Morgunblaðið - 08.12.2015, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2015
Ég vil gjarnan lítið
ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afargóð
ég alltaf mun þín sakna.
(Guðrún V. Gísladóttir)
Ég var svo heppin að vera
tengdadóttir Venna í níu ár.
Skemmtilegasta minningin var
að sjá hann sitja í stólnum sínum í
stofunni á Vallarbrautinni að
dáðst að og hvetja son minn þeg-
ar hann sýndi break-dansinn sinn
fjögurra ára gamall. Hann var
mjög stoltur af afastráknum sín-
um og þreyttist aldrei á að leika
við hann. Oft kom hann að svöl-
unum hjá okkur og spjallaði við
hann þegar hann var þar úti að
leika sér eða tók hann með sér á
rúntinn á fína BMW-inum. Eftir
að við fluttum af Skaganum og
þeir hittust ekki eins oft passaði
hann upp á að mæta á Hjarðar-
✝ BjörgvinHjaltason,
Venni, fæddist 4.
nóvember 1932.
Hann lést 14. nóv-
ember 2015.
Björgvin var
jarðsunginn 24.
nóvember 2015.
holtið til mömmu og
pabba með sendingu
til hans í jóla- og af-
mælisgjafir. Venni
hafði gaman af að
því að spila og ótelj-
andi sinnum spiluð-
um við kana, þar
kom keppnisskapið
vel fram. Hann var
ekki ánægður með
að tapa. Hann var
laghentur og gott að
fá hjá honum leiðsögn um hvern-
ig ætti að vinna hlutina. Oftast
var hann brosandi, stutt í smá
hlátur, alltaf svo kátur að hitta
mig og spurði frétta af afastrákn-
um sínum og börnunum hans.
Það var gott að fá tækifæri til
að kíkja á hann á sjúkrahúsinu
þar sem hann eyddi síðustu dög-
unum sínum, sjá fallega brosið
hans þegar hann áttaði sig á hver
ég var og kyssa hann bless í síð-
asta sinn.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Takk fyrir að vera til.
Jóhanna Hildiberg
Harðardóttir.
Björgvin
Hjaltason
Gunnar Rögn-
valdsson var af
Hnjúksætt í báðar
ættir. Enda var ættarmark
þeirra Dælissystkina afskap-
lega sterkt, þau voru holdskörp,
léttbyggð og kvik á fæti. Lang-
lífi er líka í þessu fólki, og
Gunnar sjálfur var tíræður orð-
inn. Hann var ekki orðmargur
maður en yfirvegaður, athugull
og glöggur.
Eftir að hafa búið nokkur ár
á Hnjúki bjó hann sína búskap-
artíð á föðurleifðinni, Dæli.
Hann bjó rausnarbúi, var rækt-
unarmaður mikill og skepnuh-
irðir og framkvæmdasamur við
alla uppbyggingu.
Þar að auki var hann félags-
málamaður góður, m.a. formað-
ur Búnaðarfélags Svarfdæla um
skeið og hreppsnefndarmaður.
Hann var því sveit sinni nýtur
þegn á hinu mikla framfara-
skeiði sem búskapartími hans
spannaði.
Gunnar fór ekki langt eftir
kvonfanginu. Þau hjónin í Dæli
voru hreinræktaðir Skíðdæling-
ar. Kristín alin upp á Hverhóli
og Kóngsstöðum. Þegar þau
Gunnar Kristmann
Rögnvaldsson
✝ Gunnar Krist-mann Rögn-
valdsson fæddist
16. september
1915. Hann lést 25.
nóvember 2015.
Útför Gunnars
var gerð 7. desem-
ber 2015.
uxu upp var dalur-
inn fjölsetinn og
mannlífið þar
blómlegt. Bæði
tóku fullan þátt í
hinu kröftuga
starfi ungmenna-
félagsins Skíða.
Skíðadalur er harð-
býll og mjög snjó-
þungur, skriðuföll
og snjóflóð hafa
þar oft höggvið
skörð í raðir bænda og bújarða.
