Morgunblaðið - 12.02.2016, Page 26

Morgunblaðið - 12.02.2016, Page 26
Nýjasta nýtt Nýverið kom á markað spennandi nýjung frá Estée Lauder sem er eins konar límband í fljótandi formi. Krem- ið heitir Expert Face Tape og er í New Dimension-línunni. Þetta krem gefur hálfgerða lyftingu og strekkingu sam- stundis, að því er kemur fram á vef Estée Lauder, en þar er kremið kallað „töfralímband“. Mælt er með að nota kremið á þau svæði sem þurfa á því að halda, svo sem augnsvæðið og í kringum munn, bæði kvölds og morgna. Nauðsynlegt er að sjá til þess að húðin sé hrein og þurr áður en krem- ið er borið á. Kremið er svo látið þorna á húðinni í um tvær mínútur, eða þar til húðin er orðin stinn. Mælt er með að nota töfralímbandið með öðrum vörum úr New Dimension-línunni, til dæmis Shape + Fill Expert-seruminu sem lífgar upp á húðina og lyftir henni. 26 MORGUNBLAÐIÐ Öll almenn snyrtiþjónusta ásamt fótaaðgerðum, Hydradermie frá GUINOT og META THERAPY andlitsmeðferðir. Við tökum vel á móti þér í notalegu umhverfi. SNYRTISTOFAN ÞEMA Dalshrauni 11 s: 555-2215 Hvernig er best að bera sig að ef við viljum fela hrukk- urnar sem mest (án þess að fara í andlitslyftingu)? „Að nota góðan farðagrunn sem flæðir yfir húðina, jafna húðlitinn og slétta yfirborðið og nota vörur sem draga fram og leyfa ljóma húðarinnar að skína í gegn. Mitt uppáhald er farðagrunnurinn Le Blanc frá Chanel „hreint ljós í krukku“. Einnig forðast að nota of þykka farða,“ segir Sesselja. Eru einhver töfraefni, fyrir utan að drekka nóg af vatni og borða súperhollt, sem gerir það að verk- um að við lítum betur út? „Það eru mörg góð efni í snyrtivöruheiminum sem hjálpa okkur, til dæmis að nota slípimaska reglulega og er „peel & reveal“ maskinn frá Elizabeth Arden einn sá besti sem ég hef notað. Hann er algjör snilld, afhjúpar þétta og geislandi húð,“ segir hún. Hvernig mælir þú með að konur farði sig til að líta sem best út og sýnast unglegri? „Ég mæli með að nota alltaf fljótandi farða og farða- grunn til að jafna húðlitinn, nota sólarpúður til að ná sólarkysstu lúkki og kinnalit fyrir frískleikann. Forð- ast að nota mikið púðurfarða, það dregur fram þurrk og ýkir línur. Svo er að fara meðalveginn, mála sig hóflega. Ég ráðlegg öllum konum að fá faglega ráð- gjöf bæði fyrir húð og förðun til að ná fram besta ein- takinu af sjálfum sér.“ Hvað gerir okkur eldri þegar kemur að farða og snyrtivörum? „Afdráttarlaust of dökkir farðar og þykkir, einnig mikil glimmer/metallic. Það þarf að fara varlega í allt glimmerið því það ýkir og bætir á okkur árum. Sama gildir með sjálfbrúnkukrem í andlit, sleppa þeim þegar við eldumst því þau draga fram og ýkja litamismun og bletti sem eru að myndast í húðinni.“ Hvert er leynitrixið? „Það býr í hverri og einni konu. Fegurðin kemur innan frá og einnig þegar við ákveðum að vera fallegar. Við eigum að hætta að hugsa um aldur því hann er afstætt hugtak,“ segir Sess- elja. Morgunblaðið/Ómar Of dökkur farði & glimmer gerir okkur eldri Sesselja Svein- björnsdóttir er „trainer“ hjá Chanel. Sesselja Sveinbjörnsdóttir „trainer“ hjá Chanel veit hvernig er best að farða sig þegar árin færast yfir. Hún segir að glimmeraugnskuggar eldi okkur. Marta María Jónasdóttir | martamaria@mbl.is Sesselja mælir með þessum maska frá Elizabeth Arden. Undirfarðinn Le Blanc frá Chanel jafn- ar út húðlit- inn og lætur húðina virka sléttari. Eldri konur ættu ekki að nota mjög mikla glimmer- augnskugga. Diane Kruger er andlit Chanel. Hin dásamlega Gabrielle Chanel, eða Coco Chanel eins og hún var kölluð, braut allar „reglur“ sem í hávegum voru hafðar meðan hún lifði. Hún hik- aði ekki við að verða sól- brún þegar allar konur áttu að vera fölar eins og postulín. Hún var nútímaleg og tók örlögin í sínar hendur og ákvað að vera al- gjörlega frjáls og sjálfstæð og skapa sinn stíl í fatnaði og öllu sem við- kom útliti og húð og slíku. Hún var talin frumkvöðull að nýjum lífsstíl og stundaði meðal annars strandlíf af mikl- um krafti, fór í golf og elskaði að sigla um heimsins höf. Hún vildi að konan væri frjáls og gæti hagað lífi sínu eftir eigin höfði. Hún vildi alls ekki láta segja sér hvernig ætti að gera hlutina. Les Beiges-ljómapúðrið frá Chanel er innblásið af hinni lokkandi og frjálsu Coco Chanel. Það er skapað fyrir nútíma- konuna sem vill hafa húðina heilbrigða og með ljóma allan ársins hring – ekki bara á sumrin. Í púðrinu er meng- unarvörn, SPF15, andoxun fyrir húð, mýkjandi einingar sem stífla ekki húð og svo er það án olíu. Púðrið hentar öllum húðtegundum og það má nota beint á húðina eða yfir farða. Hægt er að nota ljómapúðrið í stað sólarpúð- urs en með púðrinu má skyggja húðina og leika sér svolítið eins og er svo óskaplega móðins núna. Púðrið kemur í fimm litum. martamaria@mbl.is Fyrir nútímakonuna Heilbrigð og heillandi Les Beiges-ljóma- púðrið frá Chanel er skapað fyrir nútímakonuna og innblásið af Coco Chanel sjálfri. AFP Góður farðagrunnur er nauðsyn- legur fyrir þær konur sem leitast við að slétta úr yfirborði húðarinnar og draga úr fínum línum. Nýi farða- grunnurinn frá Dior, Diorskin For- ever & Everwear, jafnar yfirborð húðar og húðlit og sér til þess að förðunin endist all- an daginn. Dior- skin-farðagrunn- urinn mattar húðina og gefur henni flauelsm- júka áferð, hann hentar öllum húð- gerðum. Farðagrunnur sem dregur úr fínum línum Shape + Fill Expert Ser- umið lyftir og gefur ljóma. Á vef Estée Lauder er kremið kall- að „töfra- límband“. Töfralímband sem lyftir andlitinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.