Morgunblaðið - 22.12.2015, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.12.2015, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015                                     !" #  ! !## $%# % " ## !%$ &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5   "  #  ! $  " ! # !%$ !  !" " # #" !#! $%$%  " !$ #$! !"$  %# Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Jón Ríkharð Kristjánsson, framkvæmdastjóri Mílu, dótturfélags Símans, hefur selt öll hlutabréf sín í Símanum eða tæpar 4 milljónir hluta. Kaupandi er Arion banki sem selt hafði Jóni, ásamt öðr- um lykilstjórnendum Símans og dótt- urfélaga hans, hluti í fyrirtækinu í aðdraganda almenns útboðs á bréf- um í því. Kaupir bankinn bréfin á sama gengi og hann hafði selt þau Jóni eða 2,518 krónum á hlut. Gengi hlutabréfa í Símanum stóð í 3,48 krónum hluturinn við lokun Kaup- hallar í gær. Í athugasemd sem fylgdi tilkynn- ingu um söluna nú segir meðal ann- ars: „Jón óskaði eftir því að kaupin gengju til baka eftir að Eftirlitsnefnd um jafnan aðgang fjarskiptafyrir- tækja hafði lýst efasemdum um hvort viðskiptin samræmdust sátt sem Síminn gerði upphaflega við Samkeppniseftirlitið árið 2013.“ Jón Ríkharð Kristjánsson Láta viðskipti með bréf í Símanum ganga til baka STUTTAR FRÉTTIR ... BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Á síðustu tveimur árum hefur mæld verðbólga reynst lægri en verð- bólguspár Seðlabankans í öllum til- vikum nema einu. Í tölum sem greiningardeild Arion banka tók saman að beiðni Morgunblaðsins kemur í ljós að sé litið til meðaltals- verðbólgu á hverjum ársfjórðungi á árunum 2014 til 2015 reyndist hún í öllum tilvikum töluvert lægri en spár bankans. Í fyrstu útgáfu Peningamála á árinu 2014 var því spáð að verðbólga á fyrsta ársfjórðungi þess árs myndi mælast 2,7% en hún reyndist 2,48%. Þá gerði sama spá ráð fyrir því að verðbólga á fjórða ársfjórðungi yf- irstandandi árs myndi mælast 3,5% en hún stendur nú í 1,9% þegar síð- asta raunmæling ársins er enn óbirt. Sé litið til nýjustu mælingarinnar, sem á meðfylgjandi skýringarmynd er táknuð með dökkbláum lit, og birt var í Peningamálum 4. nóvember síðastliðinn, var gert ráð fyrir því að verðbólga á síðasta fjórðungi ársins stæði í 2,34%. Er það töluvert lægri verðbólga en Seðlabankinn spáði í þriðju útgáfu Peningamála sem kom út 19. ágúst síðastliðinn en þá var gert ráð fyrir því að verðbólgan myndi mælast 3,8% á fjórðungnum. Hrafn Steinarsson, sérfræðingur við greiningardeild Arion banka, segir að ýmsar skýringar kunni að vera á þessu misræmi. „Skýringin liggur einna helst í styrkingu krónunnar þegar leið á árið 2014 og einnig verulegri lækkun olíuverðs á heimsmarkaði sem kom flestum að óvörum. Innfluttar vörur lækkuðu því í verði og drógu verð- bólguna niður á við, bæði hraðar og í meira mæli en gert hafði verið ráð fyrir. Þessi þróun endurspeglaðist síðan í ákvörðunum peningastefnu- nefndar en stýrivextir lækkuðu um 75 punkta á síðasta ársfjórðungi 2014.“ Hrafn segir að fleiri þættir spili þó inn í, meðal annars breytingar á virðisaukaskattskerfinu og afnám vörugjalda en við það hafi ýmsar vörur lækkað í verði. „Vormánuðirnir lituðust hins veg- ar mikið til af kjaraviðræðum og launahækkunum umfram það sem verðbólgumarkmið Seðlabankans leyfir og því hækkuðu verðbólgu- væntingar hratt í kjölfarið. Sömu- leiðis spáði Seðlabankinn á fyrri hluta ársins hratt hækkandi verð- bólgu og hóf að hækka stýrivexti í júní á þessu ári. Þegar leið á árið hélt þó styrking krónunnar áfram og einnig höfum við síðustu vikur og