Morgunblaðið - 05.02.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.02.2016, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016 Bresku lögreglunni ber skylda til þess að handtaka Julian Assange, stofnanda Wikileaks, ef hann fer út úr sendiráði Ekvador í Lundúnum. Þetta segir talsmaður ríkisstjórnar Bretlands í samtali við fréttaveituna AFP. Assange er enn sakaður um nauðgun í Svíþjóð og evrópsk hand- tökuskipun er enn í gildi þannig að Bretlandi ber lagaleg skylda til þess að framselja Assange til Svíþjóðar, að sögn talsmannsins. Vonast til að verða frjáls Sérstakur dómstóll Sameinuðu þjóðanna hefur úrskurðað í máli Ass- ange og niðurstaðan er honum í vil, samkvæmt heimildum BBC. Greint verður frá niðurstöðu dómstólsins í dag. Assange segir að hann muni gefa sig fram við lögreglu í Bretlandi í dag ef dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að honum hafi ekki verið haldið með ólöglegum hætti. Að öðr- um kosti telji hann að hann sé frjáls maður. Assange fékk hæli í sendiráði Ekvador í vesturhluta Lundúna í júní 2012 til þess að komast hjá því að verða framseldur til Svíþjóðar en þar er honum gert að svara til saka vegna kæru um kynferðislegt of- beldi. Hann segir kæruna ranga. Ár- ið 2014 leitaði hann til Sameinuðu þjóðanna þar sem hann taldi að handtökuskipunin væri geðþótta- ákvörðun. Assange sagði á Twitter í fyrrinótt að hann myndi sætta sig við ákvörð- un dómstólsins í máli sínu en hann vonist til þess að verða frjáls maður dæmi hann honum í hag. Dómurinn er skipaður hópi lög- spekinga á vegum SÞ (Working Group on Arbitrary Detention) sem hefur fengið gögn um mál Assange bæði frá yfirvöldum í Bretlandi og Svíþjóð. Þrátt fyrir niðurstöðu dóm- stólsins gengur hann ekki framar ákvörðun breskra og sænskra yfir- valda. Assange var fyrst handtekinn í Lundúnum árið 2010 á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar á hendur honum sem sænsk yfirvöld gáfu út. Honum var veitt hæli í Ekvador og kom inn í sendiráð landsins í Knightsbridge eftir að hæstiréttur Bretlands úrskurðaði að yfirvöld mættu framselja hann til Svíþjóðar. Uppljóstrunarsamtökin Wikileaks hafa birt leyniskjöl bandarískra yfir- valda á netinu og telur Assange að stjórnvöld í Bandaríkjunum fari fram á að hann verði framseldur þangað frá Svíþjóð ef hann kemur þangað til lands vegna kærunnar um kynferðislegt ofbeldi. AFP Frjáls? Kona, sem styður Assange, fyrir utan sendiráð Ekvador. Dómstóll úrskurðar í máli Assange  Ríkisstjórnin í Bretlandi telur að lög- reglu beri skylda til að handtaka hann Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Allt er á suðupunkti í Flint í Mic- higanríki þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir eftir að upp komst að blýmagn í kranavatni er langt yfir mörkum. Tugir þúsunda hafa komist í snertingu eða innbyrt mengaða vatnið frá því í apríl 2014 þegar nýtt vatnsból við ána Flint, sem borgin er nefnd eftir og rennur í gegnum hana, var tekið í notkun. Blýmengunin stafar af gömlum lögnum sem notaðar eru til þess að flytja vatnið. Talið er að tugir þús- unda manna hafi orðið fyrir meng- uninni og þar af er talið að 6-12 þús- und börn hafi innbyrt eða komist í tæri við vatnið, t.a.m. við að þrífa sig. Líkur eru taldar á að her- mannaveikisfar- aldur sem spratt upp í borginni tengist