Morgunblaðið - 05.02.2016, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016
✝ JóhannÞorsteinsson
fæddist 24. ágúst
1928 í Miðhlíð á
Barðaströnd og
fluttist á barnsaldri
að Litluhlíð í sömu
sveit. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð 25. jan-
úar 2016.
Jóhann var sonur
hjónanna Guðrúnar
Jónu Margrétar Finnbogadóttur,
f. 16. febrúar 1893, d. 11. október
1978, og Þorsteins Ólafssonar, f.
23. nóvember 1890, d. 31. mars
1989. Systkini hans eru: Sigurður
Finnbogi, f. 1913, d. 1984, Ólafía
Kristín, f. 1914, d. 1914, Ólafía
Kristín, f. 1915, d. 2012, Gunnar
Þorsteinn, f. 1918, d. 2008, Mika-
el f. 1919, d. 1997, Kristján Ólaf-
ur, f. 1922, d. 1973, Þuríður, f.
1923, Unnur, f. 1924, d. 1924,
Höskuldur f. 1925, d. 2004, Vig-
fús, f. 1930, d. 2008, Bjarni, f.
1933, d. 2008, Ásta f. 1936, d.
1996, Halldóra, f. 1939, d. 1940.
Þann 31. júlí 1955 kvæntist
hann Kolbrúnu Friðþjófsdóttur.
Pétur Hannesson. Börn þeirra
eru Snædís Lilja, f. 2005, og
Hannes, f. 2007. 3) Áróra, f. 13.
desember 1958. Börn hennar
eru: a) Sandra, f. 1976, b) Jóhann
Haukur, f. 1982, kona hans er
Margrét Lára Jónsdóttir. Synir
þeirra eru: Gunnar Aðalsteinn, f.
2010, og Birgir Hafsteinn, f.
2015.
4) Friðþjófur, f. 25. janúar
1964. Kona hans er Áslaug Ólöf
Kolbeinsdóttir. Börn þeirra eru
Anna Margrét, f. 1989, Krist-
björg Ósk, f. 1992, Jóhann, f.
2007, og Kolbrún, f. 2009.
5) Júlíus Ragnar, f. 14. sept-
ember 1962. Synir hans eru:
Ingvar Pétur, f. 1977, Sigurður
Davíð, f. 1984, Stefán Júlíus, f.
2001, og Michael Símon, f. 2005.
Jóhann var alinn upp í stórum
systkinahópi. Hann fór snemma
að aðstoða við bústörfin og tók
síðan við búskap af föður sínum.
Á yngri árum fór hann til sjós
á vetrarvertíðir eins og þá tíðk-
aðist meðal sveitapilta. Hann
fékk sér bát og stundaði grá-
sleppuveiði með búskapnum. Ár-
ið 1984 brá hann búi og flutti
ásamt eiginkonu sinni til Reykja-
víkur. Þar vann hann lengst af
við bensínafgreiðslu.
Útför Jóhanns fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 5. febr-
úar 2016, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Hún var dóttir
hjónanna Jóhönnu
C.M. Jóhannesson,
f. 1908, d. 1994, og
Friðþjófs Ó. Jó-
hannessonar á
Vatneyri við Pat-
reksfjörð, f. 1905, d.
1971.
Börn Jóhanns og
Kolbrúnar eru:
1) Sigurður
Barði, f. 7. apríl
1956, kvæntur Valgerði Vé-
steinsdóttur. Börn þeirra eru: a)
Pétur Þór, f. 1974, kvæntur Fífu
Konráðsdóttur. Börn þeirra eru:
Hlynur Þór, f. 1996, Máni, f.
2004, og Dalía, f. 2009, b) Védís,
f. 1980, gift Breka Logasyni.
Dætur þeirra eru: Úlfdís Vala, f.
2008, og Ylfa, f. 2013, c) Þor-
steinn Þorri, f. 1989.
2) Steingerður, f. 22. ágúst
1957, gift Árna Emanúelssyni.
