Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.04.1992, Síða 8

Víkurfréttir - 24.04.1992, Síða 8
8 m a M ^ grín - gagnrýni m "vangaveltur ■ ^^^J^umsjón: emil páll* Keflvíkingar komu víða fram... Keflvísk andlit komu víða fram í sjónvarpsmyndum um hátíðarnar. Sá yngsti sem sást þar var Guðjón Kjartansson (M. Kjartanssonar, tónlistarskóla- stjóra) er hann sat afmælis- veislu í myndinni „Allt gott“ eftir Davíð Oddsson. Þá sást Viktori Kjartanssyni, bróður Kjartans, bregða fyrir sem far- þega á Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík í einni myndinni. I annarri voru það brottfluttir Keflvíkingar: Ami Bergmann ásamt okkar landskunnu leik- urum Gísla Alfreðssyni og Helga Skúlasyni. ...ásamt Kristjáni I mynd þeirri sem Arni, Gísli og Helgi komu fram, „Kristni- hald undir Jökli'1 lék einnig bæjarstjórinn í Njarðvík, Krist- ján Pálsson. Var hann í gervi Jóns Sigurðarsonar, dóms- málaráðherra. Gylfi að hœtta Staða verslunarstjóra við stærsta stórmarkaðinn á Suð- umesjum, Samkaup hefur verið auglýst laus til umsóknar. Ger- ist það í kjölfar uppsagnar Gylfa Kristinssonar, sem lætur af störfum l.júlínk. Þörf Ijósa Þrátt fyrir breið og góð gatnamót Aðalgötu og Hring- brautar í Keflavík, er tíðni á- rekstra nokkur há þar. Verða á- rekstramir yfirleitt mjög harðir og orsakast með þeim hætti að bifreiðum er ekið á miklum hraða niður Aðalgötuna og yfir Hringbrautina, þrátt fyrir að Hringbrautin sé aðalbraut. Virðist ekkert geta komið í veg fyrir óhöpp sem þessi, nema umferðarljós. A.m.k. ættu um- ferðaryfirvöld að skoða málið alvarlega áður en stórum slys- um fjölgar þar. Fimm tíma leit... Þeir voru margir orðnir ó- þreyjufullir á bryggjunni í Sandgerði á skírdag eftir að komast í tæri við skipverjana á Olafi Jónssyni, sem lagstur var að bryggjunni. Astæðan var sú að logarinn var að koma úr siglingu, en leit tollvarða að smygli stóð yfir vel á fimmta tíma. ...er þetta oröinn fastur liöur um páska Annars hafa gárungamir haft á orðið að það sé einkennilegt með þetta skip, að smygltilraun á léttvíni um páska, er alls ekki einsdæmi þar um borð. Garöar gaf sjálfum sér ekki atkvœði Vilhjálmur Ketilsson, bæjar- fulltrúi minnihlutans í Keflavík, gerði tilraun til að kljúfa meiri- hlutann í nefndarkjöri á fundi bæjarstjórnar Keflavíkur, síð- asta þriðjudag. Verið var að kjósa varamann í stjóm Bruna- varna Suðumesja en Jónína Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi hafði sagt af sér starfinu. Stakk Ellert Eíríksson þá upp á Friðrik Georgssyni, í stöðuna. Taldi Vilhjálmur að bæjarfulltrúi þyrfti að gegna stöðunni svo sambandið við bæjarstjórn væri betra og stakk því upp á Garðari Oddgeirssyni úr meirihluta. Var því komin upp nokkuð skondin staða og eftir að Drífa hafði horft á Jónínu og Ellert á vígsl fór fram atkvæðagreiðsla sem féll þannig að Friðrik var kjör- inn með 5 atkvæðum, en Garðar fékk aðeins 4. Virðist því nokk- uð ljóst að Garðar fékk ekki einu sinni sitt eigið atkvæði. Rœöur fram- kvœmdastjórinn ekki viö for- manninn? Nokkrar deilur hafa verið meðal starfsmanna Sér- leyfisbifreiða Keflavíkur í kjöl- far þess að formaður Starfs- mannafélagsins gaf útskýringar á tímaútskrift, sem ekki var í anda þess sem