Víkurfréttir - 07.11.1991, Síða 19
19
• Adam Ingason glaður með 130 stigin sín. Á innfeldu myndinni má sjá þá Hörk Birgisson og Jón
Inga sem urðu í 2. og I. sæti á mótinu.
130 hjá Adam!
-hæsta skor sem Suðurnesiamaður hefur náð. „Hreinsaði" borðið
Adam Ingason. snókerleikari
náði hæsta „stuði“ sem gert hefur
verið í snókerleik í Keflavík.
I lann fékk 130 stig í flokkamóti
á Knattborðsstofu Suðumesja í
viðureign við Jón Olaf Jónsson.
Adarn, sem er aðeins 14 ára,
gerði fyrsta stuðið í leiknum, Jón
Olafur reyndi síðan við rauða
kúlu en mistókst og Adam gerði
sér lítið fyrir og lauk leiknum.
Engum Suðurnesjamanni hafði
áður tekist að komast yfir 100 stig
en hæst er hægt að ná 147 stigum.
Sjálfur hafði Adam mest náð 90
stigum áður. Þegar Adam hafði
á snilldarlegan hátt
náð 100 stigunum í leiknum gekk
ltann frá borðinu og öskraði af
gleði og losaði sig þannig við
spennu sem fylgir að ná því tak-
niarki. Hann gekk síðan rakleiðis
til verks og kláraði dæmið.
„Það var unun að fylgjast með
stráknum. Þetta var frábært hjá
honum. Hann spurði mig einu
sinni hvað hann væri kominn
langt. Eg sagði honum ekki að
hugsa um það heldur einbeita sér
að því að leika“ sagði and-
stæðingur hans í leiknum, Jón Ó-
lafur Jónsson.
En þessi frábæra frammistaða
Adams dugði honum þó ekki til
sigurs í flokkamótinu. Hann tap-
aði í undanúrslitum fyrir Berki
Birgissyni 3:4. Börkur mætti síð-
an Jóni Inga Ægissyni í úrslitum.
Sá síðarnefndi sigraði nteð 5
vinningum gegn 3. I úrslitum um
3. sætið sigraði Adam Gunnar
Gunnarsson 3:1.
í 1. flokki sigraði Adólf
Sveinnsson. Hann lagði Geir Sig-
urðsson í úrslitum 5:1. Jón Örvar
Arason vann Heiðar Reynisson í
úrslitum um 3. sætið með þrem
vinningum gegn engum.
Njarðvíkingar unnu öruggan sigur ú njarðvískuin Þórsuruin sl. föstudag eð
100 stigum gegn 64 í Njarðvík. A myinlinni að ofan inú sjú m.a. nvjan Kana
Þórsara. .loe Harge og Njarðvíkingana (íeorg Kirgisson og Gunnar Ör-
lygsson ú Þórsbekknum.
Af öðrum körfufréttum er það að segja að kvennalið ÍHK vann Stúdínur
67-52. Olga Færselh var stigahæst með 20 stig.
Eydís náði EV-
lámarki
Eydís Konráðsdóttir, sundkona úr
Sundfélaginu Suðumes setti bæði
telpna- og stúlknamet á ung-
lingameistaramóti íslands í sundi um sl.
helgi. Eydís synti 200 m baksund á
2:29,69 mín. og bætti eldra met Elínar
Sigurðardóttur úr sama félagi. Eydís
bætti gamla metið um heilar 8 sekúndur.
Sundfólk Suðumesja æfir nú stíft fyrir
fleiri verkefni. Hæst ber þar Bik-
arkeppnin sem verður 20. nóv. Þar ætlar
félagið sér stóra hluti.
Sundfélagið Suðumes verður með
aðalfund sinn í kvöld.
- fréttir
Hópleik ÍBK er
lokið. EMM ESS
vann, fékk 61 leik
réttan. I 2.-3.sæti
urðu ÖFUGA LÍN-
AN og RAUNIR
með 58 rétta. í
4.sæti SÚ-ELLEN
með 56 og AGA í
því fimmta með 55
rétta. Sig-
urvegaramir hlutu
20 þús. kr. en liðin
í 2. og 3. sæti fengu
lOþús. kr. hvort. Til
hamingju.
GETRAUNALEIKUR
SAMVINNUFERÐA OG VÍKURFRÉTTA
Kjartan stefnir á úrslitin!
Kjartan Másson afgreiddi
þriðja andstæðing sinn,
Guðna Kjartansson, með 7
réttum gegn 6 og stefnir
ótrauður á úrslit get-
raunaleiksins. Hann tippar
nú í fjórða skipti. Næsti
andstæðingur hans er for-
maðurknattspymuráðs ÍBK.
