Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.01.1993, Page 16

Víkurfréttir - 21.01.1993, Page 16
16 21. JANÚAR 1993 Víkurfréttir BÚRFELL ♦ Búrfellið í Njarðvíkurhöfn á mánudag. Þar hefur Bergþór búið að undanförnu og undirbúið ferð bátsins til Svíþjóðar, þar sem gera átti úr honum skútu. Þau mál virðast nú óljós. Ljósm.: epj. Hið versta All undarlegt mál er komið upp varðandi bát sem liggur við bryggju í Njarðvíkurhöfn og búið er að úrelda. Báturinn hét hér áður fyrr Búrfell og var gerður út frá Keflavík. Er útgerð hans keypti núverandi Erling KE frá Samherja á Akureyri var Búrfellið sett upp í kaupin til úreldingar er þeir Sam- herjamenn fengju nýjan frysti- togara sem kom til landsins fyrir skemmstu. Á síðasta sumri kom hins- vegar upp áhugi hjá einum frægasta skútumanni lslend- mga, Bergþóri Hávarðarsyni, að breyta Búrfellinu í skútu. Varð það að samkomulagi milli Þor- steins Baldvinssonar hjá Sam- herja og Þorsteins Erlingssonar hjá Saltveri hf. í Njarðvík sem átti skipið áður að gefa Bergþóri bátinn gegn því að hann yrði fjarlægður af skipaskrá og frá landinu. Hefur Bergþór búið að undanförnu i bátnum við bryggju í Njarðvík og unnið að því að gera bátinn gangfæran á ný, svo það tækist. Einhver dráttur hefur orðið á því að báturinn færi frá íslandi. Er Samherji fékk nýja togarann var Búrfellið úrelt og jafnframt samið við Dráttarskip hf. á Siglufirði um að báturinn yrði Fasteignagjöld 1993 Lokiö er álagningu fasteignagjalda í Keflavík fyrir áriö 1993 og álagningarseölar sendir út. Álagningarreglur eru óbreyttar frá fyrra ári en gjalddögum hefur veriö fjölgaö og eru nú sjö. Gjalddagar eru 20. janúar, 20. febrúar, 20. mars, 20. apríl, 20. maí, 20. júní og 20. júlí. Eindagi er 20 dögum eftir gjalddaga. Eftirfarandi reglur voru notaöar: íbúöarhúsnæöi: Fasteignaskattur...... álagn. 0,36% af álagningarstofni og lóöarmati Vatnsgjald............ álagn. 0,13% af álagningarstofni og lóðarmati Holræsagjald.......... álagn. 0,13% af fasteignamati og lóðarmati Sorppokagjald......... álagn. 2.180.- á ári á íbúö. Atvinnuhúsnæði: Fasteignaskattur...... álagn. 0,90% af álagningarstofni og lóðarmati Vatnsgjald............ álagn. 0,13% af álagningarstofni og lóöarmati Holræsagjald..........álagn. 0,13% af fasteignamati og lóðarmati Sorppokagjald.........álagn. 2.180.- á fasteignanúmer á ári Afsláttur af fasteignaskatti íbúöarhúsnæöis til eigin afnota, hjá elli- og ör- orkulífeyrisþegum hefur veriö ákveöinn sem hér segir: A. Ellilífeyrisþegar fæddir áriö 1922 eöa fyrr - lækkun allt aö kr. 19.000,- B. Ellilífeyrisþegar fæddir áriö 1923, 1924 og 1925 - lækkun allt aö kr. 9.500,- C. Sjómanna-ellilífeyrisþegar kr. 9.500,- D. Örorkulífeyrisþegar 75% örorkumat lækkun allt aö kr. 19.000,- Lækkunin hefur þegar veriö framkvæmd. Gjaldheimta Suöurnesja er einn- heimtuaöili og innheimtir meö gíróseðlum. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Keflavíkurbæjar, sími 16700. Bæjarstjórinn í Kefiavík, Eliert Eiríksson. mál dreginn til Irlands í brotajárn. Þessu hefur Bergþór ekki viljað una og segir m.a. að félagi hans í Svíþjóð sé tilbúinn til að skrá skipið á sitt nafn og hafi hann því hug á að sigla því til Sví- þjóðar undir sænsku flaggi þeg- ar það sé tilbúið til þess. Þar verði brevtingum lokið á skip- inu, sem væntanlegri skútu. „Þetta er hið versta mál, ég er reglulega £ vondu máli þar sem það togast á hvort ég láti Dráti- arskip um að fjarlægja bátinn og það að Bergþór vill halda hon- um," sagði Þorsteinn Bald- vinsson í samtali við blaðið. Afmæli Anna S. Guðmundsdóttir er 18 ára í dag. Hún tekur á móti pökkum í F.S. í dag, mjúkir pakkar væru vel þegnir. Litlu frænkurnar. Frímann Þórhallsson verður 30 ára 24. janúar. Það væri vel þegið að gestir færðu honum veiðigræjur, þar sem að hann tapaði mikið af þeim síðasta sumar. Vinir • Vikm fréttir | • " fyrir • : kröfuharða • • lesendur! •

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.