Morgunblaðið - 08.12.2015, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2015
Elsku amma, nú
hefur þú fengið
hvíldina eftir löng
og erfið veikindi. Margar tilfinn-
ingar berjast um í brjóstinu á
mér við að kveðja þig. Ég er ólýs-
anlega fegin að vita að þú þjáist
ekki lengur en söknuðurinn og
sorgin sem fylgir andláti þínu er
erfið. Ég minni mig samt á að þú
ert komin á betri stað og við sitj-
um eftir með allar fallegu og góðu
minningarnar um þig. Það er það
sem er dýrmætast. Þú varst fjöl-
skyldukona af lífi og sál og gerðir
fjölskylduna þína nána og vegna
þín er samgangurinn og nándin
mikil. Vegna þín búum við öll svo
vel að eiga hvort annað að og
tengsl sem eiga eftir að lifa sterk
áfram þó að við höfum þurft að
kveðja þig.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið að kveðja þig í faðmi fjöl-
skyldunnar. Það var ómetanlegt
að fá að sjá þig í síðasta skipti á
lífi daginn sem þú kvaddir okkur.
Það er ómetanlegt að hafa kvatt
þig með pabba og systur mínar
mér við hlið.
Þetta er það sem situr sterkast
eftir þegar ég hugsa til baka. Að
koma í heimsókn til ömmu og afa
í Hlyngerði (síðar í Brautarás og
Katrínarlind). Það var alltaf
veisluborð og mikil gleði. Ég
minnist allra grillveislnanna í
Hlyngerði, afmælanna, matar-
boða, kaffiboða, sumar-
bústaðferða og ekki síst jólaboðs-
ins á jóladag. Þetta er jólaboðið
þitt amma.
Lengst framan af hélduð þið
afi jólaboðið en síðustu ár tóku
synir þínir og konurnar þeirra við
kyndlinum. Ég man þegar við
fluttum austur á firði, þegar ég
var unglingur, hvað ég saknaði
jólaboðsins þíns og ykkar allra.
Dagrún
Þorvaldsdóttir
✝ Dagrún Þor-valdsdóttir
fæddist 1. apríl
1934 í Reykjavík.
Hún lést 22. nóv-
ember 2015.
Útför Dagrúnar
fór fram 3. desem-
ber 2015.
Þá fannst mér kom-
ið risagap í hátíðina
að vera ekki í jóla-
boðinu þínu með þér
og afa og allri stór-
fjölskyldunni. Það
sem var gaman að
flytja aftur í bæinn
og jólaboðið varð
aftur hluti af hátíð-
inni.
Það er ein minn-
ing eða öllu heldur
saga sem mamma hefur sagt mér
reglulega síðan ég var lítil. Þessi
saga er mér svo mikils virði. Ekki
bara því hún lýsir þér fullkom-
lega. Hvað þú varst hlý, góð og
umhyggjusöm. Ég var rétt að
verða tveggja ára og Jói nýorðinn
fjögurra ára þegar við urðum
hluti af þessari yndislegu fjöl-
skyldu. Fljótt eftir að mamma og
pabbi hófu samband sitt komum
við til ykkar í Hlyngerðið.
Mamma sagði mér að það fyrsta
sem þú gerðir þegar þú sást okk-
ur systkinin var að breiða út
faðminn og segja „komið þið til
ömmu“. Þú varst amma okkar frá
fyrstu stundu og ég veit að ein
mesta gæfa mín í lífinu er að fá að
vera hluti af þessari fjölskyldu.
Ég fékk ekki bara frábæran
pabba, sem er besti maður sem
ég veit um, heldur fékk ég ynd-
islega ömmu og afa og risastóra
fjölskyldu sem er svo samheldin.
Takk, amma.
Það er sagt að maður gleymi
gjarnan hvað fólk sagði eða gerði
en maður gleymir aldrei hvernig
það lét manni líða og amma, ég
gleymi aldrei hvernig þú lést mér
líða. Að finna svona innilega og
skilyrðislausa ást og umhyggju
er ómetanlegt.
Ég sakna þín og syrgi þig,
elsku amma, en það sem þú gerð-
ir var ómetanlegt. Þú skildir eftir
hafsjó af minningum og stóra
fjölskyldu sem á þér endalaust að
þakka.
Í kvöld kveiki ég á kerti fyrir
þig og þú átt alltaf eftir að lifa í
hjarta mínu, elsku amma.
