Morgunblaðið - 22.12.2015, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.12.2015, Qupperneq 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015 Tíminn í kringum jólin laðar oft fram það versta í okkur: við borðum, drekkum og eyðum meiru en við gerum venjulega og sjáum svo eftir því á nýju ári þegar við stígum á vigtina og reikningarnir byrja að berast. Við erum oft ekki meðvituð um venjur okk- ar heldur látum stjórn- ast af ómeðvituðum viðbrögðum. Hér fyrir neðan eru nokkur góð ráð til að upplifa jól í lifandi vitund: Lifandi vitund og matarvenjur Dr. Brian Wansink, sérfræðingur í matarsálfræði við Cornell-háskólann og höfundur bókarinnar Mindless Eating: Why We Eat More Than We Think, hefur bent á að djúp gjá er á milli matarlystar og matarvenja. Hann heldur því fram að við tökum um 200 ákvarðanir dag hvern sem tengjast mat. Flestar þessara ákvarð- ana eiga rætur að rekja til ýmissa þátta sem fá okkur til að halda áfram að borða, jafnvel þó að við séum búin að mettast. Þetta eru atriði eins og lykt og litur fæðunnar, fjöldi borð- félaga, umbúðir, merkingar o.fl. Wansink gerði tilraun þar sem til- raunastofu var breytt í veitingastað og settar upp faldar myndavélar. Hann sýndi fram á það að þegar fólk er beðið um að meta hversu mikið það borðar treystir það augunum betur en mag- anum. Í einni tilraun sem hann kallaði „Botnlausu súputilraunina“ var leynt og ljóst ítrekað fyllt á súpuskálarnar, sem hafði þau áhrif að fólk borðaði miklu meira en það hélt. Wansink leggur til að við borðum í vitund og reynum að átta okk- ur á muninum á því að vera ekki lengur svöng og því að vera södd. Gott er t.d. að nota smærri diska, sleppa því að fá sér þrjá rétti á veitingastað heldur bara tvo og skipta stórum pakkning- um í tvo eða þrjá hluta. Þetta snýst svolítið um það að bera kennsl á þær ómeðvituðu matarvenjur sem við höf- um tamið okkur. Wansink segir að það taki um mánuð að festa þessar nýju venjur í sessi og mælir með að fólk haldi matardagbók til að gera allt sem það borðar sýnilegt í stað þess að treysta á minnið eingöngu. Lifandi vitund og verslunarferðir Dr. April Lane Benson, sálfræð- ingur og höfundur bókarinnar To Buy or Not to Buy: Why We Overshop and How to Stop, segir að það að versla sé fyrir marga hvatvís atburður og nokk- urs konar dægrastytting, sérstaklega í jólamánuðinum þegar verslunar- miðstöðvar og búðir fyllast af fólki sem er tilbúið að verða þessari ómeð- vituðu venju að bráð. Í dag er auk þess miklu meiri hætta á að kaupa of mikið en áður fyrr þar sem við þurfum ekki einu sinni að yfirgefa heimilið heldur getum keypt allt sem okkur langar í á netinu. Benson segir að mikilvægt sé að undirbúa verslunarferðir m.a. með því að sundurliða fjárútgjöldin og gefa hverju atriði einkunn eftir því hversu mikilvægt eða nauðsynlegt það er. Þetta hjálpar til við að halda utan um útgjöldin þar sem fókusinn er ekki að- eins á upphæðina heldur einnig á for- gangsröðunina. Annað sem getur gagnast er að lista upp allt sem stend- ur til að kaupa áður en lagt er í versl- unarleiðangur, gefa atriðunum ein- kunn eftir mikilvægi, og endurskoða síðan listann. Gott ráð er einnig að ákveða fyrirfram hvar maður ætlar að versla, hve lengi, með hverjum, hvað maður ætlar að kaupa, og hvaða upp- hæð maður ætlar að eyða. Benson leggur til að við svörum eft- irfarandi sex spurningum áður en við setjum hlut í innkaupakerruna til að við verðum meðvitaðri um það sem við erum að gera: 1. Hvers vegna er ég hér? 2. Hvernig líður mér? (vel, illa, óör- ugg/ur, með samviskubit, pirraður/ pirruð o.s.frv.) 3. Hef ég þörf fyrir þetta? 