Morgunblaðið - 05.02.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.02.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016 MARINE PHYTOPLANKTON auk Spirulina og Chlorella Ein næringaríkasta ofurfæða á jörðinni samkvæmt David Wolfe heilsusérfræðingi Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla. Axel Kristinsson er Norðurlandameistari í Judo og yfirþjálfari hjá Mjölni. „Eftir að ég byrjaði að taka Marine Phytoplankton fann ég mikinn mun á orkunni minni, ég fann fyrir munmeiri orku strax, hef meira úthald og finn minna fyrir þreytu yfir daginn. Mér fannst ég fá svona auka orkuskot.“ www.balsam.is Bætt heilsa og betri líðan með Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni ORKA – EINBEITING - JAFNVÆGI Ástandið í stjórnmálaflokkumlandsins er ekki með besta móti ef marka má kannanir. Fleiri vís- bendingar gefa hið sama til kynna og jafnvel Píratar, sem fara mikinn í könnunum, vita ekki í hvorn tréfót- inn þeir eiga að stíga. Einhverjir for- sprakkanna mæla með víðsýni en aðrir hafa sett leppinn kirfilega fyrir hægra augað.    Ekki er gott aðsjá hvernig Píratar ætla að halda trúverðugleik- anum, að því marki sem hann var fyrir hendi, en þeir geta þó þakkað Samfylk- ingunni fyrir að forða þeim frá óþægilegri athygli.    Þar á bæ telja flokksmenn ekkinóg að missa fylgið niður í eins stafs tölu, þeir telja ekki síður brýnt að vega hver annan. Og þar er trú- verðugleikaspurningin ekki að þvælast fyrir forystumönnum, hvorki formanni né öðrum.    Sótt er að formanninum og þá læt-ur hann eins og hann sé fús til að halda landsfund, en svo kemur fram síðar en það sé ekki hægt fyrr en á næsta ári.    Allir sem til þekkja vita að formað- urinn hefur verið mjög upptekinn að undanförnu af því hvaða leiki hann geti leikið til að halda í formennsk- una.    Hann vissi því vel að landsfunduryrði ekki leyfður þegar hann féllst á landsfund.    Ekki er víst að svona látalætiverði til að lyfta flokknum upp úr fylgisleysinu. Birgitta Jónsdóttir Leppar og látalæti STAKSTEINAR Árni Páll Árnason Veður víða um heim 4.2., kl. 18.00 Reykjavík 1 slydda Bolungarvík 0 snjókoma Akureyri -2 snjókoma Nuuk -2 heiðskírt Þórshöfn 3 alskýjað Ósló 1 heiðskírt Kaupmannahöfn 2 léttskýjað Stokkhólmur 0 heiðskírt Helsinki 0 skýjað Lúxemborg 4 skýjað Brussel 7 skýjað Dublin 10 skúrir Glasgow 7 alskýjað London 12 léttskýjað París 10 alskýjað Amsterdam 6 skýjað Hamborg 3 léttskýjað Berlín 3 skúrir Vín 5 skýjað Moskva 0 skýjað Algarve 17 heiðskírt Madríd 12 heiðskírt Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 15 léttskýjað Róm 11 heiðskírt Aþena 15 léttskýjað Winnipeg -15 snjókoma Montreal 3 skúrir New York 11 skýjað Chicago -3 léttskýjað Orlando 25 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:57 17:27 ÍSAFJÖRÐUR 10:17 17:17 SIGLUFJÖRÐUR 10:00 16:59 DJÚPIVOGUR 9:30 16:53 Engar breytingar hafa orðið á við- brögðum íslenskra sóttvarnayfir- valda og ráðleggingum þeirra vegna zika-veirunnar svonefndu, þrátt fyr- ir fréttir um að hún hafi greinst í ná- grannalöndunum. Ferðamenn í sólarlöndum séu ekki í hættu. „Smitberinn er sérstök tegund af moskítóflugum, Aedes aegypti mos- quitoss, sem ekki er hér á landi eða í nágrannalöndunum,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir sóttvarnalæknir. Engin hætta sé á faraldri í okkar heimshluta, þrátt fyrir örfá dæmi af fólki sem sýkst hefur í Mið- og Suð- ur-Ameríku og borið veiruna til Bandaríkjanna og Evrópu. Þótt dæmi séu um að veiran geti smitast við blóðgjöf og kynmök sé ekki talin nein hætta á að veirusýkingin verði að kynsjúkdómafaraldri. Guðrún segir íslensk heilbrigðis- yfirvöld fylgjast náið með útbreiðslu zika-veirunnar og rannsókum á henni. Enn standi sú ráðlegging að barnshafandi konur fresti för til Mið- og Suður-Ameríku þar til eftir fæð- ingu. Að sama skapi eiga þeir sem koma frá þessum löndum ekki að gefa blóð í fjórar vikur eftir heimkomu þaðan. gudmundur@mbl.is Barnshafandi konur fresti för sinni  Óbreytt afstaða íslenskra heilbrigð- isyfirvalda til zika-veirusýkingarinnar AFP Smitberinn Sérstök tegund mosk- ítóflugna ber zika-veiruna í menn. Árleg tónlistar- guðsþjónusta verður í Akra- neskirkju næst- komandi sunnu- dag og hefst hún kl. 17. Sem fyrr syngur Ragnar Bjarnason dæg- urlög við undir- leik Þorgeirs Ást- valdssonar og séra Eðvarð Ingólfsson, sóknar- prestur á Akranesi, flytur stutta hugleiðingu á milli laga. Þremenningarnir hafa staðið að árlegri tónlistarguðsþjónustu í Akraneskirkju frá 2007 og hefur hún jafnan vakið mikla athygli en hús- fyllir hefur verið hverju sinni. Eðvarð segir að messunni hafi verið vel tekið og Ragnar og Þorgeir hafi alltaf verið klappaðir upp í messulok. „Ragnar syngur þá auka- lag, eitt af vinsælustu dægurlögum allra tíma, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig,“ segir hann, en allir eru velkomnir og vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Ragnar Bjarnason Raggi Bjarna „messar“  Tónlistarguðs- þjónusta á Akranesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.