forráðamenn fyrirtækisins hafa talið. Var málið rætt á fundi bæjarstjómar Keflavíkur síðasta þriðjudag og þar upplýst að 11 af 14 starfs- mönnum fyrirtækisins hafi ekki farið eftir úrskýringum for- mannsins, en hinir þrír sem það gerðu fengu hærri laun fyrir en þeim bar. Vegna þessa hafa verið ntikil fundahöld, en bæj- arfulltrúar voru flestir sammála um að hér væri mál sem fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins ætti að leysa án afskipta ut- anaðkomandi aðila. Hvaö á sam- anburöurinn aö heita? „Oddur Einarsson var mættur á fundinn til að skíra sam- anburð." Þessa tilvitnun má finna í fundargerð stjómar Sér- leyfisbifreiða Keflavíkur frá 14. apríl. Er málið kom til umræðu á fundi bæjarstjómar Kefla- víkur spurði Vilhjálmur Ket- ilsson af því hvað sam- anburðurinn héti? En Oddur er eins og flestir vita prestlærður maður og því hlýtur hann að hafa verið að framkvæma skímarathöfn á fundinum. Höfðu bæjarfulltrúar hina mestu skemmtan af málinu og töldu vart að um frumburð hefði verið að ræða. Hreinsunarátak... Einn af þeim málaflokkum sem Víkurfréttir hafa haft á stefnuskrá sinni allt frá því blaðið hóf göngu sína, eru hreinsunarmál á Suðurnesjunt. Hafa þau mál oftast verið unnin í samráði við heilbrigðiseftirlit, eða þær nefndir sem fjalla um viðkomandi málaflokk í sveit- arfélögunum. Vegna þessa hef- ur blaðið fengið hvað eftir ann- að hrós frá heimamönnum og þá aðallega opinberum aðilum. Eins hafa aðilar utan af landi lýst yfir því við blaðið hvort ekki væri hægt að virkja blöð í hinum ýmsu landshlutum til að taka Víkurfréttir til fyrirmyndar í þessum efnum. ... en hvaö er Jón- ína aö hugsa? Nú gerist það hins vegar að Suðurnesjafréttir skrifa einni af nefndum Keflavíkurbæjar sem fjallar um þennan málaflokk og býður samstarf um hreins- unarátak sem þetta. Er það mál kom inn á fund bæjarstjómar Keflavíkur síðasta þriðjudag, sá Jónína Guðmundsdóttir, bæj- arfulltrúi, ástæðu til að hafa orð á hvað þetta væri gott framtak Suðumesjafrétta og væri gaman ef hitt blaðið (þ.e. Víkurfréttir) tæki einnig þátt í slíku. Því spyrja MOLAR nú hvað Jónína hafi verið að hugsa, er hún sagði þetta? Getur það verið að hún hafi ekki lesið blaðið und- anfarin ár og því misst af hreinsunaráróðri þess? Fá Keflvíkingar ekki ruslagáma? Nokkuð var rætt um það vandamál á Suðumesjum sem Vikurfréttir 24. apríl 1992 annars staðar, hvað fólk virðist eiga erfitt með að fara eftir leiðbeiningum er það hendir frá sér rusli í ruslagáma. Var upp- lýst á fundi bæjarstjórnar Keflavíkur síðasta þriðjudag að þetta vandamál væri einnig fyr- ir hendi t.d. í höfuðborginni og því gæti farið svo að þar yrði gripið til þess ráðs að loka gámastöðum eins og raunar er reyndin í Keflavík og vísa fólki með ruslið til Sorp- eyðingarstöðvarinnar. Því er það spuming hvort trassamir komi í veg fyrir að við hin get- um fengið þessa sjálfsögðu þjónustu? EINA REGLULEGA VIKUBLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM \4kurfréttir VORFAGNAÐUR í Festi í Grindavík, laugardaginn 25. apríl, kl. 15:00 Mætum vel Nefndin Black & Decker rafmagns-hekkklippur ( 10.865,- stærri gerð ) Járn & Skip v/ Víkurbraut - Sími 15405

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.