Morgunblaðið - 05.02.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.02.2016, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016 ✝ RagnhildurMagnúsdóttir fæddist á Patreks- firði 31. ágúst 1950. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 28. janúar 2016. Foreldrar henn- ar voru Magnús Ingimundarson, f. 18. desember 1914, d. 9. október 1997, og María Sigurðardóttir, f. 24. mars 1921, d. 1. nóvember 1981. Systkini Ragnhildar eru Kristín (Gógó), f. 15. júlí 1938, d. 27. janúar 1997, Guðbjörg Ingunn, f. 21. júní 1942, Hrafn- Ísak, f. 2003, Patrik, f. 2008, og Rakel, f. 2015. Ragnhildur ólst upp á Pat- reksfirði til þriggja ára aldurs og fluttist þá til Reykjavíkur. Hún gekk í Húsmæðraskólann á Laugarvatni eftir skólagöngu í Reykjavík. Árið 1969 hóf hún sambúð með eftirlifandi eig- inmanni sínum á Siglufirði. Þau fluttust síðan til Reykja- víkur árið 1970 og hafa búið þar síðan, nú síðast í Skóg- arseli 43. Árið 2006 byggðu þau sumarhús í Kiðjabergi. Hún starfaði við ýmis verslunarstörf, skrifstofustörf og síðast sem gjaldkeri Land- helgisgæslu Íslands. Ragnhild- ur var virk í ýmsum félags- störfum, m.a. var hún í Odd- fellowhreyfingunni, öldunga- ráði Landhelgisgæslunnar og Golfklúbbi Kiðjabergs. Útför Ragnhildar fer fram frá Seljakirkju í dag, 5. febr- úar 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. hildur, f. 21. sept- ember 1947, og Ingimundur, f. 13. febrúar 1961. Ragnhildur gift- ist hinn 31. ágúst 1969 Jóhanni Steinssyni. Börn þeirra eru: 1) Erla, f. 11. júní 1970, gift Pétri Guðmund- arsyni. Dóttir þeirra er Alex- andra, f. 1997. 2) Steinn, f. 4. mars 1973, giftur Berglindi Ósk Ólafsdóttur. Synir þeirra eru Ólafur Jóhann, f. 2002, Andri Már, f. 2009, og Jóhann Berg, f. 2014. 3) María, f. 3. október 1980, gift Bjarka Má Hinrikssyni. Börn þeirra eru Elsku mamma. Þó að við höfum vitað í hvað stefndi í langan tíma vorum við engan veginn tilbúnar til að kveðja þig þennan fimmtu- dagsmorgun. Við hefðum aldrei getað ímyndað okkur þessa miklu sorg, hjarta okkar er brotið. Það er ekki sjálfgefið að eiga mömmu sem er líka besta vinkona manns. Við gátum deilt með þér öllu, bæði gleði og sorg, og þú varst alltaf til taks fyrir okkur. Við munum gera allt til að verða jafnmiklar vinkon- ur dætra okkar og þú varst okkur. Við eigum ómetanlegar minn- ingar frá öllum mæðgnaferðunum okkar þar sem þú lést veikindin aldrei stoppa þig. Það voru frekar við sem vildum komast upp á her- bergi og panta mat á meðan þú varst alltaf til í að fara út að borða og skoða borgirnar. Þær voru ófá- ar Smáralindarferðirnar sem við fórum í saman og enduðum alltaf á að setjast á kaffihús, nú síðast í desember. Við erum enn að venjast því að geta ekki tekið upp símann og deilt með þér fréttum dagsins. Við vit- um ekki hvort það venst nokkurn tímann. Bjartsýni þín var einstök, þú kenndir okkur að lifa lífinu lif- andi og hafa gaman saman. Síð- ustu dagarnir á líknardeildinni voru dýrmætir. Við reyndum að nýta hverja stund með þér og gera dvölina þar eins heimilislega og við gátum. Starfsfólkið þar er dásam- legt og erum við þakklátar fyrir þeirra starf. Þú varst besta amma í heimi eins og börnin okkar segja og þau sakna þín svo sárt. Þú varst alltaf til í stund með þeim og þau gátu alltaf leitað til þín. Við verðum duglegar að halda minningu þinni á lofti hjá þeim. Við pössum hvert upp á annað eins og við lofuðum þér. Góða nótt, sofðu vel í nóttinni, elskum þig. Dreymi þig fallega, engillinn okkar. Þínar Erla og María. Íslenska konan. Hvað er að vera íslenska kon- an? Það hlýtur að vera kona sem er svakalega flott og sterk, eigin- lega ofurkona! Þannig hugsa ég þegar ég lít til baka og hugsa um mömmu mína, konuna sem fæddi mig í þennan heim. Þetta er kona sem fyrirgefur manni allt, huggar mann og stapp- ar í mann stálinu þegar illa geng- ur. Þetta er kona sem hrósar og meira að segja hlær að lélegu bröndurunum sem maður segir. Jú, þessi íslenska kona sem um ræðir er móðir mín sem ég er gríð- arlega stoltur af! Það er óhætt að segja að þú, elskan mín, hafir ekki kvartað mikið yfir veikindum þínum. Ef þú varst spurð hvernig heilsan væri þá var svarið „ég er góð, en þú Steini minn, ert þú eitthvað slapp- ur?“ Þú sagðist alltaf hafa fengið besta kostinn í stöðunni og ynnir út frá honum. Við höfum átt ómetanlegar stundir saman. Ef ég minnist síð- ustu ára þá kemur mér efst í huga Tenerife-ferðin okkar, allar stund- irnar í sumó og ekki síst núna í desember þegar við komum öll saman og héldum upp á sjötugs- afmælið hans pabba hér heima í Austurkórnum. Barnabörnin voru í sérstöku uppáhaldi hjá þér og er óhætt að segja að þau sakni þín sárt! Allar stundirnar sem þú dundaðir þér með þeim í föndri, bakstri og svo margir litlir hlutir sem þau muna eftir verða fallegar hugsanir í hjörtum þeirra. Stundirnar margar sem þú bjóst til ævintýrin í kringum músahól sem þau þekkja svo vel og skemmtu sér yfir. Þú hreinlega dekraðir við þau og vafðir þau inn í ást og umhyggju. Ég man ennþá þegar þú sagðir okkur þegar þú greindist með krabbamein árið 1999. Það var eins og heimurinn hefði hrunið, en þú með einhverri ótrúlegri ró sagðir að þetta væri bara verkefni sem þyrfti að klára. Þú tókst á veikindum þínum með yfirvegun og jákvæðni að vopni. Það er óhætt að segja að þú haf- ir ekki látið veikindin stoppa þig því þið pabbi ferðuðust mikið og spiluðuð golf saman bæði uppi í sumó og í útlöndum og svo þegar fæturnir voru orðnir of lúnir vegna veikinda þá bara keyptir þú þér golfbíl og það rauðan! Hélst svo bara áfram að spila golf með bros á vör. Þú varst mikil handverkslista- kona og eigum við marga fallega hluti sem þú hefur gefið okkur eft- ir þig. Við munum varðveita þessa muni, elsku mamma, alltaf. Það er óhætt að segja að fólk hafi sogast að þér enda ótrúlega gestrisin kona. Það var ansi oft mikið að gera í samkvæmislífinu hjá þér enda í ótrúlega mörgum vinahópum sem hittust reglulega en þú fannst alltaf tíma fyrir okkur fjölskylduna, enda ansi skipulögð með samkvæmisbókina að vopni. Það er svo gaman saman sagðir þú alltaf við okkur þegar við nut- um samveru hvert annars. Hvíl í friði, elsku mamma, það er fátt í lífinu sem við getum ekki stjórnað en eitt af því er dauðinn. Hann kom allt of fljótt hjá þér. Mamma, ég elska þig og geymi minninguna um þig í hjarta mínu! Synir mínir Ólafur Jóhann, Andri Már og Jóhann Berg og konan mín Berglind, senda þér hinstu kveðju og munu ávallt geyma allar minningar um ömmu sína og tengdamömmu í hjarta sér. Guð geymi þig, elskan okkar, og við elskum þig öll og söknum þín. Þinn sonur, Steinn og fjölskylda. Mikil baráttukona og hetja hef- ur þurft að láta undan sjúkdómn- um krabbameininu eins og svo margir aðrir. Aldrei höfum við þekkt aðra eins baráttukonu og Ragnhildi, hún ætlaði sko ekki að láta þennan sjúkdóm vinna, barð- ist fram á síðasta dag. Hún fór í allt í um 200 meðferðir, sem auð- vitað tóku sinn toll, en áfram hélt þessi hetja bæði jákvæð og bjart- sýn. Þegar við hittum hana og spurðum um heilsufarið, þá var nú ekki mikið að henni, en hún spurði gjarnan á móti um heilsufar spyrj- andans, hvernig hann hefði það, og ef manni varð á að svara að maður hefði nú sting hér og þar var það náttúrlega miklu meira mál en hennar heilsa. Svona fór hún að því að leiða umræðuna frá sér og allir gleymdu því að nokkuð væri að henni. Það má segja að Ragn- hildur hafi lifað lífinu lifandi, hún var svo vinsæl að hún varð að halda dagbók til að geta raðað nið- ur boðunum sem henni var boðið í, svo og boðum sem hún hélt sjálf, sem voru engar smáveislur, enda fagmanneskja að störfum, útskrif- uð úr kvennaskóla og kunni til verka. Allt var svo smekklegt og flott hjá henni. Hún var á fullu að spila golf með Jóhanni manni sín- um, ferðast um allan heiminn og hugsa um sumarbústaðinn þeirra á Kiðjabergi, tók þar á móti gest- um og gangandi, ætíð með bros á vör og glæsimennsku. Þar var hún með landnámshænur og hafði mik- ið gaman af. Við erum viss um að engar hænur hafa búið jafn vel og haft það jafn gott og þessar hæn- ur. Ragnhildur var glæsileg kona, ávallt vel tilhöfð og smekklega klædd og í okkar huga ímynd hinn- ar einu sönnu „ladyar“. Hún var líka frábær móðir sem hugsaði vel um sína. Barnabörnin dáðu hana, enda ekki nema von eins og hún hlúði vel að þeim í einu og öllu. Bjarki Már sonur okkar vann í lottó þegar hann fékk Ragnhildi sem tengdamóður, hún sagði oft í gríni við hann hvort hann væri nú ekki ánægður með uppáhalds- tengdamóður sína – sem hann var svo sannarlega. Við viljum að lokum þakka Ragnhildi af heilum hug samfylgd- ina og það lán að hafa fengið að deila með henni fjölskyldu og barnabörnum. Við biðjum Jóhanni og allri fjöl- skyldu hennar guðsblessunar. Ásta Edda og Hinrik. Er nú dvínar þrek og þrár, það er minn sálargróður, að líta yfir liðin ár, leggja saman bros og tár og minnast þess, hve guð hefur verið góður. (Halla Loftsdóttir) Nú þegar þrekið hennar Ragn- hildar er þrotið og hún hefur kvatt okkur er gott að geta litið yfir liðin ár og minnst allra góðra stunda sem við höfum átt saman. Það var á haustdögum 1968 að við hófum nám í Húsmæðraskólanum á Laugarvatni. Hópurinn var stór, um fimmtíu ungar stúlkur frá öll- um landshlutum. Sumar búnar að trúlofa sig og komu til að undirbúa sig fyrir lífið framundan. Þannig var það með Ragnhildi. Seinna vorum við að grínast með það að henni lá svo á að hitta kærastann þegar skóla lauk um vorið að hún gaf sér ekki tíma til að fara með í skólaferðalagið, gerði hún sjálf mest grín að sér fyrir ákafann og sagðist sjá eftir að hafa misst af ferðinni. Fimm árum eftir útskrift hittumst við nokkrar og skipulögð- um heimsókn í skólann okkar aust- ur á Laugarvatni og upp frá því héldum við hópinn og hittumst í saumaklúbbi á veturna þar sem mismikið var saumað en þeim mun meira spjallað og hlegið. Ragn- hildur var í þessum hópi og alltaf drífandi í öllu sem hópurinn tók sér fyrir hendur. Það var því mikið áfall þegar hún greindist fyrst með þennan illvíga sjúkdóm sem krabbameinið er. Hún tók því með miklu æðruleysi og alltaf ákveðin í að hafa betur í baráttunni. Það er til þess tekið hversu jákvæð og bjartsýn hún var í öllum sínum lyfjameðferðum. Í einni heimsókn sinni til krabbameinslæknisins, fyrir nokkrum árum, barst það í tal að hún ætlaði að bjóða fjöl- skyldunni út að borða því hún var að klára sína hundruðustu með- ferð. Þótti lækninum það skrýtið tilefni en hún sagðist bara hafa sagt honum að það væri full ástæða til því hún væri jú lifandi vegna lyfjanna. Í raun greindist hún nokkrum sinnum, en átti inn á milli góðan tíma og gat notið lífsins með ágætum lífsgæðum. Þau hjónin ferðuðust víða, fóru í skíða- og golfferðir og nutu þess að vera í yndislegum sumarbústað sínum fyrir austan fjall, stunduðu þar golf og tóku höfðinglega á móti gestum. Ragnhildar verður sárt saknað í hópnum okkar, því eins og hún sagði alltaf: „Gaman sam- an.“ Við sendum Jóhanni, börnum og barnabörnum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur, ykkar miss- ir er mikill. Saumaklúbburinn, Alma, Ástríður, Elísabet, Erla, Guðrún, Hallgerður, Hjördís og Ragnheiður. Kær vinkona mín til margra ára er látin. Við Ragnhildur vorum svo heppnar að kynnast þegar Jóhann frændi minn kom norður til Siglu- fjarðar og kynnti hana fyrir okkur fjölskyldunni. Síðan þá höfum við verið nánar vinkonur. Gengið í gegnum margt, bæði súrt og sætt, og stutt hvor aðra í meira en fjöru- tíu ár. Ragnhildur var einstök manneskja og reyndist mér sem og öðrum einstaklega vel. Hún var alltaf mætt þegar mest á reyndi, hvort sem var í gleði eða sorg. Ég minnist margs, ótal margs, þar sem við áttum samleið í gegnum lífið, þegar börnin okkar fæddust, voru skírð, fermd og gift. Fyrir nokkrum árum hóf hún baráttu við krabbamein. Eljan, dugnaðurinn og jákvæðnin sem fylgdi vinkonu minni var einstök, alltaf stóð hún upp þótt hún væri slegin niður af veikindunum aftur og aftur. Eftir að hún hætti að vinna úti hélt hún áfram að láta gott af sér leiða, starfaði fyrir Ljósið og bjó til fallega hluti sem seldir voru til styrktar Ljósinu. Hún saumaði húfur og eyrnabönd, sótti nám- skeið vegna margvíslegra áhuga- mála, hugmyndir hennar voru hreinlega óþrjótandi. Félagslegi þátturinn var alltaf mikill hjá okkur. Við stofnuðum matarklúbb fyrir 25 árum sem lifir enn góðu lífi og hittumst síðast í fyrravor hjá Ingibjörgu og Ævari í mikilli og skemmtilegri veislu. Á upphafsárunum vorum við alltaf með eitthvert þema, einu sinni hittumst við hjá Ragnhildi og Jó- hanni í sixties-boði. Þau lögðu mik- inn metnað í undirbúninginn, milli- rétturinn var borinn fram á LP-plötum, borðið skreytt með gömlum myndum af okkur öllum við hvern disk, svo var dansað fram á nótt. Ragnhildur var alltaf glæsileg, fallega snyrt og smart. Ég minnist allra megrunarkúranna okkar, við byrjuðum venjulega á mánudags- morgnum en vorum yfirleitt búnar að gleyma því um hádegi. Mottóið hjá okkur var alltaf að ganga aldr- ei hoknar heldur alltaf beinar í baki, vera flottar konur og sýna reisn. Við rifjuðum upp margt síðustu daga þegar við vissum báðar hvert stefndi og nú í alvöru. Margar sög- ur af krökkunum okkar á fyrri ár- um, hvað hún reyndist mér vel þegar Hilmar minn lést fyrir fimm árum, þá var hún mætt með tertu á glerfati sem hún bjó til sjálf, síð- an heitir þetta fat Hilmarsdiskur og er mikið notaður á mínu heimili. Hún var einstaklega stolt af fjölskyldu sinni sem allt eru vel- bgerðir krakkar og eiga nú sínar fjölskyldur. Elsku Jóhann, Erla, Steinn og María, ég sendi ykkur og fjöl- skyldum ykkar samúðarkveðjur. Jóna Hilmarsdóttir. Sólin blessuð sígur rauð til viðar, glóa á lofti gullin ský, grátklökk áin niðar. (Stefán frá Hvítadal) Þessar ljóðlínur komu einhvern veginn upp í hugann þegar fregnin barst um að á ný væri höggvið skarð í litla vinahópinn okkar „Sprotann“ og löngu sjúkdóms- stríði hennar Ragnhildar lokið. Þótt það sé ávallt einhver aðdrag- andi þá kemur hið endanlega boð ávallt illa við og snertir sáran streng. Hryggð og söknuður sækir á hugann. Þessi litli vinahópur hef- ur á undanförnum árum mátt sjá á eftir vinum kveðja þetta vort jarð- líf eftir harða og stranga baráttu við illvíga sjúkdóma eða langvar- andi veikindi. Við kynntumst fyrir hálfum öðrum áratug, hjónahópur, í kjöl- far samveru á lúterskri hjónahelgi til þess að efla okkur og styrkja í dagsins önn. Hópurinn okkar hef- ur gefið okkur svo óendanlega mikið og skapað innilega vináttu en jafnframt verið mjög krefjandi og tekið ríkulega sinn toll. Við höfðum ekki þekkst lengi þegar óveðursský dró upp á samvista- himininn og sjúkdómar tóku að marka sín spor í vinahópinn og Ragnhildur var ein þeirra sem greindust með ólæknandi sjúkdóm og fyrir lá barátta sem farið gat alla vega. Á þeirri vegferð sýndi Ragn- hildur fádæma þrek, ávallt bjart- sýn og neitaði að vorkenna sjálfri sér þótt veikindin drægju smám saman til þess sem verða vildi. Sí- fellt gefandi og veitandi okkur hin- um af gleði sinni og jákvæðni og uppfull af hugmyndum til þess að auðga og gæða samverustundirn- ar lífi og gáska. Við hlið hennar stóð hann Jóhann, sístarfandi og sífellt að efla og bæta hús og hý- býli, lagði elju sína og orku til að styrkja og styðja á erfiðum stund- um. Ógleymanleg augnablik frá liðnum árum geymast í minjasafn- inu. Heimboðin og samverustund- ir í sumarbústaðnum þeirra ynd- islega rísa þar hátt þar sem gáski og gleði ríkti þrátt fyrir að oft á tíðum væru sorgarslæður ekki langt undan. Síðasta samverustundin, nú skömmu fyrir jól, lifir í minning- unni. Það var augljóst að hverju dró en samt gátum við glaðst yfir nærverunni og samkennd hópsins. Nú er lífsljós Ragnhildar slokkn- að, jarðvist er lokið og bjarmar af nýjum degi hins eilífa lífs. Minn- ingin merlar í huga og sinni Komið er að kveðjustund og við kveðjum með söknuði hugdjarfa hetju og kæra vinkonu og biðjum algóðan Guð að veita Jóhanni og fjölskyldunni huggun og styrk á sorgarstund. Blessuð sé minning Ragnhildar Magnúsdóttur. Edda, Eyjólfur, Steinunn og Magnús B. Í dag kveð ég mína yndislegu æskuvinkonu. Mínar fyrstu minn- ingar af rúmlega hálfrar aldar vin- skap okkar eru þegar hún settist við hlið mér í sjö ára bekk Austur- bæjarskóla og strax eignaðist ég yndislega vinkonu. Við lékum okk- ur öllum stundum saman, stans- laust sippandi og brosandi. Krakk- arnir í hverfinu höfðu á því orð hvers vegna við værum alltaf sipp- andi, en það stóð bara aldrei á svari – við ætluðum alla leið. Við ætluðum að sýna sipp-hæfileika okkar í Austurbæjarbíói. Önnur ljúf minning frá æskuár- um er þegar hún kom með rútu í heimsókn til mín í sveitina mína við Reynisvatn. Ég man hvað ég horfði á vinkonu mína flotta, eins og hún reyndar var alltaf, í spari- fötunum og spariskóm. Ekki alveg nógu sveitó. Ég sem ætlaði með hana í réttina og sýna henni kindina mína og lömbin. Hún var þó dregin með mér og hafði hún virkilega gaman af því, nema að spariskórnir voru auðvitað ekki lengur hreinir. Hún hafði líka á orði að kindin hefði bakkað á sig og velti sér mikið upp úr því. Þetta vakti mikla kátínu hjá okkur báð- um. Minningarnar geymast ávallt hjá mér. Við fórum saman í tvær ferðir til útlanda. Hún var svo skemmti- legur ferðafélagi. Við vorum alltaf sammála um allt sem við ætluðum okkur að gera og skoða, meðal annars fórum við á ógleymanlega tónleika Tinu Turner í New York fyrir fáeinum árum. Það hafa verið forréttindi að eiga Ragnhildi sem vinkonu. Bæði var hún vinur vina sinna, gott að leita til hennar og spjalla við hana. Oft byrjuðum við spjallið á því að hlæja og segja að spjallþátturinn okkar héti „Úr einu í annað“. Hún vinkona mín hafði ótrúlegan og aðdáunarverðan kraft og bugaðist aldrei þrátt fyrir mótlætið. Hún vinkona mín stóð alltaf teinrétt við hvert áfall sem dundi yfir hana í veikindunum. Í sextugsafmæli mínu hélt þessi elska ræðu mér til heiðurs sem mér þótti mjög vænt um. Ræðuna endaði hún með því að fara með eftirfarandi ljóð eftir Hjálmar Torfason um vináttuna: Gulli og perlum að safna sér sumir endalaust reyna. Vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina. En viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. Hún vinkona mín mun alltaf vera mér ofarlega í huga og ég er þakklát fyrir að hafa fengið öll þessi ár með henni. Elsku Jói, Erla, Steinn, María og aðrir að- standendur, ég votta ykkur inni- lega samúð mína. Þóra Björg Ólafsdóttir (Bagga). Í dag fylgjum við til hinstu hvílu vinkonu okkar Ragnhildi Magnús- dóttur. Það var fyrir rúmum 30 árum að þrjár fjölskyldur, sem allar áttu dætur fæddar á sama ári, byggðu sér hús í Seiðakvísl. Dæturnar, Ásta Berit, María Kjartans og María Jóhanns urðu strax miklar vinkonur og vinskapur þeirra varð til þess að foreldrar þeirra bund- ust vináttuböndum. Allar minn- ingar okkar um Ragnhildi tengjast gleði og áttum við margar, góðar og gefandi stundir saman bæði á heimili þeirra Jóhanns og í sum- arbústaðnum auk ferðalaga bæði innanlands og utan. Ragnhildur hafði lengi barist við sjúkdóm sinn með einstöku æðruleysi. Það lýsir henni vel þegar hluti þessa litla vinahóps fór fyrir ári síðan til Dubai, þá stoppaði hún við gula strikið við innganginn í fríhöfnina og sagði: „Hér skil ég veikindin eftir, ég er komin í frí“. Í þeirri eft- irminnilegu ferð var ekki hægt að finna að hún væri að berjast við erfiðan sjúkdóm. Þetta var hennar síðasta utanlandsferð. Ragnhildur var falleg kona, allt- af vel til höfð og glæsileg. Hún var lífsglöð og hafði einstaklega hljóm- mikla og fallega rödd. Hún var ætíð hrókur alls fagnaðar og hló dillandi hlátri. Allt lék í höndum hennar og hún kunni að njóta stundarinnar. Það var mikil birta yfir Ragnhildi og það er bjart yfir minningu hennar. Minningin um Ragnhildi sem var geislandi, kraft- Ragnhildur Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.