Fréttablaðið - 06.01.2017, Side 20
Ásdís ásamt eiginmanni sínum, Stefáni Guðjónssyni, og börnunum Agli Erni, níu ára, Kamillu Birtu, sautján ára, og Guðjóni
Pétri, þrettán ára.
Sumarið sem Ásdís Ragna Ein
arsdóttir var fimmtán ára fór hún
í sveit austur í Vallanes þar sem
fyrirtækið Móðir Jörð er starf
rækt. Þar kynntist hún lífrænni
matjurtaræktun og lærði að elda
grænmetisfæði ofan í heimilis
fólkið. „Mig langaði ung að verða
grasalæknir. Vistin ýtti enn frek
ar undir áhuga minn á heilbrigð
um lífsstíl og lækningamætti nátt
úrunnar,“ segir Ásdís. Hún nam
síðan grasalækningar við Univers
ity of East London og útskrifaðist
2005. Hún hefur starfað við fagið
síðan. Ásdís er uppalin í Reykja
nesbæ þar sem hún býr ásamt
eigin manni sínum og þremur börn
um og rekur eigin stofu í Keflavík.
Ætlar að gera meira
af því sem nÆrir
Í upphafi árs fara margir að huga
að heilsunni og strengja ýmis heit.
Sjálf strengir Ásdís ekki eiginleg
áramótaheit en setur sér þó alltaf
einhver markmið fyrir komandi
ár og leggur þannig línurnar fyrir
það sem fram undan er. Markmið
hennar að þessu sinni er að hækka
hamingjustuðulinn með því að
gera meira af því sem nærir and
lega og líkamlega. „Svo er ég al
gjörlega háð göngutúrum og geng
úti flesta daga vikunnar í hvaða
veðri sem er. Ég mun að sjálf
sögðu halda því áfram en máttur
göngutúra er að mínu mati mikill
og nærir bæði líkama og sál. Þar
fæ ég mína hugleiðslu.“
Starf grasalæknis felst að sögn
Ásdísar í því að meðhöndla ein
staklinginn á heildrænan hátt og
stuðla að bættri líðan með því að
koma jafnvægi á starfsemi líkam
ans með áherslu á heilsusamlegt
mataræði, heilbrigðar lífsvenjur
og lækningajurtir. Hún mælir því
með að þeir sem vilja bæta heils
una á nýju ári hugi vel að öllum
helstu grunnþáttum heilsunn
ar eins og svefni, hreyfingu, and
legri líðan og nærandi mataræði.
„Þetta á samt ekki að snúast um
„allt eða ekkert“ heldur ætti frek
ar að reyna að tileinka sér góðar
heilsusamlegar lífsvenjur á sem
flestum sviðum sem bæta líðan og
auka lífsgæði. Yfirleitt er besta
leiðin hinn gullni meðalvegur
laus við allar öfgar. „Health happ
ens in the middle,“ sagði einhver
spekingurinn og ég tek heilshug
ar undið það.“
matur er besta forvörnin
Ásdís segist hafa mikla ástríðu
fyrir því að kenna fólki að nota
lækningajurtir og heilsusamlegt
mataræði til heilsueflingar og
heldur reglulega námskeið sem
því tengjast fyrir einstaklinga og
fyrirtæki.
Þó að hún sé sérfræðingur í
jurtum er það henni líka hjart
ans mál að fá fólk til þess að huga
betur að mataræðinu. „Matur er
að mínu mati besta forvörnin gegn
sjúkdómum og heilsuleysi en mér
finnst allt of algengt að fólk átti
sig ekki á samhenginu á milli þess
sem það borðar eða gerir daglega
og því hvernig því líður í líkam
anum. Góð heilsa snýst ekki ein
göngu um að vera laus við sjúk
dóma heldur að upplifa vellíðan,
orku og hreysti í daglegu lífi.“
burnirót í uppáhaldi
Ásdís segir lækningajurtir síðan
góða leið til að flýta fyrir bata og
fólk er kynningarblað
sem býður auglýsendum að
kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana. Í blaðinu er
einnig hefðbundið ritstjórnarefni.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
ÚtGEfAndi: 365 miðlAr | ÁByrGðArmAður: Svanur Valgeirsson
umSjónArmEnn EfniS: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is,
s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351
Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357
SölumEnn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439
| Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433
bæta almenna líðan þegar það á
við. „Engu að síður er mikilvægt
að fara gætilega í inntöku á jurt
um og á það sérstaklega við ef fólk
er að taka margar tegundir af lyfj
um og glíma við flókna kvilla því
sumar jurtir geta haft milliverk
anir við lyfseðilskyld lyf. Það er
því nauðsynlegt að ráðfæra sig
við fagaðila áður en farið er að
blanda þessu tvennu saman,“ árétt
ar Ásdís sem leggur mikið upp úr
því að nota jurtir með skynsam
legum og öruggum hætti því þær
innihalda að hennar sögn fjölmörg
virk efni sem hafa líffræðilega
virkni þótt þær séu í flestum til
fellum líkamanum til góðs.
