Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.11.1991, Page 8

Víkurfréttir - 07.11.1991, Page 8
8 grín - gagnrýni m ■ vangaveltur ■ umsjón: emil páll* Presturinn í kapphlaupi... Undaríegt kapphlaup átti sér stað hér á Suð- umesjum á mánudag í síðustu viku. Var kapp- hlaupið milli prests og samviskulausra Ijósvaka- fjölmiðla. Snérist málið um það hvort aðstand- endur Suðurnesjamann- anna tveggja á skóla- skipinu Mími sem fórst við Hornafjörð, fengju fregnir af málinu frá presti eða útvarpi. Því miður loru leikar svo að presturinn varð að láta í minni pokann, þar sem alltof stór hluti nánustu ættingja fékk fregnir úr Ijósvakatjölmiðlunum, eða frá söguburði aðila sem hlustuðu á við- komandi fjölmiðla. Slíkt er með öllu óþolandi. ...viö sam- viskulausa fjöl- miöla... Ríkisútvarpið og Rík- issjónvarpið vöru þó þeir fjölmiðlar sem sýndu skilning á aðstæðum og sendu ekkert út fyrr en vissa -var fyrir að tjöl- skyldur mannanna hefðu fengið að vita af málinu. Þetta mættu hinir fjöl- miðlarnir taka sér til fyr- irmyndar, því samvisku- lausum fréttaflutningi eins og jrarna átti sér stað verður að linna. Hefur Slysavarnafélag Islands sent út bréf til fjölmiðla vegna þessa þar sem hinni hörðu gangrýni al- mennings á fréttaflutn- inginn er komið á fram- færi og undir þá gagnrýni tökum við heilshugar. ... og sér í lagi STÖÐ-2... Þáttur Stöðvar 2 í mál- inu er nteð slíkum ein- dæmum að erfitt er að sætta sig við. A það bæði við viðtöl við óharðnaða unglinga sem voru nánast grátandi eftir óhugnalega reynslu eða skýringar í máli og myndum af slys- stað, aðeins örfáum mín- útum eftir að sumir að- standenda fengu að vita hvað gerðist og jafnvel áður en sumir vissu hvað gerðist. ... eins varöandi Njarövíkurmáliö Sama má segja urn hinn reyfarakennda frétta- flutning STÖÐVAR 2 frá húsi einu í Njarðvík þar sem áætlað var að maður hefði látist að ytri á- verkum. Það að mynda hús sem margir búa í og margir eiga ættingja bú- andi í og fylgja síðan myndavélinni upp stiga og að innsiglaðri hurð, bendir til samskonar vit- leysu og gerist í Banda- ríkjunum þegar voðaverk eru þar framin, en hefur engan fréttalegan tilgang hér í okkar fámenni. Þetta hvortveggja ættu þeir Stöðvarmenn að taka til alvarlegrar skoðunar, en ekki hugsa eingöngu um það að vera fyrstir með fréttina. Mikil efn- issöfnun Síðustu vikurnar hefur ótrúlega mikið af efni safnast upp á ritstjóm blaðsins og því höfum við ítekað þurft að fresta birt- ingu viðtala og annars efni eða skera það niður. Sumt af efninu hefur því beðið í allt að fjórar vikur án þess að það næði birt- ingu. Verðum við því að ganga enn harðar fram í að lengd aðsends efnis og önnur skilyrði s.s. að það sé ekki sent öðrum fjöl- miðlum til birtingar, séu haldin. Eftir sem áður verður tímabundið efni látið ganga fyrir berist það ritstjórninni innan til- skilins skilatíma. Vegna þessa biðjum við aðra þá er vænta birtingar efnis sem er hjá okkur að sýna þolinmæði. þetta leysist vonandi bráðlega. Enn einn Suö- urnesjafulltrúinn Hann hefur vart stopp- að hjá okkur síminn eftir að við hófum að telja upp þá Suðurnesjamenn sem bæst hafa í þann hóp seni fram kentur í sjón- varpsauglýsingum. Enn bætist í hópinn, nú er það Sólveig Lilja Jóhanns- dóttir. 