Morgunblaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015 ✝ Hallfríður Ey-björg Rútsdótt- ir fæddist á Sauð- árkróki 8. nóvem- ber 1927. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Sauðár- króki 30. nóvember 2015. Hún var dóttir Sigrúnar Sveinsínu Sigurðardóttur, f. 1892, d. 1972, og Rúts Þorsteinssonar, f. 1905, d. 1994. Halla átti þrjú hálfsystkin. Sammæðra var Aðalsteinn Stef- ánsson, f. 1913, d. 1987. Sam- feðra voru Gunnþórunn, f. 1940, d. 1989, og Þorsteinn, f. 1950. 17. maí árið 1953 giftist Halla Guðbrandi Jóni Frí- mannssyni frá Austara-Hóli í Flókadal, f. 1922, d. 2000. Halla Katrín, f. 1985, gift Hjörleifi Björnssyni, f. 1981. 4) Guð- brandur Jón, f. 1964, hans börn eru a) Aníta, f. 1985, gift Snæ- þóri Arnþórssyni, f. 1984. Sonur þeirra er Hólmar Elí, f. 2011, b) Andrea, f. 1990, í sambúð með Benedikt Andrési Árnasyni, f. 1990. Synir þeirra eru Ágúst Ingi, f. 2010, og Daníel Smári, f. 2012, c) Eysteinn Ívar, f. 2001, og d) Emelíana Lillý, f. 2005. Einnig dvaldi hjá þeim Baldvin Kristjánsson á sínum yngri ár- um. Hann er giftur Jónu B. Heiðdals og eiga þau Kristján, Róbert og Margréti. Halla fór í Húsmæðraskólann á Löngumýri og fór svo suður til Reykjavíkur og starfaði þar á barnaheimili. Síðan fluttist hún norður og fór að vinna á Hótel Varmahlíð þar sem hún kynntist Brandi. Þau Halla og Brandur bjuggu á Sauðárkróki alla sína búskapartíð. Halla spilaði bæði á píanó og gítar. Einnig söng hún í kirkju- kór Sauðárkróks, Samkórnum og svo síðar í kór eldri borgara. Útför Höllu fór fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. og Brandur eign- uðust fjögur börn, þau eru: 1) And- vana drengur f. 1950. 2) Frímann Viktor, f. 1953, og er hann giftur Auði Valdimarsdóttur, f. 1954. Þeirra börn eru a) Vala, f. 1980, gift Sigurbirni Gunnarssyni, f. 1977. Þau eiga Laufeyju Elísabetu, f. 2008, Auði Margréti, f. 2011, og Jónas Valdimar, f. 2014. b) Ester, f. 1982, og c) Guðbrandur Viktor, f. 1992. 3) Margrét, f. 1956, gift Stefáni R. Gíslasyni. Þeirra börn eru a) Halla Rut, f. 1977, b) Guðrún, f. 1978, d. 1978, c) Berglind, f. 1979, gift Sigur- geiri Agnarssyni, f. 1976. Synir þeirra eru Stefán Rafn, f. 2008, og Árni Dagur, f. 2010, d) Sara Flest okkar upplifa sorgina einhvern tímann á lífsleiðinni. Í þetta sinn bankaði hún upp á hjá okkur fjölskyldunni þegar að- ventan gekk í garð, það var þá sem þú kvaddir þessa jarðvist, elsku amma mín. Aðventan, tími sem við tvær höfum ávallt haldið svo mikið upp á, varð allt í einu sveipuð sorg í allri þeirri tilhlökk- un og eftirvæntingu sem fylgir jólunum. Þegar ég sat hjá þér nokkrum dögum áður en þú lést náðum við að tala mikið saman. Við töluðum um gamla tíma en það var einmitt það sem þér fannst svo gaman, að rifja upp sögur og atvik frá gam- alli tíð, alveg frá því þú varst lítil stelpa á Stöðinni þangað til ég var lítil stelpa í pössun hjá ykkur afa á Fornósnum. Einnig færð- umst við nær nútíðinni og töluð- um m.a. um brúðkaupið okkar Hjörleifs sl. sumar. Það sem ég er þakklát fyrir að þú hafir séð þér fært að koma og gleðjast með okkur þennan dag. Við systur vorum mikið hjá ykkur afa hér áður og af því höfð- um við sko unun. Það var svo dýr- mætt að eiga ykkur afa, enda með eindæmum barngott og yndislegt fólk. Það stóð mikið til þegar við vorum í pössun, þá var spilað á píanó og gítar, sungið, búin til leikrit og bakað, svo var farið í sjoppuna á kvöldin og keypt nammi. Alltaf