Dætur þeirra eru: a) Ágústa
Kristín, f. 1977, maður hennar er
Konstantínos Velegrinos. Börn
þeirra eru Nikulás Árni, f. 2004,
og Íris Thelma, f. 2009. b)
Brynja, f. 1981, maður hennar er
Í klettunum fyrir ofan Litlu
Hlíð eru Lambhillan og Festar-
hillan. Pabbi fór ungur í klettana
að ná í egg eða ná í fé úr fjallinu.
Á brúninni er „varðan“ og þaðan
víðsýnt og fallegt að horfa niður
yfir túnin og bæjarhúsin, hvíta
fjöruna og Breiðafjörðinn allt til
jökulsins.
Þarna ólst pabbi upp. Hann
kunni á skepnur og var fjár-
glöggur. Hélt bókhald yfir kind-
urnar, hver ær átti sitt nafn, það
var skráð og hann þekkti kind-
urnar á færi með nafni.
Willys-jeppar og dráttarvélar
hófu innreið sína í búskapinn,
tóku við af orfi og ljá, Farmall
D-217 með áfastri sláttuvél,
heyinu ýtt saman með planka á
beislinu í stað þess að nota hrífu,
raka saman og setja upp í galta.
Pabbi að koma úr róðri með
afla sem koma þurfti í salt til
vetrarins, lipur með hnífinn í að-
gerðinni. Hafði líka ungur maður
verið á vertíðum fyrir sunnan.
Eftir að þau mamma kynntust
og hófu búskap var það líka
þannig að pabbi fór á vertíð til
Patreksfjarðar til að tryggja
tekjurnar betur, vann við að
beita. Mér fannst mikið til um
frásagnir af því og mannlífinu
sem blómstraði í beitingar-
skúrunum.
Kíkirinn hafði hlutverk í Litlu
Hlíð. Var alltaf klár í glugganum
ef bíll sást koma á Hrísnesið,
rollur á ferð í fjallinu eða bátar á
sjó. Og þegar pabbi var á ferð á
Landróvernum var kíkirinn við
höndina.
Sæjust rollur vera að gera sig
líklegar til að skríða undir girð-
ingu þá rann hliðarrúðan snöggt
fram, kíkirinn út um gluggann
og ekki var dregið af sér í hróp-
um og hóum. Hann var náttúru-
barn, gaukaði góðu að fuglum og
var hrifinn af þeim.
Að því kom að pabbi byrjaði
eigin útgerð. Báturinn „Vinur“
var keyptur, gerður klár í gamla
pakkhúsinu, fluttur inn á strönd
og farið á grásleppu. Upp frá
þessu var pabbi tengdur smá-
bátaútgerð, einnig eftir að þau
mamma fluttu suður, mamma að
kenna og hann fyrst starfsmaður
í fiski, við kartöflur og síðan hjá
Olíufélaginu Essó.
Alltaf var áhugi á að vera í
sambandi við fólk, fylgjast sem
best með gangi mála, ekki bara
fyrir sunnan heldur einnig
hvernig lífið gengi fyrir sig í
sveitinni. Vildi heyra að vestan,
hvað væri í gangi þar. Í mörg ár
fór hann svo vestur á vorin með
syni sínum, Friðþjófi, til að sinna
róðrum og njóta stemningarinn-
ar sem umhverfið þar veitti hon-
um.
Í Litlu Hlíð var oft margt um
manninn og mikið spjallað inni í
eldhúsi eða úti á kanti. Þar skipti
klukkan ekki öllu máli, verkin og
veðurfarið stjórnuðu lífinu að
miklu leyti.
Þau mamma voru með þeim
fyrstu að flytja í Grafarvoginn,
frumbyggjar, og eignuðust góða
nágranna í götunni. Hann var
alltaf til í að taka í spil, spilaði fé-
lagsvist og fór oft með nágranna
sínum og vini á spilakvöld.
Seinni árin hafði hann ánægju af
því að fara í pottana í Grafar-
vogssundlaug og átti þar kunn-
ingja að spjalla við.
Systkinahópur pabba var stór.
Nú síðast voru þau tvö eftir,
pabbi og Þura, og bæði í Sunnu-
hlið. Hittust þar og áttu góðar
stundir saman. Hann eignaðist
líka góða vini í Sunnuhlíð og leið
vel þar.
Við sem eftir stöndum þökk-
um samfylgdina. Minning um
góðan mann lifir.
