Morgunblaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015
Hollvinasamtök Sjúkrahússins á
Akureyri færðu stofnuninni í gær
að gjöf 10 nýtísku sjúkrarúm á
legudeild geðdeildar, tölvu á
göngudeildina og nokkra hæg-
indastóla sem komið verður fyrir
hér og þar á spítalanum.
Jóhannes Gunnar Bjarnason, for-
maður samtakanna, sagði við þetta
tækifæri að síðan samtökin voru
stofnuð, fyrir tveimur árum, hefðu
þau safnað á sjöunda tug milljóna
fyrir sjúkrahúsið. Því yrði haldið
áfram og samtökin myndu einnig
berjast fyrir því að nýbygging við
sjúkrahúsið yrði að veruleika.
Frá vinstri: Bernard Gerritsma,
forstöðuhjúkrunarfræðingur á geð-
deild, Sigmundur Sigfússon, for-
stöðulæknir geðdeildar, Alice
Harpa Björgvinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri lyflækningasviðs,
Bjarni Jónasson forstjóri, Jóhannes
Gunnar Bjarnason formaður Holl-
vinasamtaka Sjúkrahússins, Stefán
Gunnlaugsson, stofnandi samtak-
anna og Hermann Haraldsson,
stjórnarmaður í samtökunum.
Hollvinir hafa safnað á
sjöunda tug milljóna
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Skautasvellið á Ingólfstorgi hefur
slegið í gegn í jólamánuðinum. Þús-
undir borgarbúa hafa skautað og
tugir þúsunda hafa komið og barið
það augum og notið veitinga í jóla-
þorpinu á torginu, segir í frétt frá
Nova. Vegna mikillar aðsóknar hef-
ur verið ákveðið að hafa svellið op-
ið á milli jóla og nýárs eða til og
með 3. janúar. Svellið er 400 fer-
metrar og var opnað í tilefni af 8
ára afmæli Nova. Samsung og
Reykjavíkurborg eru samstarfs-
aðilar Nova í þessu verkefni.
Frítt er inn á svellið fyrir þá sem
eiga skauta, en einnig er boðið
uppá að leigja skauta og hjálm á
990 kr, ásamt barnagrindum.
Heitt kakó, jólaglögg, samlokur
og ristaðar möndlur ásamt útivist-
arfatnaði eru til sölu í jólaþorpinu.
Ingólfssvell verður
opið til 3. janúar
Morgunblaðið/Eggert
Hleðsluborvél
Átak 50Nm, 13mm patróna
2x2,5 Ah rafhlöður fylgja.
RB 5133002214
1.990
Tilboð
Vinnuljós ELP 55 IP54
Vandað vinnuljós með 55W peru til notkunar
utandyra sem innan
BR 1172720
13.990
Verð Kr.
Topplyklasett USG
USG GWB2045M 1/4" Inniheldur 45stk Kr. 4.990
USG GWB3029M 3/8" Inniheldur 29stk Kr. 7.990
USG GWB5094M 1/2"+1/4" Inniheldur 94stk Kr. 15.990
15.900
Verð kr.
Skrúfvél fjölnota
Borvél með skiptanlegri patrónu.
Einnig fáanlegir: vinkil-
og innréttipatróna.
Átak: 32Nm. 2x2,0Ah rafhlöður
MW 4933447136
Verkfærasett 4 stykki
Borvél 50Nm, hjólsög,
sverðsög og ljós.
RB 5133001935
59.900
Tilboð
M18CHIWP12-402C
Kolalaus herslulykill
2 átaksstillingar:
474/813Nm
2 x 4,0 Ah rafhlöður
MW 4933446253
89.900
Tilboð
9.990
Tilboð
Loftpressa 24L
Loftflæði 205 L/min,
þrýstingur 8 bar
TJ TRA024L
TJ TRAE050VFL 50L, 412L/min Kr 49.900.-
24.900
Verð kr.
Höfuðljós LED
Vandað höfuðljós frá Ansmann í Þýskalandi.
Styrkur ljóss er 40Lm
AN 5819083
34.900
Tilboð
28.900
Tilboð
94.900
Verð kr.
119.900
Verð kr.
Síðumúla 11・568 6899・www.vfs.is
Verkfæraskápur 188 verkfæri
7 skúffur – 1/4", 3/8“ & 1/2" topplyklasett
Splittatangir, skrúfjárn, fastirlyklar, tangir,
skralllyklar, meitlar, sexkantar, rennimál, þjalir.
USG FIRP7B
Verkfæraskápur 172 verkfæri
7 skúffur með frauðbökkum. 1/4",
3/8“ & 1/2" topplyklasett. Splittatangir,
skrúfjárn, fastirlyklar, tangir, skralllyklar,
skiptilykill, meitlar, sexkantar, rennimál, þjalir.
USG FIRP7B-FOAM
Borvél
Mótor 500W,
patróna 13mm
RB 5133001832
Hörðu pakkarnir fást í
Verkfærasölunni
Skaðabótamál slitastjórnar Glitnis
gegn Lárusi Welding og átta öðrum
stjórnarmönnum Glitnis hefur verið
fellt niður, en slitastjórnin taldi að
ákvörðun stjórnarinnar að veita
Baugi 15 milljarða lán hefði verið
ábótavant og valdið 6,5 milljarða
tjóni. Baugur nýtti lánið til að taka
þátt í hlutafjárútboði FL Group, en
Baugur var þá stærsti eigandi fé-
lagsins.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
mönnum bæði stefnanda og stefnda
var gerð sátt sem felur í sér að allir
málsaðilar muni greiða sinn máls-
kostnað en að málið verði að öðru
leyti fellt niður. Einn hinna stefndu
sætti sig þó ekki við þá niðurstöðu
og mun samkvæmt heimildum mbl.is
láta á það reyna hver greiði máls-
kostnaðinn.
Samkvæmt upplýsingum lög-
manna Glitnis var ákveðið að láta
málið falla niður eftir ákvörðun emb-
ættis sérstaks saksóknara um að
falla frá ákæru í sama máli. Hafði
slitastjórnin sent málið áfram til
embættisins. Lánið sem um ræðir
var veitt um áramótin 2007-2008 og
var 15 milljarða víkjandi lán.
Slitastjórn Glitnis höfðaði málið
gegn Lárusi Welding, fyrrverandi
forstjóra Glitnis, Jóni Ásgeiri Jó-
hannessyni, fyrrverandi forstjóra
Baugs, og fyrrverandi stjórn Glitnis,
en í henni sátu Þorsteinn M. Jóns-
son, Jón Sigurðsson, Skarphéðinn
Berg Steinarsson, Pétur Guðmund-
arson, Björn Ingi Sveinsson, Hauk-
ur Guðjónsson og Katrín Péturs-
dóttir. thorsteinn@mbl.is
Fallið frá
máli gegn
Lárusi og
stjórn Glitnis