Ástar- og saknaðarkveðjur.
Þín,
Júlía.
Það voru gleðileg
ár sem ég átti í
Verzlunarskólan-
um. Þá vorum við
ung bekkjarsystkinin og stefnd-
um vonglöð til móts við lífið. Með-
al nemenda í mínum árgangi voru
þrír Ólafsfirðingar sem áttu eftir
að fléttast inn í mitt líf. Einn
þeirra var Ásgeir Ásgeirsson
sem nú er allur. Ólafsfirðingarnir
voru eldri en við flest og Ásgeir
elstur þeirra og voru þeir þangað
komnir til að sækja sér menntun
sem gæti nýst í þeirra heima-
byggð. Enginn þeirra hugði á
stúdentspróf, verzlunarskóla-
prófið var þeirra markmið og
nýttist þeim öllum og Ólafsfirði
vel.
Nú þegar vegir skiljast um
hríð þá vil ég þakka Ásgeiri fyrir
frábær kynni og eftirminnileg
samskipti á öllum sviðum. Hann
reyndist mér ákaflega traustur
og dyggur og skilaði drjúgum
starfsdegi fyrir fjörðinn sinn
kæra.
Það var nú heldur á móti
straumi að setjast í guðfræðideild
á mínum árum og enginn prestur
er jafngamall mér. Víða vantaði
þó presta og þegar ég útskrifað-
ist voru 14 prestaköll laus. Það
voru skólabræður mínir úr Verzl-
unarskólanum sem höfðu lagt inn
það orð hjá mér að koma til
þeirra er ég lyki námi. Slík voru
kynni mín af þessum mönnum að
það vafðist ekki fyrir mér hvert
ég skyldi fara. Ég sótti því um
Ólafsfjarðarprestakall og er ég
hafði fengið setningu þá flaug ég
til Akureyrar og Ásgeir sótti mig
inn á Möðruvelli ásamt sínum fé-
lögum til þess að koma mér út í
Ásgeir Sigurður
Ásgeirsson
✝ Ásgeir Sig-urður Ásgeirs-
son fæddist 5. jan-
úar 1937. Hann lést
24. nóvember 2015.
Útför Ásgeirs
fór fram 7. desem-
ber 2015.
fjörðinn. Var það
upphaf að góðum og
gæfuríkum árum
þar sem við áttum
góða samleið.
Það var mér mik-
ils virði að þekkja
slíkan heimamann
sem Ásgeir var og
hjálpaði það mér
mikið í upphafi
starfs að ræða og
ráðgast við hann.
Eftir að ég hafði jarðsungið föður
hans lagði ég hart að honum og
þeim bræðrum að taka nú upp
merki föður síns og koma í
kirkjukórinn. Þeir urðu við því og
við Ásgeir áttum mjög gott sam-
starf í kirkjunni. Einnig var það
mér mikils virði að vera boðin
innganga í badmintonklúbb Jak-
obs Ágústssonar og þó ég kynni
lítið i þeirri íþrótt í fyrstu þá urðu
það gefandi og dýrmætar sam-
verustundir.
Ásgeir var mjög mikils metinn
af mér enda sannarlega drengur
góður og ég þakka honum þá
samfylgd sem við áttum og bið
góðan Guð að blessa Sæunni,
drengina og fjölskyldu Ásgeirs.
Úlfar Guðmundsson.
Með þessum fáu orðum langar
mig að minnast Ásgeirs S. Ás-
geirssonar, vinar míns í Ólafs-
firði.
Þetta er minning um stóran
mann með stórt hjarta og getur
allt eins verið svona:
Klukkan er að verða sex að
morgni. Við sitjum báðir á loftinu
í fisverkuninni, fáum okkur kaffi-
bolla og hlustum hljóðir á fréttir.
Ásgeir spyr um fjölskylduna
mína, svona hvernig allir hafi það
og réttir mér svo blöðin.
Að þessari athöfn lokinni för-
um við í bíltúr. Við rennum suður
að hótel Brimnesi; það er í fimm
húsum. Að þessu loknu keyrum
við aftur út í vinnu, þar sem hann
setur mig út úr bílnum, hann á
heimleið, enda hans degi lokið.
Hann var sko mættur fyrir þrjú
og er bæði búinn að draga hníf-
ana og gera við 11 grindur.
