Fréttablaðið - 06.01.2017, Page 30
Sólveig
Gísladóttir
solveig@365.is
„Á hverju ári prófa ég líklega
vel á annað hundrað öpp, aðal
lega vegna vinnu minnar en
einnig vegna áhuga á því að
læra meira, vinna betur og nýta
tæknina til að bæta líf mitt og
annarra,“ segir Ingvi Hrannar
sem er menntaður grunnskóla
kennari og með meistaragráðu
í frumkvöðlafræðum frá Há
skólanum í Lundi. Hann starfar
í dag á mörkum skólaþróunar og
tækniþróunar í grunnskólunum
í Skagafirði.
Ingvi Hrannar heldur úti vef
síðunni www.ingvihrannar.com.
„Síðan heldur utan um bloggið
mitt, samantektir á #mennta
spjall á Twitter sem ég
stýri ásamt Tryggva
Thayer, og alla
hlaðvarpsþættina
(Menntavarp)
sem ég og Ragn
ar Þór Péturs
son höldum úti.“
T æ k n i o g
notkun henn
ar í skólastarfi
er Ingva Hrann
ari hugleikin, þar á
meðal notkun spjald
tölva í kennslu. „Okkur er það
ljóst að við erum ekki að undir
búa börnin fyrir fortíðina okkar,
heldur framtíðina þeirra. Til
þess að mæta kröfum framtíðar
þurfum við að leggja áherslu á
breiða námskrá, samskipti, sam
vinnu, sköpun, gagnrýna hugsun
og læsi í víðum skilningi í gegn
um allt skólastarfið, þar á meðal
tæknilæsi,“ segir Ingvi Hrannar.
Öpp ársins
Ingvi Hrannar hefur frá árinu
2013 tekið saman í lok árs lista
yfir öpp ársins. „Ég byrjaði á
þessu því ég var svo oft spurður
um hvaða öpp ég nota og hverju
ég mæli með, bæði í vinnu og
einkalífi,“ segir hann en þrjú af
þeim tólf öppum sem hann valdi
falla í flokkinn skólastarf.
„Ég valdi þessi þrjú öpp
því ég hef hvað mest
notað þau undan
farið í skólastarfi
en að sjálfsögðu
nota ég einnig
BookCreator og
Paper by 53 auk
iMovie, Garage
Band, Nearpod
og fleiri og fleiri
auk allra Google
appanna.“
Within
Ingvi Hrannar segir appið bjóða
upp á ótrúlegar sögur í 360 gráðu
sýndarveruleika. Appið hét áður
VRSE en er nú Within með sömu
myndböndunum. Hann segir
With in ásamt Google Expedi
tions vera öpp ársins í vinnu
sinni þar sem keyptir voru 22
Samsung S6 símar og GearVR
sýndarveruleikagleraugu.
Google Expeditions
Google Expeditions er ætlað
skólum, kennurum og nemend
um þar sem horft er á kyrr
mynd í 360 gráðum. Með app
inu er hægt að nota sýndarveru
leika til að sýna nemendum staði
um allan heim. Nemandinn er
með sýndar veruleikagleraugun
og kennarinn velur og stjórnar
myndunum sem birtast. Nem
endur geta hreyft höfuðið og
skoðað sig um. Stjórnandinn fær
einnig upplýsingar um staðinn,
sem verið er að skoða, á skjáinn
sinn til þess að leiða þátttakend
ur í gegnum „leiðangurinn“.
Slack
Slack er app sem Ingvi Hrann
ar er afar hrifinn af. Hann telur
líklegt að það komist í fulla notk
un í vinnu hans á árinu 2017 þar
sem allir kennarar verða komnir
með iPad. Í Slack eru einkaskila
boð, hópar og rásir sem vinnu
staðir geta notað sem sitt eigið
„innra samskiptanet“. Það er
meira að segja hægt að hringja
myndsímtöl og venjuleg símtöl á
milli notenda innan vinnustað
arins.
Það sem Ingva Hrafni finnst
best við Slack samanborið við
forrit á borð við Messenger eða
tölvupóst sem vinnutæki er að
ef hann fær skilaboð á Slack
veit hann að þau eru vinnu
tengd. Einnig er hægt að slökkva
á öllum tilkynningum í Slack á
ákveðnum tímum, til dæmis frá
því eftir vinnu og til morguns.