Sigurður Barði (Siggi Barði).
Elsku afi minn.
Þú hefur verið til staðar í lífi
mínu í næstum 40 ár en nú er
komið að kveðjustund.
Svo margar góðar minningar
koma upp í hugann, einkum þær
sem tengjast dvölinni í Litluhlíð
þangað sem við barnabörnin
komum á sumrin, hittum afa og
ömmu og fengum að hlaupa
frjáls um í sveitinni, upp í hlíð og
niður í fjöru, umgangast húsdýr-
in og fara í sund og tína bláber.
Mér eru minnisstæðar allar
bílferðirnar sem við fórum um
ströndina, keyrðum í Vaðalinn til
að kíkja á starfsemina þar,
skruppum niður í fjöru þar sem
kríurnar flugu reiðar yfir höfði
okkar, fórum í heimsókn á bæina
í kring, keyrðum í sjoppuna til
Svenna á Múla að kaupa gotterí
og rúntuðum um sveitina með
tónlist Gylfa Ægissonar á kass-
ettu í bílgræjunum og sungum
hástöfum með. Það var líka mik-
ið sport að fá að sitja í hliðarsæt-
inu á dráttarvélinni. Ég man
þegar þú settir upp rólurnar í
fjárhúsinu fyrir okkur krakkana,
það var rosalega gaman að róla
hátt upp í loftið.
Eitt sumarið var ég að hjálpa
þér að hreinsa fiskinetin úti á
hlaði og mig minnir að þú hafir
borgað mér smáaura fyrir vinn-
una. Man líka þegar þú slóst tún-
in með orfi og ljá og við krakk-
arnir gengum á eftir og rökuðum
með hrífu og þegar verkinu var
lokið lagðir þú áherslu á að snúa
tindunum á hrífunni niður ann-
ars kæmi rigning.
Mér er minnisstætt þegar þú
komst með belgina úr sjóferðum
og ég og Ágústa skemmtum okk-
ur vel við að hoppa og skoppa á
þeim út um allt bæjarhlað. Man
líka að þú hengdir upp reyktan
rauðmaga sem við fengum að
smakka og harðfisk inni í skúr
og ég sé þig fyrir mér þegar þú
barðir harðfiskinn með hamri á
steini til að mýkja hann áður en
þú gafst okkur bita.
Já, afi minn, það eru margar
góðar og fallegar bernskuminn-
ingar sem fara um hugann og ég
er þakklát fyrir þessar dýrmætu
samverustundir.
Svo fluttuð þið amma suður
og byggðuð hús í Logafoldinni,
þegar Foldahverfið var að
byggjast upp, og þú fórst að
vinna á Essó á Ártúnshöfða og
það var alltaf spennandi að kíkja
til þín í vinnuna.
Á meðan þú hafðir heilsu til
fórstu á vorin aftur í sveitina á
heimaslóðirnar og varst fram á
haust til að komast á sjóinn og í
réttirnar.
Eftir að ég fullorðnaðist kíkti
ég stundum á þig á sumrin þegar
ég var á ferðalagi fyrir vestan og
einnig voru haldin nokkrum
sinnum ættarmót í Litluhlíð sem
gaman var að koma á.
Það eru líka margar minning-
ar og samverustundir sem tengj-
ast Logafoldinni, ég kom oft í
heimsókn og átti alltaf stuðning
og athvarf hjá ykkur ömmu þar.
Það var fastur liður á jóladag
að koma í jólaboð í Logafoldina
og hélst sú hefð fram til jóla
2015 þegar haldið var þrítugasta
og síðasta jólaboðið þar á bæ.
Elsku afi.
Hjartans þakkir fyrir að hafa
verið til staðar fyrir mig og sýnt
mér stuðning og aðstoð, bæði á
góðum stundum sem og á erf-
iðum tímum.
Ég óska þér alls hins besta í
nýja lífinu og veit að þú ert í góð-
um félagsskap með Kollý ömmu
og ættingjum þínum og vinum
sem eru farnir úr þessu lífi.
Kær kveðja.
Þín
Sandra.
