Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.04.1992, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 24.04.1992, Blaðsíða 10
10 Nýtt gamanleikrit ó fjalirnar í Garðinum: • Ólafur Sigurðsson og Bragi Einarsson við smíði barborðsins. Ljósm.:hbb FRUMSYNING EFTIR NOKKRA DAGA Undanfarnar vikur hafa staðið yfir æfingar á nýju gamanleikriti eftir Ómar Jóhannsson í hjá Litia leik- félaginu í Garði. Er stefnt að frumsýningu um mán- aðarmótin. í þessu leikriti Ómars er mannlífið í týpísku ís- lensku sjávarþorpi skoðað ofan í kjölinn og á- horfendur fá að fylgjast með raunurn fólksins og öll- um spaugilegustu hliðum mannlífsins. I gaman- leiknum eru margir skemmtilegir söngvar og mikill glens og gaman. Um páskana hafa staðið yfir strangar æfingar og unnið hefur verið við sviðsmyndina, sem er einföld en skemmtileg. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar tveir leikfélagsmenn unnu við smíðar á barborði sem verður á veitingahúsinu Bitanum, sem kemur fyrir í leikritinu. FLEIRILEO-KLUBBA Á SUOURNESJUM -segir Árni Árnason hjá LEO-klúbbnum Sigga í Garöi klúbba á Suðumesjum og hafa þau nú augastað á Keflavík. „Við höldum fundi tvisvar í mánuði yfir vetrarmán- uðina. Innan klúbbsins eru starfræktar nefndir sem allar hafa markmið. Líknar- nefndin hjá Leoklúbbnum Sigga hefur m.a. gefið lestr- artæki til sérkennslu við Gerðaskóla og fært gamla fólkinu á Garðvangi blóm. Fjáröflunarnefndin hefur staðið fyrir sölu á eldhús- rúllum og salernispappír og selt marki Gerðahrepps á nýju bílnúmerin. Einnig er sérstök skenrmtinefnd, sem hefur séð um að skipuleggja á ferð í keilu og í Bláfjöll. Þá er á döfinni að halda skemmtun á Vímuvarnardaginn, 2. maí nk.,“ sagði Ami. -Hvað fær unglinga til að starfa í LEO-klúbbi? „Þetta er mjög skemmti- legt fyrir þá sem hafa áhuga á félagsmálum. Starfið í Leoklúbbnum Sigga er mjög gefandi og því fyrgir mikil ábyrgð að vera treyst fyrir einhverju. Starfsemi LEO-klúbbs hefur gefist vel í Garðinum og það er von mín að þessum klúbbum eigi eftir að fjölga enn frekar á Suðurnesjum," sagði Arni Arnason, for- maður Leoklúbbsins Sigga í Garði að endingu. JGarðinunr hefur um þriggja ára skeið verið starfræktur svokallaður LEO-klúbbur. Til að kynnast nánar því starfi sem fer þar fram, tókum við tali formann klúbbsins, Arna Árnason. Félagsmál eru líf og yndi Áma og hann hefur í mörgu að snúast þessa dagana. Auk þess að stýra LEO-klúbb hefur hann starfað af krafti með Litla leikfélaginu í Garði sem á næstu dögum mun frumsýna nýjan gam- anleik eftir Ómar Jóhanns- son. - En hvað er LEO- klúbbur. Ámi kann svar við því. „LEO-klúbbar starfa á svipaðan hátt og Lions- I.lúbbar. LEO-klúbbar eru fyrir unglinga og þeir geta fengið inngöngu þegar þeir hafa náð 14 ára aldri,“ sagði Ámi. I Garðinunr hefur LEO- klúbburinn Siggi verið starf- andi þrjú undandarin ár og eru félagsmenn nú tuttugu og fjórir. Það var fyrir tilstuðlan Lionsklúbbsins Garðs að LEO-klúbburinn var stofn- aður og er hann jafnframt fyrsti LEO-klúbburinn á ís- landi. I janúar á þessu ári var stofnaður klúbbur í Reykja- vík fyrir tilstuðlan unglinga úr Garðinum og núna hafa unglingamir í klúbbnum í Garði áhuga á að stofna fleiri • Árni Árnason. Hann er formaður Leoklúbbsins Sigga í Garði. Hann vill sjá fleiri Leoklúbba verða til á Suð- urnesjum. Ljósm.:hbb Vikurfréttir 24. apríl 1992 TONLIST I BLOÐINU _________ii Vikurfréttir 24. apríl 1992 • KOLRASSA KRÓKRÍÐANDI. F.v. Ester Ásgeirsdóttir, bassaleikari, Elísa M. Geirsdóttir, söngkona og fiðluleikari, Sigrún