mánuði séð enn frekari lækkun á hrávöruverði. Verðbólgan hefur því ekki hækkað jafnmikið og búist var við eftir samþykki kjarasamninga,“ segir Hrafn. Gæti tekið að aukast hratt Karen Áslaug Vignisdóttir, hag- fræðingur á hagfræði- og peninga- stefnusviði Seðlabankans, segir að gengi krónunnar leiki stórt hlutverk í því að halda aftur af verðbólgunni en að mikil lækkun hrávöruverðs hafi einnig mikil áhrif. „Seðlabankinn spáði því í ársbyrj- un 2014 að framleiðsluspenna tæki að myndast á þessu ári og það hefur gengið eftir. Hins vegar hefur hrá- vöruverð, einkum olíuverð, lækkað mikið og á sama tíma hefur gengi krónunnar styrkst töluvert. Það hef- ur vegið upp innlendu áhrifin sem einkennst hafa af miklum kostnað- arþrýstingi, einkum í tengslum við kjarasamninga á þessu ári. Það er hins vegar of snemmt að segja til um hver áhrifin af þeim verða en verð- bólgan gæti brotist hratt út þegar áhrif gengis og lægra innflutnings- verðs taka að fjara út. Við höfum áhyggjur af því.“ Þá segir Karen áhugavert að fylgjast með því hvaða áhrif geng- isstyrking krónunnar hefur haft en margt bendir til að hún skili sér með meira afgerandi hætti inn í verðlagið nú en oft áður. „Það kann að skýrast af því að fyrirtæki telji gengishækk- unina varanlegri nú en oft áður.“ Verðbólguspár Seðlabankans hafa reynst yfir mælingum Verðbólguspár Seðlabankans og mæld verðbólga Heimild: Greiningardeild Arion banka og Seðlabanki Íslands 5 4 3 2 1 0 Mæld verðbólgaPeningamál 2015/4Peningamál 2014/1 Q1 2014 Q1 2015 Q1 2016 Q1 2017 Q3 2014 Q3 2015 Q3 2016 Q3 2017 Q2 2014 Q2 2015 Q2 2016 Q2 2017 Q4 2014 Q4 2015 Q4 2016 Q4 2017  Bankinn aðeins einu sinni undir mældri verðbólgu á síðustu tveimur árum Háskólamenntaðir 25–64 ára íbúar á Íslandi voru á síðasta ári í fyrsta skipti fleiri en íbúar með menntun á framhaldsskólastigi, þegar 60.800 voru háskólamenntaðir og 59.300 voru með framhaldsskólapróf. Þetta kemur fram í gögnum úr Vinnu- markaðsrannsókn Hagstofunnar. Háskólamenntaðir voru 2.000 fleiri en árið 2013 og eru 37% íbúa á Íslandi. Í aldurshópnum höfðu 43.900 manns lokið grunnmenntun, þ.e. styttra námi en framhaldsskóla- stigi, sem er 27% íbúa og hafði fækk- að um 1.500 manns frá fyrra ári. Atvinnuþátttaka eykst og atvinnu- leysi minnkar með aukinni menntun en 94% þeirra sem höfðu háskóla- menntun í aldurshópnum 25–64 ára voru á vinnumarkaði á síðasta ári. Að sama skapi voru 90% íbúa með fram- haldsmenntun á vinnumarkaði og 80% þeirra sem höfðu lokið grunn- menntun. Atvinnuleysi var 3,6% meðal há- skólamenntaðra í fyrra, 4% meðal fólks með menntun á framhalds- skólastigi og 4,7% meðal þeirra sem höfðu lokið grunnmenntun. Yngra fólk hefur almennt meiri menntun en þeir sem eldri eru. Á síð- asta ári höfðu 24% í aldurshópnum 30-49 ára lokið grunnmenntun og 42% lokið háskólaprófi. Í aldurs- hópnum 65-74 ára höfðu hins vegar 46% grunnmenntun og 19% lokið há- skólaprófi. Rannsóknin sýnir að það eru fleiri á höfuðborgarsvæðinu sem hafa lok- ið háskólaprófi en á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu höfðu 44% háskólamenntun og 24% á lands- byggðinni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Menntun Rannsóknin sýnir að yngra fólk er með meiri menntun. Enn fjölgar há- skólamenntuðum  Atvinnuleysi 3,6% hjá háskóla- menntuðum í fyrra ...með nútíma svalalokunum og sólstofum Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16 • Svalalokanir • Glerveggir • Gler • Felliveggir • Garðskálar • Handrið Við færumþér logn & blíðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.