Morgunblaðið - 12.02.2016, Page 38
S
taðreyndinn er sú að ég vissi ekkert af þessum hring fyrr en
við Orri vorum komin upp á topp Machu Picchu-fjalls í Perú
og hann var skyndilega kominn niður á hnén að biðja mín,“
segir Helga Guðrún Friðriksdóttir þegar ég spyr hana út í
trúlofunarhringinn sem Orri unnusti hennar færði henni.
Orri er gullsmiður og reka þau saman fyrirtækið Orrifinn á
Skólavörðustíg. Parið var á ferðalagi um Mexíkó og Perú síðasta sumar
og án hennar vitundar hafði Orri smíðað þennan fallega grip áður en þau
lögðu í hann. „Það er eiginlega óskiljanlegt hvernig hann fór að því að
smíða hann án minnar vitundar þar sem við vinnum saman en það hafðist
og hann náði sannarlega að koma mér á óvart,“ segir Helga Guðrún.
Hvers vegna valdi Orri svartan demant?
„Við Orri vinnum saman við skartgripagerð undir Orrifinn-nafninu en
ég hafði í raun aldrei leitt hugann sérstaklega að demöntum. Orri sér-
hæfði sig hins vegar í demantaísetningu áður fyrr og vann við það í New
York á sínum tíma. Hann kynnti mig fyrir heimi demantsins og kom í ljós
að það er margt heillandi við þá. Demantar eru harðasta efnið sem til er,
þeir verða til djúpt ofan í iðrum jarðar eða við möndulinn og koma ekki
upp á yfirborðið nema við eldgos. Algengur misskilningur er að nátt-
úrulegur demantur geti bara verið hvítur en þeir geta verið litaðir og
geta verið svartir. Ég heillast sérstaklega af svörtum demöntum, það er
bara eitthvað mjög heillandi við þá; ef einhver demantur er töffari þá er
Kom á óvart
með svörtum
demanti
Það datt af Helgu Guðrúnu Friðriksdóttur
andlitið þegar unnusti hennar bað hennar
og færði henni demantshring með 0,7
karata svörtum demanti.
Marta María Jónasdóttir | martamaria@mbl.is
Helga Guðrún Friðriks-
dóttir með trúlof-
unarhringinn sem er með
0,7 karata svörtum dem-
anti og sjö litlum demönt-
um sitthvoru megin.
38 MORGUNBLAÐIÐ
„Förðunarfræðingurinn By Terry er meistari lita og
áferða. Hún veit að áhöldin sem notuð eru við förðun
eru ekki síður mikilvæg við að framkalla þá áferð sem
sóst er eftir,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, förð-
unarfræðingur hjá Madison ilmhúsi. Margrét segir
burstana frá By Terry tryggja að hver sem er geti skap-
að fallega förðun með fljótlegum hætti.
„Stencil“-farðaburstinn
„Keilulaga „kabukki“-bursti með dæld í
miðjunni sem tekur á móti farðanum og
skammtar honum jafnt yfir andlitið. Hann
hentar bæði fyrir fljótandi farða og púðurf-
arða og mjúk en stinn hárin skapa jafna og
eðlilega áferð.“
Svampburstinn
„Lítill svampur á skafti. Hann jafnar yfirborð
farðans og kemur í veg fyrir að skil verði á
milli farða og hyljara. Lagið á honum hentar
fullkomlega til að ná til svæðisins í kringum
nef og undir augum. Það má nota hann bæði
blautan og þurran en blautur svampur mýkir
farðaáferðina enn meira og festir farðann bet-
ur. Skaftið kemur í veg fyrir kámuga fingur.
Þess má geta að svampurinn er latex-frír.“
„Soft-buffer“-burstinn
„Bursti sem pússar og blandar yfirborð
farðans. Hann virkar mjög vel með púðurf-
arða og má líka nota fyrir fjótandi farða. Hárin
í burstanum eru mjög þétt en lungamjúk og
frábær til að nota við skyggingar, fyrir sól-
arpúður og ljómapúður,“ útskýrir Margrét.
Hún segir burstann gefa sérstaklega létta og
eðlilega áferð. „Útkoman verður létt og eðli-
leg áferð og mjúkar skyggingar. Svo er skaft-
ið með léttri sveigju svo burstinn leggst vel
að andlitinu.“
gudnyhronn@mbl.is
Nýjasta nýtt
Með réttu
tólunum get-
urðu verið
þinn eigin förð-
unarfræðingur
„Soft-
buffer“-
burstinn
„Stencil“
-farða-
burstinn
Svamp-
burstinn