Víkurfréttir - 07.11.1991, Qupperneq 6
6
YÍkurfréttii
Þessar ungu stúlkur efndu til hlutaveltu til st.vrktar Björgunarsveit
Sigurvonar og varð ágóðinn kr. 2.180. Þær heita Ingveldur Sig-
uröardóttir, Guðrún Jóna Jónsdóttir og Sæunn Sigríður Guð-
jónsdóttir.
Bíleigendur athugið!
Tökum aö okkur bón, þvott og djúp-
hreinsun á teppum og sætum. Vél-
arþvottur og vélarlakk. Getum tekið
allar stærðir bíla, einnig vörubíla.
Tímapantanir í síma 985-35519
Bón- og þvottastöðin
Holtsgötu 49 - Njarðvík
Sími 985-35519
Sævar Sverrisson
VERKAMENN
íslenska Saltfélagið hf. óskar að ráða
nokkra verkamenn til starfa í salt-
verksmiðjuna á Reykjanesi. Um er að
ræða vaktavinnu fyrst og fresmt við
Isekkjun salts þegar framleiðsla hefst að
nýju í febrúar, en fram að þeim tíma
ýmis tilfallandi störf í tengslum við
endurbyggingu verksmiðjunnar.
Upplýsingar veita Ingólfur Kristjánsson
og Gunnar Hásler í síma 92-16955.
íslenska Saltfélagið hf.
Reykjanesi, Höfnum
/•/s/sss/s/s//Yss/Y/Y/v/'//YS//Yss/y/y/r/y/r/Y/Y/YSf/r/Y/v/r/y/Y/r/Y/r/r/Y/r/r/Yss/Yss/Ysss/s/s/s/ss
| ÁRSFUNDUR j
Knattspyrnudeildar
Keflavíkur í
í 8
verður haldinn í íþróttavallar-
húsinu við Hringbraut, sunnu-
daginn I7. nóv. nk. kl. I4.00.
Stjórn Knattspyrnu-
deildar Keflavíkur
HEIMABYGGÐIN
Hvaða áhrit' helur það á af-
komu okkar og atvinnu að
leggja spariféð inn í heima-
byggðinni og kaupa alla þjón-
ustu í okkar heimabyggð? Til
að einfalda þetta má hugsa
sér, að Suðurnesin séu sjálf-
stætt ríki. Ef við förum með
peningana okkar út af Suð-
umesjum er það nákvæmlega
sama og þegar við flytjum
peningana okkar til útlanda og
verslum fyrir þá þar. Við
heyrum talað um neikvæðan
vöruskiptajöfnuð, sífellt hærri
erlendar lántökur og sumir
tala um að sjálfstæði okkar sé
hætta búin vegna erlendra
skulda. Þetta þýðir að ut-
anaðkomandi aðilar tá sífellt
meiri ítök hjá okkur og áður
en við vitum af verður okkur
fjarstýrt annars staðttr frá, því
vald peninganna er mikið í
nútímaþjóðfélagi. Þetta þýðir
líka, að aðrir en við njótum
þeirra tekna sem við flytjum
burtu frá okkur. Við erum því
að grafa undan okkar eigin
velferð í framtíðinni með því
að flytja fjármuni okkar burtu
af svæðinu.
Við gerum þær kröfur til
þetta sem veita okkur þjón-
ustu á Suðurnesjum. að þeir
geri vel og veiti góða þjón-
ustu. En við erum alltaf til-
búin að hlaupa á Stór-
Reykjavíkursvæðið og fá
santanburð og tilboð þaðan.
Við reiknum þó sjaldnast með
aukakostnaði vegna þessa svo
sem bíla- og símakostnaði og
tíma þeim sem í snattið fer.
Við gerum einnig þær kröfur
að hlutirnir séu ódýrari á
Suðurnesjum en í Reykja-
víkinni, vextimir séu hærri
hér á Suðurnesjum en í
Reykjavíkinni o.s.frv. Við
ættum að snúa þessu við og
byggja upp samkennd hjá
okkur og hugsa okkur lengi
um AÐUR en við eyðunr
fjánnunum okkar annars
staðar en á Suðumesjum.
EIIi Jóh.
