Fréttablaðið - 06.01.2017, Page 14
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Fríða Rut Heimisdóttir
Hárgreiðslumeistari
Úr einu fræi varð bylting.
Moroccanoil hárvörumerkið er
innblásið af ferskum vindum,
bláma sjávarins og landslagsins
í kringum Miðjarðarhafið.
Upphafið er sjálf Moroccanoil
Treatment olían sem er góður
grunnur fyrir hvaða hárgerð sem
er. Einnig góð í krakka og skegg.
Til að fá sem bestu næringarefnin
er gott að setja hana alltaf í blautt
hárið og blása það eða leyfa því að
þorna eðlilega.
Olíurnar eru þrjár og nýjust er Blow Dry Concentrate sem hönnuð er fyrir gróft og erfitt hár.
Moroccanoil Treatment hentar öllum hárgerðum og LIGHT fyrir fíngert og mikið ljóst hár.
Regalo ehf Iceland
Á Íslandi eru lagðir háir tollar á landbúnaðarvörur. Eina leiðin til að flytja inn t.d. kjöt og osta á samkeppnishæfu verði er að nýta tollkvóta. Það eru
heimildir til innflutnings á takmörkuðu magni á lægri
eða engum tollum, samkvæmt samningum við Alþjóða
viðskiptastofnunina (WTO) annars vegar og Evrópusam
bandið (ESB) hins vegar.
Íslenzk stjórnvöld þrjózkast hins vegar við að úthluta
tollkvótunum með því að bjóða þá upp. Uppboðin hækka
verð vörunnar, þannig að í sumum tilvikum er hagur
neytenda af tollfrelsinu orðinn lítill sem enginn.
Eftir að samið var við ESB um að lækka tolla á ýmsum
búvörum og stækka tollkvóta fyrir aðrar setti landbún
aðarráðherra á fót starfshóp sem fékk það hlutverk að
gera tillögur um „viðbrögð“ við samningnum. Í honum
sátu eingöngu fulltrúar ríkisins, landbúnaðarins og ann
arra innlendra framleiðenda, enda gerði hópurinn tillögur
sem eru flestar til þess fallnar að hafa aftur af neytendum
þann ávinning, sem fólst í tollasamningnum.
Ein tillagan á uppruna sinn hjá Bændasamtökum
Íslands, að tollkvótarnir verði boðnir upp oft á ári en ekki
einu sinni eins og tíðkazt hefur. Landbúnaðarráðherrann
hefur nú hrint þeirri tillögu í framkvæmd, þrátt fyrir mót
mæli Félags atvinnurekenda.
FA hefur bent á að þetta skerði hag bæði innflutnings
fyrirtækja og neytenda. Erfiðara verði fyrir innflytj
endur að skipuleggja innflutning og birgðahald. Styttra
kvótatímabil auki hættu á að kvótar fullnýtist ekki þótt
greitt hafi verið fyrir þá. Tíð uppboð þýði meira umstang
og kostnað fyrir innflytjendur. Allt stuðli þetta að hærra
verði til neytenda.
Þessi rök skipta ráðuneytið engu. Það sendi FA bréf, þar
sem því er haldið fram að fyrirkomulagið sem Bændasam
tökin lögðu til sé bara víst í þágu innflutningsfyrirtækja.
Þetta verður óneitanlega að teljast sérkennilegt sam
ráð við hagsmunaaðila; að gera fyrst breytingu á starfs
umhverfi þeirra án þess að spyrja álits og halda því svo
fram að breytingin sé gerð í þeirra þágu. Þetta er hins
vegar mjög í anda allrar stjórnsýslu atvinnuvegaráðu
neytisins hvað varðar innflutning á búvörum; þar er
taumur innlendra framleiðenda ævinlega dreginn og
minna skeytt um innflytjendur eða neytendur.
Ráðuneytið sér um sína
Ólafur
Stephensen
framkvæmda-
stjóri Félags
atvinnurekenda
Íslenzk
stjórnvöld
þrjózkast
hins vegar
við að
úthluta
tollkvót-
unum með
því að bjóða
þá upp.
Reynsluboltarnir
Það er nærri öruggt að Benedikt
Jóhannesson, Þorsteinn Víglunds-
son og Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir verði ráðherrar Viðreisnar
í næstu ríkisstjórn. Hanna Katrín
Friðriksson kemur einnig til
greina. Í flokknum er lögð áhersla
á reynslu en heimildir Frétta-
blaðsins herma að það hafi nánast
ekkert verið minnst á að Jóna
Sólveig Elínardóttir, varaformaður
flokksins, gæti orðið ráðherra.
Þorgerður hefur mikla reynslu
af stjórnmálum og Þorsteinn úr
atvinnulífinu en ekki verður horft
fram hjá því að þau eru líklega
umdeildustu stjórnmálamenn
flokksins. Samstarfsflokkarnir
eru sagðir kíma yfir því að þrátt
fyrir loforð um kerfisbreytingar
ríði ferskt blóð í flokknum ekki
feitum hesti frá stólaleiknum.
