Morgunblaðið - 12.02.2016, Qupperneq 40
Ljósmynd/Ragnheiður Arngrímsdóttir
É
g byrjaði á hormónunum fyrir um sex mánuðum. Það breytist ótrú-
lega margt við það að byrja á hormónum. Hárvöxtur minnkaði og
sumstaðar hvarf hann alveg, öll líkamshár sem voru dökk áður lýst-
ust og húðin varð mýkri,“ segir Snædís Yrja.
Hún nefnir að matarlyst hafi tekið miklum breytingum eftir að
hún byrjaði á hormónunum. Hér áður fyrr sótti hún í saltan mat en
nú vill hún meiri sykur. „Bragðlaukarnir eru breyttir,“ segir hún og
hlær og bætir því við að hún sé í dag sólgin í súkkulaði sem hún var
ekki áður.
„Mér fannst súkkulaði ekkert spes en núna þrái ég það og veit
ekkert betra en að liggja uppi í sófa og kvöldin og borða súkkulaði. Ég er líka miklu meira
pikkí á mat í dag og borða meira með auganu,“ segir hún.
Snædís Yrja segir að kynleiðrétting gerist í
nokkrum skrefum. Hún hafi til dæmis þurft að lifa
sem kona í eitt ár áður en kynleiðréttingarferlið
hófst formlega. Hún segir að það hafi ekki verið
neitt mál því hún hafi í raun lifað eins og kona frá
unglingsaldri. „Eitt af mínum fyrstu verkefnum
var að fara í leysiaðgerð á andliti til þess að stöðva
skeggvöxt en ég er ekki alveg búin, þarf að fara í
nokkur skipti í viðbót. Fyrir rúmlega ári fór ég í
sílikon-aðgerð og ég verð að játa að það var aðal-
viðurkenningin fyrir mér. Mér finnst brjóstaað-
gerðin mjög nauðsynleg og mér leið strax betur
innan um fólk eftir að ég var búin að fara í hana,“
segir Snædís Yrja.
Þegar ég spyr hana út í stærð brjóstapúðanna
fer hún að hlæja og segist að sjálfsögðu hafa feng-
ið sér stærstu púðana. „Ég lét setja
800 g í hvort brjóst og er því með
rúmlega eitt og hálft kíló framan á
mér. Ég ákvað bara að gera þetta al-
mennilega fyrst ég var að þessu á
annað borð,“ segir hún og hlær.
Aðspurð hvort hún hafi hugsað sér
að fara í fleiri lýtaaðgerðir, fyrir utan
sjálfa kynleiðréttinguna, segist hún
hafa velt öllum mögulegu leiðum fyrir
sér.
„Auðvitað sé ég eitthvað sem aðrir
sjá ekki og ég hef alveg hugsað þetta
fram og til baka. Ég verð samt að játa
að ég er heppin andlitslega séð og ég elska sjálfa mig sama hvað á dynur. En það eru marg-
ir karlar sem láta minnka á sér nefnið og/eða stækka kinnbeinin, en þetta er ekkert sem ég
þarf nauðsynlega á að halda,“ segir hún.
Frá 12 ára aldri hefur Snædís Yrja búið í Hafnarfirði. Þegar ég spyr hana út í fordóma í
sinn garð gerir hún lítið úr þeim.
„Ég get ekki sagt að ég hafi upplifað fordóma. Ég hef alltaf verið jákvæð og bjartsýn og
það hefur hjálpað mér. Auðvitað hef ég upplifað augngotur hér eða þar en ég hef aldrei lát-
ið það hafa áhrif á mig.“
Snædís var ekki nema fimm eða sex ára þegar hún vildi frekar ganga í stelpufötum.
Fjölskyldan var því með ákveðið samkomulag. Hún fór í strákafötum í leikskólann en fékk
svo að vera í ballerínuskóm og kjólum heima hjá sér. „Ég hef í raun gengið í stelpufötum
frá 16 ára aldri og verið með hárlengingar nánast síðan þá. Fyrir mér var því engin ógurleg
Dreymir
um að verða
húsmóðir
Snædís Yrja Kristjánsdóttir áttaði sig fljótt á því að
hún væri fædd í röngum líkama. Þegar hún fæddist ár-
ið 1991 fékk hún nafnið Snæbjörn og var alin upp sem
drengur eða þangað til hún tók málin í sínar hendur. Í
dag vinnur hún hörðum höndum að því að skipta um
kyn. Snædís Yrja getur ekki beðið eftir að kynleiðrétting-
arferlinu ljúki formlega en hún á að gangast undir loka-
aðgerð í ágúst eða september.
Marta María Jónasdóttir | martamaria@mbl.is
40 MORGUNBLAÐIÐ
„Mér fannst súkkulaði
ekkert spes en núna þrái
ég það og veit ekkert
betra en að liggja uppi í
sófa á kvöldin og borða
súkkulaði.
Snædís Yrja ásamt vinkonum sínum.