Bestu skólaöpp síðasta árs
Ingvi Hrannar Ómarsson hefur síðustu fjögur ár tekið saman lista yfir þau öpp sem hann telur standa upp úr á árinu. Í ár valdi hann tólf
öpp í fjórum flokkum en þrjú þeirra falla undir flokkinn skólastarf.
Veraldarvefurinn gefur hverj
um sem er kost á að nálgast upp
lýsingar um nánast hvað sem
er. Gæði upplýsinganna eru
þó æði misjöfn og er ekki allt
af hægt að treysta því að þær
byggist á vísindalegum grunni.
Hins vegar eru æ fleiri háskól
ar farnir að bjóða upp á lengri
og skemmri námskeið sem al
menningur getur sótt á netinu
bæði gegn greiðslu og án endur
gjalds. Þetta eru virtir háskólar
um allan heim og kennarar nám
skeiðanna með þeim allra fær
ustu á sínu sviði.
Á vefsíðunni edx.org er hægt
að nálgast netnámskeið skóla á
borð við MIT, Harvard og Berke
ley. Markmiðið er að auka að
gengi allrar heimsbyggðarinn
ar að gæðamenntun. Edx var
stofnað af Harvardháskóla og
Tækniháskólanum í Massachus
etts (MIT) árið 2012 en þar er nú
að finna netnámskeið frá öllum
fremstu háskólum heims. Þau
fjalla um tölvunarfræði, við
skiptafræði, loftslagsbreyting
ar, menningu og gervigreind
svo fátt eitt sé nefnt. Námskeiðin
eru í hundraðatali. Hér eru nefnd
þrjú ókeypis námskeið sem hægt
er að sækja á nýju ári.
The Science of Happiness –
Berkeley
Á námskeiðinu verður gefin inn
sýn í vísindin að baki því að lifa
hamingjusömu og innihaldsríku
lífi. Kennd verða grunnatriði í já
kvæðri sálfræði og nemendum
hjálpað að heimfæra þau á eigið
líf.
Introduction to Computer Science
and Programming Using Python
og Introduction to Computatonal
Thinking and Data Science – MIT
Um er að ræða tvö aðskilin nám
skeið sem tekin eru saman. Þau
eru hugsuð fyrir fólk sem hefur
engan grunn í tölvunarfræði og
forritun og er farið yfir öll helstu
grunnatriði. Námskeiðin gefa
breiða mynd af faginu en fara
síður á dýptina. Hægt er að nýta
þau sem upptakt að frekara námi.
The Art of Poetry –
Boston University
Námskeiðið fjallar um ánægjuna
sem má hafa af ljóðum og byggir á
vísindalegum grunni. Grunnstefið
er: Því meira sem þú veist um list
ir því betur nýtur þú þeirra. Nem
endum er kennt að lesa, hlusta á
og meðtaka ljóð af ólíkum gerðum
og frá ólíkum tímabilum.
Ókeypis netnámskeið
hjá virtum háskólum
Keypt voru GearVR sýndarveruleikagleraugu í grunnskólana í Skagafirði.
100% Black
60% Magenta
100% Yello
Ritunarnámskeið Stílvopnins á vorönn
Stílvopnið býður ráðgjöf vegna
ritunar og útgáfu
• Að skrifa endurminningar
• Skapandi skrif
• Greinaskrif
• Creative writing workshops
• Sérsniðið fyrir hópa: Skrifað og skrafað í Hannesarholti
„Það kom mér mest á óvart að hægt
væri að ná þessum árangri og sjá
þær framfarir sem við blöstu í lok
námskeiðsins.”
Sigríður Ásdís Snævarr
Björg Árnadóttir, rithöfundur
og fullorðinsfræðari,
kennir námskeið Stílvopnsins
Nánari upplýsingar um námskeiðin
og skránin u
www.stilvopnid.is
Nánari upplýsingar um námskeiðin
og skráningu eru á:
www.stilvopnid.is
SKÓlaR & námSKeIð Kynningarblað
6. janúar 20178
0
6
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:2
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
D
F
-0
8
E
0
1
B
D
F
-0
7
A
4
1
B
D
F
-0
6
6
8
1
B
D
F
-0
5
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
5
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K