Eiríksdóttir, gítarleikari og Birgitta M. Vilbergsdóttir, trommulcikari. Sími15222 Grindavíkurdeild Rauða Kross íslands „Það hefur verið ríkjandi andleysi í bænum svo við á- kváðum að gera eitthvað í málunum. Það var aðeins um eitt að ræða, - slá í gegn. Þetta yrði örugglega skemmtilegur bransi. An þess að kunna nokkuð að spila voru fengin lánuð hljóðfæri og þremur dögum síðar spiluðum við á tón- leikum í Félagsbíói og það frumsamið efni“. Þetta höfðu Kolrössurnar krókríðandi að segja blaða- manni þegar hann hitti þær að máli á dögunum. Það var ekki hlaupið að því að grípa í 'rassinn’ á þeim, enda orðnar landsfrægar eftir frækinn sigur í Mús- íktilraunum Tónabæjar. Blaðamaður hafði á orði að auðveldara væri að kalla Bítlana saman, þó svo einn sé kominn undir græna... þið vitið. Þær hlógu og buðu okkar manni súkkulaði, sem hann AFÞAKKAÐI. Kolrössu krókríðandi skipa þær Elísa M. Geirs- dóttir, Sigrún Eiríksdóttir, Birgitta M. Vilbergsdóttir og Ester Ásgeirsdóttir. Að- spurðar sögðu þær tónlistina vera í blóðinu og þær spil- uðu það sem þeint þætti garnan og fyndist gott. ENGIN BALL- GRÚPPA „Við erum engin ball- hljómsveit.... og þó, fólk gæti örugglega dansað eftir okkar tónlist ef það væri orðið nógu drukkið,“ sögðu þær og skelltu uppúr, en bættu við: „Við höfum að- allega verið að spila á tón- leikum í Reykjavík og allir okkar textar eru íslenskir“. Kolrassa krókríðandi hef- ur sannarlega í mörgu að snúast þessa dagana. Á föstudags- og laugardags- kvöld munu þær spila með Vinum Dóra á Púlsinunt og á sunnudag koma þær fram í útvarpsþættinum Perlu- vinum Bylgjunnar. Þá má geta þess að þær komu fram í þættinum hjá Flemma Gunn í fyrrakvöld. ALGERLUKKA -Hvernig kom það til að þið spiluðuð í Mús- íktilraunum? „Það er nú algjör lukka að við komumst þar inn. Við innrituðum okkur alltof seint og spiluðum á 2. und- anúrslitakvöldinu af þremur. Þar fengunt við góðan stuðning áheyranda og með þeirra stuðningi komst sveitin í úrslit. Það kom okkur á óvart, því þátttakan í Músíktilraunum átti bara að vera smá auglýsing fyrir sveitina til að fá mynd af henni í blöðin“. Auk alls sem áður er talið eru þær Kolrössur krókríð- andi að semja fleiri lög því hljómplata MUN koma út í haust. Þær spila mest frum- samið efni, en einnig leika þær lög eftir aðra höfunda, sem lítið hafa verið leikin. „Svo fólk heldur að þessi lög séu samin af okkur,“ sögðu þær og glottu. LENGI AÐ PLANA SVEIT- INA Kolrassa krókríðandi er fyrsta kvennahljómsveitin á Suðurnesjum sem nær ein- hverjum vinsældum og raunar fyrsta kvennasveitin á Islandi sem kemur fram eftir að Dúkkulísumar gerðu allt vitlaust fyrir níu árunt síðan. „Við vorum búnar að vera að plana þessa hljómsveit lengi, en það var ekki fyrr en í nóvember í fyrra sem ákvörðun var tekin um að láta til skarar skríða. Við Aðalfundur deildarinnar verður haldinn í grunnskólanum mánudaginn 27. apríl kl. 20.30. Félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin UNGFRU FJORHEIMAR 1992 Hin árlega fegurðarsamkeppni félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima í Njarðvík fer fram í Stapa laugardagskvöldið 25. apríl kl. 20.30. Aldur: 7.-10. bekkur. Danssýning. Diskótek til kl. 02.00. Miðaverð 500 krónur. Rúta í innra hverfíð að lokinni skemmtun. höfum fengið góðar mót- ttökur í Reykjavík og það er upp á fólkið komið hvort við náum auknum vinsældum. Við ætlum okkur að endast í þessu og stefnan er sett enn hærra,“ sögðu Kolrössurnar að endingu. Spurt og myndað: Hilmar Bragi

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.