blýmeng- uninni. Tíu hafa látist úr sjúk- dómnum en 77 til viðbótar eru tald- ir hafa fengið veikina. Í frétt í New York Times segir að fjölmargir íbúar borgarinnar séu að reyna að flytjast á brott en það hefur reynst þrautin þyngri þar sem enginn vill kaupa húsnæði í borginni sem er með rúmlega 100 þúsund íbúa. Blaðið ræðir við Charles White, smið sem alla tíð hefur búið í Flint. Var hann í vinnu þegar hann fékk símtal frá kærustu sinni þar sem hún tjáði honum að bæði börn þeirra, þ. á m. fimm mánaða dóttir hans, væru með blýeitrun. Ákváðu þau samstundis að taka allt sitt haf- urtask og flytja úr bænum. „Ég er tilbúinn að selja allt sem ég á til þess að komast í burtu og bjarga börnunum mínum,“ segir hann í samtali við New York Times. Telja athæfið saknæmt Yfirvöld hafa mátt sæta harðri gagnrýni fyrir andvaraleysi sitt í málinu. Rick Snyder, ríkisstjóri í Michigan, réð manninn sem sá um skiptin á vatnsbólunum. Sumir krefjast afsagnar en aðrir telja að athæfið sé saknæmt. Kvikmynda- gerðamaðurinn Michael Moore er einn þeirra en hann ólst upp í Flint. Íbúar í Flint flýja  Tíu hafa dáið úr hermannaveiki  Blýmengun í vatnsbóli  Reyna að flytjast á brott en enginn vill kaupa fasteignirnar Rick Snyder ríkisstjóri. AFP Mengað vatn Íbúar Flint halda á flöskum með menguðu vatni á blaðamannafundi eftir að hafa rætt við nefnd full- trúadeildar Bandaríkjaþings í Washington í gær. Íbúarnir kröfðust þess að nefndin yfirheyrði ríkisstjóra Michigans. Hlutabréf í Royal Dutch Shell hækkuðu um 4% í gær eftir að til- kynning barst um að félagið hygð- ist segja upp 10 þúsund starfs- mönnum. Lækkandi olíuverð hefur gert það að verkum að hagnaður hefur dregist hratt saman. Var hann engu að síður 3,8 milljarðar bandaríkjadala eða sem nemur um 494 milljörðum króna á síðasta ári en var hins vegar 19 milljarðar dollara 2014. Sama hefur verið uppi á teningnum hjá öðrum olíu- fyrirtækjum. Öll hafa staðið í niður- skurðaraðgerð- um. Helsti keppinautur Shell, BP, til- kynnti í vikunni að hagnaður fyrirtækisins hefði dregist saman um 51% 2015 frá 2014. Tilkynnti fyrir- tækið í vikunni að 3000 starfsmönnum hefði verið sagt upp. BRETLAND Shell segir upp tíu þúsund manns Uppsagnir Shell dregur saman. Þjóðir heims hafa heitið því að safna 10 milljörðum dollara sem eiga að renna til mannúðaraðstoðar í Sýrlandi. Þetta kom fram á ráð- stefnu sem fer fram í Lundúnum. „Það sem við höfum áorkað í dag er engin lausn á vandamálinu. Við þurfum enn að breyta ástandinu með pólitískum hætti,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bret- lands. „En með þessari skuld- bindingu erum við að senda þau skilaboð til almennings í Sýrlandi og til þessa svæðis að við ætlum að standa með ykkur og styðja við bakið á ykkur eins lengi og þörf er á,“ bætti hann við. Fulltrúar frá 60 löndum taka þátt í ráðstefnunni. Þeir stefna að því að safna 4,6 milljónum dollara fyrir flóttamenn og 13,5 milljónum doll- ara til fólks sem þarf á aðstoð að halda í Sýrlandi. „Ástandið í Sýrlandi er eins ná- lægt helvíti og við getum mögu- lega fundið hér á jörðu,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna. SÝRLAND Tíu milljörðum dollara lofað í aðstoð Neyðin rædd David Cameron forsætis- ráðherra á ráðstefnunni í Lundúnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.