Morgunblaðið - 05.02.2016, Síða 10

Morgunblaðið - 05.02.2016, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016 Árin segja sitt1979-2016 Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás. Laugarásvegi 1 104 Reykjavík • laugaas.is )553 1620 Verið velkominn Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum uppá úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið hafðar að leiðarljósi. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Eftir öll þessi ár hafa þús-undir Íslendinga ferðastmeð mér og þau kynnihafa verið mjög dýrmæt og hafa gefið mér mikið. Sumu af þessu fólki kynnist maður vel en öðru minna, rétt eins og gengur. Margir eru reyndar orðnir góðir vinir, því nokkuð margir hafa verið í ferðum hjá mér nánast árlega í meira en tuttugu ár. Ég get svo sannarlega sagt að það sé fólkið mitt. Við höfum átt margar yndislegar ferðir að baki og skemmtilegar,“ segir Hólmfríður Bjarnadóttir fararstjóri. Meðal þeirra sem bregða undir sig betri fætinum og fara í leiðangra með Bændaferðum er Hófý, eins og hún er jafnan kölluð, velþekkt. Hún hóf ferilinn árið 1986 og var þá Agn- ari Guðnasyni, þá tengdaföður sínum og stofnanda Bændaferða, til halds og trausts. „Tíminn með Agnari var gefandi og skemmtilegur,“ segir Hófý. Hún fann sig í starfinu svo ekki varð aftur snúið. Og nú á 31. árinu á hún óteljandi ferðir að baki, sem flestar hafa verið í Evrópu. Ítalía á ítök í mér „Sérhver ferð er tilhlökkunar- efni. Ég skipulegg þær og sníð til eins og eigin reynsla og tilfinningin segja mér að farþegarnir kjósi,“ seg- ir Hófý. „Ítalía á ítök í mér og ferðir þangað verða alltaf svolítið ævintýri, kannski vegna þess að Íslendingum og Ítölum svipar um margt saman. Ítalirnir eru glaðsinna fólk eins og við en eru líka skapstórir. Þráðurinn í báðum getur verið stuttur.“ Í tímans rás hefur Hófý oft verið með hópa sem dveljast við Garda- vatnið á Norður-Ítalíu. Hefur þá gjarnan verið dvalist í byggðunum við norðanvert vatnið þar sem heitir Riva Del Garda. „Riva er fallegastur staða við vatnið. Þar hefur verið byggð upp frábær aðstaða fyrir ferðamenn, enda snýst allt á þessum slóðum um ferðaþjónustu. Stundum áður fór ég fjórar til fimm ferðir á ári til Riva þaðan sem er fljótfarið til Veróna, Feneyja og fleiri staða,“ segir Hófý Ferðalögin eiga að vera ógleymanleg Hólmfríðar Bjarnadóttur. Hófý, hefur verið fararstjóri hjá Bændaferðum í 31 ár og farið með þúsundir Íslendinga á áhugaverða staði. Hófý segir það vera forrétt- indi í starfi sínu að skapa skemmtilegar minningar með farþegunum. Saman Hófý og Norbert Birnböck, sambýlismaður hennar. Þau eru jafnan saman í ferðlögunum, hvort í sínu hlutverki. Myndin er tekin í Austurríki. Paradís Nágrenni Gardavatnsins ítalska er vinsæll ferðamannastaður. Við norðurenda vatnsins er bærinn Riva Del Garda, sem Hófý er heilluð af. Raunir erlenda ferðamannsins sem treysti á óskeikulleika GPS-tækis síns og fór fyrir vikið villur vegar vakti töluverða athygli í vikunni. Hann keyrði í fimm tíma frá Kefla- víkurflugvelli til Siglufjarðar þar sem hann leitaði að Hótel Fróni á Laug-ar-vegi en ætlaði að sam- nefndu hóteli á Lauga-vegi í Reykja- vík. Á vef Stofnunar Árna Magnús- sonar í íslenskum fræðum eru pistl- ar um örnefni sem oft hafa verið skrifaðir ef örnefnið hefur verið of- arlega á baugi – líkt og í fyrrgreindu tilviki. Laugavegur er því ekki að ósekju örnefni mánaðarins á vef stofnunarinnar