Nýliðinn
Líklegt verður að teljast að einhver
láti í minni pokann innan odd-
vitahóps Sjálfstæðisflokksins fari
svo að flokkurinn fái aðeins fimm
ráðherrastóla. Bjarni Benediktsson
er sagður leggja á það áherslu að
hafa sem jöfnust kynjahlutföll og
það þýðir að tvær konur verði hið
minnsta í hópnum. Tveir karl-
kyns oddvitar koma þá til með að
missa af ráðherrastólum. Haraldur
Benediktsson er nú formaður fjár-
laganefndar sem er áhrifamikið
embætti og gæti vel haldið því
áfram. Öðru máli gegnir um Pál
Magnússon, oddvita í Suðurkjör-
dæmi. En busar geta ekki farið
fram á að fá allt upp í hendurnar
strax. snaeros@frettabladid.is
Stærsta efnahagsfréttin 2016 er sú staðreynd að erlend staða þjóðarbúsins er jákvæð í fyrsta sinn frá því að mælingar hófust eftir lok síðari heimsstyrjaldar. Ísland er nú í hópi fárra Evrópuríkja sem eru lánveitendur
við útlönd. Stöðugleikaframlög gömlu bankanna
og gríðarlegt innstreymi gjaldeyris vegna fjölgunar
ferðamanna, sem gaf Seðlabankanum færi á að kaupa
gjaldeyri fyrir um 390 milljarða í fyrra, skipta þar
mestu og hafa gjörbreytt grunngerð hagkerfisins.
Útlit er fyrir að Ísland verði nettó útflytjandi á fjár
magni í náinni framtíð. Þetta eru ótrúleg umskipti á
skömmum tíma. Fyrir örfáum árum var gjaldeyris
staðan neikvæð um 100 prósent og Ísland glímdi við
fordæmalausan greiðslujafnaðarvanda.
Nú horfir staðan hins vegar öðruvísi við. Í stað
þess að óttast skarpt fjármagnsútflæði og í kjölfarið
meiriháttar gengisfall krónunnar við losun hafta er
helsta áskorunin á komandi árum að fást við linnu
lausa gengisstyrkingu. Á nýliðnu ári hækkaði gengi
krónunnar um átján prósent og ef fram heldur sem
horfir þá kann það að valda verulegu ójafnvægi í
þjóðarbúskapnum og grafa undan samkeppnis
hæfni útflutningsgreina landsins. Stjórnvöld geta að
óbreyttu ekki lengur setið aðgerðarlaus hjá.
Til að sporna við þessari þróun er ekki síst nauð
synlegt að endurskoða peningastefnu Seðlabankans.
Fram til þessa hefur hann reynt að vega á móti mikilli
gengishækkun með því að kaupa meira en helming
inn af öllu því gjaldeyrisinnflæði sem hefur komið
á markaðinn. Slík gjaldeyrisinngrip eru hins vegar
kostnaðarsöm og ljóst að ekki verður lengra haldið á
þeirri braut. Árlegur vaxtakostnaður bankans af því
að viðhalda forða sem nemur nærri 40 prósentum
af landsframleiðslu hleypur á tugum milljarða. Sá
kostnaður kemur til vegna þess að vaxtamunur við
útlönd hefur sjaldan verið meiri. Mikilvægt er að sá
vaxtamunur lækki á komandi misserum og þannig
verði um leið skapaðar aðstæður í hagkerfinu sem
eru til þess fallnar að hvetja lífeyrissjóði og aðra inn
lenda aðila til að fjárfesta í auknum mæli erlendis.
Slíkt fjármagnsútflæði telst ekki lengur áhættuþáttur
við haftalosun heldur er það afar eftirsóknarvert
markmið til að tryggja jafnvægi í efnahagslífinu.
Þrátt fyrir að ekki sé ástæða til að gera lítið úr
þeim skrefum sem þegar hafa verið tekin til að opna
Ísland gagnvart umheiminum þá má öllum vera ljóst
að hægt er að ganga mun lengra. Í stað þess að veita
lífeyrissjóðum sérstaka undanþágu frá höftum til að
flytja fjármuni úr landi þá ættu stjórnvöld að opna
alfarið fyrir fjárfestingar þeirra erlendis – og íslenskra
fyrirtækja og heimila – án nokkurra takmarkana.
Seðlabankastjóri hefur sagt að hann vonist til að
hægt verði að afnema höftin að fullu síðar á þessu
ári. Það er ekki eftir neinu að bíða. Ágætis fyrsta
skref nýrrar ríkisstjórnar í þá veru væri að leggja
niður starfsemi gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, sem
þjónar engum tilgangi við núverandi aðstæður, og
spara skattgreiðendum þannig hundruð milljóna á
ári í óþarfa ríkisútgjöld.
Skrúfum frá
Ágætis fyrsta
skref nýrrar
ríkisstjórnar í
þá veru væri
að leggja
niður starf-
semi gjald-
eyriseftirlits
Seðlabankans
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
6 . j a n ú a r 2 0 1 7 F Ö S T U D a G U r14 S k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
SKOÐUN
0
6
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:2
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
D
E
-F
A
1
0
1
B
D
E
-F
8
D
4
1
B
D
E
-F
7
9
8
1
B
D
E
-F
6
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
5
6
s
_
5
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K