Ég segi honum að það verði
fylltur gámur í dag. Verð að
muna að hringja og láta vita hvað
það fóru margir pakkar í hann,
þannig að hann geti fært það í
dagbókina.
– En Ásgeir, nú veit ég ekki
nýja númerið hjá þér, þannig að
ég skrifa það hér. Þeir urðu 723
og það fer í bókina.
Þú varst stórmenni sem var
umhugað um mig og mína og
veittir holl og góð ráð. Það var
mikill heiður að fá að kynnast
þér.
Elsku Sæunn og fjölskylda.
Ég votta ykkur mína dýpstu sam-
úð.
Mér og fjölskyldu minni þykir
óendanlega vænt um ykkur.
Verð að hætta núna, – það eru
að koma fréttir.
Ísak, Aðalheiður og Karítas.
Æskufélagi minn og góði vinur
hefur nú kvatt þennan heim. Á
þessum tímamótum hrannast
minningarnar upp. Við Ásgeir
höfum verið samferða í gegnum
lífið frá því að ég fyrst man eftir
mér.
Bernskuárin voru leikur milli
fjalls og fjöru og allt þar á milli.
Þegar kom að skólagöngu var
það ekki tilviljun að við sátum
saman frá því að við byrjuðum í
barnaskóla og síðan öll okkar
skólaár á Laugarvatni og í Versl-
unarskóla Íslands. Þetta voru ár-
in sem barnið í okkur þroskaðist
til unglingsára. Þar þróaðist vin-
átta okkar sem aldrei bar skugga
á. Það var á árum okkar í Versló
sem við ásamt Gunnari Sigvalda-
syni vorum svo heppnir að kynn-
ast Sæþóri skólabróður okkar og
eiginkonu hans, henni Ranný.
Heimili þeirra á Melhaganum
var eins og okkar annað heimili.
Þá var gaman að lifa og við nut-
um hverrar stundar saman, til-
tölulega prúðir unglingar. En svo
tók alvaran við. Það var aldrei
spurning í okkar huga annað en
að koma strax aftur heim og hefj-
ast handa. Eftir skólagöngu héld-
um við vináttu okkar og fé-
lagsskap og hittumst reglulega,
stunduðum sund af kappi og spil-
uðum badminton með góðum vin-
um og áttum ánægjulegar sam-
verustundir að leik loknum. Þá
var stundum brugðið á leik, gerð-
um okkur dagamun, glösum lyft
og allir fóru sáttir heim. Ásgeir
var mikill gleðigjafi og hrókur
alls fagnaðar.
Það kom fljótt í ljós að Ásgeir
hafði sterkan vilja til fram-
kvæmda og forystu. Hann gerð-
ist virkur í öllu því sem hann tók
sér fyrir hendur. Hann ávann sér
traust og trúnað samborgara
sinna. Hann tók virkan þátt í fé-
lagslífi bæjarins, sat í bæjar-
stjórn, var mjög öflugur í starfi
Leikfélagsins (margir muna enn í
dag eftir honum í hlutverki
Skugga-Sveins), hann söng í
karlakór og í áratugi í Kirkjukór
Ólafsfjarðar. Hann var einn af
stofnendum Golfklúbbs Ólafs-
fjarðar og var í stjórn fjölda fé-
laga og formaður margra þeirra.
Ásgeir var mikill fram-
kvæmda- og hugsjónamaður.
Hann var einn af frumkvöðlum
útgerðarfélagsins Sæbergs hf. og
fyrsti stjórnarformaður þess. Á
þessum árum átti landsbyggðin í
mikilli varnarbaráttu. Með
bættri hafnaraðstöðu skapaðist
aðstaða til útgerðar stærri skipa
og varð það til þess að togaraút-
gerð gat styrkt atvinnulífið í
bænum. Það voru margir sam-
verkandi þættir sem stuðluðu að
jákvæðum breytingum í Ólafs-
firði á þessum árum; breytingar
sem styrktu og efldu bæjarlífið.
Starfsferill Ásgeirs var far-
sæll. Hann var strax eftir skóla-
göngu ráðinn framkvæmdastjóri
Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar og
síðar bæjargjaldkeri Ólafs-
fjarðarkaupstaðar. Síðar stofnaði
hann ásamt sinni öflugu eigin-
konu útgerðar- og fiskvinnslu-
fyrirtæki. Einnig stóðu þau að
hótelrekstri og í dag hafa synir
þeirra tekið við rekstrinum og
halda þannig á lofti merki for-
eldra sinna.