Ásdís segir hægt að fá hin góðu
og heilsueflandi áhrif jurta með
því að drekka ýmiss konar jurtate.
„Það er svo sniðugt að reyna að
draga úr kaffidrykkjunni á móti.
Þá er ráð að bæta jurtum við
matar æðið og lauma kryddjurtum
og öðrum lækningajurtum í hvers
kyns mat.“
Aðspurð segist Ásdís halda sér
staklega upp á nokkrar jurtir og
að hver og ein hafi sína sérstöku
virkni og eiginleika. „Burnirótin
er þar fremst í flokki en rannsókn
ir hafa leitt í ljós að hún er gagnleg
við þreytu og eykur mótstöðu gegn
streitu og álagi.“
Ásdís hefur enn sama áhuga á
matjurtaræktun og á unglingsár
um og hefur ræktað ýmsar tegund
ir af salati og grænmeti í gegnum
árin. Hún deilir áhugamálinu með
tengdaföður sínum og eru þau með
gróðurhús og matjurtagarð rétt
fyrir utan bæjarmörkin í Keflavík.
„Þar hjálpumst við að og nostrum
við grænmetisgarðinn okkar.“
unga fólkinu
þarf frÆðslu
Að mati Ásdísar verða æ fleiri
meðvitaðri um heilsuna og um
hvað umhverfi, mataræði og dag
legar venjur geta haft mikil áhrif.
Hún segist jafnframt hafa orðið
vör við að viðhorf fólks til óhefð
bundinna lækninga hafi breyst á
síðustu árum. „Fólk er almennt
opnara fyrir að skoða þær í fyrir
byggjandi tilgangi og til að ná
bata. Mér finnst unga fólkið þó
þurfa meiri fræðslu um mikil
vægi hollrar næringar og svefns
á heilsuna og myndi vilja að meiri
áhersla yrði lögð á forvarnir hjá
þessum hópi enda getur tekið lang
an tíma að vinda ofan af slæmum
venjum framan af ævinni.“
Ásdís deilir hér uppskrift að
morgunþeytingi með lækninga
jurtum sem er tilvalinn til að koma
sér í gang í upphafi árs.
túrmerik & engifer
morgunboost
1 tsk. túrmerikduft
½ tsk. engiferduft
½ appelsína í bitum
½ tsk. kanilduft
½ tsk. maca-duft
100-200 ml möndlumjólk
1-2 dropar vanillustevía
1 msk. chia-fræ
Frosið mangó
Öllu skellt í blandara. Hægt er að
bæta við lúku af kasjúhnetum eða
matskeið af hnetusmjöri ef vilji er
til að auka próteininnihaldið.
Vera
Einarsdóttir
vera@365.is
Hér er Ásdís að týna vallhumal sem er mikið notaður í lækningaskyni.
Ásdís gengur nær daglega. Hér er hún á Helgafelli.
Það er auðvelt að bæta lækningajurtum
út í morgunþeytinginn. Þessi ætti að
rífa þig í gang.
6 . j a n ú a r 2 0 1 7 F Ö S T U D a G U r2 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l
0
6
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:2
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
D
F
-1
C
A
0
1
B
D
F
-1
B
6
4
1
B
D
F
-1
A
2
8
1
B
D
F
-1
8
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
5
6
s
_
5
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K