Morgunblaðið - 05.02.2016, Page 20

Morgunblaðið - 05.02.2016, Page 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár                                     !" # !# #$ ##! %! $ "  !" &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5  %# !! !$   !! # %!! $"   "   %!# !" !$! #$" ## " $ # "  #" !$!"" Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Alls bárust 43 kauptilboð í opnu söluferli Íbúðalánasjóðs sem auglýsti 504 fasteignir í sinni eigu til sölu fyrir áramót. Eignasöfnin voru 15 og bárust tilboð í þau öll. Um er að ræða þriðjung þeirra íbúða sem nú eru í eigu sjóðsins en eignasöfnin eru misjöfn að stærð og gerð. Ákveðið var að hafa hvert eigna- safn hóflegt að stærð til að það væri á færi fleiri fjárfesta að bjóða í þau, segir í tilkynningu sjóðsins. Þeir fjárfestar sem gerðu hagstæðustu tilboðin fá senda tilkynning þess efnis á mánudaginn. Fjárfestinum sem á hagstæðasta til- boðið ber að greiða 1% kaupverðsins ekki síðar en 11. febrúar næstkomandi. 43 kauptilboð bárust í 504 fasteignir ÍLS ● Gistinóttum á hótelum hefur fjölgað hægar en erlendum ferðamönnum og hefur hlutdeild annars konar gistingar því aukist. Þetta kemur meðal annars fram í Hagsjá Landsbankans. Þá hefur dvalartími erlendra ferða- manna á hótelum hér á landi verið að styttast á síðustu árum. Fjölgun gisti- nátta erlendra ferðamanna var 27%, sem er minni vöxtur en í komum er- lendra ferðamanna en þær jukust um um 30% milli ára. Hlutdeild annarra gistinga en hótela eykst STUTTAR FRÉTTIR ... fyrir réttum 14 mánuðum vaxið um fjóra til sex milljarða króna. Efri mörk verðmatsins, 26 millj- arðar króna, taka fullt tillit til þeirra áhrifa sem KPMG telur að kaup Visa Inc. á Visa Europe muni hafa á tekjur fyrirtækisins. Borgun mun, eins og önnur fyrirtæki sem gefa út Visa-kort, fá hlutdeild í söl- unni allt eftir heildarumsvifum þeirra á sviði kortaútgáfu. Íslandsbanki hafnaði tilboði Í nóvember í fyrra gerði breska greiðslumiðlunarfyrirtækið UPG ítrekaðar tilraunir til að eignast Borgun. Hljóðaði verðtilboð þess upp á 15 milljarða króna fyrir Borgun en áður hafði UPG boðið milljarði lægri fjárhæð fyrir allt hlutaféð. Íslandsbanki hafnaði því hins vegar að selja hlut sinn í Borgun á þessu verði. Heimildir Morgunblaðsins herma að þá hafi aðrir eigendur Borgunar boðið Ís- landsbanka að kaupa hlut sinn á sama gengi og UPG en bankinn hafnaði því tilboði einnig. Þær skýringar sem gefnar hafi verið á afstöðu bankans hafi snúið að yf- irvofandi eigendaskiptum í bank- anum, en hinn 20. október síðast- liðinn var tilkynnt að ríkissjóður myndi eignast bankann að fullu í formi stöðugleikaframlags slitabús Glitnis. Borgun metin á 19 til 26 milljarða í úttekt KPMG Morgunblaðið/Júlíus Sala Mikill styr hefur staðið um sölu Landsbankans á ríflega 30% hlut í Borgun en bankinn seldi hlutinn síðla árs 2014. Eigendur Borgunar » Íslandsbanki er stærsti eig- andi Borgunar með 63,47% hlut. » Eignarhaldsfélagið Borgun á 29,38%. Stærstu eigendur Eignarhalds- félags Borgunar eru félögin Stálskip ehf., Pétur Stefánsson ehf. og P 126 ehf. » Félagið BPS ehf. á 5% í Borgun en félagið er í eigu starfsmanna fyrirtækisins.  