Ég þakka samverustundir og
samstarf og ævilanga vináttu.
Ég sendi eiginkonu hans og
sonum innilegar samúðar-
kveðjur.
Jón Þorvaldsson.
Elsku Björg.
Þótt öllu sé lokið
sitja dagarnir eftir,
langir og kyrrir,
þöglir og skýrir, og sé auga
deplað fellur tár, því margt er
horfið, sem vert er að sakna.
Feginstár fyrir gæfuna góðu.
Þakkartár fyrir þögla minn-
ingu.
Þú varst mamma bestu vina
minna, barnanna þinna. Bak-
sviðið okkar allra. Heimurinn
hálfur og heill. Öryggið og hlýj-
an.
Vita skaltu, að þessi börn
eru alltaf mér við hlið, leika sér
stöðugt saman, sum í rólegheit-
um, önnur á hendingskasti, í
fullkominni sameind um holt og
móa, í lautum og lægðum, í
fjarlægð og nálægð, í skorn-
ingum, skurðum, á árbökkum
og á eilitlum eyrum. Hvinur er
úr gili, niður í á, sólsetur og
dagrenning.
Börn, nýkomin útötuð heim á
hlað úr mikilli ævintýraferð og
Björg
Arnþórsdóttir
✝ Björg Arnþórs-dóttir fæddist
18. september
1932. Hún lést 25.
nóvember 2015.
Útför Bjargar
fór fram 7. desem-
ber 2015.
standa þar á eld-
húskolli og fá glóð-
volgt hafrakex með
rabarbarasultu út
um eldhúsglugg-
ann.
Það er hlýr vor-
dagur. Skuggsýn
aðventa. Skamm-
degiskvöld. Sól-
bjart síðdegi. Ang-
andi sumar. Annir.
Umhyggja. Hlýja.
Öryggi.
Einu sinni komuð þið alla
leið til Færeyja í heimsókn, þið
Sigtryggur, og Magga og Búi
með ykkur. Keyptuð hrífur í
litlu búðinni í nyrsta þorpinu,
Viðareiði, og dáðust að verk-
lagni og hagræðingu í þyrping-
unum þröngu, sem mynda bú-
staði allt í kring á eyjunum
átján. Voruð með okkur.
Lögðuð land undir fót og
velktust á sjó yfir álana djúpu.
Mikið þótti okkur vænt um það.
Í haust, á heimleið, austur og
út í haf, sáumst við í síðasta
sinn. Tíminn eins og ævinlega
of naumur, hringrásin hröð.
Augun standa eftir, svo skýr og
djúp. Brosið hlýja. Faðmurinn
mjúki. Aðhlynningin eilífa.
Takk elsku Björg, og takk
þið öll.
Þóra Þóroddsdóttir.
Að vera í pössun
hjá ykkur ömmu á
Rauðalæknum á
okkar yngri árum
var eitt það besta sem kom upp
á og það algjörlega bjargaði
heilu vikunum ef mamma og
pabbi voru að fara eitthvert og
við urðum að vera yfir nótt hjá
ykkur. Afi var sannur sælkeri
og mikill áhugamaður um ís-
blóm, já það voru alltaf til ís-
blóm í frystinum.
Eitt það skemmtilegasta við
að vera hjá ömmu og afa í pöss-
un var háttatíminn, orðið hátta-
tími virðist ekki hafa verið til á
þeim bænum heldur fórum við
að sofa þegar við vorum þreytt-
ir.
Og eftir morgunmat var far-
ið í bíltúr niður á bryggju að
skoða bátana, og það skipti
engu máli á hvaða bát við
bræður bentum þú gast alltaf
sagt okkur heilu sögurnar um
þann bát.
Ein eftirminnilegasta ferðin
var þó fýlaveiðin í Mýrdalnum.
Við fórum um hvern krók og
kima að veiða. Veiðin gekk von-
um framan og pabbi var búinn
að sýna okkur þetta flokka
Stefán S.
Stefánsson
✝ Stefán S. Stef-ánsson fæddist
16. september
1930. Hann lést 20.
nóvember 2015.
Útför Stefáns fór
fram 30. nóvember
2015.