ELIAS JOHANNSSON:
FJARMAL
A FIMMTUDEGI
ATHUGASEMD
frá Sigurjóni R. Vikarssyni v/bréfs
Arndísar R. Magnúsdóttur í Suðurnesjafréttum
Vegna skrifa Arndísar R.
Magnúsdóttur í síðasta tölu-
blaði Suðurnesjafrétta vil ég
undirritaður taka eftirfarandi
fram:
Starfskrafturinn sem réði sig
í vinnu í Grágás, og auglýst var
eftir í Víkurfréttum, hóf störf
hjá okkur á fimmtudegi og vann
einnig föstudaginn. Eftir helg-
ina mætti umrædd kona ekki og
þá var það hið fyrsta sem mér
kom í hug, að einhver veikindi
hefðu komið upp hjá henni eða
fjölskyldu hennar. Þegar ekkert
heyrðist svo frá henni alla þá
viku, fór óneitanlega að læðast
að mér sá grunur að ekki væri
allt með felldu.
Þá kom það fyrir í vikunni
þar á eftir að hingað var hringt
í tvígang og spurt eftir um-
ræddri konu. Okkar svör voru á
þann veg að hún væri ekki hér
stödd, en þá urðu þeir sem
hringdu nokkuð hissa, því þeir
sögðust hafa hringt heim til
hennar en fengið þau svör að
hún væri í vinnunni!
Þetta kom mér nokkuð
spánskt fyrir sjónir, þar sem ég
taldi að hún ætti að vera hér í
vinnu, en ekki einhvers staðar
annars staðar. Þess vegna datt
mér í hug að auglýsa eftir henni
og þegar ég sá bréf Arndísar í
Suðurnesjafréttum sá ég að
skrifar Sigurjóni
Vikarssyni lorstjóra
Grágásar
jandi sendi ég ljósrn ur
ttumfrá 17.októbersl..
, prentsmiöjan Grágás
í smáauglýstngadálki
• Úrklippa úr Suðurnesja-
fréttum í síðustu viku.
auglýsingin hafði borið ár-
angur.
Það er í meira lagi hæpið að
ekki haft náðst í mig í þrjá daga
til að tilkynna forföll, þar sem
ég er hér á staðnum nær und-
antekningarlaust. Þar að auki
vinna hér ellefu manns. þannig
að auðvelt hefði verið að skilja
eftir skilaboð, þó svo að ég
hefði brugðið mér frá um
stundarsakir.
Þá má geta þess að frá því að
starfskrafturinn hvarf og þar til
auglýsingin birtist liðu 13 dag-
ar! Frá mínum bæjardyrum sé
finnst mér það tímabil í lengra
lagi án þess að láta vita af sér.
Það má vera að Amdísi finnist
það ekki, en engir tveir eru
eins.
Þá langar mig að segja frá því
að bréfritarinn Arndís hafði
samband við einn af blaða-
mönnum Víkurfrétta út af þess-
ari auglýsingu og þá sagði hún
allt annað en það sem fram kom
í bréfinu til mín í Suðumesja-
fréttum.
Kveðja,
Sigurjón R. Vikarssón
Ný Ijóðabók:
Kristinn Reyr með Glaðbeittar línur
Kristinn Reyr hefur sent frá sér nýja ljóðabók er heitir Glaðbeittar línur og er |retla tólfta
Ijóðabók höfundar. Fyrsta Ijóöakver höfundar leit dagsins ljós 1942 og þótti þá mörgum
sem þar birtust strax þau séreinkenni hans sem hafa fylgt honum síðan; Þýður léttleiki og
lýrik. en þó einatt djúp alvara undirniðri, svo vitnað sé í umsögn um Kristinn Reyr.
Fjölbreytnin er mikil í nýju Ijóðabókinni. Glaðbeittum linum, sem hefur að geyma 48
Ijóð, sem ekki hafa birst áður og |iví splunkuný sem slík. Vitna þau glöggt um listsköpun
Kristins Reyrs, sem er í tölu eldri og virðulegri skálda.
Það var höfundur sem hannaði bókina, en ísafoldarprentsmiðja sá um prentverk.
Kristinn Reyr