Morgunblaðið - 12.02.2016, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.02.2016, Blaðsíða 34
Anastasia Soare kunni ekk- ert í ensku þegar hún fluttist til Bandaríkjanna. Þrátt fyrir það náði hún að stofna fyrirtæki sem kom henni fljótt á kortið. Anastasia Beverly Hills-snyrtivörurnar hafa slegið rækilega í gegn undanfarið. En hver er Anastasia, konan á bak við merkið, eiginlega? Anastasia er fædd og uppalin í Rúmen- íu, þar stundaði hún nám í myndlist og arkitektúr. Hún fluttist til Bandaríkjanna fyrir um 26 árum en þá talaði hún ekki stakt orð í ensku. Hún var þó fljót að aðlagast og finna sér vinnu. Í byrjun vann hún á snyrti- stofu og sinnti hin- um ýmsu verk- efnum en fljótlega opnði hún sitt eigið fyrirtæki og fór að sérhæfa sig í snyrtingu auga- brúna. Þjónusta hennar sló í gegn og í dag er hún einmitt einna þekktust fyrir augabrúnavörurnar sem hún framleiðir undir merkinu Anas- tasia Beverly Hills. Anastasia greindi ný- verið frá því í viðtali á vefnum Into The Gloss að hún hefði ávallt áttað sig á mik- ilvægi augabrúna og að listnámið hefði hjálpað henni þegar kom að því að framkvæma hugmyndir sínar. Anastasia er sannkölluð stjarna í förðunarheiminum og henni fylgja rúmlega átta milljónir manna á Instagram. Þar deilir hún yfirleitt fallegum mynd- um af förðun þar sem snyrti- vörur hennar eru í aðalhlutverki. Hollywood hittari Hver er konan á bak við eitt eftir- sóttasta snyrtivörumerki heims? AFP Anastasia Beverly Hills sérhæfir sig meðal annars í „highlighterum“ sem gefa húðinni dásamlegan ljóma. Auga- brúnavör- urnar henn- ar Anastasiu hafa slegið í gegn. Þær fást á beauty- bar.is. 34 MORGUNBLAÐIÐ Bankastræti 3 | l0l Reykjavík |Sími 551 3635 Rosa flottar sokka- buxur Hvernig hugsar þú um húðina? Fæ plús í kladdann þar því mér er mjög annt um eigið skinn og hlúi vel að því. Þurrburstun, hollt mataræði, kókosolíuát, vatnsdrykkja, förðunarlaus og góður svefn, gufurnar í baðstofunni í Laugum og hreinar húðvörur eru vopnin mín. Ég hlýt að vera að gera eitthvað rétt því húðin er öll á sínum stað, teygist í takt við tilefnið og er með mátulega mörgum hrukkum fyrir konu á mínum aldri. Hvað notar þú á hana og hvers vegna? Undanfarna mánuði hef ég verið að nota íslensku húðvörurnar frá Taramar á andlitið. Á morgnana er það serumið og dagkremið og fyrir svefninn þvæ ég af mér málninguna með hreinsiolíunni og Clarisonic-húðburstanum mínum. Svo er andlitið mitt svo ljómandi lukkulegt þar sem ég hef verið að prófa næturkremið frá Taramar sem kemur víst á markað í næsta mánuði. Kremið er að gera virki- lega gott mót og ég er allavega sjö númerum fersk- ari í framan þegar ég lít í spegilinn á morgnana. Mér finnst þessar vörur æðislegar og það góða er að þær eru afbragðs hreinar og innihalda engin skaðleg aukaefni. Á kroppinn nota ég svo vörur í Sugar-línunni frá Fresh eða Brown Sugar Body Polish, Brown Sug- ar-sturtusápuna og Sugar Body Oil. Ég á það líka til að bera á mig ilmlausa kókosolíu en þar sem ég er með lyktarskyn á við þrjá er ég mjög vanaföst þegar kemur að þessum málum. Tar- amar-vörurnar og Sugar-línan gleðja bless- unarlega bæði húðina og nefið. Hefur þú alltaf spáð mikið í húðvörur eða er þetta nýtilkomið? Ég var alveg voðalega lítið að velta þessum málum fyrir mér sem barn því þá var ég svo upptekin af því að reyna að pissa standandi og spila fótbolta. Áhuginn kviknaði á unglingsárunum og lýsti sér þannig að ég varð að prófa það sem ég sá auglýst í blöðunum. Ég viðurkenni fúslega að ég misskildi sumt og notaði vörur sem hentuðu ungri húð alls ekki. Ég ruglaði til dæmis saman gæsahúð og appelsínuhúð í kremkaupum og í eitt skipti kom pabbi að mér þar sem ég var að maka rak- sápunni hans í þykkan makkann. Mér til varn- ar stóð Shaving Gel á umbúðunum og að sjálf- sögðu ákvað ég að um hárgel væri að ræða. Síðan þá hefur mér farið fram í enskunni og vit- und mín um hvað hentar minni húð (og hári) stór- aukist. Hvert er besta bjútítrix allra tíma að þínu mati? Sofa vel, hlæja mikið, borða gott, elska og koma vel fram við sig og sína. Ég held að fegurðin geti ekki klikkað ef maður fylgir þessum trix- um. Það er líka alveg bráð- nauðsynlegt að þvo sér mjög reglulega því ekki vill maður skyggja á alla feg- urðina með miður góðri lykt. Það væri synd. Þetta ætti ekki að klikka Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill leggur mikið upp úr því að lifa heilsusamlegu lífi og gerir sitthvað til að líta sem best út. Marta María Jónasdóttir | martamaria@mbl.is Sugar-línan frá Fresh er í uppá- haldi hjá Hödd. Hödd notar Clarisonic- húðburstann vinsæla. Hödd segir húðvörurnar frá Taramar gera frá- bæra hluti fyrir húðina. „Undanfarna mánuði hef ég verið að nota íslensku húðvör- urnar frá Taramar á andlitið. “

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.