10 ára Keflavíkur- mær, sem kentur fram í auglýsingu fyrir Rás 1 hjá Útvarpinu. Skrokkum 13 frí- stundabœnda stolið Þulur eins ljósvaka- miðlanna ruglaðist nokk- uð í ríminu á sunnu- dagskvöldið, er hann greindi frá þjófnaði á 125 kjötskrokkum úr gámi í Grindavík. Skokkarnir höfðu verið gerðir upp- tækir við meinta ólöglega slátrun hjá frístunda- bændum á dögunum. Sagðist honum svo frá „Skrokkum 13-frístunda- bænda var stolið úr gámi í Grindavík....“ Viö hvaö eru þau hrœdd? Víkurfréttir óskuðu eft- ir því í upphafi bæjar- stjórnarfundar í Keflavík á þriðjudag að fá að nota segulband á fundinum. Forseti bæjarstjórnar bar þetta undir bæjarfulltrúa, sem tóku illa í málið og því var jxtð ekki sam- þykkt. Þetta leiðir hugann af því hvað bæjarfulltrúar hafi að fela þar sem, þar sem víða annars staðar er útvarpað eða sjónvarpað frá slíkum fundum. Óttast þeir kannski að þeir segi eitthvað sem þeir geti ekki staðið við? Verður hasar á Flug Hóteli í kvöld? í kvöld boðar Neyt- endafélag Suðurnesja til fundar á Flug Hóteli í kvöld þar sem neyt- endamál og verðkannanir verða til umræðu. Frum- mælendur verða Drífa Sigfúsdóttir formaður Neytendafélag Suður- nesja og Jóhannes Gunn- arsson formaður Neyt- endasamtakanna, fund- arstjóri verður auglýs- ingastjóri okkar, Páll Ket- ilsson. Spurningin er hvort hasar verði um verðkannanir þær sem NFS hefur framkvæmt í verslunum hér syðra? Viltu fylgjast meö þjófnaöi? Við hér á Víkurfréttum fengum símhringingu fyr- ir rúmri viku síðan þar sem okkur var greint frá því að hinum frægu kjöt- skrokkum sem mikið hef- ur verið rætt um í Grinda- vík yrðu að öllum líkindum stolið um á- kveðna helgi. Síðan hefur komið í ljós að þessar upplýsingar hafa reynst réttar, hvað dagsetningu varðar. Er því nokkuð ljóst að verknaður þessi var löngu ákveðinn. J5? ffff Kaldar kveöjur Sjá þessa sn jókullu! Svo segja jreir að kaldastríðinu sé lokið. Vikurfréttir 7. nóv. 1991 Heilsumiöstöö undir hóteliö... Það er ekki hægt að segja annað en |>eir feðgar, Jón og Steinjíór. á Hótel Keflavík séu fram- takssamir þessa dagana. Nýverið llutti Jón fyrir- tæki sitt, Ofnasmiðju Suð- umesja, í nýtt húsnæði og þessa dagana eru |reir feðgar að láta innrétta heilsumiðstöð undir hót- elinu við Vatnsnesveg. Sólbaðsstofan Sólhúsið muti flytja þangað, auk þess sem fjölbreytt önnur heilsuþjónusta verður til staðar. ...og Blóa lóniö flytur I nýju heilsumið- stöðinni verður m.a. gufu- bað og heitan pott í Bláa lóns stíl. Hugmyndir eru nefnilega uppi um það að dæla vatni úr Bláa lóninu í Svartsengi í heita pottinn, hver svo setn framtíðin verður. Ekki skrýtiö aö verkafólk lóti í sér heyra Við greindum frá mik- illi jeppaeign Suður- nesjamanna í síðustu Mol- um og sú frásögn vakti töluverða athygli, enda urn mikla fjánnuni að ræða. I umræðum manna á milli hefur m.a. heyrst að það sé ekkert skrýtið að verka- fólk á lægstu töxtum láti í sér heyra þegar það sér jeppana spretta upp eins og gorkúlur allt í kringum sig. NYTTI KEFLAVIK Leigjum út bíla á vegum BUDGET RENTACAR. Hœgt er að leigja bíla með ótakmörkuðum akstri. Einnig getum við útvegað bílaleigubíla í yfir 140 löndum á hagstœðu verði. =Budget= rentacar ** GULLFOSS C*A*R R*E*N*I*H Bifreiðaeigendur athugið! I Réttingar........ bindandi tilboð I Heilsprautanir... bindandi tilboð I Blettanir........ bindandi tilboð ALLAR ALMENNAR VIÐGERÐIR • Vetrarskoðanir • Ljósastillingar • Varahlutaþjónusta fyrir alla bíla UPPHERSLUR Á ÖLLUM BÍLUM BIFREIÐAVERKSTÆÐI STEINARS hf. SMIÐUVÖLLUM 6 - SÍMI 15499 - 230 KEFLAVÍK

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.