var farið með bænirnar fyrir svefninn, það var lykilatriði hjá þér. Eina af þeim bænum sem þú kenndir mér fer ég alltaf með. Hún minn- ir mig á þig. Á síðustu vikum hafa minning- arnar flætt um hugann. Margar eru þær stundirnar sem við átt- um saman, þær voru ljúfar og góðar. Já, við vorum sko miklar vinkonur, amma mín. Þú varst svo skemmtileg týpa og mikill húmoristi og hafðir mikinn húm- or fyrir sjálfri þér. Svo hugsaðir þú alltaf svo vel um útlitið og það breytti engu hvert tilefnið var, alltaf græjaðir þú þig alveg frá toppi til táar, varst ávallt svo fal- leg og vel til höfð. Tónlist var eitt- hvað sem þú elskaðir og um ára- tuga skeið varst þú í kór, það var gaman að sjá hversu mikið það gaf þér. Það var fastur punktur að heimsækja þig þegar ég kom norður. Það var notalegt að koma til þín í Grenihlíðina, þar voru kræsingar og góður kaffibolli og ekki skemmdi fyrir ef þú leist að- eins í bolla fyrir mig. Þú varst al- gjör meistarahúsmóðir, allt sem þú gerðir var svo gott og voru marmarakakan, eplakakan, vöffl- urnar, pönnukökurnar, síldar- salatið á aðventunni og marengs- tertan þitt aðalsmerki. Að setja Veru Lynn á fóninn, drekka kaffi, spjalla og hlæja var nokkuð sem við gerðum svo oft. Partur af undirbúningi jólanna var að pakka inn jólagjöfunum fyrir þig og koma til þín á Þor- láksmessu og fá heitt súkkulaði og piparkökur með. Jólagardín- urnar í eldhúsglugganum hjá þér voru þær allra fallegustu. Síðan var toppurinn að fá „guð gefi þér gleðileg jól, Sara mín“ knúsið frá þér. Það er sárt að hugsa til þess að þetta tilheyri einungis fortíð- inni, verði aldrei aftur. Það sem ég sakna þín, amma mín. Með hlýju í sinni ylja ég mér við allar þessar yndislegu minn- ingar, þær mun ég geyma í hjarta mínu og minna þær mig á þann tíma sem við áttum saman. Guð gefi þér góða nótt, elsku amma mín. Þín, Sara. „Guð blessi þig og styrki, elsku Berglind mín,“ var kveðjan henn- ar ömmu til mín þegar ég talaði við hana í síma til að bjóða góða nótt, nokkrum dögum áður en hún kvaddi og fór upp til engl- anna eins og strákarnir mínir segja og trúa. Þannig kvaddi amma mig alltaf þegar ég var að fara suður til Reykjavíkur eða þegar hún vissi að við ættum ekki eftir að hittast í einhvern tíma. Það er dýrmætt að eiga góð tengsl við ömmu sína og afa. Frá því að ég man eftir mér hafa amma Halla og afi Brandur verið stór partur af mínu lífi og okkar systra. Við vorum mikið hjá þeim á Fornósnum í gamla daga og eigum ógrynni af góðum minn- ingum þaðan. Við töluðum oft um þessa góðu tíma, allan sönginn, dansinn og leikinn sem þið afi tókuð þátt í með okkur. Þetta er dýrmætt og mun alltaf fylgja mér. Síðasti mánuður var „okkar“ mánuður, eins og þú sagðir alltaf, með tilheyrandi skammdegi sem fór ekkert alltof vel í okkur, en þrátt fyrir það vorum við sporð- drekarnir með gleði í hjarta, full- ir tilhlökkunar yfir aðventunni sem var að bresta á. Það verður skrítið að geta ekki heimsótt þig um jólin, en gott verður að vita af ykkur afa saman á jólunum á ný. Ég trúi því að þið fylgist með og takið þátt í jólahá- tíðinni með okkur. Stefán Rafn og Árni Dagur sakna löngu mikið og eftir mikið spjall og vangaveltur um lífið eru þeir sannfærðir um að þú sjáir þá alltaf sem engill ofan af himnum. Minningin um góða ömmu og langömmu mun alltaf lifa með okkur, elsku amma. Ég kveð þig með bæn sem þú kenndir mér. Hafðu þökk fyrir allt og við sjáumst síðar. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Guð blessi þig og gefi þér frið, elsku amma mín. Þín Berglind. Hallfríður Rútsdóttir ✝ Valtýr Guð-mundsson fæddist á Króki í Ásahreppi í Rangárvallasýslu 25. júní 1928. Hann lést 29. nóvember 2015. Hann var ellefti í röð 14 barna hjónanna Guð- rúnar Gísladóttur, f. 13.12. 1889, d. 6.9. 1935, frá Árbæjarhelli í Holtum, og Guðmundar Ólafs- sonar, f. 21.12. 1888, d. 2.5. 1989, frá Króki í Ásahreppi. Systkini hans voru Guðrún Lovísa, f. 1915, d. 2007, Viktoría Guðrún, f. 1916, d. 2002, Guð- bjartur Gísli, f. 1918, d. 1996, Ólafur, f. 1920, d. 2009, Eyrún, f. 1921, d. 2014, Hermann, f. 1922, d. 2014, Kristín, f. 1923, Dagbjört, f. 1925, d. 2011, Sigurbjörg, f. 1926, d. 2014, maki Vernharður, f. 1971, dæt- ur þeirra eru Hekla, f. 2012, og Lilja, f. 2015. Ingvi Þór, f. 1987, og Sif, f. 1995. Fyrir átti Valtýr dótturina: 3) Önnu Maríu, f. 2.9. 1960, maki Jón Bjarni, f. 1957, þeirra börn eru Erla, f. 1993, maki Jóhannes Steinn, f. 1980, synir þeirra Jón Frank, f. 2007, og Óli Steinn, f. 2012. Hafdís, f. 1992. Sambýlismaður Arnar Páll, f. 1991. Dóttir Sigmundu og uppeldisdóttir Valtýs: 4) Ingibjörg Jónsdóttir, f. 1956, dætur hennar Þóra, f. 1981, sambýlismaður Bjarne Henn- ing, f. 1975, sonur þeirra Brage, f. 2013, og Sara, f. 1986, sam- býlismaður Garðar Árni, f. 1983. Valtýr ólst upp á Króki í Ása- hreppi við almenn sveitastörf. Eftir að hann varð fullorðinn sótti hann vertíð og var í vega- vinnu. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur starfaði hann hjá SVR og ók sendibíl á Sendibíla- stöðinni Þresti. Hann sat í stjórn Þrastar um árabil og sinnti þar ýmsum störfum þar til hann fór á eftirlaun. Útför hans fór fram í kyrr- þey. Ingólfur, f. 1927, d. 2006, Ragnheiður, f. 1929, d. 1999, Gísli, f. 1930, d. 1977, Sigrún, f. 1931, d. 2015. Valtýr kvæntist 1961 eftirlifandi konu sinni, Sig- mundu Hákonar- dóttur, f. 7. des. 1934 frá Reykjavík. Foreldrar hennar voru Hákon Jón Jónsson, f. 1889, og Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 1901, bæði frá Dýrafirði. Börn Valtýs og Sigmundu eru: 1) Há- kon, f. 1963, d. 2005, ekkja hans er Ágústa Rósa, f. 1962. Börn þeirra eru Valtýr Már, f. 1994, sonur Ágústu Rósu, og uppeld- issonur Hákonar, Ingvar, f. 1985, hans kona er Guðrún Agnes, f. 1987. 2) Guðrún, f. 1964, maki Þórir Karl, f. 1958. Börn þeirra: Fríða, f. 1984, Þann 29. nóvember sl. kvaddi Valtýr Guðmundsson, tengdafað- ir minn og vinur, þessa jarðvist. Hann hefur nú fengið langþráða hvíld, þreyttur á líkama og sál eftir langa ævi. Þegar hann var einungis sjö ára lést móðir hans frá fjórtán börnum og faðir þeirra hélt heimili fyrir hópinn með aðstoð elstu systranna. Það var því honum og systkinum hans öllum eðlislægt að bjarga sér. Aldrei var slegið slöku við hvort sem um var að ræða launaða vinnu eða að dytta að einhverju bæði heima við og í Árbæjarhelli. Hann Valli var sannkallaður dugnaðarforkur. Efst í huga mér er þakklæti fyrir samfylgdina og vináttuna við Valla og Sísí. Það var mikil gæfa fyrir mig þegar ég varð tengdadóttir þeirra fyrir tæpum 30 árum og hef oftar en ekki frek- ar litið á þau sem mína aðra for- eldra þótt ég ætti góða foreldra fyrir. Fjölskyldan var þeim allt og hjálpsemi þeirra var tak- markalaus. Við Valtýr áttum það m.a. sameiginlegt að vera bæði haldin „austurveikinni“ svoköll- uðu eins og margir aðrir í hans stórfjölskyldu. Það er að segja að líða hvergi betur en í