Morgunblaðið - 12.02.2016, Side 46

Morgunblaðið - 12.02.2016, Side 46
Flestir sem eru með sítt hár kannast við erfiðleik- ana sem fylgja því gjarnan að greiða í gegnum blautt hárið eftir sturtuna eða baðið. Venjulegir burstar toga í hárið og jafnvel slíta það en Ikoo- burstinn greiðir mjúklega í gegnum hárið án þess að slíta það og valda skemmdum. Ikoo-burstinn er handgerður úr bestu efnum sem völ er á. Hann er hannaður til að fara vel með hárið og nudda hársvörðinn samtímis. Hann er ekki bara þægilegur í notkun heldur einnig sérlega fallegur og til í nokkrum litum. Ikoo-burstinn hentar bæði konum og körlum. Nýjasta nýtt Hönnunun á Ikoo burstanum er einstök. Flækjuburstinn sem verndar hárið M ér sýnist fíngert skart vera að koma sterkt inn núna. Stóra skartið er svolítið að detta út og þetta látlausa og mínímal- íska að koma inn. Gullið er að koma aftur sterkt inn sem er mjög skemmtilegt, en rósagullið er sérlega vinsælt, þá bæði í úrum og skarti,“ segir Ísa- bella. „Ég held að „bangle“- armbönd og spangararmbönd verði vinsæl í ár og þá er flott að blanda nokkrum saman. Ég vona líka að stærri hringir í eyrun fari að koma aftur, mér þykir svoleiðis lokkar alltaf svo klassískir og gera svo mikið.“ Reglur um hvernig á að blanda skarti saman úreltar Ísabella segir að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi þegar kemur að fallegu skarti. „Unga fólkið er að jafnaði meira fyrir tískuskart eins og til dæmis frá Kenzo eða Michael Kors. Slíkt skart er oft djarfara og ekki eins klassískt. Eldra fólk er þá frekar í klassísku skarti. En svo eru merki eins og Sif Jakobs og Sign sem eru vinsæl hjá fólki á öllum aldri.“ Að sögn Ísabellu er smart að blanda saman gulli, rósagulli og silfri. „Úr sem eru tvítóna, þá silfur og rósgull, eða silfur og gull, hafa til dæmis verið mjög vinsæl, það sama má segja um skart. Tvítóna úr eða skart geta auðveldað fólki að blanda sam- an öðru skarti sem það á í mismunandi lit- um,“ útskýrir Ísabella sem telur að regl- ur um að ekki megi blanda silfri og gulli saman séu úreltar. „Það gilda engar reglur. Fólk ætti bara að ganga með skart sem því líður vel með og þykir fallegt.“ Morgunblaðið/Eggert Leyfilegt að blanda silfri og gulli saman Þessi hringur kemur frá Kenzo, hann kostar 15.500 krónur. Skartgripatískan er síbreytileg en Ísabella Erna Sævarsdóttir, starfsmaður Leonard í Kringlunni, segir látlaust og fíngert skart vera að koma sterkt inn um þessar mundir. Þá þykir skart í rósgulli einnig smart um þessar mundir og fólk má vera óhrætt að blanda því saman við silfur eða gull, að mati Ísabellu. Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is Gyllt armband frá Sign, 18.700 krónur. Micheal Kors úr- in eru alltaf jafn vinsæl, þetta kostar 31.500 krónur. Armband úr smiðju Sif Jakobs, það er til í nokkrum út- gáfum og kostar frá 27.900. Ísabella Erna starfar í Leonard í Kringlunni. Látlausir Siena eyrnalokkar frá Sif Jakobs, þeir eru til í nokkrum útgáfum og kosta frá 10.900 krónum. 46 MORGUNBLAÐIÐ Frú Sigurlaug Fylgstu með á facebookMjódd, s. 774 7377 Ný sending Bikini - Tankini - Sundbolir - Sundkjólar Náttföt - Undirföt - Sloppar - Inniskór Undirkjólar - Aðhaldsföt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.