Á móti kemur að leitun er að
sumarfegurri dal. Gunnar og
Kristín tóku við hann óbilandi
tröllatryggð.
Ég kynntist þeim hjónum lít-
ið fyrr en þau voru roskin orðin.
Eftir að sonur þeirra tók við búi
í Dæli fluttu þau sig upp á efri
hæðina.
Það var afar notalegur staður
að heimsækja, og það átti líka
við seinna um íbúðina þeirra á
Dalvík. Kristín geislaði af hlýju
og frásagnargleði, Gunnar hins
vegar var hófstilltur bæði í
raddstyrk og orðafjölda en að
sama skapi gagnorður og hafði
auk þess gott skopskyn. Þannig
nutu þau sín bæði vel og bættu
hvort annað upp.
Þau voru áreiðanlega mjög
samhent hjón og einhuga. Í
mínum huga verða þau alltaf
saman, höfðingjar sem nærðu
jafnt magann og hjartað. Fyrir
það þakka ég að lokum.
Þórarinn
Hjartarson.
Það veitist ekki
öllum að kynnast
manneskju eins og
Guðrúnu Ben. Ég varð þess
heiðurs aðnjótandi og mín
kveðja til Guðrúnar er því full
af trega en ekki síður af þakk-
læti. Guðrún Ben. var móður-
amma Guðrúnar Elfu eigin-
konu minnar og voru þær
miklar vinkonur. Frá fyrstu
kynnum tók Guðrún Ben mér
opnum örmum. Fyrir það verð
Guðrún
Benediktsdóttir
✝ Guðrún Bene-diktsdóttir
fæddist 10. júlí
1928. Hún lést 22.
nóvember 2015.
Útför Guðrúnar
var gerð 4. desem-
ber 2015.
ég ævinlega þakk-
látur.
Guðrún hafði
þann mikilvæga
eiginleika að taka
hlutunum ekki af
of miklum alvar-
leika og skopskyn-
ið lét aldrei í minni
pokann. Við Guð-
rún gátum deilt
um biblíuna og
pólitíkina, maður
lifandi. Öll slík skoðanaskipti
milli okkar Guðrúnar enduðu
með hlátrasköllum – hún
hreinlega skríkti þegar við
vorum búin að taka stöðuna á
helstu málum. Það er mann-
bætandi að hafa fengið að
skiptast á skoðunum við Guð-
rúnu, vitandi að virðing hennar
fyrir skoðunum annarra vék
aldrei fyrir skoðunum hennar.
Við þurfum á slíku að halda.
Það eru svo margar minn-
ingar um Guðrúnu sem standa
mér ljóslifandi fyrir hugskots-
sjónum. Ég man laxinn sem við
Guðrún veiddum í Núpsá í
Miðfirði – en hún barðist ávallt
fyrir því að laxinn í Núpsánni
héldi velli þrátt fyrir breyt-
ingar á Miðfjarðaránni. Ég
man stórkostlega stund þegar
við fjölskyldan fórum með
Guðrúnu í lautarferð austur í
Hveragerði í sól og blíðu, sett-
umst í mosann, busluðum í
læknum, spjölluðum og hlóg-
um. Hlutirnir þurfa ekki alltaf
að vera flóknir til að vera stór-
kostlegir.
Parísarferðin okkar Guðrún-
ar Elfu, Guðrúnar Ben. og Að-
albjörns mun aldrei gleymast.
Þar lærðum við Guðrún Elfa
að maður þarf ekki að skoða
allt og óþarfi er að fara of
hratt yfir. Það er ekki síður
gefandi að skoða færri hluti,
gera það almennilega og njóta
staðar og stundar. Þetta er
mikilvæg kennslustund, senni-
lega mikilvægari en margar
aðrar. Í ferðinni hótaði ég
reglulega að bjóða Guðrúnu
upp á hvítlauksristaða snigla
en Guðrún sagðist ekki borða
lindýr. Alltaf gátum við hlegið
að þessu. Svo var okkur boðið í
kaffisopa hjá frönskum lög-
manni og ég dró Guðrúnu og
Aðalbjörn með í boðið. Þar var
boðið upp á kampavín og
rækjur. Við hlógum okkur
máttlaus eftir boðið.
