Morgunblaðið - 12.02.2016, Blaðsíða 28
Förðunarsnillingurinn Bobbi Brown,
sem hefur fyrir löngu sannað sig í
förðunarheiminum með samnefndu
snyrtivörumerki, kynnir nú á mark-
að dramatískasta maskarann sinn
til þessa. Maskarinn heitir Eye
Opening Mascara og er kolsvartur.
Formúlan er hönnuð til að auka um-
fang hvers og eins augnhárs svo
um munar og burstinn sér til þess
að augnhárin fái lyftingu þannig að
augun virka stærri en áður. Og það
besta mun vera endingin en Bobbi
Brown segir maskarann haldast á
augnhárunum allan daginn án þess
að flagna eða smita frá sér.
Nýjasta nýtt
Nýjasti maskarinn frá
Bobbi Brown, lengir,
þykkir og lyftir.
Kolsvartur og
dramatískur
Hver vill ekki
Kolsvört og þykk
augnhár? Rósroði er kvilli sem veldur roða í húðinni, einkum á nefi,
höku og kinnum. Rósroða er ekki hægt að lækna en
þennan kvilla má meðhöndla með ýmsum húðmeð-
ferðum og lyfjum. Lífsstíll viðkomandi hefur einnig áhrif á
rósroðann því stress og slæmt mataræði ýtir undir ein-
kennin.
Húðumhirða hefur vissulega mikil áhrif líka og þeir sem
eru með rósroða þurfa að vanda valið á snyrtivörum.
Til eru ótal vörur sem draga úr eða hylja roða og
græni farðagrunnurinn frá Smashbox er dæmi um slíka
vöru. Hann gefur grænan blæ sem kemur á móti
roðanum í húðinni og vinnur gegn honum.
Í Prep & Prime Color Correcting-línunni frá MAC
er svo að finna gult CC-krem sem hefur reynst
fólki með rósroða vel. Kremið jafnar húðlitinn og
ver húðina fyrir öllu því sem ertir hana og veldur
roða, svo sem sól og kulda. Og ekki má gleyma
snyrtivörumerkinu Clinique sem er þróað af húð-
læknum. Innan merkisins má finna línu sem heitir
Redness Solution en í línunni eru mildar vörur, sér-
hannaðar fyrir fólk með roða í húðinni.
Lausnir
Snyrti- og húð-
vörur sem vinna
gegn rósroða
Guli liturinn í CC-kreminu
frá MAC dregur úr roða í
húð og hentar því fólki með
rósroða vel.
Smashbox-farðagrunn-
arnir hafa farið sigurför
um heiminn en þeir eru til
í nokkrum útgáfum.
Clinique
rakakrem
sem veitir
vörn.
Getty
28 MORGUNBLAÐIÐ
Snyrtistofanros.is | Engihjalla 8 | 200 Kóp | S.5540744
Frábært tilboð!!
20% afsláttur!
HÚÐSLÍPUN gegn
framvísun miðans.
Gildir til 1. apríl 2016
M
ér þykir best að
nota Touche Éclat-
gullpennann til að
móta og birta yfir
augnsvæðinu. Ég
nota hann bæði
undir og yfir augabrúnir til að lyfta
og skerpa. Þennan þurfa allar konur
að eiga í veskinu sínu. Til að móta og
gefa lit er gott að nota Dessin Des
Sourcils-augabrúnablýant sem ég
dreg eftir neðri og efri línu auga-
brúna og fylli aðeins inn í þar sem
þarf. Til að mýkja og fullkomna lín-
una nota ég burstann á blýantinum
til að greiða í gegn.
Til að toppa augabrúnalúkkið er
nauðsynlegt að nota Couture Brow-
augabrúnagelið til að gefa aukna
fyllingu og festa brúnirnar. Svo
áferðin verði náttúruleg dreg ég gel-
ið með hárvextinum og fyrir þéttari
og meira „edgy“ brúnir, eins og hjá
Cara Delevingne, er gott að draga
burstann á móti hárunum og renna
burstanum svo til baka,“ segir
Björg.
Björg Alfreðsdóttir, National Makeup Artist Yves Saint Laurent á
Íslandi, byrjar alltaf á því að næra og styrkja augnsvæðið með Forver
Youth Liberator Eye Zone Serum því það er létt og gefur raka.
Marta María Jónasdóttir | martamaria@mbl.is
Cara Delevingne
er þekkt fyrir
sínar þykku og
þéttu augabrúnir.
Björg
AlfreðsdóttirFullkomnar augabrúnir
á tveimur mínútum