Morgunblaðið - 12.02.2016, Síða 6

Morgunblaðið - 12.02.2016, Síða 6
Constantine Paraskevopoulos, eiginmanni Anítu Briem leik- konu. „Ég var að vinna með Anítu í myndatöku og minntist á það við þau að mig vantaði nafn yfir allt það sem ég starfaði við. Þá kom hann með þessa hugmynd. Þetta var eins og skrif- að í skýin, þetta passaði svo vel,“ segir Kalli. Í dag rekur Ásta Bjartmarz Beautybar og er stofan og verslunin til húsa á þriðju hæð í Kringlunni. Undir Beautybar- nafnið heyra nú Studio hársnyrtistofa og Hárlengingar.is en Ásta hefur sérhæft sig í þeim síðastliðin 13 ár. Auk þess er rekin á staðnum netverslunin www.beautybar.is með hár- og snyrtivörur. Í lok síðasta árs bárust fréttir af því að Ásta og Kalli væru ósátt vegna notkunarinnar á Beautybar-nafninu en þau eru búin að grafa stríðs- öxina og ætla að vinna saman. „Ég hef alltaf fílað þetta nafn, Beauty- bar, og það passar vel fyrir okkur og það sem við erum að gera. Þetta er alþjóðlegt og gott nafn. Hárgreiðslusveinarnir á stofunni lærðu all- ir undir handleiðslu Kalla og eru toppfagmenn í sínu fagi, enda ekki við öðru að búast með þá reynslu og þekkingu sem þau fengu undir hans leiðsögn,“ segir Ásta. „Við bjóðum upp á allt sem tengist útliti. Við erum með nagladömu, förð- unarfræðinga, alla almenna hárgreiðslu, hárlengingar og eitt mesta vöruúrval landsins af hár- og snyrtivörum. Það eru spennandi tímar fram- undan hjá okkur, 2016 verður skemmtilegt ár,“ segir hún. Grófu stríðsöxina K arl Berndsen kom eins og stormsveipur inn á íslenska tískumark- aðinn 2008 eftir að hafa starfað um allan heim með aðalbækistöð í Bretlandi í um 15 ár. Hann segist hafa flutt til Íslands eftir öll þessi ár í útlöndum til að geta verið nær sínum nánustu og svo grínast hann með það að allir hafi verið orðnir svo ósköp ríkir á Ís- landi að hann vildi svo sannarlega taka þátt í gleðinni og góð- ærinu. Við hittumst á hárgreiðslustofunni Beautybar í Kringlunni sem nú er rekin af Ástu Bjartmarz. Upp kom ósætti á milli þeirra varðandi notkun á nafn- inu Beautybar en þau hafa nú grafið stríðsöxina. „Þegar ég kom heim vann ég „freelance“ og opnaði vinnustofu undir nafninu Beautybar í Hæðarsmára í Kópavogi. Það varð strax mjög mikið að gera svo ég réð mér aðstoðarmann, Ísak Frey förðunarmeistara. Beautybar átti í raun aldrei að verða hárgreiðslustofa heldur fyrst og fremst vinnustofa fyrir mig,“ segir Karl. Stuttu síðar var Karl, eða Kalli eins og hann er alltaf kallaður, beð- inn að vera með sjónvarpsþættina Nýtt útlit á Skjá Einum. Þættirnir hófu göngu sína 2009 og urðu strax mjög vinsælir. „Í kjölfar sjónvarpsþáttanna varð allt vitlaust og ég fór að klippa og snyrta meira og var kominn með „fullswing“ hárgreiðslustofu áður en ég vissi af,“ segir hann. Þegar hann er spurður hvort hann hafi fundið mikinn mun á hárgreiðslu ís- lenskra og breskra kvenna segir hann svo ekki vera. „Íslenskar konur eru kannski opnari fyrir nýjungum, en annars er þetta svipað,“ segir hann. Í kjölfar alvarlegra veikinda Kalla árið 2013 var Beautybarnum lokað 2014. Hann vill ekki ræða veikindi sín á þessu stigi málsins en það fer ekki framhjá neinum að nafnið Beautybar er honum kært. Hugmyndin að því kviknaði hjá Karl Berndsen kom eins og stormsveipur inn á íslenska tískumarkaðinn 2008 eftir að hafa starfað um allan heim með aðalbækistöð í Bretlandi í um 15 ár. Hann segist hafa flutt til Íslands eftir öll þessi ár í útlöndum til að geta verið nær sínum nánustu. Marta María Jónasdóttir | martamaria@mbl.is 6 MORGUNBLAÐIÐ „Þetta er fyrir fólk sem á erfitt með að finna réttan litartón þegar kemur að farða. Droparnir fást bæði í dökku og ljósu þannig að hver sem er getur búið til sinn fullkomna litartón,“ segir Sólrún Björg Bjarna- dóttir, förðunarfræðingur hjá Body Shop, um nýj- ung sem kallast Shade Adjusting Drops. Sól- rún segir dropana einfalda í notkun. „Ég set um það bil tvo dropa á handarbakið ásamt einni pumpu af farða og blanda saman til að lýsa meikið mitt um hálf- an litartón. Það er einfalt að stýra því hversu mikið maður vill lýsa farðann og droparnir breyta ekki áferð farðans sem maður er að nota.“ Þess má geta að dropunum má blanda við hvaða fljótandi farða eða lit- aða dagkrem sem er. Nýjasta nýtt Fullkominn litartónn Getty Images Það getur verið vanda- samt að finna hinn ful- komna litartón á farða. Balmain- hárvörurnar eru seldar á Beauty- barnum. Ásta Bjartmarz Nærandi sjampó frá Nounou sem gefur góða fyllingu og mýkt í hárið. Heitustu krullujárnin koma frá HH Simonsen. SKÓLAVÖR‹USTÍG 6B - SÍMI 562 6999 ÍSLENSK HÖNNUN www.marialovisa.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.