-
ánsdóttir (slitu samvistum).
Börn þeirra: Hörður, Bergljót
Amma mín var ein af mínum
bestu vinkonum enda vorum við
afskaplega nánar. Ég á til svo
ótrúlega margar sögur af okkar
samskiptum sem gaman væri að
segja og þær bestu eiga sjálfsagt
ekkert við í svona minningarorð-
um þannig að ég ætla að sleppa
þeim. Þegar ég spái í það í dag að
þá var ég ótrúlega heppin. Ég
fékk að kynnast ömmu minni svo
vel á öllum mínum þroskastigum.
Ég man eftir heimsóknum til
hennar og afa í Skriðufell niður í
um það bil fjögurra til fimm ára
aldur þegar hún var að þvo okkur
Matta frænda með þvottapoka á
kvöldin. Gefa okkur síðan einn
suðusúkkulaðibita á eftir ásamt
eplabát til að hreinsa tennurnar
eða það sem var kannski verra að
venjast hafragraut í morgunmat
og hræringi á kvöldin, alla daga
vikunnar. Þegar ég var aðeins
eldri fór ég í sveitina til að
„vinna“ þó svo að ég hafi sjálfsagt
verið til lítils gagns. Ég þurfti
samt að sækja kýrnar á hverjum
degi sem mér þótti misjafnlega
sanngjarnt eða skemmtilegt. Á
unglingsárunum ræddum við
amma svo oft tískuna og eftir að
ég komst á háskólaárin að þá
meira að segja saumaði hún á mig
galakjól úr svörtu plastefni en
það fannst nú móður minni af-
skaplega athyglisvert. Ég var svo
heppin að fá að búa hjá ömmu og
afa seinni árin tvö á menntaskóla-
göngu minni, það var dásamlegur
tími. Þau voru mér alveg einstak-
lega góð og afskaplega umburð-
arlynd. Eftir að ég fór svo að
heiman til að stunda frekara nám
þá passaði ég vel upp á að heim-
sækja ömmu mína í hvert skipti
sem ég fór austur. Í eitt skiptið
tók ég nokkra vini mínum úr
skólanum með mér austur og var
mitt fyrsta verk að kíkja til ömmu
í kaffi. Mér fannst þau verða að
hitta ömmu mína því mér fannst
hún svo stórkostleg og frábær.
Það þyrftu allir að kynnast henni!
Eftir að ég flutti aftur austur þá
passaði ég mig vel á því að líta til
hennar reglulega. Ég kom upp
dótakassa hjá henni fyrir langa-
ömmubörnin svo við fengjum nú
frið til að spjalla yfir kaffibolla og
kannski einni rúllukökusneið.
Mér fannst amma svo flott
kona. Hún var alltaf svo vel til
höfð og hún var settleg. En hún
var afskaplega hreinskilin og lá
ekki á skoðunum sínum við sitt
nánasta fólk, já og líklega flesta
aðra. Hún var líka svo mikill
húmoristi og alveg fram að síð-
ustu heimsóknunum mínum til
hennar skaut hún einhverju vel
orðuðu að manni og brosti svo út í
annað.
Það er eitt sem víst er að ég á
eftir að sakna ömmu minnar mik-
ið en það var kominn tími til að
kveðja. Hún valdi góðan dag í
það, afmælisdaginn minn.
Hvíl í friði, elsku amma mín,
þín verður sárt saknað.
Fjóla Margrét.
Fjóla
Kristjánsdóttir