Ósjaldan minntumst við
Guðrún svo þess þegar við
fengum hláturskast í frönsku
kirkjunni, einmitt þegar við
máttum ekki hlæja.
Það sem einkenndi Guðrúnu
Ben. var að mínu mati hversu
hjartahrein og góð manneskja
hún var. Mér leið ávallt betur í
sinninu eftir að hafa átt sam-
skipti við Guðrúnu. Að geta
látið manni líða þannig er mik-
ill og góður mannkostur.
Takk fyrir samveruna, Guð-
rún mín.
Baldvin Björn Haraldsson.
Með fáum orð-
um langar mig að
senda mági mínum
nokkur kveðjuorð.
Andlát hans bar brátt að,
hann varð bráðkvaddur á heim-
ili sinu 17. ágúst s.l.
Hörður var einn af ellefu
systkinum, þar af voru fjórir
bræður, er Hörður sá þriðji,
sem nú kveður. Hörður fæddist
i Stóru-Ávík í Árneshreppi og
ólst upp í foreldrahúsum. Átján
ára fór hann að heiman, settist
að á Akranesi sem varð heimili
hans upp frá því. Hann var þó
aldrei alfarinn, hugurinn var
bundinn heimahögum. Hann
gekk oft undir nafninu Hörður
Strandamaður, sem honum lík-
aði vel.
Árið 1960 hófum við hjónin
okkar búskap, Margrét systir
hans og ég. Hann fékk að vera í
dvöl hjá okkur fyrsta veturinn
og var talað um að hann ætti að
læra undirstöðu í námi fyrir
krakka á hans aldri. Það var
auðgert, hann fór létt með að
meðtaka það.
Hann var alla tíð þakklátur
fyrir þessa dvöl og taldi sig
aldrei geta fullþakkað hana.
Hörður var fjölhæfur maður,
lærði trésmíði, og var afburða
flinkur smiður. Tónlistin var
samt líf hans og yndi, hann var
vinsæll skemmtikraftur og var
Hörður Jónsson
✝ Hörður Jóns-son fæddist 8.
mars 1953. Hann
lést 17. ágúst 2015.
Útför Harðar fór
fram frá Akra-
neskirkju 27. ágúst
2015.
vel heima í því sem
tónlist tilheyrði,
samdi lög og texta,
einnig mikill nátt-
úrunnandi og þrátt
að vera veiðimaður
framan af ævinni,
gekk hann vel um
sínar veiðilendur.
Hörður var létt-
ur í skapi og vin-
sæll meðal þeirra
sem hann um-
gekkst, gamansamur en lagði
ekkert illt til samferðarmanna
sinna.
Þrátt fyrir að eiga marga
möguleika í lífinu átti hann sína
erfiðu daga, en hann bognaði
ekki né brotnaði og hélt sínu
striki.
Þessi ljúfi drengur er farinn.
Eftir sitja þeir sem nákomnir
voru með sorg í hjarta.
Við heyrum ekki lengur þann
glaða hlátur sem ævinlega
fylgdi honum, en samt mun
hann fylgja okkur, hann verður
ekki kveðinn niður.
Hann var jarðsunginn frá
Akraneskirkju. Mikill mann-
fjöldi var mættur og sýndi hug
sinn, að vera viðstaddir þessa
síðustu stund.
Þetta er síðbúin kveðja sem
kemur vonandi aldrei of seint.
Það væri við hæfi að ljúka
þessu með orðum Starra í
Garði:
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
Blessuð veri minningin um
Hörð Strandamann.
