Morgunblaðið - 22.12.2015, Page 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015
Uppvakningar og stelsýki
Randalín, Mundi og afturgöngurnar
bbbbn
Texti: Þórdís Gísladóttir.
Myndir: Þórarinn M. Baldursson.
Bjartur, 2015. 100 bls.
Randalín, Mundi og afturgöng-
urnar er þriðja bókin úr smiðju Þór-
dísar Gísladóttur og Þórarins M.
Baldurssonar um
þetta skemmtilega
vinapar. Þórdís hef-
ur einstakt lag á að
skrifa á áreynslu-
lausan hátt um
hversdagslega at-
burði í lífi barnanna
tveggja. Að þessu
sinni gerist sagan í
aðdraganda jóla, en
Randalín og Mundi
bíða eftirvænting-
arfull eftir jólasnjónum til að geta bú-
ið til snjókarl eða snjóhús. Þegar
snjórinn loks kemur býr Randalín til
snjóbolta og ætlar að geyma hann til
sumarsins í frystihólfi ísskápsins,
sem hljómar vafalítið kunnuglegt fyr-
ir marga.
Lesendur kynnast Önnu, mömmu
Randalínar, sem kemur heim í jólafrí
frá London þar sem hún er í námi að
læra kvikmyndaförðun. Þegar henni
býðst að fara norður til að farða fyrir
kvikmynd um uppvakninga neitar
Randalín að fara með nema Mundi fái
að slást í hópinn.
Höfundur notar blæbrigðaríkt
tungumál og er lunkinn við að kynna
fyrir lesendum og útskýra sjaldséð
orð á borð við „hundslappadrífa“ (bls.
37) og „statisti“ (bls. 69). Einnig hef-
ur Þórdís einstakt lag á að skrifa um
ógnvekjandi hluti á afdramatískan
hátt, s.s. um rottupítsur, dularfulla
veruna í garðinum, uppvakninga og
skyndilega stelsýki Randalínar.
Teikningar Þórarins eru einstaklega
skemmtilegar og bæta miklu við upp-
lifun lesenda.
Bók í hæsta gæðaflokki
Brúnar
bbbbb
Texti: Håkon Øvreås.
Myndir: Øyvind Torseter.
Íslensk þýðing: Gerður Kristný.
Mál og menning, 2015. 131 bls.
Það er mikið fagnaðarefni að
norska verðlaunabókin Brune eftir
Håkon Øvreås með myndskreyt-
ingum Øyvinds Torseter sé komin út
á íslensku, en bókin hlaut í fyrra
Barna- og
unglingabók-
menntaverðlaun
Norðurlanda-
ráðs. Það er
sannarlega
ánægjulegt að
norrænar
barnabækur í
hæsta gæða-
flokki komi út á
íslensku.
Hér er á ferð-
inni hlý og sterk saga af vináttu,
missi og hugrekki. Strákurinn Rúnar
glímir við hrekki eldri stráka á sama
tíma og fjölskyldan tekst á við andlát
móðurafa hans. Dálæti Rúnars á of-
urhetjum gefur honum þá hugmynd
að dulbúast sjálfur á nóttunni sem of-
urhetjan Brúnar, sem klæðist brún-
um fötum og notar brúna málningu
til að ná fram hefndum á hrekkju-
svínunum. Fljótlega bætast vinir
hans Atli og Ása í hópinn sem ofur-
hetjurnar Svartli og Blása sem notast
við svarta og bláa málningu.
Samheldni vinanna þriggja er
sterk og tekst þeim með snjöllum
hætti að takast á við stóru strákana
án aðstoðar hinna fullorðnu. Átak-
anlegt er að sjá hvernig börn eru höfð
utanveltu þegar fullorðna fólkið þarf
að takast á við erfiðar aðstæður. Bók-
in dansar með áhugaverðum hætti á
mörkum raunsæis, því á ofur-
hetjustundunum hittir Brune iðulega
nýlátinn afa sinn og fær næði til að
kveðja hann. Myndskreytingarnar
eru sérdeilis vel unnar og undirstrika
lágstemmdan húmorinn í textanum.
Umhverfi og hlutum er lýst í teikn-
ingunum af næmri tilfinningu fyrir
smáatriðum. Myndirnar eru afar
tjáningarríkar. Farið er sparlega
með litina, en þeir notaðir á áhrifarík-
an hátt. Þýðing Gerðar Kristnýjar er
afskaplega vönduð sem hæfir vel
verðlaunabók.
Mínimalisminn allsráðandi
Flata kanínan
bbbmn
Eftir Bárð Oskarsson.
Íslensk þýðing: Heiðrún Hödd
Guðmundsdóttir.
Bókaormurinn, 2015. 35 bls.
Flata kan-
ínan eftir
Bárð Osk-
arsson var
líkt og Brún-
ar tilnefnd til
Barna- og
unglinga-
bókmennta-
verðlauna
Norður-
landaráðs í fyrra, en sem framlag
Færeyinga. Í bókinni mætast hundur
og rotta á gangstétt og sjá kanínu á
götunni sem virðist hafa orðið fyrir
bíl. Þau tvö velta fyrir sér hvað gera
skuli við kanínuna og finna að lokum
góða lausn til að senda hana til
himna. Höfundur fjallar á næman og
fallegan hátt um jafn erfitt viðfangs-
efni og dauðinn er. Stíllinn er míni-
malískur bæði hvað varðar texta og
myndir sem vinna vel saman.
