Morgunblaðið - 08.12.2015, Síða 27

Morgunblaðið - 08.12.2015, Síða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2015 ✝ GunnhildurInga Höskulds- dóttir fæddist á Ísa- firði 29. ágúst 1951. Hún lést 24. júlí 2015. Foreldrar henn- ar voru Höskuldur Árnason og Auður Guðjónsdóttir. Systkini hennar sammæðra eru: Davíð Arndal, Anna, Guðjón Halldór, Auður Arna og Brynhildur. Gunn- hildur var fjórða í röðinni af þessum hópi. Hálfsystkini henn- ar samfeðra eru: Arnheiður Elín, Valdís, Filip Þór, Jóna Val- gerður og Árni. Gunnhildur ólst upp á Ísafirði. Hún lauk námi með sjúkraliðaprófi og vann við það mest- an sinn starfsaldur. Árið 1973 giftist Gunnhildur eftirlif- andi eiginmanni sínum, Ólafi Snæv- ari Ögmundssyni, og áttu þau tvo syni, Auðun Snævar og Guð- bjart Karlott. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Mín yndislega mágkona, Gunnhildur Höskuldsdóttir, lést 24. júlí 2015, eftir hatramma bar- áttu við krabbamein. Með þess- um fátæklegu orðum langar mig að minnast hennar. Ég kynntist Gunnhildi árið 1971 en þá vann ég í söluturni skammt frá heimili hennar hér í Reykjavík. Gunn- hildur kom oft við hjá mér í sölu- turninum og þá strax féll mér vel við þessa ungu og glæsilegu konu sem hafði svo góða nærveru. Það var á þessum tíma sem þau Óli bróðir minn og Gunnhild- ur kynntust. Þá var Óli nýbúinn að kynnast hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu en Gunnhildur ólst upp í hvítasunnukirkjunni Salem á Ísafirði. Móðuramma Gunnhild- ar, Halldóra, var ein af stofnend- um hvítasunnukirkjunnar í Vest- mannaeyjum. Það var ekkert vafamál að það var ást við fyrstu sýn þegar Óli bróðir minn og Gunnhildur hitt- ust, sú ást og virðing sem þau báru hvort til annars entist allt til enda í rúm fjörutíu ár. Gunnhildur var með afbrigð- um myndarleg húsmóðir og allt sem hún gerði fyrir fjölskylduna sína og heimili var gert af ást og umhyggju. Ég man svo vel eftir því þegar Óli var að koma heim af sjónum að þá þurfti allt að vera fullkomið. Þá vakti hún mágkona mín oft fram á nætur til að hafa heimilið glansandi hreint og svo var bakað og matbúið því allt átti að vera fullkomið þegar maður hennar kæmi heim, þannig tók hún alltaf á móti manni sínum. Óli og Gunnhildur eignuðust tvo syni, þá Auðun Snævar og Guðbjart Karlott, saman eiga þau fimm barnabörn. Óli átti fyr- ir fjögur börn sem samtals eiga sjö börn. Gunnhildur reyndist stjúpbörnum sínum og börnum þeirra sérstaklega vel og leit á þau sem sín eigin ömmubörn enda þekktu þau hana sem hlýja og kærleiksríka ömmu. Gunnhildur var í miklu uppá- haldi hjá tengdaforeldrum sín- um, allt frá fyrsta degi þegar þau hittu hana og til síðustu stundar, aldrei bar skugga á vináttu þeirra. Þau töluðu oft um að það hefði verið stóra gæfan í lífi sonar þeirra að hitta Gunnhildi og svo sannarlega er ég sammála því. Óli og Gunnhildur fluttu bú- ferlum til Svíþjóðar og bjuggu þar í mörg ár. Þá heimsótti ég þau nokkrum sinnum með syni mína og í eitt skipti kom móðir mín með okkur þangað. Ferðin til Lövnes í Svíþjóð var mikil upp- lifun fyrir hana og þar héldu þær Gunnhildur upp á afmælin sín saman, önnur fertug en hin átt- ræð. Gunnhildur var lærður sjúkra- liði og fékk orð fyrir að vera ein- staklega ljúf og góð