„trix“ með timbur-
fýla prikinu sínu,
pabbi lagði tré-
prikið á rafmagns-
girðinguna til að
sjá hvort það væri
rafmagn á henni en
þá kemur þú í
miklum flýti með
járnrör og segir
„hvað segir þú, er
straumur á þessu?“
og leggur prikið á
girðinguna og fékkst þennan
góða straum. Við feðgarnir
stóðum þarna og grétum úr
hlátri þó svo að þér hafi ekki
fundist þetta sérstaklega fynd-
ið. Eftir daginn var svo farið
upp í bústaðinn hjá Óskari og
Fríðu þar sem amma beið með
kvöldmatinn.
Afi var mikið áramótabarn
og voru áramótinn stór dagur
hjá honum rétt eins og hjá okk-
ur barnabörnunum. Á gamlárs-
dag var farið á Rauðalækinn að
sækja bland í poka frá afa, en
það var poki með stjörnuljós-
um, flöskusprengjum, hurða-
sprengjum, jóker kúlublysum
og svo auðvitað öryggisgleraug-
um. Síðan var haldið í Reyk-
ásinn til Stebba og Tótu þar
sem stórfjölskyldan borðaði
saman og þar kom afi með
stóru sprengjurnar.
Elsku afi, takk fyrir allar
þessar ógleymanlegu minning-
ar.
Kveðja, tvíburarnir
Guðlaugur (Gulli) og Valur.
Guð, gefðu mér æðru-
leysi til að sætta mig
við það sem ég fæ ekki
breytt, kjark til að
breyta því sem ég get breytt og vit til að
greina þar á milli.
Að lifa einn dag í einu, njóta hvers and-
artaks fyrir sig, viðurkenna mótlæti sem
friðarveg, með því að taka syndugum
heimi eins og hann er, eins og Jesús
gerði en ekki eins og ég vil hafa hann og
treysta því að þú munir færa allt á réttan
veg ef ég gef mig undir vilja þinn svo að
ég megi vera hæfilega hamingjusamur í
þessu lífi Og yfirmáta hamingjusamur
með þér þegar að eilífðinni kemur.
(Reinhold Niebuhr)
Það var 6. desember 1985, sem
þú hófst handa við að endurskoða
líf þitt. Ég hef fylgst með þér öll ár-
in síðan og séð hvernig þín mann-
ræktarvinna hefur orðið sjálfum
þér og öðrum til heilla. Það hefur
alveg frá upphafi verið gott að vera
þér samferða, þú varst traustur,
hlýr, glettinn, alltaf gott að hitta
þig og gott að vita af þér í hópnum.
Ég fékk að heimsækja þig á síð-
ustu mánuðum lífs þíns. Það var
mér mikils virði og auðgaði líf mitt
mikið.
Ég fann til smæðar minnar og
vanmáttar að gera nokkuð fyrir
þig, en ég átti með þér eftirminni-
Ævar Agnarsson
✝ Ævar Agn-arsson fæddist
30. mars 1951.
Hann lést 29. októ-
ber 2015.
Hann var jarð-
sunginn 12. nóv-
ember 2015.
legar og góðar
stundir sem munu
ætíð fylgja mér og
kannski gat ég skilið
eitthvað eftir hjá þér
sem létti þér lífið þá
stundina. Ég vona
það. Mikið var gott
og afslapppandi að
koma inn á heimilið
þitt, mér fannst ég
einhvern veginn
vera komin heim. Ég
þakka kærlega fyrir það.
Ég spurði þig í haust hvort þú
héldir að þú næðir að lifa þennan
áfanga. Eftir þá umræðu ákvað ég
að ef ekki þá myndi ég minnast
hans fyrir þig um þessa helgi.
Gættu þess vin, yfir moldunum
mínum,
að maðurinn ræður ei næturstað
sínum.
Og þegar þú hryggur úr garðinum
gengur
ég geng þér við hlið þó ég sjáist
ei lengur.
En þegar þú strýkur burt tregafull
tárin
þá teldu í huganum yndisleg árin
sem kallinu gegndi ég kátur og glaður,
það kæti þig líka, minn
samferðamaður.
(James McNulty)
Ég sendi ykkur öllum sem þótti
vænt um hann mínar innilegustu
samúðarkveðjur og bið þess að
minningarnar um þennan góða
dreng megi ylja ykkur um ókom-
inn tíma. Guð blessi ykkur öll.
Rúna Knútsdóttir.