Fréttablaðið - 06.01.2017, Page 18

Fréttablaðið - 06.01.2017, Page 18
Fótbolti Björn Einarsson, formaður Víkings í Reykjavík, tilkynnti í gær um framboð sitt til embættis for- manns KSÍ. Þar með er ljóst að Guðni Bergsson hefur fengið mót- framboð en núverandi formaður, Geir Þorsteinsson, tilkynnti í fyrra- dag að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. „Ég held að ég hafi mikla reynslu, bæði úr knattspyrnu- og atvinnu- lífinu, til að takast á við spennandi aðstæður sem hafa skapast hjá KSÍ,“ sagði Björn sem var áður formaður knattspyrnudeildar Víkings. Hann hefur samfleytt gegnt stjórnunar- stöðu innan félagsins í tíu ár. Björn segir að tilkynning Geirs hafi komið sér á óvart. „Þetta var mjög óvænt en það hefur verið hvati minn allan tímann að bjóða mig fram. Þessi tíðindi búa til allt annað landslag en höfðu ekki úrslitaáhrif á ákvörðun mína.“ Hann á von á hörðum formanns- slag en á erfitt með að meta hvort fleiri eigi eftir að blanda sér í þá bar- áttu fyrir ársþing KSÍ sem fer fram í Vestmannaeyjum 11. febrúar. Björn hefur áður lýst því yfir að hann muni vinna launalaust fyrir sambandið verði hann kosinn. Hann stendur við þá yfirlýsingu. „Ég held að það sé eina eðlilega fyrirkomulagið. Ég kem úr slíku umhverfi sjálfur og í atvinnulífinu er þetta fyrirkomulag sterkara. Þetta fyrirkomulag, sem hefur verið í KSÍ, er á undanhaldi. Það hefur verið umdeilt innan hreyfingarinnar að stjórnarformaðurinn hefur verið launaður og hátt launaður. Ég held að félögin myndu taka þessari breytingu fagnandi.“ – esá Ákvörðun Geirs ekki ástæðan Björn Einarsson ætlar að sækjast eftir formannsembætti KSÍ. FréttaBlaðið/ StEFán Það hefur verið hvati minn allan tímann að bjóða mig fram. Björn Einarsson. 6 . j a n ú a r 2 0 1 7 F Ö S t U D a G U r18 S p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi Sími 557 4848 / www.nitro.is Allar gerðir af Arctic Cat vélsleðum, sport, touring og fjallasleðar. Kíktu við og skoðaðu úrvalið. Styrkir Rétt ríflega 150 milljónum var úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ í gær fyrir árið 2017 en um 100 milljónum á eftir að úthluta þegar nýr tíma- mótasamningur ríkis og Íþrótta- og Ólympíusambandsins tekur gildi í vor. Afrekssjóðurinn mun hækka um 100 milljónir króna á ári næstu þrjú árin og verður 400 milljónir þegar úthlutað verður fyrir 2019. Öll 26 sérsamböndin sem sóttu um styrk fengu úthlutun en þó mis- mikla eins og gefur að skilja. Sér- samböndin sjálf fá peningana en ekki einstakir íþróttamenn. Hæstu styrki hljóta þau sambönd sem eru með lið í lokamótum stórmóta. HSÍ fékk langmest eða 28 milljónir og körfuboltinn 18 milljónir. Karfan vill tvöfalt meira „Við erum bjartsýn á að fá stóran hlut af nýju 100 milljónunum sem verður úthlutað eftir íþróttaþingið. Við gerum ráð fyrir því að fá ekki undir 30-35 milljónum króna á þessu ári. Það eru 100 milljónir eftir og ég reikna með því að við fáum allavega 15-20 milljónir í viðbót,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, en KKÍ er á leið á lokamót með A-landslið karla líkt og HSÍ í næstu viku. Verkefni sambandanna á árinu eru svipuð og skilur körfuboltafor- maðurinn því ekki alveg þennan tíu milljóna króna mun. „Þessar 35 milljónir eru það sem við þurfum og því gerum við ráð fyrir því að fá þær. Starfið okkar hefur verið öflugt á síðustu árum og vaxtarverkirnir vegna góðs árangurs á skömmum tíma. Þetta er því allt mjög kostnaðarsamt,“ segir Hannes. nærri því sem þarf til Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, segir vinnu vegna nýs regluverks, er varðar úthlutun fjármagns þegar nýr samningur tekur gildi, standa yfir og vonast til að hún verði kláruð í kringum íþróttaþingið í maí. Hann fagnar því, eins og gefur