Morgunblaðið - 12.02.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.02.2016, Blaðsíða 16
„Það má því segja að sérstaðan okkar sé sú að við munum kenna allt sem tengist airbrush, nemendur læra að fullkomna förðun með airbrush-tækninni og þetta er ekki verið að kenna í neinum öðrum skóla hérna á Íslandi,“ segir Ásgeir. Læra að vinna í stúdíói með öðru fagfólki Ásgeir og Bergþóra ætla einnig að leggja áherslu á að und- irbúa nemendur fyrir vinnu við ýmsar mismunandi aðstæður. „Förðunarfræðingar þurfa að geta brugðist við aðstæðum. Við höfum tekið eftir því að fólk titlar sig gjarnan sem „makeup art- ista“ en svo kemur í ljós að fólk kann í rauninni ekki neitt, þannig að það vantar greinilega dýpri og víðtækari kennslu á Íslandi.“ Mask Makeup & Airbrush Academy verður í nánu samstarfi við Ljósmyndaskóla Sissu til að undirbúa nemendur undir vinnu í stúdíói. „Við viljum að nemendur okkar læri að vinna í stúdíói, kunni að haga sér inni í stúdíó og geti unnið með stílistum og hárgreiðslufólki. Það er ofboðslega algengt að manneskja kemur inn í verkefni, farðar módelið og svo er hún bara í símanum. Þetta gerist allt of oft.“ Í Mask Makeup & Airbrush Academy verður meðal annars unnið með vörur frá merkinu Make-Up Studio en Ásgeir og Berg- þóra ætla að kynna merkið á Íslandi samhliða því að opna skólann. „Bergþóra hefur verið að prófa þessar vörur undanfarið og þær eru virkilega skemmtilegar, við erum afar spennt,“ segir Ásgeir að lokum. Áhugasamir geta kynnt sér skólann og námið nánar á heimasíðu Mask Ma- keup & Airbrush Academy, www.maskmakeup.is. S kólinn sjálfur verður hrikalega flottur, engum líkur, og við leggjum áherslu á flotta aðstöðu. Smá „ind- ustrial grunge“-fílingur. Mér finnst skipta miklu máli að skólinn sé flottur, hann verður að gefa nem- endum innblástur á meðan þeir eru að læra. Svo er- um við með hóp flottra gestakennara sem allir eru með stórkostlega ferilskrá,“ útskýrir Ásgeir sem mun svo sjálfur sinna hárkennslu í skólanum. Skólinn ber heitið Mask Makeup & Airbrush Academy og gestakennarar eru meðal annars Haffi Haff, Sigga Rósa, Filippía Elísdóttir og Stefán Jörgen. Með „drulluherbergi“ undir „special effects“-kennslu „Haffi Haff ætlar bæði að kenna dragförðun ásamt því að fara yfir hvernig maður kallar það besta fram í fyrirsætunum, hann fer yfir ákveðin mannleg samskipti. Svo er það hún Sigga Rósa sem býr yfir um 30 ára reynslu, hún fer yfir leikhús- og kvikmyndaförð- un. Stefán Jörgen verður þá með „special effects“-kennslu. Við verðum með sérstakt herbergi undir „special effects“ sem við köll- um drulluherbergi, þar fá nemendur að blanda latex og vinna með gerviblóð svo dæmi séu tekin. Stefán er snillingur og sannkallaður listamaður og við erum stolt af því að hafa hann í okkar liði. Það er einmitt lítið um „special effects“-kennslu hér heima þannig að við ætlum að reyna að sinna því. Nemendur geta svo einnig farið á framhaldsnámskeið hjá honum Stefáni og Siggu Rósu. Bergþóra er listförðunarfræðingur og airbrush-meistari með alþjóðleg kennararéttindi í þeirri list. Við höfum boðið upp á air- brush-námskeið síðastliðin ár en við höfum orðið vör við aukna eftirspurn eftir slíkum námskeiðum,“ segir Ásgeir. Nýr förðunar- skóli á Íslandi sem er „engum líkur“ „Við erum að leggja lokahönd á skólann sjálfan og áætlum að byrja kennslu 22. febrúar,“ segir Ásgeir Hjartarson hár- greiðslumeistari, en hann er að opna nýjan förðunarskóla ásamt eiginkonu sinni, Bergþóru Þórsdóttur. Ásgeir segir skólann vera einstakan og á heimsmælikvarða. Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is Nemendur læra að vinna með vörur frá Make-Up Studio. Nemendur skól- ans verða kynntir fyrir merkinu Face Lace sem hefur verið að gera allt vitlaust erlendis. Ljósmynd/Kristján Maack. Ásgeir Hjartarson og Bergþóra Þórsdóttir. Marilyn Monroe er meðal annars þekkt fyrir ljósu lokkana, löngu augnhárin og eldrauðu varirnar. Rauðar varir eru fyrir löngu orðnar klassískar og margar konur dreymir um að skarta eldrauðum vörum í anda Monroe. Sumar telja þó slíkan vara- lit ekki klæða sig. En rauður varalitur á að geta farið öllum vel að sögn Caroline Barnes, förð- unarfræðings Max Factor, galdurinn liggur ein- faldlega í litartóninum. Nýverið kom á markað varalitalína frá Max Fac- tor, línan samanstendur af fjórum rauðum varalit- um og er hver og einn litur hannaður með sér- stakt litaraft í huga. Stjarna línunnar er þó litur sem kallast Ruby Red en það er liturinn sem sjálf Marilyn Monroe notaði, sá litur á að fara öllum vel. Liturinn er eldrauður og bjartur en það var sjálfur Max Factor sem hannaði þann lit fyrir Monroe þegar frægðarsól hennar stóð hvað hæst. Nýjasta nýtt Núna geta allir notað rauðan varalit Marilyn Cabernet Red hentar þeim sem hafa dökka húð sérstaklega vel. Marilyn Berry Red hentar þeim sem hafa kaldan undirtón í húðinni. Marilyn Sunset Red er sérstaklega hann- aður fyrir þá sem hafa hlýtt litarhaft. Marilyn Ruby Red var varaliturinn sem Marilyn Monroe not- aði. Sá klassíski litur á að henta öllum, óháð litarhafti og háralit. 16 MORGUNBLAÐIÐ ALLT AÐ RAKA AUKNING EFTIR EINA NOTKUN. Varðveitir rakann og gefur aukinn ljóma dag eftir dag. Stöðug rakagjöf í 8 tíma. Útsölustaðir: Hagkaup Kringlunni, Lyfju Smáratorgi, Neskaupsstað og Keflavík, Árbæjarapotek, Garðsapótek, Apotek Siglufjarðar, Stjörnusól, Snyrtistofan Hilma, Snyrtistofan Arona, Snyrtistofan Abaco, Snyrtistofan Fagra, Snyrtistofan Wanita, Snyrtistofan Dekurdís og Hárgreiðslustofan Flikk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.