þar sem m.a. segir: Laugavegurinn liggur úr mið- bænum inn í Laugardal. Hann tekur við af Bankastræti (sem áður hét Bakarastígur eða Bakarabrekka) og stefnir austur á bóginn. Neðsti hluti Laugavegar hét áður Vegamóta- stígur en þá lá gatan ekki nema skammt upp holtið. Bæjarstjórnin í Reykjavík ákvað 1885 að hefja skyldi vegarlagningu inn í Þvottalaugar. Markmiðið var auðvitað að auðvelda fólki þvottaleiðangrana. Með tím- anum varð gatan mesta umferðar- gatan í bænum og einnig mesta verslunargatan. Um 1900 var Lauga- vegur langfjölmennasta gatan í bænum með yfir 700 íbúa. Laugavegurinn í Reykjavík dregur nafn sitt af Þvottalaugunum í Laug- ardal. Venja er að skrifa götuheitið Laugavegur, án -r-. Það er þó ekki einleikið og oft verður vart ruglings. Þannig er munur á nöfnunum Laugavegur og Laugardalur þótt heitin séu kennd við sama fyrir- bærið. Menn hafa einnig deilt um hvort væri réttara eignarfall Laugavegar eða Laugavegs. Hvorttveggja má til sanns vegar færa. Það er löng hefð fyrir því að segja og rita Laugavegs og engin ástæða til að forðast slíkt. […] Vegir kenndir við laug eða laugar eru á fleiri stöðum á landinu. Á Siglufirði er Laugarvegur. Hann liggur suður úr bænum (tekur við af Hverfisgötu) og nær langleiðina að gamalli sundlaug sem er rétt sunn- an við götuna Norðurtún, nálægt sjónum innarlega í firðinum. […]Laugin er löngu komin úr notk- un enda er nýrri laug inni í bænum. Laugavegur er einnig til uppi til fjalla á Íslandi. Gönguleiðin úr Landmannalaugum suður í Þórs- mörk hefur verið kölluð Lauga- vegurinn nú um áratuga skeið og er orðið fast í sessi. Önnur gönguleið á þessum slóðum hefur stundum verið kölluð Hverfisgatan og liggur frá Hólaskjóli suðvestur í Hvanngil eða Þórsmörk. […] Vefsíðan www.arnastofnun.is Morgunblaðið/Ómar Um 1900 Laugavegur var langfjölmennasta gatan í bænum með yfir 700 íbúa. Af Laugavegi og Laugarvegi Ótrúlega margt spennandi er á dag- skrá Safnanætur í kvöld milli kl. 19 og 23, enda um 100 viðburðir í boði. Má þar nefna lifandi leikhúsdrauga og al- vöru kóngastóla í Leikminjasafninu í Iðnó, flakkara, farandverkamenn og flóttafólk í Þjóðskjalasafninu, mósaík og margfalda hamingju í Gerðarsafni, ferðalag ímyndunaraflsins í trölla- sögusmiðju í Hönnunarsafninu, Stjörnustríð í Bókasafni Hafnar- fjarðar, skrautlegt grímuball í Bóka- safni Seltjarnarness og ótal margt fleira. Mikið verður um að vera í Listasafni Reykjavíkur á Safnanótt. Meðal ann- ars verður opnuð glæsileg Kjarvals- sýning á Kjarvalsstöðum. Starfsfólk safnsins fræðir gesti um sýninguna Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur. Í Ásmundarsafni verða gestir fræddir um sýninguna Geimþrá og Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness stendur fyrir stjörnuskoðun í garð- inum umhverfis safnið. Ennfremur verður brugðið á leik í fjölskyldu- vænni límbandssmiðju í Hafnarhúsi. Nú er lag fyrir alla fjölskylduna að fara á röltið milli safna og njóta sér að kostnaðarlausu. Nánar um dagskrá Safnanætur á vefslóðinni: www.vetrarhatid.is. Ótal viðburðir fyrir alla fjölskylduna á Safnanótt Stjörnustríð, lifandi leikhús- draugar og tröllasögusmiðja Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Meistari Jóhannes S. Kjarval við málverk á vinnustofu sinni 1968. Gestir verða fræddir um sýninguna Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur á Safnanótt. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.