Morgunblaðið - 12.02.2016, Síða 18
„Contouring“ gerði allt vitlaust á síðasta ári en nú er „strobing“ tekið við en
báðar þessar aðferðir ganga út á skyggingu á andlitinu. „Contouring“ snýst
um að móta andlitið meira, hækka kinnbein, skyggja andlitið í kringum hár-
línuna, forma nefið og þar fram eftir götunum. „Strobing“ snýst hins vegar
um að setja birtu á rétta staði – lýsa upp kinnbein, miðjuna á enninu og
framan á nefinu. Hægt er að nota ýmis tól í „strobing“ eins og til dæmis
augnskugga en það má líka nota krem-„highlighter“.
Contouring
eða strobing?
Hver er
munurinn?
þar sem það sést lítið sem ekk-
ert og þar af leiðandi verða mistök
ekki eins áberandi.
Ágætt er að hafa plokkara við höndina þeg-
ar gerviaugnhár eru límd á, sumum þykir best að
nota fingurna til að koma augnhárunum fyrir en öðrum
þykir ómissandi að nota plokkara í verkið.
Þegar gerviaugnhárin eru komin á sinn stað er gott
að halda við þau í nokkrar sekúndur, eða þar til límið
nær að þorna við húðina.
Þá er ráðlagt að taka augnháralímið með í hand-
töskuna ef ske kynni að þau myndu losna af þegar líður
á daginn eða kvöldið.
gudnyhronn@mbl.is
Gerviaugnhár hafa náð miklum vinsældum á und-
anförnum árum og allir ættu að geta fundið eitthvað við
sitt hæfi þar sem úrvalið er gríðarlega mikið og fjöl-
breytt. Gerviaugnhár setja gjarnan punktinn yfir i-ið
á fallegri förðun, svo lengi sem þau eru límd rétt
á. Hér koma nokkrir punktar sem vert er að
hafa í huga næst þegar slík augnhár eru not-
uð svo að þau njóti sín sem best.
Gott er að byrja á að máta augnhárin
við augað. Stundum er gott að klippa
smá af augnháralínunni ef hún nær
alla leið inn í augnkrókinn því það get-
ur valdið óþægindum.
Eftir að augnháralímið er komið á augnhárin er nauð-
synlegt bíða í um 20-60 sekúndur, eða þar til límið verð-
ur klístrað. Þá er hægt að koma augnhárunum fyrir á
auganu.
Athugið að hægt er að kaupa bæði glært og svart
augnháralím. Mælt er með að byrjendur noti glært lím
Ómissandi ráð um ásetningu
gerviaugnhára Plokkari
kemur sér
vel þegar
koma á
gervi-
augnhár-
um fyrir.
18 MORGUNBLAÐIÐ
Mama B - ítölsk hönnun - vor 2016
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911
Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16
www.facebook.com/spennandi
„Lilly Lashes hafa vakið mjög mikla athygli
um heim allan og hjá stjörnunum í Hollywood.
Til dæmis eru Miami 3D-augnhárin ein af
uppáhaldsaugnhárum Kylie Jenner. Þau eru til í
tveimur týpum, Human Hair-týpu og 3D Mink
Lashes-týpu,“ segir Helga Karólína Karls-
dóttir, eigandi snyrtivöruverslunarinnar Cool-
cos.
Helga segir Lilly Lashes-augnhárin auðveld í
notkun. „Það er einstaklega auðvelt að setja þau á þar
sem augnháralínan er mjög sveigjanleg. 3D Mink augnhárin er
hægt að nota allt að 25 skipti og Human Hair upp í 5-10 skipti ef
farið er vel með þau.“
„3D Mink Lashes-augnhárin eru handgerð úr minkahárum og
hárunum er raðað í tvö lög til þess að gefa þrívíddaráferð,“ útskýrir
Helga að lokum og tekur fram að augnhárin séu „cruelty free“.
Framboðið af gerviaugnhárum hefur stór-
aukist á undanförnum árum. Gerviaugnhárin
eru orðin vandaðri en áður fyrr og eru þar af
leiðandi margnota. Lilly Lashes eru dæmi
um slík aughár en þau eru ýmist búin til úr
minkahárum eða mannahárum.
Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is
Gerviaugnhár sem hægt
er að nota í allt að 25 skipti
Helga
Karólína með
augnhár frá
Lilly Lashes.
S
trobing“ er notað til að búa
til ferska, ljómandi og fág-
aða förðun með því að bæta
ljóma á andlitið.
„Strobing“ virkar þannig
að „highlighter“ er
settur á rétta staði andlitsins (sjá
mynd) til að lýsa upp og leggja
áherslu á ljómann í húðinni. Krist-
jana Guðný Rúnarsdóttir segir
að hægt sé að fara ýkt-
ar og minna ýktar leið-
ir í þessu og að eldri konur
ættu að velja minni andstæður
í skyggingu.
„Þessi aðferð hentar kon-
um á öllum aldri en hver og
ein notar eins mikið eða
lítið magn og tilefni gefur
til,“ segir Kristjana, al-
þjóðlegur make up artist
hjá Lancôme.
Enni: Þú leggur áherslu á
mitt ennið og setur „high-
lighter“ á það svæði.
Undir augabrún: Til að
opna augnsvæðið seturðu
„highlighter“ og svo er
sniðugt að setja líka örlítið
í innri augnkrók.
Nef: Settu þunna línu nið-
ur eftir nefinu til að nefið
sýnist beinna.
Efri vör: Settu „high-
lighter“ á efri vörina til að
hún sýnist þrýstnari. Þetta
gerir að verkum að varalit- urinn
verður fallegri þegar hann er borinn á
og línur í kringum varir virðast minni.
Haka: Settu „highlighter“ á hökuna til
að samræma heildarlýsingu andlits og
gefa fyllingu í varir.
Lupita
Nyong’o er
þekkt fyrir
sína ljóm-
andi húð.
„Strobing“ keyrir
upp fegurðina
Ef þú ætlar að læra eitthvað nýtt 2016 þá er það að
tileinka þér „strobing“-tæknina í förðun. Strobing
snýst um að fá fallegt endurkast á húðina og beina
ljósinu þangað sem við viljum hafa það. Með réttum
efnum og skyggingum er hægt að ná tökum á þess-
ari tækni sem er upprunnin í Suður-Kóreu. Upphaf-
lega var „strobing“ eingöngu notað á tískupöllunum
og fyrir tískumyndatökur. Í dag hefur þessi tækni
fært sig yfir í förðunarrútínu hinnar venjulegu konu.
Marta María Jónasdóttir | martamaria@mbl.is
Til að ná þessari
tækni notar
þú einungis
fjórar vörur
1Genifique ser-um-dropa sem
gefa náttúrulegan
fallegan ljóma.
2 Teint Miracle-farðann sem er
fullkominn ljóma-
farði.
3 Teint Miracle-pennann, sem
er hinn fullkomni
„kraftaverka-
penni“ sem gefur
ljóma.
4 La Base HydraGlow; hið eigin-
lega ljómakrem
sem gefur raka og
hinn eftirsótta
eðlilega ljóma.