Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.01.1993, Qupperneq 11

Víkurfréttir - 21.01.1993, Qupperneq 11
Yíkurfréttir 21. JANUAR 1993 11 kipstjóri og útgerðarmaður á Happasæl Mynci: hbb „Nii em mörg skip orðin ijfir- byggð og starfaðstaða sjó- mannsins ergóð. Skipstjórinn hefur hins vegar einangrast og horfir út um bniargluggann á bert stálið. Einu skiptin sem skipstjórinn sér mannveru er þegar kokkurinn kemur og færir honum kaffið" breyst síðan kvótakerfið tók við? „I dag reynum við að gera sem mestan pening úr þeim afla sem við fáum. I dag er stífara róið. Við erum alltaf á sjó og höfum verið undanfarin ár. Það er þá bara aftaka veður sem verður til þess að stöðva okkur". Sem dæmi um stífa sjósókn nefnir Guðmundur Rúnar febrúarmánuð í fyrra. Þá var mjög mikil ótíð, en í þeim mánuði fengu strákarnir á Happasæl KE um 250 tonn. „Við vorum ekki einn einasta virkan dag í landi". -Fiskmarkaðir? „Eg landa mestu af mínum afla á fiskmarkaði og þar eru það gæði sem ráða verðinu". Fari Rússafiskur til helv... -Þú talar um gæði. Hvað gerist þá þegar menn eru farnir að leyfa allan þennan inn- flutning á Rússafiski? „Uss, fari það í helvíti. Það er hlutur sem á eftir að klóra okkur illa, ég er sannfærður um það að þetta á eftir að koma okkur illa á erlendum mörkuðum og þetta verður til þess að útgerð leggst end- anlega niður á Suðurnesjum með tilkomu þessa Rússafisks. Það minnkar áhuginn fyrir því að byggja þetta upp aftur. Það skal enginn segja mér það að ekki sé hægt að gera út bát héðan frá Suðurnesjum ef hann er á þokkalegu verði. Það gerir enginn eitt eða neitt ef það er svo dýrt að ekki er hægt að ráða við það. Við tökum eftir því þegar við siglum í erlendar hafnir að við erum á mjög snyrtilegum skipum. Við fáum heil- brigðiseftirlitið um borð til að fá vottorð um það að ekki séu rottur um borð. Ef það fyndust svona rottur um borð hjá okkur eins og í þessum Rúss- nesku togurum, fengjum við ekki einu sinni að vera við bryggju. Það er ég alveg sannfærður um. Það er alveg furðulegt að þessi Rússnesku skip fái að vera við bryggju þegar þessir vankantar hafa fundist á þeim". Síminn orðinn þarfasti þjónninn -Svo við snúum okkur að öðrum málum. Hvernig er að vera bæði útgerðarmaður og skipstjóri í senn? „Ég myndi halda að það væri mjög gott. Það fer á- gætlega á því að út- gerðarmaðurinn sé um borð í skipinu og svona einingu eins og hjá mér, þar sem bara er um að ræða eitt skip og litla fisk- verkun í landi. Eg læt strákana mína um hana en skipti mér að sjálfsögðu af í gegnum sím- ann. Það var mikil bylting þegar farsímarnir komu í bát- ana. Það er allt gert orðið í gegnum símann. Ég fer ekki orðið í Reykjavík. Systir mín fékk hjartaáfall í byrjun des- ember. Ég er ekki farinn að heimsækja hana ennþá. Hún er sem betur fer komin á fætur og búin að heimsækja mig. En ég fer aldrei í Reykjavík, aldrei. Ég er mikill Suðurnesja- maður". Guðmundur Rúnar Hall- grímsson átti Happasæl KE með bróður sínum Sigurði þar til fyrir rúmum þremur árum að Guðmundur Rúnar keypti bróðir sinn út. Síðan þá hefur mest allur aflinn af Happasæl verið seldur á markaði, utan lítils hluta sem er unninn í eigin verkun". Borga mína skatta - Nú hefur þú verið skatta- kóngur undanfarin ár. Hvernig er að vera á þeirn toppi? „Ég hef nú ekki fundið fyrir því að ég hafi þurft að bera einhverja kórónu. Sem betur fer hef ég haft ráð á að borga mína skatta. Að sjálfsögðu eru þetta mjög villandi upp- lýsingar um skatta ein- staklings, þar sem útgerðin er öll á mínu nafni". -Að endingu. Er eitthvað minnisstætt frá áralangri sjó- sókn þinni? „Það er ekkert eitt minn- isstæðara en annað. Ég hef aldrei lent í neinum vand- ræðum á sjó. Ég verð að segja það að ég er öruggari með mig og nu'na á sjó, heldur en í bif- reið á fasta landi. Ég hef aldrei verið hræddur við að halda á sjó," sagði Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, útgerðarmaður og skipstjóri að endingu. happasæll ♦ Áhöfn Happasæls KE sl. sunnudag ásamt skipstjóranum lengst til vinstri. Mynd: hbb Þetta er auglýsing fyrir ykkur Munið nú eftir körlunum ykkar á morgun. Þetta er þeirra dagur, Bóndadagurinn. Opið alla daga til kl. 21:00, nema sunnudag kl. 13:00-18:00 BLÓMABÚÐIN KOSY i Hafnargötu 6 - Sími 14722 ialii: Til örorkubótaþega Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Kefla- víkur hefur veriö ákveöið aö veita tekjulitlum örorkubótaþegum meö 65% örorkumat eöa minna afslátt af fasteignaskatti fyrir áriö 1993. Umsóknareyðublöð liggja frammi á bæjar- skrifstofunni. Upplýsingar í síma 16700. Bæjarstjórinn í Keflavík, Ellert Eiríksson.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.