4. Hvað ef ég myndi bíða með að kaupa þetta? 5. Hvernig ætla ég að greiða fyrir þetta? 6. Hvar mun ég hafa það? Vitund í daglegu lífi Gott er að vera í vitund á sem flest- um sviðum lífsins þótt það sé ekki nema með því að staldra við annað slagið og gefa sér nokkrar mínútur í kyrrð: sestu niður, lokaðu augunum hægt og rólega og opnaðu skilning- arvitin. Hvað heyrirðu? Hvað sérðu? Hvaða lykt finnurðu? Taktu einnig eftir linnulausu innra tali hugans og hugsunum þínum, án þess þó að dæma þær. Vertu aðeins áhorfandi. Gleðileg jól! Að halda jól í vitund Eftir Ingrid Kuhlman » Jólatímabilið laðar oft fram það versta í okkur: við borðum, drekkum og eyðum meiru en við gerum venjulega og sjáum svo eftir því á nýju ári. Ingrid Kuhlman Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Kristin trú varð til í Mið-Austurlöndum, en kristnir Palest- ínumenn hafa undir yfirráðum síonista Ísraels aldrei átt auð- velt líf, og eins og Douglas Dicks hjá kaþólsku hjálpar- stofnuninni segir: Kristnir Palestínu- menn verða fyrir sömu kúgunum og of- sóknum og aðrir Palestínu- múslimar. Síonistar gera nákvæm- lega engan greinarmun á kristnum Palestínumönnum og Palestínu- múslimum. Í dag er talað um að af 12 milljónum Palestínumanna séu um fjórar milljónir kristinnar trúar (um 35%), en vegna her- og land- náms síonista búa margir Palestínu- menn víða um heim, svo og í flótta- mannabúðum. Á Vesturbakkanum, austurhluta Jerúsalem og Gaza er talað um að fjöldi kristinna Palest- ínumanna sé yfir 300 þúsund. Stærstur hluti þeirra tilheyrir Rétt- trúnaðarkirkjunni, rómversk- kaþólsku og grísk-kaþólsku kirkj- unni, og síðan tilheyra þeir öðrum ekki eins fjölmennum söfnuðum, lúterskum, sýrlenskum, armenskum og koptískum. Stuðningsmenn Síon- ista-Ísraels hafa í gegnum árin stutt og réttlætt allt her- og landnám síonista, en hernámið hefur gengið út á það að taka meira og meira af landsvæðum Palestínumanna – al- gjörlega gegn alþjóðalögum – þar sem ekki aðeins barnaleikvellir eru eyðilagðir heldur heilu íbúðar- hverfin skipulega rifin niður með stórum vinnuvélum. Fyrir utan allt þetta her- og landnám hafa allar þessar 699 vegtálmanir og hindr- anir er síonistar hafa komið upp á landsvæðum Palestínumanna eyði- lagt mikið fyrir allri kristinni trú, og nú er svo komið að menn tala um að öll kristin trú í Palestínu sé að hverfa. Kristnir Palestínumenn spyrja reyndar af hverju kristnir síonistar og ýmsir hvítasunnusöfn- uðir styðji hernám og að hús þeirra og íbúðir séu rifin niður með jarð- ýtum fyrir síonistalandnema. Kristnir Palestínu- menn mótmæla Á Vesturbakkanum, Gaza og Ísr- ael eru daglega friðsamleg mótmæli kristinna Palestínumanna gegn múrnum, her- og landnáminu á Vesturbakkanum og gegn herkví um Gaza. Allar þessar kirkjur þarna hafa reynt að koma skila- boðum til trúbræðra sinna á Vest- urlöndum með því að gefa út yf- irlýsingar gegn kristnum síonisma, eins og t.d. Kairos Palestine og The Jerusalem Declaration on Christian Zionism eða þar sem þessir söfn- uðir mótmæla síonisma. Þá hafa kristnir Palestínumenn reynt að koma skilaboðum áfram með því að gefa út bækur, eins og t.d. Naim Stifan Aleek með bók sinni A Pa- lestinian Christian Cry for Recon- ciliation og Mitri Raheb