við sjúklinga sína, hún mátti ekkert aumt sjá og skipti ekki máli hvort það voru menn eða dýr, alltaf var hún boð- in og búin að hjálpa. Síðustu fjögur árin voru Gunn- hildi erfið, erfiðar meðferðir og spítalalegur. Hún sýndi ótrúlegt þrek og baráttuvilja. Óli var allar stundir við hlið hennar allt til endaloka. Elsku Óli minn, missir þinn er mikill og barnanna þinna og barnabarna. Ég bið algóðan Guð að styrkja og hugga. Elsku Gunnhildur, þakka þér fyrir allt, ég mun sakna þín mín kæra mágkona. Ingileif Ögmundsdóttir. Okkur Gunnhildi G. og Sig- rúnu Jóels langar að skrifa fáein orð um vinkonu okkar Gunnhildi H. eins og hún var kölluð, en það var gert til þess að greina okkur í sundur. Við kynntumst í barna- skólanum á Ísafirði. Margar minningar koma upp í hugann, einkum tengdar Arnardal. Þar var sumarhús Auðar og Höskuld- ar, foreldra Gunnhildar. Við vor- um mjög ungar vinkonurnar þeg- ar við fengum að fara einar í okkar ævintýraferð í Arnardal- inn. Við fórum saman í þá ferð Gunnhildur, Gunnhildur G., Sig- rún Jóels, Soffía og Brynja, og þetta var draumaferð hjá okkur. Bústaðurinn var kyntur upp með olíufýringu og lýstur upp með ol- íulömpum. Gunnhildi H. var treyst fyrir því að kveikja upp í lömpunum og olíufýringunni og fara vel með eldinn, enda var hún afar ábyrg. Við vinkonurnar gengum út í Arnardal, sem var dágóður spotti. Við tókum með okkur nesti, steiktum kjötfars og höfðum með okkur harðfisk og Cheerios, en mjólkina fengum við hjá Marvin á næsta bæ. Þessar ferðir okkar voru algjört ævin- týri. Við eigum það sameiginlegt að eiga margar yndislegar minn- ingar um okkar góðu vinkonu. Gunnhildur var hörkudugleg í því sem hún tók sér fyrir hendur og því sem hún tókst á við í lífinu. Dugnaðurinn var einstakur og aldrei inni í myndinni að gefast upp. Hún var einkar laghent, prjónaði, saumaði og vann með silfur; hún var föndrandi lista- kona í sér. Það væri hægt að skrifa margt um þessa einstöku vinkonu okkar og allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Gunnhildur og fjölskylda fluttu til Svíþjóðar en það var ári seinna sem ég, Sigrún Jóels, flutti með fjölskyldu mína til Danmerkur, þá voru hæg heimatökin að halda sambandi. Þau hjónin keyptu sér fallegt og vinalegt hús úti í skógi í námunda við Vänersborg. Það var huggulegt að vakna og sjá að dádýrin höfðu haft náttstað við húsgaflinn hjá þeim. Það var líka yndislegt að fara í gönguferð og tína blóm í vendi og taka með heim. Hundurinn Neró var í miklu uppáhaldi. Hann var laginn við að finna týnda hluti. Óli mað- ur Gunnhildar lét Neró lykta af lyklum og faldi þá svo, Neró var afar lunkinn við að finna lyklana og koma með þá til þeirra. Það voru alltaf dýr á heimili fjölskyld- unnar enda var Gunnhildur mikill dýravinur. Gunnhildur og Óli heimsóttu okkur til Danmerkur, það voru skemmtilegar stundir sem við áttum saman. Við vinkon- urnar héldum alltaf sambandi þótt að við byggjum hver í sínu landinu. Eitt af síðustu skiptun- um sem við hittumst var heima hjá Gunnhildi í Keflavík. Gunn- hildur bauð okkur vinkonunum með sér út í Fjörukot, sumarhús- ið hennar, þar var mikið hlegið og skrafað og margar minningar komu upp í hugann. Elsku Gunn- hildur, okkar hjartans þakkir fyr- ir samfylgdina og