Þýðingin er að stærstum hluta vel
úr garði gerð, en á einstaka stöðum
gætir nokkurrar ónákvæmni sem er
miður. Á það t.d. við á bls. 10 þar sem
þýðandinn bætir við lýsingarorði sem
ekki er í frumtextanum og á bls. 26
þar sem heilli setningu er bætt við
færeyska frumtextann.
Að takast á við athygli
Skínandi
bbbbn
Eftir Birtu Þrastardóttur.
Crymogea, 2015. 35 bls.
Skínandi eftir Birtu Þrastardóttur
er önnur barnabókin sem Crymogea
gefur út, en fyrir
tveimur árum kom
þar út verðlauna-
bókin Stína stóra-
sæng eftir Lani
Yamamoto. Birta
skrifar ekki aðeins
textann og vinnur
myndirnar heldur
sér hún einnig um
hönnun bókarinnar
og umbrot. Allt er
þetta afskaplega vel gert sem skilar
sér í einstaklega fallegu listaverki.
Strax á annarri opnu Skínandi er
raunveruleikinn kvaddur og ævintýr-
ið tekur við. Sagan fjallar um stúlk-
una Áróru sem kvöld eitt finnur gló-
andi stjörnu er fallið hefur af himni
ofan. Þegar Áróra tekur bita af
stjörnunni byrjar hún samstundis að
skína. Í fyrstu er hún ánægð með
breytinguna, en þegar fólk á förnum
vegi flykkist að henni til að skoða
hana verður hún feimin og hrædd.
Henni er í framhaldinu rænt af sirk-
usstýru sem vill fá hana sem aðalsýn-
ingaratriði sitt. Þegar öll sund virðast
lokuð berst hjálp úr óvæntri átt.
Bókin veitir gott tækifæri fyrir
fullorðna til að ræða við börn um hug-
rekki, ótta og athygli. Er t.d. öll at-
hygli af hinu góða og hvernig tök-
umst við á við athyglina? Myndir
Birtu eru fullar af skemmtilegum
smáatriðum. Gaman er að sjá hversu
kröftuga liti höfundur notar til að
miðla sögunni og stemningunni.
Vinátta og
hugrekki
Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar
og þýddar barnabækur
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Brúnar Myndskreytingar Øyvinds
Torseter eru sérdeilis vel unnar.
Star Wars: The Force Awakens Ný Ný
Good Dinosaur 1 4
Hunger Games Mockingjay part 2 2 5
The Night Before 6 4
Spectre 7 7
Love the Coopers 3 2
In The Heart Of The Sea 4 3
Krampus 5 3
The Bridge of Spies 8 4
Suffragette Ný Ný
Bíólistinn 18.–20. desember 2015
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Það kemur eflaust engum á óvart að
nýja Stjörnustríðsmyndin, Star Wars:
The Force Awakens, sé sú tekju-
hæsta á liðinni helgi hér á landi og
um heim allan. Myndin skilaði um
23,5 milljónum króna í miðasölu yfir
helgina og frá for- og frumsýningum
í liðinni viku nema miðasölutekjur
um 37,6 millj.kr. Á heimsvísu hefur
hún skilað um 517 milljónum dollara í
miðasölu, um 67,6 milljörðum króna
og í Bandaríkjunum námu miðasölu-
tekjur helgarinnar um 238 milljónum
dollara. Til samanburðar skilaði
Avatar, sú mynd sem mestum miða-
sölutekjum hefur skilað í kvikmynda-
sögunni, 85 milljónum dollara fyrstu
helgina. Það bendir því allt til þess að nýja Stjörnustríðsmyndin slái met
Avatar.
Bíóaðsókn helgarinnar
Stjörnustríð slær met
Hetja Daisy Riley er aðalhetja sjö-
undu Stjörnustríðsmyndarinnar.
Kvikmynd leik-
stjórans Rúnars
Rúnarssonar,
Þrestir, hlaut
fyrir helgi að-
alverðlaun kvik-
myndahátíð-
arinnar Les
Arcs í Frakk-
landi. Myndin
hlaut þrenn
verðlaun að
auki, sem besta kvikmyndin að
mati blaðamanna, fyrir bestu
kvikmyndatöku og besta leikara í
aðalhlutverki, Atla Fjalarsson.
Þrestir er önnur kvikmynd Rún-
ars í fullri lengd.
Þrestir hlutu fern
verðlaun á hátíð-
inni Les Arcs
Atli Fjalarsson í
Þröstum
• Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru
margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi,
umhverfisvernd og áreiðanleika.
• Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og
alhliða prentumsjón.
• Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki,
stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt
að gera kröfur um gæði og góða þjónustu.
• Kjaran er viðurkenndur söluaðili á
prentlausnum af Ríkiskaupum.
Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is
BLI A3 MFP Line of the Year:
2011, 2012, 2013, 2014
bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki
BLI Pro Award:
2013, 2014
STAR WARS 3D 2, 5, 10:45
STAR WARS 2D 3, 6, 9
THE 33 10:45
HUNGER GAMES 4 8
GÓÐA RISAEÐLAN 2, 5
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
-K.Ó. VÍSIR.IS
-USATODAY
-TOTAL FILM
-THE GUARDIAN
TILBOÐ KL 2
ÞÖKKUM FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR
STÆRSTI OPNUNARDAGUR ALLRA TÍMA.