Við fráfall Jóhanns Þorsteins-
sonar, bónda frá Litluhlíð á
Barðaströnd, eða Jóa frænda,
eins og hann var jafnan nefndur
í minni fjölskyldu, vakna margar
og góðar minningar. Hugurinn
hvarflar næstum fjóra áratugi
aftur í tímann til þess tíma er ég
fyrst tengdist bænum Litluhlíð
og fólkinu þar fjölskyldubönd-
um. Á komandi árum áttu bær-
inn og fólkið þar eftir að leika
stórt hlutverk í minni fjölskyldu,
ekki síst hjá dætrum okkar
þremur, sem fengu þar að kynn-
ast sveitalífi þess tíma.
Það var bara einhvern veginn
svo einstakt að koma í Litluhlíð
og fá að taka þátt í lífinu á bæn-
um. Viðmót húsráðendanna, Jóa
og Kollýjar, einstakt og maður
fann sig ávallt velkominn þótt
erill og gestagangur væri ærinn
fyrir. Ekki var einungis stund-
aður hefðbundinn búskapur,
heldur var grásleppuútgerðin
einnig mikilvægur rekstrarþátt-
ur. Sá sem þetta ritar minnist
þess m.a. að hafa verið tekinn í
kennslustund af Jóa í að slá með
orfi og ljá og einnig gerðist ég
háseti hjá honum í grásleppu-
róðri. Af hvoru tveggja fara litl-
ar sögur en mér varð ljóst af
hógværum viðbrögðum bóndans,
að trúlega lægju hæfileikar mín-
ir alls ekki á þessum tveimur
sviðum þótt fá en hnitmiðuð orð
féllu þar um.
Margs er að minnast frá þess-
um árum og einnig þeim sem í
hönd fóru. Kollý féll frá á besta
aldri eftir erfið veikindi og mér
er ekki grunlaust um, að ótíma-
bær brottför hennar hafi verið
Jóa þungbærari en maður gerði
sér grein fyrir. Hann hélt þó
áfram að dvelja fyrir vestan frá
vori til hausts meðan heilsan
leyfði og sömu notalegheitin og
áður mættu manni ævinlega þar.
Á kveðjustund vil ég þakka
fyrir einstök og gefandi kynni,
viðurgjörning og velgjörðir allar,
mér og mínum til handa. Fyrir
þetta allt vil ég þakka af heilum
hug. Fjölskyldunni allri eru
færðar innilegar samúðarkveðj-
ur.
Blessuð sé minning Jóhanns
Þorsteinssonar.
Guðmundur Jóelsson.
Með nokkrum orðum langar
mig að minnast Jóa frænda sem
ég minnist með hlýju og þakk-
læti.
Mér eru efst í huga árlegu
jólaheimsóknirnar til Jóa á að-
fangadag. Við Gunnar afi tókum
að okkur að vera jólasveinarnir í
fjölskyldunni og keyrðum á
hverju ári út jólagjafirnar til
móðursystkina minna á aðfanga-
dag. Það var órjúfanlegur partur
af hefðinni að síðasta stoppið áð-
ur en haldið var heim til jóla-
halds var í Grafarvoginum hjá
Jóa frænda. Þar var ávallt tekið
á móti manni með velvild og
hlýju. Þeir bræður, Jói og afi,
voru líkir að mörgu leyti þó þeir
væru líka ólíkir.
Þeir áttu það til að rökræða
aðeins, eða eins og ég kallaði það
þá „tuða“ hvor í öðrum, en aldrei
var glettnin langt undan og
minnist ég þess að hafa alltaf
haft gaman af því að vera í
kringum þá og með þeim í þess-
um samræðum sín á milli.
Einnig eru mér ofarlega í
huga allar heimsóknirnar sem ég
fór með foreldrum mínum í
Litluhlíð á Barðaströnd.
Á hverju ári var farið vestur á
firði og var alltaf stoppað í Litlu-
hlíð og oftar en ekki dvalið þar
yfir nótt. Alltaf voru móttökurn-
ar höfðinglegar hjá þeim Jóa og
Kollý, og minnist ég þess sér-
staklega hversu vel var tekið á
móti mér.
