Morgunblaðið - 05.02.2016, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016
VINNINGASKRÁ
40. útdráttur 4. febrúar 2016
36 9550 17978 31390 41665 51534 61602 70451
104 9755 18023 31835 42003 52260 61680 70550
147 9796 18285 32165 42279 52711 61696 70605
281 9838 18622 32294 42891 52849 61843 70804
437 10026 20814 32649 43336 53454 62274 70830
555 10377 21511 33168 44047 53699 62335 70881
576 10401 21610 33478 44351 53818 62422 71180
1567 10615 22471 33854 44379 54194 63199 72861
1745 10634 22803 33901 44473 54382 63280 73011
1788 10657 23004 33903 44637 54603 63325 73328
1881 10965 23235 34117 44801 54608 63800 73507
2030 11160 23281 34515 44806 54688 63944 73742
2306 11198 23820 34545 44943 55154 64254 74366
2637 11300 24334 34684 45309 55858 64744 74415
3482 11536 24488 34847 45369 56570 64884 74638
3595 11941 24694 35379 45574 56736 65006 74685
4165 12504 24753 35653 45978 56827 65063 74930
4188 12528 25319 35745 46189 57104 65117 75561
4286 12993 25360 35866 46290 57198 65790 75574
4628 13490 25601 36235 46473 57258 66205 75791
4743 13702 26186 36438 46474 57487 66554 76788
4900 13901 26694 36593 46485 57702 66698 77147
4980 14151 26749 36608 46596 57840 66754 77290
5022 14220 27071 36611 46630 58282 66758 77437
5138 14398 27258 36729 46645 58667 66884 77484
5251 14489 27262 37824 46666 58913 66975 78460
5308 15404 27338 38094 47182 59099 67017 78872
6319 15662 27654 38881 47306 59113 67024 78931
6341 16021 28744 39611 47539 59636 67438 79142
6560 16208 28852 39766 47859 59762 68503 79170
6614 16572 28984 39872 48219 59831 68807 79764
6754 16644 29756 40294 48644 60021 68882
8047 17358 29761 40541 49018 60611 69215
8350 17518 29945 40603 49220 60947 70119
8918 17793 30039 40694 49624 61010 70279
8935 17914 30400 40805 49664 61041 70283
9040 17951 30884 40832 51068 61052 70295
2744 12339 25486 40323 46938 57744 67364 74270
6016 12782 26688 40796 47537 57903 67738 74463
9332 13069 28903 41051 50304 58544 68220 75576
9372 15984 30211 41490 50356 58661 68889 75721
9434 16011 31564 42079 50486 58754 68994 76249
9480 17033 32424 42669 50659 59830 69115 78258
10160 17735 33398 42740 52820 61761 70411 78326
10193 19150 33604 45018 53442 63163 70770 79341
10224 19948 36622 45539 55517 64922 71342 79655
10471 20571 36704 45624 55599 64923 72016
10705 20894 37811 46451 55891 65055 72934
11257 21108 38611 46648 56368 66244 73942
11732 22090 39643 46695 57590 67139 74118
Næstu útdrættir fara fram 11., 18. & 25. febrúar 2016
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
18931 21732 46674 48399
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
1294 32124 39728 51793 57788 65952
17152 32419 43817 54390 60754 67199
22882 35588 44358 56338 61030 68245
29972 37915 49533 57684 62347 69327
Aðalv inningur
Kr. 3.000.000 Kr. 6.000.000 (tvöfaldur)
2 1 6 0 2
Undanfarna mánuði
hefur Sjómannafélag Ís-
lands árangurslaust
reynt að fá Samskip til
viðræðna um gildistöku
íslenskra kjarasamn-
inga um borð í skipum
skúffufélags Samskipa í
Hollandi; Nevato BV. Í
október síðastliðnum fór
undirritaður á fund eig-
anda Samskipa, Ólafs
Ólafssonar, vegna stöð-
unnar sem upp var kom-
in með hinu útlenska
skúffufélagi sem er með
skip í áætlunarsigl-
ingum til og frá Íslandi
framhjá íslenskum
kjarasamningum. Eina
ferðina enn eru Samskip
að vega að íslenskri sjó-
mannastétt. Sjómannafélag Íslands
lítur á aðgerðir Samskipa sem stríðs-
yfirlýsingu. Eigandinn vísaði á for-
stjóra félagsins, Pálmar Óla Magn-
ússon.
Dónaskapur forstjóra
Í desember var Pálmari Óla gerð
grein fyrir stöðunni. Um borð í skipum
í áætlanasiglingum til og frá Íslandi
skulu gilda íslenskir kjarasamningar.
Samskip eru að brjóta þá reglu. For-
stjórinn kvað ekki rétt að ræða svo al-
varlegt mál á aðventunni og bað um
frest fram í janúar. Þá
hins vegar brá svo við að
forstjórinn sýndi þann
dónaskap að láta ekki ná í
sig.