sveitasæl- unni fyrir austan og ég er þakklát fyrir þann tíma sem við fengum þar saman. Í hans huga var alltaf gott veður í sveitinni og rok var ekki til í hans orðabók þótt manni þætti varla stætt úti fyrir roki, svo mikill dýrðarstaður var Hell- irinn í hans huga. Það var honum því mikið gleðiefni á sínum tíma þegar við Hákon ákváðum að byggja okkur bústað í nálægð við þau hjónin. Stuttu síðar varð sorgin óbærileg þegar Hákon, einkasonurinn og besti vinurinn, féll frá langt um aldur fram fyrir rúmum 10 árum. Það varð Valla sérstaklega þungbært að Hákon skyldi látast í Árbæjarhelli. Eftir það varð ekkert eins og áður. Þrátt fyrir að sagt sé að tíminn lækni öll sár veit ég að Valli komst aldrei yfir þessa miklu sorg þrátt fyrir að gera sitt besta og taka því sem að höndum bar. Einstök vinátta og hjálpsemi Valla og Sísíar við mig og strák- ana mína á þeim erfiðu tímum sem fóru í hönd verður aldrei full- þökkuð. Við Valli vorum auðvitað ekki alltaf sammála í gegnum tíðina enda bæði ákveðin. Alltaf stóð hann með mér, það gera bara sannir vinir. Ég er stolt af því að eiga son sem ber hans fallega nafn og ég gleymi aldrei gleðinni sem ríkti þegar hann hélt á nafna sínum undir skírn. Nú hvíla þeir hlið við hlið feðgarnir Valtýr eldri og Hákon, blessuð sé minning þeirra beggja. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Ágústa Rósa. Valtýr Guðmundsson Okkar ástkæra móðir, systir, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 14. desember. Útförin fer fram frá Garðakirkju í Garðabæ þriðjudaginn 29. desember klukkan 16. . Auður Alfreðsdóttir Olsen, Guðni Tyrfingsson, Ásdís Olsen, Þórður V. Friðgeirsson, Sigurður Olsen, Kolbrún Jónsdóttir, Bergþóra Sigurðardóttir, Kristján Ásbergsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, KRISTÍN SIGURJÓNSDÓTTIR frá Fögrubrekku, Vopnafirði, lést á legudeild Sundabúðar 24. nóvember. Útförin fór fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sundabúðar svo og Baldurs Friðrikssonar læknis fyrir góða umönnun og aðstoð síðastliðin ár. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. . Börnin. Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir og systir, BJÖRK ÞÓRARINSDÓTTIR, Hólmaþingi 8, Kópavogi, lést 17. desember. Útförin verður auglýst síðar. . Kristinn Pétursson, Alexander Kristinsson, Þröstur Kristinsson, Þórarinn Ingi Jónsson, Smári Þórarinsson, Rósa Þórarinsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN ÓSK GÍSLADÓTTIR, lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut þann 19. desember. Útför verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, . Tómas Sigurðsson, Ingvi Tómasson, Rut Kjartansdóttir, Trausti Tómasson, Hrafnhildur Hrafnsdóttir, Judit Traustadóttir, Hjálmar Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku móðir okkar og tengdamóðir, STEINUNN ARADÓTTIR frá Tjörn á Mýrum, andaðist þann 20. desember. . Bjarney P. Benediktsdóttir, Sævar Kr. Jónsson, Sigurgeir Benediktsson, Guðrún Pétursdóttir, Arnborg S. Benediktsdóttir, Þorgeir Sigurðarson, Karl Benediktsson, Brita Berglund, Eydís S. Benediktsdóttir og fjölskyldur. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGIBJÖRG TÖNSBERG, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 19. desember. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 4. janúar klukkan 15. Fyrir hönd aðstandenda, . Hermann Tönsberg, Kristín Arnardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.