yndislega vin- áttu. Við vottum Ólafi og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Gunnhildur Gunnarsdóttir og Sigrún Magnea Jóelsdóttir. Gunnhildur Inga Höskuldsdóttir Ég læt hugann reika og aftur og aftur koma upp minningabrot sem mér þykir óskap- lega vænt um. Það var sumar og lygileg blíðan í Línakradalnum. Sigga á traktor, með alls kyns verkfæri, klædd stuttbuxum, hlýrabol með derhúfu að hossast niður heimreiðina á leið í girð- ingarvinnu. Geislandi af orku og krafti og alltaf sama skvísan hvort sem hún var í bústörf- unum eða á leið á árshátíð. Það var frábært að vera með á fyrstu árum uppbyggingar á Gauksmýri. Þá var líf og fjör. Það var gott að vinna með Siggu. Hún var mjög skipulögð, ósérhlífin og sérlega lagin við að virkja þá sem voru í kringum hana. Besti íslenskukennari sem ég hef haft sagði elsta dóttir mín og það skipti hana svo miklu máli að við krakkarnir næðum árangri. Þeir sem þekktu Siggu Lár. vita að þar fór mögnuð kona. Al- gjör nagli, hörkudugleg, sérlega hugmyndarík, handlagin og list- ræn. Og já, hún var líka góður kokkur og það varð allt svo girnilegt á diskunum. Einhverju Sigríður Lárusdóttir ✝ Sigríður fædd-ist 20. febrúar 1958. Hún lést 18. nóvember 2015. Sigríður var jarðsungin 27. nóv- ember 2015. sinni vorum við vin- konurnar að hrósa matseldinni hennar og þá segir ein að sér þyki þó grjóna- grauturinn hennar Siggu ekki sérlega góður. Og viltu ekki láta hana vita af því þar sem hún er nú að selja mat spyr ég. Nei, ég held ekki, var svarið, mér finnst svo gott að vita til þess að það sé eitthvað eitt sem Sigga gerir ekki vel. Sigga var mikil íþróttamann- eskja, hreystin uppmáluð og hugsaði vel um heilsuna. Því var það mikið áfall þegar þessi lúmsku veikindi fóru að láta á sér kræla. Þá var ómetanlegt að eiga klettinn hann Jóa að. Þau voru afskaplega gott teymi og maður talaði varla um annað nema hitt bæri á góma. Elsku Jói, Hrund, Albert og Erla, ég votta ykkur mína dýpstu samúð um leið og ég vil þakka allar góðu stundirnar okkar með Siggu og ætla að minnast hennar geislandi af lífs- gleði og kátínu og taka til greina ósk hennar að gleðjast fremur en syrgja. Guðrún Hálfdánardóttir, Söndum. Sigga Lár gegndi mörgum mismunandi hlutverkum í mínu lífi. Hún var kennarinn minn í grunnskóla, liðsfélagi minn í fót- boltanum, samkennari minn á fullorðinsárum, jógakennarinn minn, sveitungi og kunningja- kona til margra ára. Sigga var ein af mínum helstu fyrirmynd- um í æsku, svo full af ástríðu og krafti, leiftrandi kímnigáfu, sköpunargleði og ákveðni. Í boltanum var hún hörðust af okkur öllum, hafði gaman af leiknum hvernig sem gekk og hvatti okkur allar áfram í að gera okkar besta. Í skólanum var hún hugmyndarík og stað- föst, það komst enginn upp með neitt rugl í hennar skólastofu. Seinna, þegar ég varð kennari sjálf, seildist ég oft í verkfæra- kistuna hennar Siggu Lár, það var ómetanlegur sjóður. Sigga reyndi alltaf að ná því besta fram í öllum, bæði innan skóla- stofu og utan. Handverkið henn- ar lýsir henni kannski einna best en í því tókst henni að búa til fallega hluti úr ótrúlegasta hráefni. Hver hefði t.d. trúað því að mig myndi einhvern tímann dauðlanga í kertastjaka úr gaddavír? Fallegi hrosshárseng- illinn sem hún gerði og gaf mér skipar heiðurssess í englasafn- inu mínu, mér þykir svo und- urvænt um hann. Það er sárt og erfitt að kveðja og stundum verður ekki hjá því komist að finnast lífið óskiljanlegt og ósanngjarnt. Elsku Jói, Hrund, Albert og aðrir aðstandendur, minningin um ótrúlega konu lifir áfram í hugum allra þeirra sem hún snerti á lífsleiðinni og þeir eru svo ótal, ótal margir. Hvíl í friði, elsku Sigga. Kveðja, Hrafnhildur Ýr. Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR SIGURÐUR BERGMANN BENEDIKTSSON, Barkarstöðum, Miðfirði, Húnaþingi vestra, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Hvammstanga, laugardaginn 28. nóvember. Útförin fer fram frá Melstaðarkirkju miðvikudaginn 9. desember klukkan 14. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Hvammstanga. . Karl Georg Ragnarsson, María Rós Jónsdóttir, Ásta Pálína Ragnarsdóttir, Magnús Sverrisson, Jenný Karólína Ragnarsd., Hilmar Sverrisson, Margrét Halla Ragnarsd., Jón Gunnarsson, Benedikt Ragnarsson, Jóhanna Helga Þorsteinsd., Helga Berglind Ragnarsd., Sigmar Benediktsson, Álfheiður Árdal, Jakob Friðriksson og fjölskyldur þeirra. Ástkær sonur, bróðir og frændi, AUÐUNN JÓN AUÐUNSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ þann 26. nóvember. Verður hann jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 10. desember klukkan 15. . Guðbjörg Jóhanna Sigrúnardóttir, Sigrún H. Auðunsdóttir, Gunnar T. Magnússon, Anna M. Auðunsdóttir, Pétur S. Jónsson, Vigdís B. Auðunsdóttir, Þorbjörg, Fjóla og Gunnar, systrabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GYÐA JÓNASDÓTTIR, Grandavegi 1, andaðist 3. desember á Dvalarheimilinu Grund. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. desember kl. 13. . Kristín Ólafsdóttir, Eggert Þorfinnsson, Jóhannes Ólafsson, Svandhildur Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, SIGURÐUR ÁRNI KJARTANSSON hagfræðingur, Háaleitisbraut 26, Reykjavík, lést aðfaranótt föstudagsins 27. nóvember. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 9. desember klukkan 11. . Sólborg Hreiðarsdóttir, Kjartan Árni Sigurðsson, Kári Sigurðsson, Kormákur Sigurðsson, Dóróthea Jónsdóttir, Guðlaug Kjartansdóttir, Gunnar Kjartansson, Guðrún Kjartansdóttir. Ástkær faðir okkar, ÞORSTEINN INGÓLFSSON bifreiðastjóri, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 11. desember klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja SÍBS. Fyrir hönd aðstandenda, . Halla Dröfn, Ásta Ingibjörg og Sigurður Óli Þorsteinsbörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR, Pósthússtræti 1, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 1. desember. . Sigurjón Helgason, Guðlaugur H. Sigurjónsson, Anna María Sigurðardóttir, Kristinn Þ. Sigurjónsson, Ingveldur Geirsdóttir, Sævar Sigurjónsson, Guðbjörg R. Jóhannesd., Elvar Þór Sigurjónsson, Árný Indriðadóttir og barnabörn. Minn ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaður, afi og okkar besti vinur, EYJÓLFUR RÚNAR KRISTMUNDSSON, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 11. desember kl. 15. . Jóhanna Þorsteinsdóttir, Óli Rúnar Eyjólfsson, Ragnhildur Hauksdóttir, Unnur Eyjólfsdóttir, Ástmar Karl Steinarsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.