Morgunblaðið - 12.02.2016, Page 43
Áttu þér uppáhaldshúðvörur?
„Já, ég nota alltaf ítalska húðlínu sem heitir Lepo. Vörurnar eru
unnar úr ýmsum náttúrulegum efnum og eru góðar fyrir við-
kvæma húð og þær eru ekki prófaðar á dýrum. Ég
á frá þeim maska, hreinsikrem sem er „3 in 1“ og
hreinsikrem fyrir olíukennda húð, nætur- og dag-
krem.“
Hvernig er rútínan þín við húðumhirðu?
„Ég er með nokkuð hefðbundna rútínu, þríf förð-
unarvörur vel af á kvöldin með hreinsikreminu frá
Lepo en í því er einnig tóner og hreinsimjólk. Ef
húðin er mjög olíukennd reyni ég að skipta yfir í
hreinsikremið sem er ætlað feitri húð í smátíma
eða þar til húðin jafnar sig. Svo reyni ég að nota
maska einu sinni í viku. Eftir þetta skola ég húðina
vel með fremur köldu vatni og set á mig næt-
urkrem. Á morgnana skola ég aðeins húðina með
köldu vatni og set á mig dagkrem.“
Hvað gerir þú til að hressa upp á húðina þegar
hún þarf sérstaklega á því að halda?
„Ég notast helst bara við góða vatnið okkar; ef ég
finn að ég er slæm í húðinni reyni ég að hreinsa
hana oftar með vatni, drekka meira vatn og skoða
hvað ég hef verið að borða.“
Áttu eitthvert skothelt bjútíráð?
„Ég reyni að forðast það sem mest að nota hrein-
siklúta þar sem í þeim eru mörg efni sem oft eru
alls ekki góð fyrir húðina. Ef ég kemst ekki hjá
því sé ég til þess að hreinsa húðina vel á eftir með
vatni og bera á krem.“
Forðast
hreinsiklúta
Ástrós Erla
Benediktsdóttir.
Húðvörurnar
frá Lepo fást
í No name-
búðinni í
Glæsibæ.
Förðunarfræðingurinn Ástrós Erla Benediktsdóttir passar vel upp á húðina
og þrífur hana kvölds og morgna. Ástrós passar að velja vörur með innihalds-
efnum sem eru góð fyrir húðina og forðast hreinsiklúta eftir fremsta megni.
Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ 43
Anna Gréta Oddsdóttir,
jógakennari og blaðamað-
ur, kynntist lífræna Lavera-
brúnkukreminu fyrir þrem-
ur árum. „Þá var ég að
leita mér að góðu brúnku-
kremi sem myndi hjálpa
mér að fríska upp á ljósu
húðina mína sérstaklega
yfir vetrartímann.“
Anna kveðst hafa verið
að leita að brúnkukremi
sem gæfi eðlilegan lit og
hefði skaðlaus innihaldsefni
sem færu vel með húðina.
„Eftir að ég keypti mér fyrstu
túpuna hef ég ekki notað ann-
að brúnkukrem. Það fyrsta
sem ég tók eftir var hversu góð
lykt var af kreminu. Ég hafði allt-
af tengt brúnkukrem við vonda
lykt en lyktin af Lavera er langt
frá því að vera vond. Brúnku-
kremið gefur líka mjög góða nær-
ingu og skilur húðina eftir silkimjúka,“ útskýrir
Anna Gréta. Hún segir sömuleiðis litinn sem
kremið gefur húðinni vera náttúrulegan og
frísklegan. „Það gerir svo sannarlega gæfu-
muninn yfir vetrartímann.“
Anna Gréta setur brúnkukremið á sig fyrir
svefninn og notar eitt krem fyrir líkamann og
annað fyrir andlitið. En áður en hún ber kremið
á sig skrúbbar hún húðina, hún segir það
nauðsynlegt. „Þannig fjarlægi ég dauðar húð-
frumur og undirbý húðina vel fyrir brúnkukrem-
ið.“ Að lokum minnir Anna Gréta á að kremið er
með nature- og vegan-vottun.
Fersk
allan
ársins
hring
Sólbrún & sælleg
Brúnkukremið frá
Lavera er í sér-
stöku uppáhaldi
hjá Önnu Grétu.
Anna Gréta
leggur
áherslu á að
snyrtivör-
urnar sem
hún notar
innihaldi efni
sem hafa góð
áhrif á húð
og heilsu.
Skrúbburinn inni-
heldur grænar
kaffibaunir, grænt
te, greip og rósm-
arín. Kornin í
skrúbbnum eru
gerð úr jojoba-olíu.