Morgunblaðið - 12.02.2016, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ
FULL BÚÐ
Föndra | Dalvegi 18 | Kópavogi | s. 5686500 | fondra.is
af nýjum efnum, sniðum
og sníðablöðum
Verið velkomin,
við aðstoðum
H
ugmyndin um lífrænu húðvörulínuna kviknaði
hjá Hafdísi fyrir nokkrum árum. Hún vildi að
línan væri með virkum innihaldsefnum og að
hún státaði af góðri lykt.
„Ég vildi að áferðin og upplifunin væri eins
og að vera staddur í heilsulind. Mér hefur fund-
ist það æ mikilvægara að nota ekki vörur sem innihalda efni
sem við vitum ekki hver eru né hvað þau gera okkur. Ég
hugsa líka alltaf um það, þegar ég sé ungbörn kúra upp við
okkur, að allt sem við setjum á okkur snertir þau. Það sama
má segja um gæludýrin okkar, hundana og kettina, sem kúra
sig upp við okkur og sleikja. Við vitum ekkert hvaða áhrif
þessi efni hafa á þau. Svo þurfum við að hugsa um hvað við
setjum út í um-
hverfið. Þess
vegna vildi ég
koma með Lauga
Spa-línuna því
hún er hrein, líf-
ræn og ekki próf-
uð á dýrum.“
Hafdís segir
vörulínuna ekki
hugsaða eingöngu
fyrir konur heldur
sé hún „unisex“.
„Strákarnir elska
serumið, body &
hár-olíuna og leir-
maskann. Þetta sparar
líka heilmikið hillupláss í
baðherberginu að við
notum sömu vörurnar,“
segir hún.
Þegar Hafdís er spurð
út í sína uppáhaldsvöru
úr línunni nefnir hún ser-
umið. „Það gefur „in-
stant“ ljóma og maður
finnur og sér ljómann
birtast.“
Serumið gefur „instant“ ljóma
„Ég hef alltaf passað vel upp á að þrífa húðina bæði kvölds og morgna, nota góð krem, hreinsi- og rakamaska. Á þessum
árstíma finn ég hvað loftið er þurrt og húðin þarf extra mikinn raka. Þá er ég dugleg að bera rakamaskann á mig og jafnvel
sofa með hann. Einnig þarf húðin aukna næringu svo augn- og dagkremið okkar er æðislegt þar sem það er með extra
miklu E- og C-vítamíni. Serumið er líka nauðsynlegt þar sem það er svo góð og mikil næring, það má segja að serum geri
það sama fyrir húðina og djúpnæring gerir fyrir hárið,“ segir Hafdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lauga Spa, en fyrir einu
og hálfu ári kom hún með sína húðvörulínu á markað undir merkjum Lauga Spa. Línan kallast FACE – BODY – HOME.
Marta María Jónasdóttir | martamaria@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Hafdís Jónsdóttir
fékk hugmyndina um
að gera lífræna
húðvörulínu fyrir
nokkrum árum.
Hafdís vill að fólk upplifi sig eins og
það sé í heilsulind þegar það notar
FACE-BODY-HOME húðvörulínuna.
Söngkonan Beyoncé bar glæsilegt
skart í myndbandinu við nýjasta
lagið sitt, Formation. Skartið hef-
ur vakið mikla athygli enda er
það afar áberandi og flott.
Um er að ræða tvö stærð-
arinnar hálsmen, eyrna-
lokka og armbönd frá
merkinu Dylanex.
Á bak við merkið er
ung kona að nafni Drew
Ginsburg. Skartið
er handgert í
New York og hef-
ur Ginsburg
fengið færa
handverks-
menn með sér í
lið til að tryggja
mestu gæði er
fram kemur á vef henn-
ar.
Eins og áður sagði
bar Beyoncé nokkra mis-
munandi skartgripi frá
Dylanex í myndbandinu,
samtals kosta þeir um
hálfa milljón króna. Skjáskot af YouTube.com.
Skartið frá Dylanex
er vægast sagt
eftirtektarvert.
Skartið
sem allir
eru að
tala um
Falkor II-
hálsmen,
138.000
krónur.
IVY-eyrnalokk-
arnir kosta um
40.000 krónur.
Stíliseringin í
myndbandinu
við lagið Form-
ation er afar
vel heppnuð.
Hadley-choker-
hálsmenið kostar
119.000 krónur.