Vélarvana
í fyrstu ferð
Skip Nevato BV eru
tvö: Skaftafell sem hóf
áætlunarsiglingar milli
Íslands og Evrópu síðast-
liðið haust og Hoffell sem
var í sinni fyrstu ferð
þegar skipið varð vél-
arvana í skoskri lögsögu,
160 sjómílur suð-vestur
af Færeyjum. Um borð í
skammdegismyrkrinu í
kulda og vosbúð í 8-10
vindstigum og þungum
sjó hírðust menn frá A-
Evrópu og Asíu. Varð-
skipið Þór sótti skipið og
dró til Reykjavíkur.
Ítrekuð brot Samskipa
Sumarið 2012 setti Sjómannafélag
Íslands bann við lestun og losun Helga-
fells í eigu Samskipa, sem lá við hafn-
arbakka á Grundartanga. Um borð
voru hásetar sem þáðu laun framhjá
kjarasamningi Sjómannafélags Íslands
sem kveður á um forgangsrétt félaga á
skipum Samskipa. Skipafélagið hafði
rofið grið og brotið skýlausan rétt sjó-
manna. Samskip viðurkenndu um-
svifalaust brot sitt og lýstu því yfir að
félagið myndi virða samninga og ráða
skipverja á íslenskum kjarasamn-
ingum.
Nú nokkrum misserum síðar efna
Samskip enn til ófriðar við Sjómanna-
félag Íslands.
Lítt þjálfaðir sjómenn
í sjávarháska
Vegna þessa hefur öryggi í Íslands-
siglingum verið stefnt í tvísýnu. Þjóðin
hefur aftur og aftur fylgst í forundran
með sjómönnum í sjávarháska á N-
Atlantshafi. Gæslan hefur lýst áhyggj-
um af ástandinu. Hvorki skip né
áhafnir uppfylla kröfur sem gerðar
eru til siglinga á úfnu úthafi í válynd-
um veðrum. Fréttablaðið hafði eftir
Ásgrími Ásgrímssyni hjá Gæslunni að
skipstjórnarmenn væru „vart starfi
sínu vaxnir“ og kvaðst vilja topp-
útgerðir „bæði við ströndina og til og
frá landinu“.
Ásgrímur nefndi nokkur „illskilj-
anleg tilvik“ þar sem við sögu komu
sjómenn sem lítt eða ekkert kunnu til
verka. Nefnd voru strand Akrafells í
eigu Samskipa við Vattarnes í Reyð-
arfirði; Wilson Muuga við Sandgerði
og Fernöndu sem logaði stafna á milli
við Vestmannaeyjar. „Ég veit eig-
inlega ekki hvar ég á að byrja,“ hafði
blaðið eftir Ásgrími sem blöskrar
ástandið. Augljóslega skortir verulega
á gæði og hæfni hjá Samskipum.
Sjómenn munu svara stríðsyfirlýs-
ingu Samskipa.
Samskip efna til ófriðar við
Sjómannafélag Íslands
Eftir Jónas
Garðarsson
» Sjómanna-
félag Íslands
lítur á aðgerðir
Samskipa sem
stríðsyfirlýs-
ingu.
Jónas Garðarsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sjómannafélags Íslands.
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
Á sumarþingi 2013
samþykkti Alþingi
þingsályktunartillögu í
tíu liðum. Um var að
ræða aðgerðaáætlun
sem fól það m.a. í sér að
taka á skuldavanda
heimila, auka stöð-
ugleika og gagnsæi á
húsnæðislánamarkaði
og vinna að framtíð-
arskipan húsnæðismála,
þar á meðal úrbótum á
leigumarkaði.
Einn liður tillögunnar fjallaði um að
félags- og og húsnæðismálaráðherra
ætti að skipa verkefnastjórn um fram-
tíðarskipan húsnæðismála. Verk-
efnastjórnin hafði m.a. það hlutverk að
koma með tillögur að nýju húsnæð-
islánakerfi með það í huga að tryggja
virkan leigumarkað og skilvirk fé-
lagsleg úrræði fyrir þá sem slíkt þurfa.
Verkefnastjórnin skilaði af sér tillögum
árið 2014. Út frá þeirri vinnu komu síð-
ar frumvörp sem nú er unnið að í vel-
ferðarnefnd þingsins.
Aukum framboð og stuðning
Um er að ræða fjögur frumvörp,
sem öll varða leigumarkaðinn. Margar
umsagnir hafa borist um málin og eru
flestar þeirra jákvæðar. Það ber að
þakka því viðamikla samráði sem málin
fóru í gegnum, við vinnslu þeirra. Unn-
ið er hratt og vel að því að klára þessi
mál svo þau verði sem fyrst að mik-
ilvægum húsnæðisumbótum. En um
hvað fjalla þessi frumvörp?
1. Frumvarp til laga um almennar
íbúðir felur í sér að byggja samtals
2.300 íbúðir á þessu ári og næstu þrem-
ur árum fyrir efnaminni leigjendur.
Markmiðið er að fólk geti búið í öruggu
húsnæði og að leigan fari ekki yfir 20-
25% af ráðstöfunartekjum.
2. Frumvarp til laga um húsnæð-
isbætur felur í sér stóraukinn stuðning
fyrir leigjendur. Þar eru frítekjumörk
hækkuð verulega og húsnæðisstuðn-
ingur miðast við fjöl-
skyldustærð. Ætlunin er
að jafna stuðning milli
ólíkra búsetuforma svo
einstaklingar og fjöl-
skyldur hafi raunveru-
legt val um búsetuform.
3. Frumvarp um
breytingu á lögum um
húsnæðissamvinnufélög
hefur það markmið að
styrkja rekstur húsnæð-
issamvinnufélaga, auka
gagnsæi í rekstri þeirra
og koma á auknu íbúa-
lýðræði.
4. Frumvarp um breytingu á húsa-
leigulögum sem felur í sér aukin rétt-
indi leigjenda og leigusala. Auk þess er
verið að skerpa á atriðum, sem deilu-
mál hafa orðið um í leigusamningum
undanfarin ár.
Fjölgun á leigumarkaði
En hvers vegna eru þessi frumvörp
svona mikilvæg fyrir einstaklinga og
fjölskyldur á leigumarkaði? Hvers
vegna er svona mikilvægt að þau nái
fram að ganga? Jú það er vegna þess að
* það er staðreynd að veruleg fjölgun
hefur átt sér stað á leigumarkaði frá
árinu 2008. Þannig voru 20,8 % heimila
á Íslandi á leigumarkaði árið 2014, en
höfðu verið 12,9 % árið 2008.
* leigjendur á almennum leigumark-
aði eru líklegastir til að hafa verulega
íþyngjandi húsnæðiskostnað, sam-
anborið við aðra hópa á húsnæðismark-
aði. Það er um verulega íþyngjandi
húsnæðiskostnað er að ræða þegar
40% eða hærra hlutfalli af ráðstöf-
unartekjum er varið í húsnæðis-
kostnað.
Auk þessa er óhætt að halda því
fram að þær aðgerðir sem farið hefur
verið í frá árinu 2008 og kostað 237
milljarða, hafa ekki komið til þessa
hóps sem umrædd frumvörp eiga að ná
til. Um er að ræða útgjöld til Íbúða-
lánasjóðs, í vaxtabætur, sérstakar
vaxtabætur og til niðurfellingar á verð-
tryggðum húsnæðisskuldum heim-
ilanna.
Lækkum húsnæðiskostnað
Sumir vilja halda því fram að aukn-
ar húsnæðisbætur muni hækka leigu-
verð. Sem mótvægisaðgerð við þau
sjónarmið var ákveðið að lækka fjár-
magnstekjuskatt á leigutekjur um 4%,
en þeirri aðgerð er m.a. ætlað að
draga úr hækkunaráhrifum bótanna á
leiguverð. Í umsögn Seðlabankans um
málið segir að umrætt frumvarp muni
skila sér í lægri húsnæðiskostnaði fyr-
ir einstaklinga og fjölskyldur á leigu-
markaði. Það passar vel við þær at-
hugasemdir sem ráðgjafafyrirtækið
Analityca hefur lagt fram um málið.
Heildarsamhengið mikilvægt
Þegar umrædd húsnæðisfrumvörp
hafa verið afgreidd þá taka verðtrygg-
ingarmálin við. Í því samhengi þarf að
horfa til vaxtabyrði lána og greiðslu-
byrði fólks af húsnæðislánum. Festa
þarf í sessi hvata til húsnæðissparn-
aðar, t.d. í formi séreignarsparnaðar.
Jafnframt þarf að endurskoða þau úr-
ræði sem sett eru fram í greiðslumati.
Óhætt er að halda því fram að rík-
isstjórn Framsóknar- og Sjálfstæð-
isflokksins vinni að heilum hug fyrir
heimili landsins. Hvort sem um er að
ræða þau heimili sem falla undir sér-
eignarstefnuna, heimili á leigumarkaði
eða þau heimili sem falla undir hús-
næðissamvinnufélög. Það er markmið
ríkisstjórnarinnar að landsmenn hafi
raunverulegt val um búsetuform og
því er mikilvægt að allar þessar að-
gerðir nái fram að ganga.
Nauðsynlegar umbætur
á húsnæðismarkaði
Eftir Elsu Láru
Arnardóttur » Greinin fjallar um
húsnæðisfrumvörp
félags- og húsnæðis-
málaráðherra og mik-
ilvægi þess að þau nái
fram að ganga.
Elsa Lára
Arnardóttir
Höfundur er þingmaður Framsókn-
arflokksins og varaformaður velferð-
arnefndar.