að skilja, að geta sett meiri peninga í íslenskt afreksstarf og að tölurnar hækki á komandi árum. ÍSÍ færist nær því að geta úthlutað því sem til þarf miðað við útreikninga sem gerðir voru. „Við erum minni þjóð og getum aldrei jafnað framlag þjóðanna í kringum okkur. Við erum að kom- ast eins nálægt því og við getum á þessari stundu. Við létum reikna út fjárþörfina sem er talin 650 millj- ónir króna að teknu tilliti til stærð- ar okkar. Það er mjög stórt skref að komast í 400 milljónir á næstu tveimur árum,“ segir Lárus. Fimleikafólkið ósátt Sólveig Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Fimleikasambands Íslands, rauk út af fundinum þegar dagskrá var lokið en hún var verulega ósátt við úthlutunina. Fimleikarnir fengu sjöundu hæstu upphæðina. „Við erum að fá minna en sam- band [KSÍ] sem greiðir sínum keppendum bónusa. Þá fer maður að velta fyrir sér hvort afrekssjóður ÍSÍ sé hugsaður þannig að hægt sé að greiða bónusa með honum. Við vilj- um fá meira gagnsæi á hvernig þessu er úthlutað en þá yrðu allir sáttari,“ segir Sólveg við íþróttadeild. Hún vonast eftir skýrara reglu- verki þegar kemur að úthlutun eftir að nýr samningur tekur gildi. „Þegar kemur að þessu myndi ég kalla eftir skýrum reglum sem væru mjög gegnsæjar. Nú er sjóðurinn að stækka og það er ótrúlega mikið fagnaðarefni að það sé að gerast. Það má hrósa Íþrótta- og Ólympíu- sambandinu og forseta þess vel fyrir góð störf þar, en þegar maður sér þessa úthlutun núna hræðist maður svolítið hvað gerist. Gegnsæi númer eitt, tvö og þrjú mun breyta ótrúlega miklu,“ segir Sólveig Jóns- dóttir. tomas@365.is Góð viðbót en mikill vill alltaf meira Ríflega 150 milljónum var úthlutað úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í gær en enn þá er eftir að úthluta 100 milljónum þegar nýr tíma- mótasamningur tekur gildi. Handboltinn fékk mest en þrátt fyrir hækkun eru ekki allir sáttir. lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, og líney rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, á fundinum í gær. FréttaBlaðið/VilHElm Fyrri úthlutun Afrekssjóðs 2017 Blaksamband Íslands (BlÍ) 4.400.000 kr. Badmintonsamband Íslands (BSÍ) 2.200.000 kr. Borðtennissamband Íslands (BtÍ) 600.000 kr. Dansíþróttasamband Íslands (DSÍ) 2.100.000 kr. Frjálsíþróttasamband Íslands (FrÍ) 12.000.000 kr. Fimleikasamband Íslands (FSÍ) 7.950.000 kr. Golfsamband Íslands (GSÍ) 8.850.000 kr. Hjólreiðasamband Íslands (HrÍ) 1.100.000 kr. Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) 28.500.000 kr. Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) 7.750.000 kr. Íshokkísamband Íslands (ÍHÍ) 3.200.000 kr. Skautasamband Íslands (ÍSS) 600.000 kr. Júdósamband Íslands (JSÍ) 1.600.000 kr. Karatesamband Íslands (KaÍ) 1.600.000 kr. Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) 18.500.000 kr. Keilusamband Íslands (KlÍ) 1.100.000 kr. Kraftlyftingasamband Íslands (Kra) 6.600.000 kr. Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) 8.400.000 kr. landssamband hestamannafélaga (lH) 2.200.000 kr. lyftingasamband Íslands (lSÍ) 1.100.000 kr. Skíðasamband Íslands (SKÍ) 9.800.000 kr. Skylmingasamband Íslands (SKY) 1.700.000 kr. Sundsamband Íslands (SSÍ) 13.550.000 kr. Skotíþróttasamband Íslands (StÍ) 3.850.000 kr. tennissamband Íslands (tSÍ) 600.000 kr. Þríþrautarsamband Íslands (ÞrÍ) 600.000 kr. Heildarúthlutun til sérsambanda ÍSÍ 150.450.000 kr. Við erum að fá minna en samband sem greiðir sínum kepp- endum bónusa. Sólveg Jónsdóttir, framkv.stjóri FSÍ 0 6 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B D F -0 8 E 0 1 B D F -0 7 A 4 1 B D F -0 6 6 8 1 B D F -0 5 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 5 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.