Ég get ekki sleppt því að
minnast hér á hundana, þá sér-
staklega Lappa. Jói átti í mínum
augum sérstakt og fallegt sam-
band við hundana sem hann átti
og ég kom einmitt í Litluhlíð um
það leyti sem Lappi var nýkom-
inn á svæðið, lítill og glaðbeittur
hvolpur.
Það var líka fastur punktur í
árlegu jólaheimsókninni okkar
afa að láta heimilishundinn leika
listir sínar. Jóa þótti gaman að
sýna manni hvað hann hafði
kennt honum.
Ég kveð ljúfan frænda minn
með þakklæti og hlýju í hjarta. Á
svona kveðjustundum er erfitt
að geta ekki verið viðstaddur en
ég hugsa til hans héðan frá
Kaupmannahöfn og kveiki lítið
ljós í minningu hans. Ég efast
ekki um að hann fái góðar mót-
tökur hinum megin þar sem
Kollý, Gunnar afi og hin systk-
inin taka vel á móti honum.
Fjölskyldunni sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Jóa
frænda.
Aldís Guðmundsdóttir.
Árið 2006 hvarf hún Kollý
„mamma“ til þeirrar eilífu Litlu
Hlíðar, sem vonandi bíður okkar
allra handan við lífsins Breiða-
fjörð. Og nú er Jói „pabbi“ far-
inn til hennar; siglir á honum
Vin yfir blikandi haf og leggur
að við Haukabergsvaðal, þar
sem hvíti Land-Roverinn bíður í
gulum fjörusandinum. Það verð-
ur ánægjuleg ökuferð með há-
væru söngli undir stýri eftir hol-
óttum vegi, uns hann beygir upp
afleggjarann þar sem hún stend-
ur á hlaðinu að taka á móti hon-
um.
Ég var í sveit hjá þeim hjón-
um í fjögur sumur frá tíu ára
aldri og þau bernskuár eru björt
og sólrík í minningunni; eins og
þegar Guðrún „amma“ stóð við
olíueldavélina að steikja flatkök-
ur, eða þegar Jói sat eftir matinn
og flautaði lágt með fingur við
vör, til að fá trillur í tóninn,
lygndi aftur augunum og klóraði
sér í eyranu með tálgaðri eld-
spýtu. Þetta voru hin hljóðu og
kyrrlátu augnablik, með ilm af
súrheyi og sterku kaffi.
En hin voru fleiri þar sem
mikið gekk á við sauðburð, hey-
skap eða grásleppuútgerð og hið
eilífa stríð fjárbóndans: að reka
kindur úr túninu. Þá kom sér vel
að Jói hafði sterka rödd. Jói var
alvöru maður, og þegar hann var
vatnsgreiddur, sem hann var oft,
var hann mikill töffari í mínum
augum. Ég segi „alvöru maður“
vegna þess að mér þótti vænt um
hann, leit upp til hans og bar
virðingu fyrir honum; hann
kenndi manni handtökin við það
sem þurfti að gera og fól manni
síðan ábyrgðina á að leysa verk-
ið af hendi. Þannig lærir maður
best að vinna og það lærði ég af
honum: að vinna, að axla ábyrgð.
Það er ekki öllum gefið að leggja
svo mikilvæga hornsteina í vit-
und barns, með þeim hætti að
maður búi að þeim alla tíð síðan.
En það gerði hann, eins og al-
vöru pabbar eiga að gera.
Ég man hvað mér fannst jafn-
aldrar mínir vera mikil smábörn,
þegar ég kom aftur til Reykja-
víkur eftir fyrsta sumarið mitt í
Litlu Hlíð; þeir höfðu hangið í
bænum við fánýta iðju borgar-
barna, en ég hafði tekið á móti
lömbum, rekið og sótt kýrnar,
mokað flórinn, lært að hand-
mjólka, lært að gera að sel og
spýta selskinn, strekkja girðing-
ar, snúið heyi á Farmal, dregið
grásleppunet úti á honum
Breiðafirði og horft á hvalina
blása skammt frá; ég hafði lært
hin nauðsynlegu handtök við
verkun grásleppuhrogna og hina
miklu matargerðarlist: að reykja
rauðmaga.
