Morgunblaðið - 12.02.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.02.2016, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Ég fjárfesti um daginn í maskara frá Dior sem heitir Diorshow Iconic Overcurl sem ég er nokkuð ánægð með. Ég hef nú alls ekki alltaf átt maskara en á síðastliðnum árum hef ég lagt mig fram um að fjár- festa í snyrtivörum sem mér finnst að konur á mínum aldri ættu að eiga þó að ég hafi aldrei tíma til að líta í spegil á morgnana. Þrátt fyrir þetta átak hafa maskararnir mínir verið að hverfa (og annað úr snyrtibuddunni) og er ástæðan sú að dóttir mín á ung- lingsaldri (sem eyðir núna um 40 mínútum fyrir framan spegilinn á morgnana) hefur verið að stelast í snyrtibudduna. Ég hef því þurft að kaupa oftar snyrtivörur en áður, þ. á m. maskara. Þegar kemur að því að kaupa maskara þá vil ég helst kaupa þekkt og rótgróin merki sem hafa áunnið sér traust og er lítið fyrir nýjungar í þeim efnum. Nýlega reyndi starfsmaður í snyrti- vöruverslun til dæmis að selja mér maskara sem snýst átómatískt og rúllar þannig upp augnhárunum. Það leist mér ekkert á og sá fyrir mér bilanir í mótornum og alls konar óþarfa flækjur. Ég vel því alltaf einhverja gamla maskara, klassík eða því sem næst! martamaria@mbl.is Maskarinn Morgunblaðið/Kristinn Linda Björg Árnadóttir, hönnuður Scintilla Hvað gerir þú til að verðlauna þig? Fæ mér kampavín. Hvað er það seinasta sem þú keyptir þér og elskaðir? Hnakkur. Hlutur sem er þér ómissandi? Mmmm, klósett kannski? Uppáhaldsborg til að versla í? Ég á ekki uppá- haldsborg til að versla í, en ég fór til Tókýó um daginn og hún er tvímælalaust komin í algjört uppáhald. Seinasti veitingastaður sem vakti hrifningu þína? Robata- ya í Tókýó. Hver er besti minjagripur sem þú hefur tekið með þér heim úr ferðalagi? Hauskúpa af vel hyrndu nauti sem ég dröslaði heim frá Santa Fe. Hangir nú á vel völd- um stað í hesthúsinu mínu. Uppáhaldsskart eða -aukahlutur? Perlufesti sem ég erfði frá mömmu. Snyrtivara sem þú gætir ekki verið án? Chanel CC-kremið mitt. Uppáhaldssmáforrit? Ég er tæknileg risaeðla og veit varla hvað smá- forrit er. Hvað er á óskalistanum þessa stundina? Ást og friður. Fagurkerinn Lilja Pálmadóttir Athafnakonan Lilja Pálmadóttir heillaðist upp úr skónum þegar hún heimsótti Tókýó í haust ásamt eiginmanni sínum, Baltasar Kormáki. Ég lagði fyrir hana nokkrar vel valdar spurningar. Marta María | martamaria@mbl.is Lilja Pálmadóttir ásamt eig- inmanni sínum, Baltasar Kor- máki, í Feneyjum á síðasta ári. Hún er hér í kjól frá Alexander McQueen. AFP Lilja heillaðsit af Tókýó þegar hún heimsótti borgina. Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir martamaria@mbl.is, Guðný Hrönn gudnyhronn@mbl.is Auglýsingar Katrín Theodórsdóttir kata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Ragneiður Arngrímsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.