Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.01.1993, Síða 8

Víkurfréttir - 21.01.1993, Síða 8
8 21. JANÚAR 1993 Vikurfréttir grín - gagnrýnl m ■ vangaveltur ■ umsjón: emil páll* Fiskar hann... Það hefur oft verið sagt að opinberar skrár séu ekki alltaf réttar, því kerfiskarlarnir eigi erfitt með að fylgjast með. Eitt dæmi þar um kemur frarn í skipaskrá íslenska sjómanna- almanaksins fyrir árið 1993 sem nýlega er komin út. Þar er greint frá því að í fiskiskipaflota Kefl- víkinga sé m.a. 10 tonna fiski- bátur Guðborg KE 88 sem á að vera í eigu Studeos sf., Keflav'ík. Annars staðar í sömu bók kemur fram að báturinn hafi ekki verið á veiðurn undanfarin 2 ár. ...ó brennunni? Það er að vísu ekki furða, því eftir að leki kom að bátnum í Keflavíkurhöfn í janúar 1991 var hann tekinn upp í Njarð- víkurslipp og síðan brenndur á áramótabrennu ofan við Innri- Njarðvík á gamlárskvöld sama ár. Samkvæmt skránni hefur hann þó ekki enn verið tekinn af skrá og með öllu óvíst hvenær það verður, nemat kerfiskar- larnir eigi von á að hann veiði mikið orðinn að ösku. Sandgerðisdraugur... I óveðrinu á dögunum virðist eitt sveitarfélag á Suðurnesjum hafa farið ver út úr veðurhæð og ófærð en önnur. Sveitarfélag þetta er Sandgerði. Sem dæmi um sérstöðu sveitarfélagsins, þá var ófærðin í nágrenni Leifs- stöðvar nánast eingöngu á því svæði er tilheyrði landsvæði Sandgerðis og þar var veð- urhæðin einnig mest. ...í veðrinu? Ef þéttbýliskjarnarnir á Suð- urnesjum eru skoðaðir sér- staklega, gerist það sama og með nágrenni Leifsstöðvar. I Sandgerði var ófærðin mest og þar snjóaði mest. Svo mikið að grafa þurfti sig út úr sumum húsum og fjallháir ruðningar urðu meðfram götum. Kefl- víkingar munu hinsvegar hafa sloppið best hvað ófærð varðar, því þar skóf minnst og einnig hélst í hendur að þar er best mokað meðal sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Af hverju til Reykjavíkur? I óveðrinu á dögunum, er flugið stöðvaðist var flug- farþegum svo hundruðum skiptir ekið á hótel í Reykjavík. Virðist sem Flugleiðir viti ekki að á Suðurnesjum eru hótel sem vel hefði mátt setja fólkið á, a.m.k. hluta þess. Það skiptir kannski engu máli fyrir Flug- leiði þó það kosti meira að aka fólkinu til Reykjavíkur, það bætist bara smá vegis við það tap sem fyrir er. Kristbergssynir í Höfnum Stuttmyndin „Oskir Skara" sem Ríkissjónvarpið sýndi á sunnudagskvöld var að hluta til tekin í Höfnum. A.m.k. voru útiatriðin við bryggjuna teknar þar. Þá komu tveir Suður- nesjamenn þar við sögu, bræð- urnir ]ens og Jóhannes Krist- björnssynir úr Njarðvík. Stjórnin baðst afsökunar... Starfsmenn Sparisjóðsins í Keflavík urðu niargir hverjir mjög ósáttir við það þegar skip- að var í stöðu aðstoðar- sparisjóðsstjóra án þess að aug- lýsa stöðuna áður a.m.k. innan Sparisjóðsins. Skrifaöi Starfs- mannafélagið stjórn sjóðsins bréf þar sem kvartað var yfir þessu og baðst stjórnin af- sökunar á að hafa ekki auglýst stöðuna með þessum hætti. ... en notuðu ekki tœkifœrið... Margir starfsmanna urðu auk þess sárir og reiðir yfir að stjórnin skyldi ekki nota tæki- færið og framfylgja þeirri stefnu sem rekin hefur verið í sjóðnum, að spara á öllum sviðum og ráða ekki í stöður sem losna og spara þannig á toppnum. Hefðu þeir heldur viljað að staða að- stoðarsparisjóðsstjóra hefði ver- ið lögð niður og þar með yfir- byggingin minnkuð. ... eða var það pólitíkin sem réði? Þá finnst mörgum starfs- mönnum það skrítað að sá sem ráðinn var í stöðuna, skuli vera sá sami og virtist fyrr á árinu vera í fýlu a.m.k. tvisvar er hann sótti um lausar stöður bæði hjá Hitaveitunni og Sjúkrahúsinu. Það er því spurning hvort þessi stöðuveiting hafi verið verðlaun fyrir það, eða var hún pólitísk ráðning? Þrifalegur rússi? Nú í vikunni kom enn einn rússinn með fisk til löndunar á Suðurnesjum. Að þessu sinni kom skip til Keflavíkur og nú bar svo við að skipið er þrifalegt að sjá, a.m.k. við fyrstu sýn. Höfðu menn á orðið er skipið kom að landi að ótrúlegt væri að þetta væri frá sömu þjóð og rottuskipin sem komið hafa hingað til. Biskup vísiterar Njarðvík Biskup Islands herra Olafur Skúlason, vísiterar í næstu viku Njarðvíkur- prestakall. Mun hann heim- sækja fleiri sóknir á Suður- nesjum næstu vikurnar, en yfirreiðina hóf hann í Grindavík í síðustu viku. Heimsækir hann Njarð- vík á miðvikudag. Mun hann koma við í Grunn- skólanum, hitta ferm- ingarbörnin, leikskólabörn og þá öldruöu. Að lokum fundar hann síðan með sóknarnefndum. Nánar er fjallað um tímasetningu á heimsóknum þessurn undir messutilkynningum. I------. _ _-----I Þorrinn byrjar 22. jan. 1993 kl. 15:00 HJÁOKKUR Frábærir þorrabakkar kr. 1.050,- Þorraveislur: 1-10 manns.......kr. 1.750 pr. mann 10-25 manns......kr. 1.650 pr. mann 25-100 manns.....kr. 1.580 pr. mann 100-1000 manns...kr. 1.490 pr. mann Gerum föst tilboö í veislur af öllum geröum og stæröum, meö mat og þjónustu. GETUM ENN BÆTT VIÐ OKKUR FERMINGARVEISLUM. Pantið tímanlega í síma eða á staðnum. Ykkar einlægur, Axel Jónsson hja -Aw Iðavöllum 7 Sími 14797 Viðskiptavinir Sparisjóðsins fá aftur vinninginn HUSNÆÐIS sparnaðarreikningur gaf 7.01% raunávöxtun BESTI KOSTURINN 24 MAN. SPARIREIKNINGUR gaf 6.8% raunávöxtun HÆSTA AVOXTUN Á INNLÁNSREIKNINGI Hæsta ávöxtun á innlánsreikningi hjá bönkum og sparisjóðum árið 1992 hefur enn og aftur komið í hlut þeirra sem skipta við sparisjóðina. Enn einu sinni hefur reynslan sýnt að þeir sem vilja ávaxta sparifé á innlánsreikningum geta borið mest úr býtum hjá Sparisjóðnum. Hafðu þetta í huga á næstu vikum og mánuðum. 5Pf\RI5JÓÐURIflM gér utft' situ&’

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.