Ég hafði setið snemma morg-
uns með svart kaffi í bolla og
molasykur milli tannanna að
ræða málin eins og fullorðinn
maður við Jóa. Því hann talaði
ekki við mann eins og maður
væri fávíst barn, heldur viti bor-
in mannvera. Og hann hafði gef-
ið mér lamb. Mér fannst ég vera
auðugasti tíu ára drengurinn í
allri borginni það haust. Og
kannski var ég það.
Það er vegna Jóa og Kollýjar
og fjölskyldunnar allrar í Litlu
Hlíð að í bernskuminningum
mínum er ævinlega sólskin og
blíða, hlátur og gæska.
Jói „pabbi“ fór snögglega. Það
var ekki hans stíll að tefja við
það sem gera þurfti. Og nú
þurfti hann að drífa sig heim.
Þar hefur hann fengið höfðing-
legar móttökur. Blessuð sé
minning hans.
Friðrik Erlingsson.
Jóhann
Þorsteinsson
Komið er að
kveðjustund. Góður
félagi er fallinn frá,
hefur fullnað skeiðið.
Ég kynntist Eyvindi fyrst
haustið 2011 þegar ég fluttist
með fjölskyldu minni frá Ak-
ureyri til Mosfellsbæjar. Þegar
ég mætti á minn fyrsta fund
deildar Gídeonfélagsins í Mos-
fellsbæ var hann öldungurinn í
hópnum. Öldungur í árum talið
en ekki í hugsun. Hann tók mér
vel, margt tengdi okkur saman;
trúin, félagið og ekki síst Ak-
ureyri, þar sem Eyvindur bjó á
árum áður.
Eyvindur var einn af okkar
Eyvindur Splidt
Pétursson
✝ EyvindurSplidt Pét-
ursson fæddist 24.
október 1928. Hann
lést 16. janúar
2016.
Útför hans fór
fram 26. janúar
2016.
trúföstu félögum
Gídeonfélagsins.
Hann tók virkan
þátt og gegndi
ýmsum trúnaðar-
störfum og sat m.a.
í stjórn deildarinn-
ar fram á vorið
2014 en þá fannst
honum tímabært að
stíga til hliðar og
hleypa sér yngri
mönnum að. Alltaf
var hann viljugur að taka þátt í
verkefnum félagsins, m.a. heim-
sóknum til grunnskólabarna þar
sem hann fékk að gefa nem-
endum góðu bókina sem segir
frá lífi og starfi Jesú Krists og
kærleika Guðs til okkar mann-
anna, Nýja testamentið. Við Gí-
deonmenn prédikum ekki yfir
skólabörnum en góðmennska og
kærleikur Eyvindar leyndi sér
ekki og var það prédikun Ey-
vindar.
Á okkar stuttu samferð þurfti
Eyvindur að glíma tvisvar við
illvíg veikindi. Í fyrra skiptið
hafði hann sigur en þau síðari
felldu hann. Í bæði skiptin sýndi
Eyvindur fádæma æðruleysi.
Þegar ég spurði Eyvind hvernig
honum liði, var svar hans alltaf
á sama veg: „Guð ræður.“ Þann-
ig var líf Eyvindar, lífsspekin
einföld. Ekkert var að óttast,
áhyggjur óþarfar því að sá sem
öllu ræður fékk að stýra veg-
ferðinni. Það er gott veganesti
að hafa þá fullvissu í hjarta sínu
að höfundur og fullkomnari lífs-
ins sé við stjórnvölinn. Þá þarf
ekkert að óttast.
Nú er Eyvindur kominn heim
í fögnuð herra síns. Við sem eft-
ir sitjum erum fátækari að hafa
Eyvind ekki lengur með okkur.
Það styttist þó í heimkomu hins
trúaða þar sem ég veit að Ey-
vindur tekur fallega á móti sín-
um eins og hann gerði á fyrsta
fundi mínum í nýju bæjarfélagi.
Við félagar í Gídeondeildinni
R-austur vottum Sigurlínu og
ástvinum öllum okkur dýpstu
samúð og biðjum þess að frels-
ari okkar uppörvi á erfiðum tím-
um.
Fyrir hönd Gídeondeildarinn-
ar R-austur,
Fjalar Freyr Einarsson,
formaður.