Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.04.1992, Qupperneq 9

Víkurfréttir - 24.04.1992, Qupperneq 9
9 \íkurfréttir 24. apríl 1992 Landhelgisbrot á trillu • Mikið eignatjón varð í hörðum árekstri á gatnamótum Hringbrautar og Aðalgötu í Keflavík á páskadag. Ökumaður bifreiðarinnar sem ók Hringbrautina var fluttur á sjúkrahús, en slys voru þó ekki alvarleg. Ljósm.: epj. Nokkuð um smúslys um hútíðarnar Varðskip stóð sjö tonna trillu, Jenný KE 32, að meintum ó- löglegum veiðum út af Reykja- nesi í dymbilvikunni. Vartrillan færð til hafnar í Sandgerði þar sem aflinn var gerður upptækur, en hann reyndist vera um 610 kíló. Við yfirheyrslu hjá rann- sóknarlögreglunni viðurkenndi skipstjóri bátsins að hafa verið Það var annríki hjá lög- reglumönnum í Grindavík um bænadagana. Margir tóku páskafríið of hátíðlega og helltu óhóflega í sig áfengum drykkj- á veiðum á viðkomandi stað, en sagðist ekki hafa vitað um að veiðisvæðinu væri lokað. Frá 11. apríl til 21. apríl eru allar veiðar aðrar en skel- og grá- sleppuveiðar bannaðar frá Stokksnesvita að Bjargtöngum og í sérstöku hólfi suður af Reykjanesi. Hefur málið nú verið sent til dóms. um. Þurftu lögrelumenn að sinna 32 útköllum vegna ölv- unar og var einn tekinn ölvaður við akstur. Nokkuð var um sntávægileg slys á Suðurnesjum um dymbil- dagana og páskana. Annars staðar í blaðinu er greint frá tveimur bílveltum þar sem öku- menn slösuðust lítilsháttar. Þá slasaðist ökumaður lítilsháttar í hörðum árekstri á gatnamótum Aðalgötu og Hringbrautar í Keflavík á páskadag. Þar varð eignatjón mikið, en tildrög slyssins voru þau að bifreið kom niður Aðalgötu og virti ökumaður hennar ekki aðal- brautarréttinn á Hringbrautinni. Að kvöldi laugardagsins fyrir páska datt hestamaður af fáki sínum og var hann fluttur undir læknishendur, ekki var um al- varlegt slys að ræða, þó mun hann hafa meiðst nokkuð í and- liti. Þá datt maður innan húss á páskanótt og brotnaði illa á fæti. Trilla rekin í land Landhelgisgæslan kom að trillubátnum Kópi KE 8 að veiðum úti af Kirkjuvogi, laug- ardaginn fyrir pálmasunnudag. Þar sem skipstjóri bátsins var ekki með veiðileyfi sitt um borð var bátnum vísað til hafnar. Er málið nú í rannsókn hjá Rannsóknarlögreglunni í Kefla- vík. Fannst klesstur við vegg Bifreið var stolið frá Vík- urbraut í Keflavík að kveldi annars dags páska. Hafði eig- andinn brugðið sér frá bílnurn og skilið hann eftir í gangi. Var lögreglan kölluð til og klukku- stund síðar fannst ökutækið. Hafði því verið ekið á húsvegg við Básveg í Keflavík. • Trillubáturinn Jenný KE 32 í höfn í Sandgerði um páskana. Ljósm.: hbb. Annríki vegna ölvunar ERTU MEÐ HEILT HÚSFÉLAG Á HERÐUNUM? Meö hjálp Húsfélagaþjónustu sparisjóöanna geta gjaldkerar húsfélaga rétt úr bakinu og horft fram á bjartari tíma. Eina talan sem þeir þurfa nú aö leggja á minnið er símanúmeriö í næsta sparisjóði. Húsfélagaþjónusta sparisjóöanna býöur eftir- farandi: INNHEIMTUÞJÓNUSTA Sparisjóðurinn sendir gíróseöil til þeirra sem eiga aö greiða húsfélagsgjöld. GREIÐSLUÞJÓNUSTA Sparisjóöurinn sér um aö greiða reikninga fyrir húsfélagiö. BÓKHALDSÞJÓNUSTA Þær færslur sem myndast f Innheimtu- og Greiösluþjónustunni eru grunnur að bókhaldi húsfélagsins. Um hver mánaöamót fær gjaldkeri húsfélagsins sent yfirlít um allar færslur. YFIRLIT YFIR ÓGREIDD GJÖLD Sparisjóöurinn sendir gjaldkera húsfélagsins yfirlit um ógreidda gíróseöla. ÁRSUPPGJÖR Um hver áramót sendir sparisjóöurinn gjaldkera húsfélagsins rekstraryfirlit fyrra árs þar sem tekjurnar og gjöldin eru flokkuö niöur. VANSKILASKULDIR Sparisjóöurinn sendir ítrekanir til þeirra sem ekki standa í skilum. Ef þaö ber ekki árangur kemur sparisjóöurinn, f sam- ráði viö húsfélagið, skuldinni til innheimtu hjá lögfræðingi. BÓKHALDSMAPPA Gjaldkeri húsfélagsins fær veglega möppu undir öll bókhaldsgögn. HÚSFÉIAGAÞJÓNUSTA SPARISJÓÐANNA (5^ ít SPARISJÓDURIHH í KEFLAVÍK

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.