Gunnsteinn Gíslason.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, vinur og
afi,
ÓLAFUR ÁGÚST ÞORBJÖRNSSON
verkfræðingur,
Rjúpnasölum 10,
lést 28. nóvember síðastliðinn.
Útför hefur farið fram.
.
Sigrún Ólafsdóttir, Kristinn G. Bjarnason,
Ragnheiður Ólafsdóttir, Yann Gascon,
Auður Árný Ólafsdóttir, Christopher Butler,
Ingibjörg Ásgeirsdóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
VILHELM GUÐMUNDSSON
Garðbraut 86,
Garði,
sem lést mánudaginn 30. nóvember,
verður jarðsunginn frá Útskálakirkju
fimmtudaginn 10. desember klukkan 14.
.
Björg Björnsdóttir,
Auður Vilhelmsdóttir, Ásbjörn Jónsson,
Björn Vilhelmsson, Laufey Erlendsdóttir,
Hildur Vilhelmsdóttir, Franz Eiríksson,
Atli Vilberg Vilhelmsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Elsku eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ERLA GRÓA GUÐJÓNSDÓTTIR,
Torfufelli 20, Reykjavík,
lést á Landspítalanum að Landakoti í
Reykjavík aðfaranótt mánudagsins 7.
desember. Útför hennar verður tilkynnt síðar.
.
Kristján Búason,
Jóna Kristjánsdóttir,
Guðrún Kristjánsdóttir, Rúnar Vilhjálmsson,
Búi Kristjánssson, Sif Sigfúsdóttir,
Guðjón Kristjánsson, Ragnheiður Harpa Arnardóttir,
Erlendur Kristjánsson, Elín Anna Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra móðir,
GUÐMUNDA KRISTBJÖRG
ÞORGEIRSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum í Fossvogi 4.
desember. Verður hún jarðsungin frá
Fossvogskapellu fimmtudaginn 10.
desember
kukkan 11.
.
Grétar Eiríksson, Elín Hilmarsdóttir,
Oddur Eiríksson, Alda Steingrímsdóttir,
Guðbjörg Eiríksdóttir, Bjarni Brynjólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sumir staðir hafa
einhverja ólýsan-
lega töfra. Þar
verða til minningar sem aldrei
gleymast. Eldhúsborðið þar sem
töfrar lífsins fá að njóta sín, þar
sem enginn er boðinn en allir eru
velkomnir, þar sem allt má
segja, þar sem kærleikurinn rík-
ir, þar sem menn koma hver öðr-
um við. Þar sem manni líður svo
vel.
Baðsvellir 16 í Grindavík er
þannig staður í lífi mínu og
dætra minna. Þar var Vigdís
Magnúsdóttir í öndvegi. Sem
vinkona Gunnu Báru fórum við
mæðgurnar ekki varhluta af
trygglyndi og umhyggju Vigdís-
Vigdís Valgerður
Magnúsdóttir
✝ Vigdís Val-gerður Magn-
úsdóttir fæddist 9.
mars 1927. Hún
lést 24. nóvember
2015.
Útför Vigdísar
fór fram 1. desem-
ber 2015.
ar. Þannig var hún
og hennar afkom-
endur.
Vigdís var ein-
stök kona með afar
hlýja og sterka
nærveru. Hún var
góð húsmóðir sem
veitti af örlæti og
ástúð. Húmorinn
var ávallt nálægur
og stríðnisglampinn
aldrei langt undan.
Hún var hógvær kona sem kunni
listina að hlusta. Í samtölum
okkar – í Genf, á Baðsvöllum og
víðar – skaut hún oft inn orðum
sem breyttu tímans rás og eig-
inlega öllu. Hún naut stundar-
innar og gaf sér tíma til að rækta
fjölskyldu sína og vini. Henni var
annt um velferð annarra og
gladdist þegar öðrum gekk vel.
Ég votta Gunnu Báru og fjöl-
skyldunni allri einlæga samúð og
vona að birtan frá góðum minn-
ingum megi lýsa þeim á sorg-
arstund.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandend-
ur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar