Morgunblaðið - 05.02.2016, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 05.02.2016, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016 Nú kveðjum við með miklum sökn- uði og trega góða vinkonu. Hún Þura er fallin frá allt of snemma eftir harða og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm sem hún barðist við í rúmt ár og gafst aldrei upp. Baráttan hefur tapast og okkur setur hljóðan. Eftir sitja ljúfar minningar um okkar löngu góðu vináttu. Mannkostir Þuru voru marg- ir; traustur vinur, jákvæð, bjartsýn, hjartahlý og vildi öll- um vel. Hún Þura unni fjölskyldunni mikið og börnin þeirra skipuðu stóran sess hjá henni. Hún var stolt þegar hún talaði um þau og svo komu ömmubörnin, gull- molarnir, sem bræddu algjör- lega hjarta hennar. Margs er að minnast eftir nær 50 ára vináttu; keppnis- ferðir með Val þar sem strák- arnir voru að spila, nýjársboðin okkar allan þennan tíma, tjaldútilegur, sumarbústaðar- ferðir, göngutúrar og matar- boð, ferðir erlendis saman sem voru ekki fáar þar sem Thai- landsferðin 9́1 stóð alltaf upp úr og engin ferð toppaði þó að þær væru allar alveg ógleym- anlegar. Svo byrjuðu Þura og Svenni í golfi og við byrjuðum auðvitað líka í golfi. Ekki má gleyma frábærum golfferðum, en að spila á fal- legum golfvöllum hér og er- lendis var líf hennar og yndi. Svo eignuðust þau Flórída- hreiðrið sitt yndislega þar sem Þura naut sín svo vel í þessu dásamlega umhverfi og við átt- um saman frábærar stundir þar sem Þura tók á móti okkur með opnum örmum. Saman sáu Þura og Svenni til þess að við áttum alltaf ógleymanlegar stundir hjá þeim. Fyrir allt þetta viljum við þakka. Elsku Svenni, hetjulegri bar- áttu Þuru er lokið og allan þennan tíma stóðst þú sem óbifandi klettur við hlið hennar. Bjartsýni, baráttukraftur og æðruleysi ykkar beggja kom okkur ekki á óvart; þá komu í ljós mannkostir ykkar og hversu samrýmd þið voruð allt- af. Björt minning er styrkur og blessun. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina en viltu muna að vinátta er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Með miklum söknuði kveðj- um við nú vinkonu okkar. Við biðjum góðan Guð að gefa Svenna, Siddý, Lindu, Sölva og fjölskyldum styrk. Farðu í friði, elsku vinkona. Ragnheiður, Helga, Sigurður og Alexander. Nú er hún elsku Þura okkar dáin. Það verður erfitt að hugsa sér lífið án hennar. Okkar fyrstu kynni af Þuru voru árið 64/65, þegar Berg- sveinn bróðir Guðrúnar kom með fallega stúlku frá Keflavík og kynnti hana fyrir okkur sem unnustu sína, og henni fylgdi lítill gullmoli, nefnilega Siddy. Okkar samband og vinátta varð strax mikil, og eftir að Þura og Þuríður Sölvadóttir ✝ Þuríður Sölva-dóttir fæddist 21. júní 1946. Hún lést 20. janúar 2016. Útför Þuríðar fór fram 4. febrúar 2016. Svenni giftu sig og það fjölgaði í fjöl- skyldunum, fórum við mikið saman í útilegur, lærðum að dansa og fórum í Spánarferðir. Einnig fórum við tvisvar með þeim til Ventura, í Or- lando, og það end- aði með því að þar keyptu þau sér hús, Erluhóla, og kunnu þau hvergi betur við sig en þar. Þangað heimsóttum við þau fjórum sinnum og var alltaf jafn vel tekið á móti okkur og var þeim alltaf jafn annt um að okkur liði sem best og var það mjög algeng spurning hjá Þuru: „Og hvernig hafið þið það svo, elskurnar?“ Svona vini er gott að eiga. Við Guðrún viljum þakka fyrir yndislegar samverustund- ir og góða vináttu og vitum að góður Guð tekur vel á móti þér, Þura mín. Elsku Svenni minn, Siddy, Linda, Sölvi Þór og fjölskyldur, megi góður Guð styrkja ykkur í ykkar sorg. Guðrún og Hans Kragh. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Hugurinn reikar til ársins 1975, nánar 9. maí, þegar Verslunarbankinn opnaði útibú í Arnarbakka 2 í Neðra-Breið- holti. Starfsmenn voru upphaf- lega þrír og þar á meðal var Þuríður Sölvadóttir, sem and- aðist 20. janúar síðastliðinn. Þessi litli starfshópur hnoð- aði utan á sig í tímans rás og þó að þröngt væri plássið gengu hlutirnir greiðlega fyrir sig, ekki síst fyrir tilstuðlan Þuríðar, sem gekk rösklega til allra verka. Þuríður bjó í farsælu hjóna- bandi með Bergsveini Alfons- syni og átti golfið hug þeirra allan í seinni tíð. Hafa ófáar golfkúlur verið slegnar bæði hérlendis og er- lendis. Þau hjónin höfðu búið sig vel undir ævikvöldið og nú var kominn tími til að njóta ávaxta erfiðisins, en þá reið ólánið yfir. Þuríður greindist með illvígan sjúkdóm og þrátt fyrir hat- ramma baráttu varð hún að lúta í lægra haldi. Okkur gömlu félaga hennar langaði til að telja upp mann- kosti Þuríðar en orðin bögglast fyrir okkur, því erfitt er að finna hugtök sem segja það sem segja þarf. Í huga okkar var hún glað- sinna, hláturmild, haldin ríkri réttlætiskennd, ákveðin í fasi og framgöngu. Umfram allt var hún dugleg, hjálpfús og gerði ríkar kröfur til sjálfrar sín og svo mætti lengi telja. Þuríður er sú fyrsta sem fell- ur frá úr hópi frumherja Versl- unarbankans í Arnarbakka. Við sem eftir lifum minnumst henn- ar með söknuði og vonumst til að hitta hana í Sumarlandinu. Hver veit nema bíði okkar útibú þar. Áslaug, Anna, Ingveldur og Karl. Aldraður frændi okkar, Rögnvaldur Jóhann Sæmunds- son, fyrrum skólastjóri og að- stoðarskólameistari, andaðist 6. janúar síðastliðinn á hundraðasta aldursári. Við viljum minnast tengsla hans við okkar fólk og heimabyggðina, Ólafsfjörð. Faðir Rögnvaldar, Sæmundur Rögnvaldsson, og afi okkar, Þor- leifur Rögnvaldsson, voru bræð- ur. Þeir fluttust um líkt leyti frá Skagafirði til Ólafsfjarðar og stunduðu búskap þar jafnframt sjómennsku, Sæmundur í Hlíð og afi í Hornbrekku. Mikil vin- átta og samheldni ríkti með þeim og afkomendum þeirra. Rögnvaldur Jó- hann Sæmundsson ✝ Rögnvaldur Jó-hann Sæ- mundsson fæddist 21. ágúst 1916. Hann lést 6. janúar 2016. Útför Rögnvald- ar fór fram 25. jan- úar 2016. Börn Sæmundar og konu hans, Pet- reu A. Jóhannsdótt- ur, voru þrjú, Þór- ólfur, Rögnvaldur og Ingibjörg. Þau voru á svipuðum aldri og yngri börn afa okkar og ömmu Guðrúnar í Horn- brekku sem varð fimm barna auðið. Jarðirnar Hlíð og Hornbrekka liggja hlið við hlið og samgangur því afar auðveld- ur. Nánust var vinátta bræðr- anna, Þórólfs og Rögnvaldar, við Sigvalda frænda þeirra sem var yngstur Hornbrekkusystkin- anna. Þeir voru nánast jafnaldr- ar og byrjuðu snemma að sækja sjóinn með feðrum sínum og skyldmennum. Samstarf þeirra eftir að Sigvaldi og faðir okkar, Jón Sigurpálsson, tóku við út- gerð afa dýpkaði vináttu þeirra frænda enn frekar. Rögnvaldur fór snemma til náms og varð sjómennska því ekki hans aðalstarf. Atvinna hans og námsárin gerðu honum þó kleift að stunda sjóróðra sem voru eitt af hans helstu áhuga- málum. Hann sótti sjó á sumrum, gjarnan með samkennurum og Sæmundi syni sínum. Þótt Rögn- valdur væri búsettur á Suður- nesjum réri hann aðallega frá Ólafsfirði og Raufarhöfn, en kona hans, Aðalbjörg, er ættuð frá Harðbak á Sléttu. Eiga þau þar ættaróðal. Aflinn var undan- tekningarlítið frágenginn og salt- aður um borð. Hvort sem róið var fyrir norðan eða austan var fyrirtæki foreldra okkar og Sig- valda Þorleifssonar milligöngu- aðili um að selja afurðirnar. Þannig héldust vináttutengsl þeirra frænda og æskufélaga í raun alla þeirra starfstíð. Eru okkur minnisstæðar heimsóknir Rögnvaldar til foreldra okkar og skyldfólks og afar fróðlegar og uppbyggjandi umræður. Rögnvaldur hélt mikið í ræt- urnar og hafði samband við frændfólk sitt og heimsótti það þegar hann og Aðalbjörg voru á ferðinni. Mest voru tengslin við Sigvalda. Hjá honum gistu þau hjónin oft. Þeir áttu sameiginleg- an áhuga á sjómennsku og öllu sem að henni laut. Náttúran og útivistin heillaði þau hjón og komu þau á hverju hausti í mörg ár til að fara í berjamó. Það sýnir hug Rögnvaldar til heimahag- anna að hátt á tíræðisaldri keyptu hann og börn hans hús í Ólafsfirði sem frændi hans og nafni, Rögnvaldur Þorleifsson, átti fyrr á árum, Rögnvaldarhús. Það stendur við Hornbrekkuveg gegnt húsi Sigvalda og steinsnar frá húsi foreldra okkar. Því mið- ur gat hann sjálfur ekki notið hússins en fylgdist gaumgæfi- lega með endurbótaframkvæmd- um. Á seinni árum mynduðust mikil tengsl milli Lárusar bróður okkar og Rögnvaldar vegna sam- eiginlegra áhugamála á fræðum og ættartengslum. Áttu þeir langar og góðar stundir saman við spjall og grúsk. Margur fróð- leikur og upplýsingar sem við eigum úr þessum samskiptum eru okkur mikils virði. Um leið og við sendum Aðal- björgu og afkomendum innilegar samúðarkveðjur viljum við þakka Rögnvaldi fyrir ævarandi tryggð við foreldra okkar og frændfólk. Blessuð sé minning hans. Fyrir hönd fjölskyldna okkar systkina og ættingja. Guðrún og Þórleifur. ✝ Kristján GilsSveinþórsson fæddist á Trölla- nesi ytra í Nes- kaupstað 2. ágúst 1934. Hann lést á hjúkrunardeild Sjúkrahússins í Neskaupstað 8. jan- úar 2016. Foreldrar hans voru Jófríður Krist- jánsdóttir, ættuð frá Hellissandi, og Sveinþór Magnússon, ættaður frá Nes- kaupstað. Bróðir Gils og eina systkini hans er Magnús Þór, fæddur árið 1953. Eiginkona Gils er Guðný Sig- urðardóttir, einnig fædd og upp- alin í Neskaupstað. Börn þeirra eru: 1) Anna Sigurbjörg, f. 1955. Hennar maður er Valþór Stef- ánsson, þau búa á Siglufirði og eiga tvo syni. 2) Jófríður, f. 1956. Maki Þorfinnur Hermannsson, þau búa á Hofi í Norð- fjarðarsveit og eiga þrjár dætur. 3) Sveinþór, f. 1958. Maki Guðbjörg Gissurardóttir. Þau búa í Ástralíu og eiga þrjú börn, eina dóttur og tvo syni. 4) Margrét, f. 1967. Maki Styrmir Ped- ersen. Þau búa í Hafnarfirði og eiga tvö börn, dóttur og son. Fyrir á hún son. 5) Sigurður Magnús, f. 1970. Maki Andrea Borgþórsdóttir. Þau búa á Reyð- arfirði. Þau eiga eina dóttur og fyrir á hann tvo syni. 6) Viktoría, f. 1971, hún býr í Reykjavík. 7) Guðmundur Freyr, f. 1975, hann býr í Reykjavík. Útför Kristjáns Gils hefur far- ið fram. Elskulegur faðir minn, Krist- ján Gils Sveinþórsson, er látinn. Sem persóna var hann einstakur maður sem naut sín best í faðmi fjölskyldunnar og sakaði ekki að hafa Elvis Presley í bakgrunnin- um. Útivistin var honum einnig mikilvæg og tók hann okkur ávallt með sér, sem hélt áfram al- veg þar til heilsan gaf sig og lík- amskraftar leyfðu ekki meir. Minningin um hann mun lifa í hjarta mínu og verma mig um ókomin ár. Blessuð sé minning hans. Viktoría K. Gilsdóttir. Kristján Gils Sveinþórsson Það er með þakklæti og sökn- uði sem við systk- inin kveðjum Nönnu móðursystur okkar. Það var alltaf gott að koma til Nönnu og þiggja veitingar og skemmtilegt spjall. Þar var slegið á létta strengi og mikið hlegið við eldhúsborðið. Nanna vildi hafa fjör í kringum sig og elskaði skemmtilegar frásagnir. Ekki var verra ef þær áttu upp- runa sinn austur á landi. Alltaf var tekið á móti okkur með gleði og hlýju og kvatt á sama hátt. Oft var einhverju gaukað að gestunum við brottför, allt frá vellyktandi kremum upp í heimasaumaðar buxur. Nanna var feiknamikil saumakona og var svo snögg að vinna að hún gat tekið af manni málin við upphaf heimsóknar og sent mann heim með fullbúnar buxur við heimför. Allt eftir nýjustu tískustraumum og fagmannlega frá gengið. Það var eftir Nönnu tekið, hvar sem hún fór, fyrir glæsi- legt og sjarmerandi útlit. Hún var hreystin uppmáluð fram eft- ir öllum aldri og stundaði margs konar hreyfingu. Hún elskaði að dansa og nýtti hvert tæki- færi til að taka snúning, alltaf glæsileg til fara og bar sig með reisn. Við minnumst Nönnu með hlýju og erum þakklát fyrir all- ar góðu samverustundirnar í gegnum tíðina. Aðstandendum öllum sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Nönnu og gefi ástvinum hennar styrk á erf- iðum stundum. Guðjón, Oddný Vala og Halla. Við Nanna, eins og hún var alltaf kölluð, kynntumst fyrir meira en 20 árum síðan. Við vorum báðar ekkjur, höfðum gaman af að hreyfa okkur og vorum báðar að æfa okkur á gönguskíðum. Það var miklu Jóhanna Hallgrímsdóttir ✝ Jóhanna Hall-grímsdóttir fæddist 29. ágúst 1934. Hún andaðist 22. janúar 2016. Útför Jóhönnu fór fram 4. febrúar 2016. skemmtilegra að hafa félagsskap á skíðunum og fórum við ófáar ferðirnar um Reykjanes og upp í Bláfjöll. Í þessum ferðum okkar var um margt spjallað, við tókum með okkur nesti og kaffi á brúsa. Nanna hafði einstaklega góða nærveru, hún var alltaf svo já- kvæð og kát. Annað áhugamál hjá okkur vinkonunum var að dansa og fórum við margoft til Reykjavíkur til þess, enda Nanna einstaklega góður dans- ari svo glæsileg, falleg og spengileg sem hún var. Í einni heimferðinni frá Reykjavík vor- um við að syngja saman í bíln- um og höfðum eitthvað gleymt okkur á bensíngjöfinni og vor- um teknar fyrir of hraðan akst- ur. Við spurðum lögregluna hvort það væri afsláttur fyrir ellilífeyrisþega á hraðasektinni. Þannig var okkar vinskapur, fullur og gleði og hlátri. Fyrir nokkrum árum veiktist Nanna mikið og var vart hugað líf. Það kom sér vel fyrir hana að hafa alltaf verið mikil reglu- manneskja og í góðu líkamlegu formi. Hún kom sér aftur til heilsu með þvílíkri þrautseigju og baráttu. Fyrst þegar hún kom heim af spítalanum gat hún aðeins gengið nokkur skref. Hún setti sér markmið að geta gengið út stéttina á heimili sínu. Eitt sinn þegar ég heimsótti hana höfðu fæturnir sagt stopp og hún skreið til baka. En þannig var Nanna, aldrei var uppgjöf í hennar huga. Smátt og smátt jókst þrekið og hún var farin að komast í styttri göngutúra áður en langt um leið. Síðustu árin bjó Nanna á Nesvöllum þar sem hún var í rólegu og öruggu umhverfi. Hún var einnig svo heppin að yngsti sonur hennar, hann Vignir, reyndist móður sinni vel og vitjaði hennar á hverjum degi og aðstoðaði hana við það sem hún þurfti. Elsku vinkona, minningarnar eru margar og hlýja mér um hjartaræturnar þegar komið er að kveðjustund. Megi Guð og allar hans góðu vættir vaka yfir þér á nýjum stað. Þín vinkona, Elín Guðmannsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.