Morgunblaðið - 12.02.2016, Side 12

Morgunblaðið - 12.02.2016, Side 12
Þessi peysa er úr 100% merino-ull og heldur pottþétt á manni hita. Frá Farmers Market, 28.500 krónur. Í versluninni Vero Moda má finna ótal smart peysur fyrir vor- ið, þessi kostar 6.990 krónur. Zara, 4.995 krónur. Klassískar skyrtur undir hlýjar peysur er skothelt fyrir vinnuna eða skólann. Þessi kemur frá Lindex og kostar 6.715 krónur. Þessi fallega peysa kostar 19.990 krónur í versluninni Mat- hildu í Kringlunni. Dásamlega mjúk og smart peysa frá Samsöe & Samsöe. Hún fæst í Evu á Laugavegi og kost- ar 22.995 krónur. 12 MORGUNBLAÐIÐ Vorlína Lindex kemur manni svo sannarlega í 70’s-fílinginn. Línan sam- anstendur meðal annars af útvíðum buxum, flíkum úr vistvænu gallaefni og í stílhreinum litasamsetn- ingum. Að sögn Camillu Schmidt, vörumerkjahönn- uðar hjá Lindex, var inn- blástur sóttur til tískufyr- irmynda á borð við Francoise Hardy, Lauren Hutton og Brigitte Bardot við gerð línunnar. Línan er kvenleg og töff í senn og hefur upp á marga mögu- leika að bjóða. Nýjast nýtt Lindex kemur með 70’s-fílinginn í vor Þessi æðislega blússa er ein af lyk- ilflíkum línunnar. Stílhreinar litasamsetn- ingar og klæðileg snið verða málið í vor og sumar. Vistvæn gallaefni eru áberandi í vorlínu Lindex þetta árið. Víð pils og víðar bux- ur minna óneitanlega á tískuna sem ríkti á áttunda áratugnum. 38 þrep, 17.580 krónur. Hlý peysa sem hægt er að dressa ýmist upp eða niður er algjör skyldueign í fataskápinn í vor og sumar. Hlýjar peysur í fallegu sniði má nota við ótal tilefni enda er lítið mál að klæðast þeim við til dæmis fínt pils eða hversdagslegar gallabuxur. Guðný Hrönn | gudnyhrnonn@mbl.is Fínt hálsmen gerir hlýja peysu að spariflík. Þetta er úr versluninni 38 þrepum og kostar 28.440 krónur. Stutt pils við hlýja peysu er sérlega flott samsetning, þetta pils fæst í Zöru og kostar 6.995 krónur. AFP Peysur voru áberandi á tískupallinum hjá Christian Dior þegar vor/sumar-línan fyrir árið 2016 var kynnt. Hlý peysa er skyldueign

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.