Morgunblaðið - 12.02.2016, Blaðsíða 39
það sá svarti. Þar sem við Orri vinnum mjög náið saman við að smíða og
hanna skartgripi vitum við orðið ansi vel hvort um sig hvað hinu finnst
fallegt og Orri nýtti sér þá visku augljóslega við smíði trúlofunarhrings-
ins. Hann vissi alveg að ég elskaði svarta demanta. Hann valdi
hins vegar ekki bara svartan demant heldur svartan
demant með því sem er oftast kallað galli í þessum
demantabransa. Þessir „gallar“ eru venjulega
agnir úr öðrum steinefnum, sem er tilfellið í
demantinum í hringnum mínum. Sannleik-
urinn er samt sá að þessir svokölluðu
gallar eru í raun besta sönnun þess að
steinninn er í raun og veru nátt-
úrulegur og gerir hann að okkar mati
mun fallegri og einstakari. Sér-
staklega í ljósi þess að manngerðir
demantar eru orðnir svo fullkomnir í
dag að það er nánast ómögulegt að
greina þá frá þeim náttúrulegu en það
hefur enn ekki náðst að herma eftir
þessum „göllum“.“
Útfærslan á hringnum er að mörgu leyti
hefðbundin og dálítið gamaldags og mjög
ólík skartgripalínum þeirra Orra. Helga Guð-
rún segir að hringurinn hafi verið útpældur hjá
hennar heittelskaða.
„Orra langaði að hafa útfærsluna á
hringnum einfalda og tímalausa og leyfa
svarta demantinum að njóta sín en hann
ákvað samt líka að hafa bauginn frekar
massífan og klærnar sem halda demant-
inum eru jafnvel svolítið „goth“, dálítið
oddhvassar. Hann var ákveðinn í því frá
byrjun að setja líka demanta á bauginn
sjálfan en geymdi það þangað til eftir að ég fékk hann því hann vildi hafa
mig með í ráðum um það. Niðurstaðan varð sú að hann setti sjö litla hvíta
demanta sithvorumegin við stóra svarta demantinn. Við Orri erum ansi
upptekin af táknum og höfum unnið mikið út frá þeim í skartgripunum
sem við gerum undir Orrifinn-merkinu og trúlofunarhringurinn var engin
undantekning á því. Svartur með hvítu sitthvorumegin minnir á yin og
yang eða jafnvægið. Við höfðum litlu hvítu demantana sjö sitthvorumegin
við stóra svarta demantinn sem er einmitt 0,7 karöt. Sjö er heilög tala í
mörgum trúarbrögðum og samkvæmt talnaspekinni tengist hún því að
leita sannleikans. Hringurinn er úr 14 karata gulu gulli og litlu hvítu
demantarnir eru 0,01 karat hver.“Morgunblaðið/Eggert
„Orra langaði að
hafa útfærsluna á
hringnum einfalda og
tímalausa og leyfa
svarta demantinum
að njóta sín“
MORGUNBLAÐIÐ 39
Verslun og verkstæði Snorrabraut 56 | s. 588 0488 | www.feldur.is
TILBOÐSDAGAR 20-50% afsláttur af völdum vörum. 10% af annarri vöru út febrúar.
Í nýjustu línunni frá Bobbi Brown er lögð
áhersla á ljómandi húð. Línan, sem kemur í
takmörkuðu upplagi, heitir Glow Collection
og í henni má finna dásamlegt ljómapúður í
tveimur litum, annars vegar í bleikum tón
(Pink Glow) sem hentar ljósri húð
vel og hins vegar í bronslit
(Bronze Glow) sem er hugsað
fyrir dekkri húð. Púðrið er létt
og endurkastar ljósi sem gefur
húðinni frísklegan ljóma. Mælt
er með að setja púðrið ofan á
kinnbeinin með mjúkum
bursta og jafnvel á axlir og
bringu. Þá er einnig fallegt
að setja það í innri augn-
krókinn og á augabrúnabeinið
með augnskuggabursta.
Nýjasta nýtt
Nú snýst allt
um ljómandi húð
Highlight-
púðrin koma í
tveimur litum.
Nýju highlight-
púðrin frá Bobbi
Brown gefa húðinni
frísklegt yfirbragð.