Hluturinn sem Landsbankinn seldi hefur hækkað um fjóra til sex milljarða á rúmu ári BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í nýju verðmati sem endurskoð- unarfyrirtækið KPMG hefur unnið er greiðslukortafyrirtækið Borgun metið á 19 til 26 milljarða króna. Þetta herma áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins.Verðmatið var unnið að beiðni stjórnar Borgunar í tengslum við yfirtökutilboð sem borist hafa í fyrirtækið á umliðnum mánuðum. Skýrslan sem hefur að geyma verðmatið hefur verið kynnt stjórn félagsins og hluthöfum. Þegar Morgunblaðið leitaði við- bragða Hauks Oddssonar, forstjóra Borgunar, og Erlends Magnússon- ar, stjórnarformanns fyrirtækisins, vildu þeir ekkert tjá sig um málið og sögðu trúnað ríkja um efni verð- matsins. Mikil virðisaukning Hinn 25. nóvember 2014 til- kynnti Landsbankinn að hann hefði undirritað samning um sölu á 31,2% hlut sínum í Borgun og að söluverð hlutarins hefði numið 2,2 milljörðum króna. Hlutinn seldi bankinn til Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf. en að því stóð hópur fjárfesta ásamt stjórnendum fyr- irtækisins sjálfs. Miðað við söluverðið til Eign- arhaldsfélagsins var heildarvirði fyrirtækisins metið á um sjö millj- arða króna. Sé verðmat KPMG lagt til grundvallar ætti verðmæti 31,2% hlutar í fyrirtækinu að liggja á bilinu sex til átta milljarðar króna. Samkvæmt verðmatinu hefur hlut- urinn sem Eignarhaldsfélagið Borgun keypti af Landsbankanum „Einn af meginstraumunum í dag nefnist á ensku „Youniverse“ og sýn- ir að neysla hvers og eins endur- speglar smekk hans og persónuleika, og því vilja neytendur að fyrirtæki og vörumerki þekki þessa einstöku eiginleika þeirra,“ segir Þórey Vil- hjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent, en hún flytur erindi á UT messunni sem hefst í Hörpu í dag. Hún ætlar að fjalla um helstu strauma og stefn- ur, og gefa þannig innsýn inn í fram- tíðina til að auðvelda fyrirtækjum að sjá fyrir þarfir viðskiptavina sinna. Þórey segir þennan tiltekna straum tengjast samfélagsmiðlum þar sem prófíll hvers og eins er ein- stakur. „Þetta hefur smitast út í væntingar neytenda til vöru og þjón- ustu. Þeir vilja að vara og þjónusta sé sniðin að þeirra þörfum. Það er því verið að hverfa frá fjöldafram- leiðslu yfir í sérsniðna framleiðslu.“ Hún nefnir dæmi af vörulínum þýska sælgætisframleiðandans Katjes sem nýlega setti á markað 3D prentara fyrir gúmmí þar sem hægt er að sér- sníða útlit sælgætisins eftir þörfum hvers og eins. „Bandaríska Oreo kexið er annað dæmi en viðskipta- vinir hafa fengið tækifæri til að panta sérsniðnar umbúðir á vefsíðu fyrirtækisins.“ Þórey segir neytendur einnig í auknum mæli hafa óseðjandi áhuga á viðeigandi og hagnýtum upplýsing- um sem helst þurfa að berast á raun- tíma. „Í upplýsingum felast völd. Því meiri upplýsingar því meiri völd. Neytendur með miklar upplýsingar eru valdamiklir neytendur sem geta haft áhrif.“ margret@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Straumar Neytendur vilja vörur og þjónustu sem er sérsniðin fyrir þá. Neytendur vilja sérsniðnar vörur  Neytendur með upplýsingar geta verið valdamiklir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.