með bók sinni I Am a Palestin- ian Christian. Það má segja að oft sé öllum mótmælum kristinna Palestínumanna svarað með gyðingahatri. Þeg- ar eigur og hús kaþ- ólsku kirkjunnar í aust- urhluta Jerúsalem voru jöfnuð við jörðu voru fjölmiðlar hræddir við að segja frá öllum þeim þúsundum annarra húsa er síonistar hafa einnig merkt til niður- rifs, því allt slíkt tal, til viðbótar við þau 28 þúsund hús er síonistar hafa þegar jafnað við jörðu, kallar á að menn verði úthrópaðir gyðingahat- arar. Blessanir og ekki yfirráð síonista Það fólst engin blessun í allri þessari hryðjuverkstarfsemi síon- ista fyrir stofnun 1948, eða þar sem þetta nýja ríki síonista, Ísrael, fæddist gegnum manndráp og hryðjuverk Stern-, Irgun- og Hag- ana-hryðjuverkahópanna er voru í því að sprengja hús og fólk til að komast yfir landsvæði. Ekki fólst nein blessun í því þegar síonistar hófu sex daga stríðið með djöful- skap með að ráðast á egypska flug- velli og með því að hertaka Gólan- hæðirnar og Vesturbakkann 1967. Það er ekki hægt að segja að síon- istar hafi verið einhverjir friðar- sinnar þar sem þeir hófu auk þess stríðið gegn Líbanon 1982 og aftur 2006. Þegar Jesús Kristur sagði „sælir eru hógværir því að þeir munu jörðina erfa“ átti hann örugg- lega ekki við þetta Síonista-Ísrael. Ekki er heldur hægt að kalla þetta fólk gyðinga, því að gyðingar Gamla testamentisins eiga lítið sem ekkert sameiginlegt með öllum þessum of- beldis- og hryðjuverkum síonista. Torah-gyðingar segja að síonistar hafi stolið þeirra virðulega nafni, „gyðingar“, og misnotað það, og þeir eru á móti síonisma og öllum þessum yfirráðum síonista (true- torahjews.org). Kristnir Palestínu- menn og þeirra múslimabræður vilja alls ekki vera undir yfirráðum síonista, hvað þá fleiri stríð, og hafa kallað eftir tveggja ríkja lausn, svo og að bræður þeirra fái að snúa aft- ur til heimalandsins. Sagan segir okkur að lönd undir yfirráðum, eins og t.d. undir yfirráðum nasista í síð- ari heimsstyrjöldinni, fá fólk til þess að mynda uppreisnarhópa eins og í Noregi og Danmörku, en ekki er ég að mæla með ofbeldi. Menn geta deilt um hvað margir Palestínu- menn og síonistar hafi látist, en allt þetta her- og landnám á Vestur- bakkanum og í austurhluta Jerúsal- em verður að hætta, svo og verður þessi herkví um Gaza að hætta. Það er sorglegt til þess að vita að öll kristin trú í Palestínu sé að hverfa, einnig er sorglegt til þess að vita að kristnir síonistar og ýmsir hvíta- sunnusöfnuðir skuli standa svona algjörlega með Síonista-Ísrael og gegn kristinni trú þarna og gegn trúbræðrum sínum. Kristnir Palest- ínumenn undir yfirráðum síonista Ísraels Eftir Þorsteinn Sch. Thorsteinsson Þorsteinn Sch. Thorsteinsson »Kristnir Palestínu- menn og þeirra múslimabræður vilja alls ekki vera undir yfir- ráðum síonista, hvað þá fleiri stríð. Höfundur er margmiðlunar- fræðingur. - með morgunkaffinuEyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is GLERVEGGIR OG HURÐIR Hleypa birtu í gegn, hafa létt yfirbragð og taka lítið pláss á þykktina ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI Húsafell - góður fjárfestingarkostur 2 heilsárshús til sölu, annað um 100m2 hitt um 107m2. Báðir í leigu með góðar leigutekjur. Einnig til sölu 2 eignarlóðir á góðum stað í Húsafelli. Örfáar lóðir eftir á svæðinu. Upplýsingar í tölvupósti: husafellbustadir@gmail.com.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.