Jóhannes Ellertsson. Ekki
verur uppgefið uppáhaldslið
Jóhannesar þar sem það
leikur ekki í ensku deildinni.
Það mun samkvæmt mjög
óáreiðanlegum heimildum
okkar vera 4. deildarlið á
Kýpuren með því liði Ieikur
föðurfrændi systur vinkonu
hans, sem býr ú Bíldudal.
Ekki meira um það
Nú er spumingin hvort
Jói stöðvi sigurgöngu Kjart-
ans. Þetta er ekki spennandi
seðill, allt leikir úr 2. og 3. deild. En frantundan eru spenndi tímar í getraunum með frændum okkar Sví- f, .1
Kjartan Jóhannes
Barnsley-Bristol Rovers 1 í
Brighton-Middlesbro 1 X
Bristol Rovers-Sunderland 12 2
Charlton-Blackbum 1 2
Ipswich-Cambridge 2 1X2
Newcastle-Grimsby X2 1
Port Vale-Millwall 1X2 2
Portsntouth-Oxford 1 i
Southend-Swindon 1 1X2
Watford-Leicester 2 12
Wolves-Derby 1X2 2
Huddersfield-Biimingham I IX
Handknattleikur 2. deild
HKNá
toppnum
-hefur unnið alla leiki sína
HKN trónir nú á toppi 2.
deildarinnar í handbolta, með 8
stig eftir fjóra leiki. ÍR-ingar
hafa jafnmörg stig, en hafa lak-
ara markahlutfall. HKN hefur
markahlutfallið 112:66, en ÍR
94:62.
HKN lék gegn Völsungi frá
Húsavík um helgina og sigraði
þáörugglega 29:17. Sigur HKN
var næsta öruggur. ef frá er talið
smá basl í fyrri hálfleiknum.
Staðan í hálfleik var 13:9.
Það var fyrst og fremst öfl-
ugur varnarleikur sem skóp
sigur HKN, en liðið sem heild
átti góðan dag. Gísli Jó-
hannsson var sent fyrr at-
kvæðamestur HKN-manna,
skoraði níu mörk, þrátt fyrir að
vera utan vallar í samtals sex
mínútur vegna brottvikninga.
Fyrirliðinn, Ólafur Thordersen,
skoraði 6 mörk, Guðbjörn Jó-
hannesson 5, Romas Pavalonis
4, Hermann Hermanns 2, og
Hannes Leifs, Arinbjöm Þór-
halls og Björgvin Björgvins 1
mark hver.
Alvaran að hefjast
hjá HKN
HKN leikur fyrsta alvöru
prófleik sinn í handboltanum, í
kvöld, þegar liðið mætir KR í
Laugardalshöllinni. Leikurinn
hefst kl. 20, og nú verða leik-
menn að sýna hvað í þeint býr.
Þeir þurfa þó enga virðingu að
bera fyrir KR-ingum. Allar
stjörnur á borð við Einvarð Jó-
hannsson eru löngu búnar að
yfirgefa liðið, svo það á m.a.s.
erfitt uppdráttar í 2. deildinni nú
í ár.
A sunnudaginn leikur HKN
svo heima gegn Aftureldingu úr
Mosfellsbæ, en liðið er eitt
toppliðanna í 2. deildinni. Má
búast við hörkuleik, en hann
hefst kl. 20. - Og munið nú á-
horfendur- Áfrant HKN!!!
Bikarkeppni HSÍ
Víkingar voru of
sterkir
Það blés ekki byrlega fyrir
HKN-mönnum í upphafi bikarleiks
þeirra gegn Víkingum í síðustu
viku. Víkingar bókstaflega keyrðu
yfir þú þegar í upphafi, og skoruðu
fimm mörk gegn engu marki HKN.
Þá loksins röknuðu HKN-menn við
sér og byrjuðu að skora og komust
í 5:11. Víkingar gáfu liins vegar
ekkert eftir og höfðu yfir í hálfleik
10:18.
1 síðari húlfleiknum tóku HKN
menn sig til í andlitinu og fóru að
berjast í Víkingunum. Gísli fór á
kostum og skoraði útta mörk, en það
kom fyrir ekki, Vfkingar héldu sínu
og stóðu uppi sem sigurvegarar
24:29.
Gísli gerði langflest mörk HKN,
10. Romas gerði 4. Óli Thord 3,
Magnús 3 en aðrir færri.
• Guðbjörn Jóhanncsson, HKN, skoraði 5 mörk gegn Völs-
ungi.
ljósm.; mad.